Morgunblaðið - 22.12.1987, Side 72
ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 1987
VERÐ í LAUSASÖLU 55 KR.
New York Times:
Fólk hvatt
til að sjá
Vesalingana
í Reykjavík
NEW YORK Times birti í sér-
stöku ferðablaði sem fylgdi
síðasta sunnudagsblaðinu stutta
frétt um að Flugleiðir byðu nú
upp á sérstakar ferðir til ís-
lands fyrir fólk sem hefur
áhuga á að sjá söngleikinn Ves-
alingana á íslandi. Söngleikur-
inn er nú sýndur þar vestra við
mikla aðsókn og hefur mönnum
reynst erfitt að fá miða á sýn-
inguna.
I fréttinni segir að þeir sem
ekki fá miða á Vesalingana á Bro-
adway í New York ættu ekki að
örvænta, því miðar eru til á sýn-
ingar á söngleiknum á Islandi frá
26. til 31. desember. Síðan er bent
á að Flugleiðir bjóða nú ferðir og
hótelgistingu í 2 til 3 nætur fyrir
leikhúsáhugafólk á 362 banda-
ríkjadali, eða um 13.000 íslenskar
krónur.
Að sögn Steins Loga Bjömsson-
ar fulltrúa forsijóra Flugleiða er
'T Vnikið af lausum sætum í vélum
félagsins yfír hátíðamar og sama
má segja um hótelherbergi í
Reykjavík. Því þótti tilvalið að
bjóða upp á ferð til íslands og
vekja um leið athygli fólks á að
hægt væri að sjá söngleikinn Ves-
alingana, sem byggður er á sögu
Victors Hugo, í Reykjavík.
Mikið var spurt um þessar ferð-
ir á skrifstofu Flugleiða í New
York í gær og höfðu tveir þegar
bókað sig.
Alfreð Gísla-
'son í KR
ALFREÐ Gíslason, einn af mátt-
arstólpum íslenska landsliðsins í
handknattleik og Vestur-Þýska-
landsmeistara TUSEM Essen,
hefur ákveðið að flytja til Islands
í vor og leika með KR næsta
keppnistímabil.
Alfreð lék með KR í þijú ár áður
en hann fór til Essen 1983. Yfír-
standandi tímabil er hans fímmta
með liðinu og er árangurinn sérlega
glæsilegur; tvisvar meistari og einu
sinni í 2. og 3. sæti. Að sögn Jó-
hanns Inga Gunnarssonar, þjálfara
Essen, verður skarð Alfreðs hjá
^ÞEssen vandfyllt.
Nánar á bls. 71.
Morgunblaðið/Þorkell Þorkelsson
Afmæliskerti í miðju Látrabjargi
Tólf kertaljós voru tendruð í
Flaugamefi í miðju Látrabjargi
á laugardaginn til að minnast
björgunarafreksins sem þar
var unnið f desembermánuði
fyrir fjömtíu árum, en þá var
tólf skipveijum af enska togar-
anum Dhoon bjargað af tólf
mönnum sem sigu niður á
Flaugamef. Kertaljósin vom
tendrað á þeim stað þar sem
sjö skipbrotsmenn höfðust við
í eina nótt áður en hægt var
að koma þeim alla leið upp á
bjargbrúnina, en þetta var hluti
af athöfn sem björgunarsveit-
armenn á Patreksfirði og í
Rauðasandshreppi stóðu fyrir.
Það er Ómar Unnarsson úr
Björgunarsveitinni Blakki á
Patreksfirði sem kveikir á kert-
unum, en á bak við hann er
Barði Sæmundsson, formaður
björgunarsveitarinnar.
Sjá bls. 20 og 21: „Tólf ljós á
Látrabjargi . . .“
Bátur vélarvana út af Sandgerði:
Kólnandi
veður um
allt land
NORÐANÁTT mun ríkja um
allt land á Þorláksmessu. Á öllu
norðanverðu landinu, frá Vest-
fjörðum til Austfjarða, verður
hvassviðri með éljagangi eða
snjókomu, en á sunnanverðu
landinu verður stinningskaldi
og úrkomulítið. Hiti verður ná-
lægt frostmarki fyrir norðan,
en á bilinu 2 til 4 stig fyrir sunn-
an.
Horfur á aðfangadag eru þær
að lægð, sem veldur veðrinu á Þor-
láksmessu, verður farin að ijar-
lægjast landið samkvæmt
upplýsingum frá Veðurstofunni. Þá
verður minnkandi norðan- og
norð-vestanátt og éljagangur á
norðanverðu landinu. A Suður- og
Suð-vesturlandi lítur út fyrir breyti-
lega átt og þar verður úrkomulaust.
Veður fer kólnandi og sennilega
verður frost um allt land.
Á jóladag lítur út fyrir að hæðar-
hiyggur verði yfír landinu. Vindátt
verður hæg og breytileg og víðast
þokkalegt veður. Áfram verður
kalt í veðri um allt land.
Auglýsendur
athugið
Auglýsingar í Morgunblaðið á
aðfangadag, 24. desember,
þurfa að berast auglýsingadeild
fyrir kl. 16.00 þriðjudaginn 22.
desember.
Fyrsta blað eftir jól kemur
út þriðjudaginn 29. desember.
Skilatími auglýsinga er fyrir kl.
16.00 á Þorláksmessu, þann 23.
desember.
Auglýsingar í blaðið á gaml-
ársdag, 31. desember, þurfa að
berast fyrir kl. 16.00 þriðjudag-
inn 29. desember.
Fyrsta blað á nýju ári kemur
út sunnudaginn 3. janúar og
þurfa auglýsingar í það að ber-
ast eigi síðar en kl. 11.00
miðvikudaginn 30. desember.
Maður og 3 böm hætt komin
Keflavík.
LITLU munaði að illa færi fyrir
framan innsiglinguna í Sand-
gerði á sunnudaginn þegar
vélarbilun varð skyndilega hjá
Hildi RE-123 sem var á leið frá
Sandgerði til Reykjavíkur. Haf-
borg KE 11 tonna bátur sem var
í Sandgerðishöfn kom til hjálpar
og náði að draga Hildi frá landi
og síðan kom stærri bátur Ragn-
ar GK sem dró bátinn til hafnar
í Sandgerði. Þá var komið hið
versta veður af suðvestri með
talsverðum sjó. Um borð í Hildu,
sem er nýr 9,9 tonna stálbátur,
var skipstjórinn ásamt 3 böraum,
8 ára stúlku og tveim 11 ára
drengjum.
Sigurður Ingi Lúðvíksson skip-
stjóri og eigandi Hildar RE sagði í
samtali við Morgunblaðið að hann
hefði ætlað til Reykjavíkur þar sem
géra hefði átt smá lagfæringar á
bátnum. „Veður var gott þegar við
lögðum af stað og þetta átti að
verða stutt skemmtisigling. Ég var
með bömin mín tvö, 8 ára stúlku
og 11 ára dreng og hann var með
vin sinn með sem er líka 11 ára.
Þegar ég var kominn út fyrir inn-
siglingarmerkin drapst skyndilega
á vélinni og mér tókst ekki að koma
henni í gang aftur. Bátinn tók strax
að reka að landi, því þama er mik-
ill straumur. Ekki bætti úr skák
að hann gekk í vaxandi suðvestan
átt og fljótlega var komið hið versta
veður með talsverðum sjó.“
„Ég hafði þegar samband við
Áma Eðvaldsson á Hafborgu KE
sem ég mætti í innsiglingunni og
hann lagði þegar af stað okkur til
hjálpar. Þegar Hafborg kom að
okkur vomm við tæpa mílu frá
landi. Illa gekk að draga bátinn,
við vorum með lélegt tóg og Hildur
er engin léttavara. Taugin slitnað'
hvað eftir annað og eftir 3 tíma
basl kom Ragnar GK sem er stæiri
bátur okkur til aðstoðar. Hann var
með sterkari dráttartaug og dró
bátinn til Sangerðis. Þangað kom-
um við um hálfníuleytið, tæpum 5
tímum eftir að við lögðum af stað.“
Sigurður Ingi sagði ennfremur
að bömunum hefði ekki orðið meint
af sjóferðinni, en þau hefðu verið
illa haldin af sjóveiki og ekki gert
sér grein fyrir hvað fram fór. Skip-
stjóri á Ragnari er Ingimar
Sumarliðason.
BB