Morgunblaðið - 22.12.1987, Side 71
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 1987 .
71
HANDKNATTLEIKUR
AKreð Gíslason frá Essen
og aftur í raðir KR-inga
Mikill ávinningurfyrir KR og handknattleik á
íslandi, segirJóhann Ingi Gunnarsson, þjálfari Essen
Alfrsð Qlslason I leik með Essen. Hann leikur á ný með KR næsta
keppnistímabil.
„ÞEGAR þessu tímabili iýkur
hef ég ieikið í fimm ár með
TUSEM Essen, sem er langur
tími, en segja má að fjöl-
skylduástæður ráði því að við
flytjum aftur heim til íslands
í vor. Ég skipti því aftur yfir
í KR og þó önnur félög hafi
sýnt áhuga, kom ekkert ann-
að en KR til greina," sagði
Alfreð Gíslason við Morgun-
blaðið í gær.
Alfreð Gíslason lék með KR í
þrjú ár áður en hann hélt til
Vestur-þýskalands 1983 og var
kjörinn íþróttamaður KR að loknu
síðasta tlmabilinu með félaginu.
Hann hefúr verið og er ein styrk-
asta stoð íslenska landsliðsins og
mikilvægasti hlekkur Essen.
Glæsilegurferill
„Fáir ef nokkur erlendur leikmað-
ur á ems glæstan feril að baki í
þýsku úrvalsdeildinni og Alfreð,"
sagði Jóhann Ingi Gunnarsson,
þjálfari Essen. „Hann hefur
tvisvar orðið meistari með liði
sínu, einu sinni hafnað í öðru
sæti, einu sinni í því þriðja og svo
er það yfírstandandi tímabil.
Hann er einn allra besti vamar-
maður deiidarinnar og þrátt fyrir
að vera oft í strangri gæslu, er
hann frábær sóknarmaður, skorar
mörg mörk og opnar fyrir aðra.
Hann getur því farið með góðri
samvisku.
Félagaskiptin voru tilkynnt fyrir
leikinn á sunnudag og urðu aðrir
ieikmenn fyrir miklu áfalli, því
Alfreð er kjaminn í þessu liði og
skarð hans verður vandfyllt Því
óttast ég að þetta verði til þess
að fleiri fari frá félaginu," sagði
Jóhann Ingi.
„Að sama skapi er þetta mikill
ávinnihgur fyrir KR og hand-
knattleikinn á íslandi. KR er með
ungt og efnilegt lið og leikmenn-
imir geta ekki fengið betri fyrir-
mynd. Alfreð er metnaðargjam
og leíkmenn KR eiga örugglega
eftir að smitast af réttu hugarfari
hans,“ bætti Jóhann Ingi við.
„Eins og gefur að skilja erum við
geysiiega ánægðir með að fá Al-
freð aftur i okkar raðir,“ sagði
Kristján Öm Ingibergsson, form-
aður handknattleiksdeildar KR.
„Við emm með efnilega stráka,
en til að vera með f baráttunni á
toppnum á næstu ámm þurfúm
við mann eins og Aifreð. Þetta
er ánægjuleg jólagjöf til KK og
reyndar handknattieiks á íslandi,"
bætti hann við.
Alfreð hefur skorað 65 mörk í 11
Ieikjum Essen í vetur og bauð
félagið honum að framlengja
samninginn um tvö ár. „Ég lofaði
að láta þá vita fyrir áramót og
um helgina gerði ég endanlega
upp hug minn. Ég hlakka mildð
til að leika aftur með KR og það
verður gaman að koma inn í upp-
sveifluna heima,“ sagði Alfreð.
HANDKNATTLEIKUR / LANDSLIÐIÐ
Frábær skemmtun
í Laugardalshöll
íslendingar hefndu ófaranna frá því á HM í Sviss
Valur
Jónatansson
skrifar
ÍSLENSKA landsliðið í hand-
knattleik sýndi það gegn
Suður-Kórumönnum f gær-
kvöldi að það getur leikið
„sirkushandboltau eins og
hann gerist bestur. Leikurinn
bauð upp á gífurlegan hraða,
vel útfærðar sóknirog
skemmtileg mörk. Áhorfendur,
sem troðfylltu Höllina, kunnu
vel að meta þessa góðu
skemmtun.
Islenska liðið réði gangi leiksins
eftir að jafnræði hafi verið með
liðunum fyrsta stundarfjórðunginn.
íslendingar náðu fimm marka for-
ystu 17:11 er 5
mínútur voru eftir
af fyrri hálfleik og
létu hana ekki af
hendi eftir það.
íslenska liðið náði að hefna ófa-
ranna gegn Kóreumönnum í fyrsta
leik heimsmeistarakeppninnar í
Sviss 1986 sem enn eru í fersku
minni. Islensku piltamir hafa svo
sannarlega lært af reynslunni og
nýttu sér hana í þessum leik. Þeir
spiluðu mjög skynsamlega bæði í
vöm og sókn, komu vel út á móti
Kómmönnum og klipptu þannig vel
á sóknir þeirra og keyrðu svo upp
hraðann í sókninni sem enduðu oft-
ast með marki.
Kómmenn léku mjög framarlega í
vöminni og tóku leikstjómandann
úr umferð í byrjun. Þá tók Bogdan
það til bragðs að nota tvo línu-
menn, Óttar og Geir, og kom það
Kómmönnum oft í opna skjöldu.
íslenska liðið hélt einbeitingunni út
allan leikinn og uppskar eftir því.
Suður-Kóreumenn em með mjög
léttleikandi lið sem gaman er að
horfa á. Mikill hraði er í leik þeirra
og oft vel útfærðar sóknir. þeir
spila mjög stuttar sóknir, í mesta
lagi 30 sekúndur, þekkja ömgglega
ekki leiktöf. Liðið er mjög heil-
steypt, þó ber að geta frammistöðu
Jae-Hwan Kim (nr.2) sem er geysi-
lega fjölhæfur og getur skorað úr
ótrúlegustu fæmm. Markakónur
heimsmeistarakeppninnar, Jae-
Wan Kang, náði ekki að sýna sínar
bestu hliðar enda í strangri gæslu
Þogils Óttars.
Kristján og Óttar vom bestu leik-
menn íslenska liðsins. Óttar var
sérstaklega sprækur og naut sin
Island—S-Kórea
36 : 31
Laugardalshöll, vináttulandsleikur,
mánudaginn 21. desember 1987.
Gangur leiksins: 0:2, 2:2, 2:4, 5:4,
7:7, 7:9, 12:9, 12:11, 18:13, 20:16,
22:17, 25:20, 25:21, 28:22, 29:24,
30:27, 33:29, 34:31, 36:31.
Áhorfendur: Uppselt.
Mörk íslands: Kristján Arason 10/4,
Þorgils óttar Mathiesen 7, Atli Hilm-
arsson 5, Geir Sveinsson 5, Karl
Þrainsson 3, Guðmundur Guðmunds-
son 2, Valdimar Grímsson 2, Sigurður
Gunnarsson og Jakob Sigurðsson eitt
mark hvor.
Varin skot: Guðmundur Hrafnkelsson
18, Einar Þorvarðson 3. v
Utan vallar: 10 mínútur.
Mörk Suður-Kóreu: Jae-Hwan Kim
(nr.2) 12/4, Jae-Wan Kang (nr.13) 7,
Sang-Jae Lee (nr.14) 7, Young-Dae
Park (nr.5) 2, Young-Suk Sin (nr.3) 2
og Suk-Chang Koh (nr.6) 1.
Utanvallar: 2 mínútur.
Dómarar: Gunnlaugur Hjálmarsson
og Óli P. Olsen. Sýndu Kórumönnum
full mikla gestrisni á stundum.
vel og Kristján var duglegur við að
mata hann inn á línuna. Guðmund-
ur Hrafnkelsson varði einnig mjög
vel eftir að hann kom inná fyrir
Einar um miðjan fyrri hálfleik.
Geir lék einn af sínum betri land-
sleikjum og Atli er óðum að komast
í sitt besta form. Annars var liðið
í heild mjög gott og sigurinn verð-
skuldaður.
Aftur í kvöld
Þjóðimar leika aftur í Laugardals-
höll kl. 20.30 t kvöld. HSI býður
öllum fyrrverandi landsliðmönnum
í handknattleik í afmælishóf sem
haldið verður í anddyri Hallarinar
og hefst kl. 19.00. Þeir sem ekki
hafa fengið miða geta vitjað þeirra
á skrifstofu HSÍ í dag.
Morgunblaðið/Einar Falur
Þorgils Óttar Mathlesan átti stórleik ( gærkvöldi og skoraði mörg giæsi-
leg mörk. Hér hefur hann stungið Kang og Park af og skorar.
Hvað sögðu þeir?
Steinþór
Guóbjartsson
skrifar
Bogdan Kowalczyk, þjálfari
„Suður-Kóreumenn spila
skemmtilegan handbolta, sem er
allsstaðar í hávegum hafður.
Sóknir þeirra eru mjög stuttar og
það er erfítt að
stöðva þá, en við
náðum loks að
sigra. Þetta var
fjörugur leikur
eins og ég átti von á, skemmtun
eins og hún gerist best.“
Guðmundur Hrsfnkel&son
„Svona handbolti hlýtur að vera
skemmtilegur fyrir áhorfendur,
mikiil hraði og mötg mörk. Ég
er ánægður með minn hlut, en
málið er að reyna að lesa leik
þeirra. Þeir spila allt öðruvísi en
við eigum að venjast, eru snöggir
og skjóta einkennilega, en okkur
tókst betur upp í þetta sinn.“
Gelr Sveinsson
„Ég átti von á þessari markasúpu
og þetta er skemmtileg tilbreyting
frá hinum harða leik, sem við
þekkjum betur. Þetta^ var mikii
keyrsla og mjög erfiður leikur —
ég hélt hreinlega að ég væri búinn
eftir 15 mínútur, en jafnaði. mig
fljótt.“
Krlstján Arason
„Leikurinn var eins og við var að
búast, en við höfúm lært af reynsl-
unni og það er fyrir mestu.
Hraðinn hjá þeim er gífúrlegur,
en við hægðum ekki á ferðinni
fyrr en undir lokin. Kang og Lee
eru frábærir og njóta sín vel í
þessu liði, en þeir ættu erfitt upp-
dráttar með þýskum liðum."
Þorgils Óttar Mathlesen
„Við fórum í þennan leik með
sama hugarfari og alltaf, en þeir
leika óvenjulega, hraðinn var
meiri en ég gerði ráð fyrir og því
var þetta mjög erfitt. En við gerð-
um færri mistök og það er ajltaf
ánægjulegt að sigra, að ég tali
ekki um þegar Höllin er troðfull."