Morgunblaðið - 22.12.1987, Side 68
68
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 1987
SKIÐI / HEIMSBIKARINN
KNATTSPYRNA
Reuter
Japanski skfðamaðurínn Tetsuya
Okabe átti í erfiðleikum með hjálm
sinn og gleraugu í svigkeppninni á
sunnudaginn. Hjálmurinn vildi aðra
leið en Okabe eins og sést á myndinni.
Enn sigrar Tomba
Italska „sprengjan" Alberto
Tomba vann fimmtu gullverð-
laun sín í heimsbikamum í alpa-
greinum á sunnudaginn. Hann
sigraði þá í svigi í Kranjska Gora
í Júgóslavíu eftir að hafa sleppt
hliði í stórsviginu á sama stað á
laugardaginn.
„Ég tók enga áhættu í seinni ferð-
inni," sagði Tomba sem hafði
hálfrar sekúndu forskot á Frank
Wömdl eftir fyrri umferð. „Ég átti
í erfíðleikum í efri hluta brautarinn-
ar en síðan var þetta nokkuð
auðvelt."
Richard Pramotton frá Ítalíu varð
annar á sunnudaginn og má segja
að ítalir séu farinir að blanda sér
verulega í toppbaráttuna, ekki bara
Tomba. Gúnther Mader frá Aust-
urríki varð þriðji og Pirmin Zur-
briggen fjórði, en hann varð í öðm
sæti í stórsviginu á laugardaginn á
eftir Helmut Mayer frá Austurríki.
Tomba hefur nú hlotið 125 stig
samanlagt í keppninni. Pirmin Zúr-
briggen er í öðm sæti með 91 stig,
Gúnther Mader í þriðja með 45 stig
og Hubert Strolz í fjórða með 42
stig.
Stúlkumar kepptu í svigi á laugar-
daginn. Þar sigraði vestur-þýska
stúlkan Christa Kinshofer Gútlein
í fyrsta sinn í heimsbikamum.
Patricia Chauvet frá Frakklandi
varð önnur og Veronika Serec frá
Júgóslavíu þriðja.
A sunnudaginn var keppt í stórsvigi
og var franska stúlkan Catherine
Quittet þar hlutskörpust. Önnur
varð Vreni Schneider frá Sviss og
þriðja landi hennar, Michela Figini,
sem nú er efst í heimsbikamum í
kvennaflokki. Hún hefur 92 stig
eftir tíu mót. Spænska stúlkan
Femandez Ochoa er í öðm sæti
með 75 stig, Wachter frá Aust-
urríki í þriðja með 70 stig og jafnar
í fjórða sæti em Sigrid Wolf frá
Austurríki og Brigitte Oertli frá
Sviss með 66 stig.
GuAmundur Torfason.
Guðmundur
og Amdr
skoruðu
Ef þig langar að gefa óvenjulega gjöf sem gleður augað
þá er ársmappa Pósts og síma með frímerkjum ársins 1987
einmitt slík gjöf. Hún er einnig kjörin sem gjöf til vina og
kunningja erlendis, því hún er á sinn hátt smámynd
af Islandi sem gaman er að eiga og safna.
Verð möppunnar er 590 kr. Mundu eftir ársmöppunni
næst þegar þig vantar eitthvað eigulegt til að gefa.
FRlMERKJ A S A L A N
Guðmundur Torfason og Amór
Guðjohnsen skomðu báðir fyr-
ir lið sín, Winterslag og Anderlecht
í belgísku deildarkeppninni í knatt-
spymu um helgina. Guðmundur
skoraði eina mark Winterslag í 1-1
jafntefli gegn Molenbeek, en Amór
skoraði sigurmark Anderlecht í 3-2
sigri gegn Lokeren. Anderlecht er
í fímmta sæti deildarinnar eftir sig-
urinn, en átta stig skilja liðið og
efsta liðið Antwerp, sem sigraði
Racing Jet 7-2 á heimavelli sínum.
Markaregn á ítalfu
Sannkallað og óvenjulegt marka-
regn var í tveimur leikjum ítölsku
knattspymunnar um helgina, Roma
malaði Pescare 5-1 og Napólí burst-
aði Verona 4-1. Diego Maradona
skoraði eitt af mörkum Napólí og
hefur þá skorað 6 mörk í 12 fyrstu
umferðunum, en Anton Polster hjá
Toríno hefur skorað flest mörk, sjö
talsins. Juventus mátti þakka fyrir
jafntefli gegn Sampdoria, 1-1, og
var það Cabrini sem skoraði mark
Juve úr víti sem Ian Rush fískaði.
Napólí hefur þriggja stiga forystu
- 21 stig eftir 12 umferðir, en AC
Mílanó er í öðm sæti með 18 stig.
17 slgrar í röA
PSV Einhoven vann 17. sigur sinn
í röð í hollensku deildinni um helg-
ina. Sigraði liðið Den Bosch
örugglega 2-0 þrátt fyrir að mark-
amaskínan Wim Kieft meiddist
snemma leiks og yrði að hverfa af
leikvelli. Afrek PSV er löngu orðið
met. Ronald Koeman og Gerald
Vanenburg skoruðu mörkin.
Markatala PSV eftir 17-liða röðina
er ótrúleg, 68-13.
Ajax er í öðru sæti, situr þar kirfi-
lega eftir 3-0 sigur gegn Alkmaar.
Henny Majer (2) og Jan Bosman
skoruðu mörkin. Ajax er 8 stigum
á eftir PSV.
Rlsamir fóllu alllr
Real Madrid, Atletico Madrid og
Barcelona töpuðu öll óvænt í
spænsku deildarkeppninni um helg-
ina. Real Sociedad og Valladolid
notuðu tækifærið og smeygðu sér
í betri sæti en fyrir umferðina.
Real tapaði 1-2 fyrir Real Betis í
Seville og fyrrum Real-leikmaður,
Rincon, lagði upp bæði mörkin gegn
sínu gamla félagi. Hitt Seville-liðið
var á sama tíma að vinna Atletico
Madrid óvænt og bæjarkeppnin fór
því heldur illa frá sjónarhóli
Madrid-búa. Versta skellinn fékk
þó Barcelona sem virtist vera að
toga sig upp úr öldudal. Manuel
Pena skoraði þrívegis fyrir Valla-
dolid gegn Barcelona, öll mörkin
eftir að Barcelona hafði leitt 2-1
með mörkum Bemd Schuster og
Garry Lineker.