Morgunblaðið - 22.12.1987, Page 70
70
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUÖAGUR 22. DESEMBER 1987
HANDKNATTLEIKUR / LANDSLIÐIÐ
Góður árangur í Belgíu undir stjórn Hilmars Björnssonar
Jafntefli gegn Frökkum og
sigur á OL-liði Alsírsmanna
Landsliðið f handknattleik und-
ir stjórn Hilmars Björnssonar
náði stórgóðum árangri á fjög-
urra þjóða handknattleiksmóti
íBelgíu um helgina. Landsliðið
j tryggði sér sigur í mótinu með
því að gera jafntefli, 23:23, við
Frakka, sem eru að undirbúa
sig fyrir B-keppnina sem verð-
ur í febrúar,
Frakkar hafa verið í æfingabúð-
um undanfama mánuði og
reiknuðu flestir með að þeir myndu
vinna sigur í mótinu. Þetta er frá-
bær árangur hjá strákunum í
landsliðinu. Þeir gátu lítið undirbúið
sig fyrir keppnina í Belgíu og þá
valdi Hilmar Bjömsson landsliðs-
hópurinn ekki endanlega fyrr en
nokkmm dögum áður en haldið var
á stað til Belgíu.
íslenska liðið byijaði á því að leggja
Beigíumenn að velli, 24:20 og síðan
skelltu þeir Alsírsmönnum, 22:17.
Þess má geta að Alsír leikur í sama
riðli og íslands á Olympíuleikunum
í Seoul.
Leikur íslands og Frakklands var
mjög sögulegur. Hilmar Bjömsson
fékk að sjá rauða spjaldið þegar
15. mín. voru til leiksloka - var
Blrglr Slgurðsson.
óhress með dómara leiksins. ís-
lensku strákamir voru undir, 9:14,
í ieikhléi. Þeir mættu tvíefldir til
leiks í seinni hálfleik og varði Hrafn
Margeirsson, markvörður úr IR, þá
mjög vel - lokaði markinu þegar
íslensku strákamir náðu að jafna,
17:17, og komast yfir, 18:17. Und-
ir lokin var mikil spenna og náði
íslenska liðið að halda jöfnu, 23:23,
Hllmsr Bjömsson.
og vinna sigur í mótinu á betri
markatölu heldur en Frakkar.
Birgir Sigurðsson, línumaðurinn
skemmtilegi úr Fram, sem skoraði
alls 21 mark í mótinu eins og Hans
Guðmundsson, skoraði ellefu mörk
gegn Frökkum. Hans Guðmundsson
skoraði 6, Guðmundur Albertsson
3, Ólafur Gylfason 2 og Bjöm Jóns-
Hsns Guðmundsson.
son 1.
Mörkin í leiknum gegn Belgíumönn-
um, skoruðu þessir leikmenn: Hans
7, Guðmundur Albertsson 5, Frosti
Guðlaugsson 4, Birgir Sigurðsson 4
og Óskar Armannsson 4.
í leiknum gegn Alsír skomðu þeir
Hans og Birgir flest mörkin. Hans
8 og Birgir 6.
HEIMILISTÖLVUR
TILBOÐ
VINSÆLUSTU TÖL VUR í EVRÓPU í DAG
Nú getum við boðið þessar frábæru heimilistölvur með aukabúnaði og forritum
á verði og greiðslukjörum sem aðeins A^STRAD 9©tur boðið
E IflfEDT 1 ITl VILDARKJÖR ALLT AÐ 12 MÁN. OAO/ l\l\CH 1 U 1 « LEJ SAMNINGUR ALLT AÐ 12 MÁN. EÐA L\J /I . , RESTÁ6-8MÁN. 3 Ut, SKULDABRÉFI.
SINCLAIR ZX SPECTRUM + 2
128K með innbyggðu segulbandi,
stýripinna og 6 leikjum.
AMSTRAD CPC 464 - LITASKJÁR
64K með innbyggðu segulbandi og
ritvinnsluforriti m/ísl. stöfum.
AMSTRAD CPC 6128 - LITASKJÁR
128K með diskdrifi og isl. stöfum.
Ný sending til afgreiðslu
þriðjudaginn 22. desember
mm
H0F.UM OPNAÐ
STORGLÆSILEGA
200FERMETRA VERSLUN V/Ð HLEMM.
VERSLUN V/ HLEMM/S. 621122.
|R|*SI0SI Laugavegi 116,
’MMu CMgmm 105 Reykjavík,
TOLVUDEILD
s: 621122.
Akranes: Bókaskemman / Keflavfk: Bókab. Keflav.
Akureyri: Bókav. Edda / isafj. Hljómtorg
HANDBOLTI
Fáttum
varnir í
fjörug
um leik
S-Kóreumenn skoruðu
35 mörk á Akureyri
Suður Kóreska landsliðið í hand-
knattleik sigraði íslenskt
úrvalslið örugglega, 35-26 í íþrótta-
skemmuni á Akureyri um helgina.
_■■■■ Staðan í hálfleik var
FráReyni 16-10 fyrir kóreska
Eiríkssyni liðið.
áAkureyri Þessi leikur var jafn
framan af meðan
liðin þreifuðu fyrir sér. Síðast var
jafnt 6-6, en þá skoruðu Kóreumenn
flögur mörk í röð og frá þeim
punkti var ekki lengur um keppni
að ræða. íslenska liðið skorti sam-
æfíngu og gerði ýmis mistök í
leiknum, en lék þó í heild séð fjör-
lega og voru skoruð mörg og falleg
mörk. Kóreumennimir sýndu snilld-
artakta.
Héðinn Gilsson skoraði 10 mörk,
aðrir sem skoruðu voru Jón Krist-
jánsson 3, Júlíus Gunnarsson 3,
Guðmundur Guðmundsson 2, Sig-
urpál Á Aðalsteinsson 2/1, Hafþór
Heimisson 2, Pétur Bjamason, Axel
Bjömsson, Gunnar Gunnarsson og
Erlingur Kristjánsson eitt hver.
Snillingurinn Kang skoraði 10 mörk
fyrir Kóreu, Lee 8/1, Park 7 og
Koh 5 mörk, þessir fjórir leikmenn
samtals 30 mörk.
Kristján
Ara með
sfórieik
og skoraði
níu mörk
Kristján Arason var besti leik-
maður vallarins þegar
Gummersbach vann stórsigur,
27:18, yf ir Hofweier á sunnu-
daginn. Kriatján skoraði níu
mörk og átti margar línusend-
ingar sem gáfu mörk.
Frá
Jóhannilnga
Gunnarssynií
V-Þýskalandi
Páll Ólafsson lék mjög vel með
Diisseldorf, sem lagði Schwab-
ing að velli, 26:18. Hann skoraði
sex mörk. Grosswallstadt tapaði
óvænt, 19:10, fyrir
Göppingen og Kiel
lagði Dormagen að
velli, 22:15.
Alfreð Gíslason
meiddist á hné þegar Essen vann
sigur, 22:17, yfír Massenheim. Al-
freð, sem var slæmur í öxl, meiddist
á hné og lék hann með bundið um
hnéð í seinni hálfleiknum. Alfreð
skoraði tvö mörk í leiknum, sem
var fjörugur. Þegar 13 mín. voru
til leiksloka var staðan, 14:16, fyrir
Massenheim. Þá fóru leikmenn Ess-
en í gang - tóku Kállmann og
Schone úr umferð og skoruðu átta
mörk í röð, 22:16.
Gummersbach er efst í Bundeslig-
unni með 19 stig. Kiel er með 17,
Diisseldorf 14 og Essen og Gross-
wallstad 13. Lemgo, sem tapaði úti
gegn Milbertshofen, 18:12, er í
næst neðsta sæti með 7 stig. Sig-
urður Sveinsson skoraði fímm mörk
í leiknum. Milbertshofen er með sjö
stig og á botninum er Dormagen
með sex stig.