Morgunblaðið - 10.01.1988, Side 14

Morgunblaðið - 10.01.1988, Side 14
14 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. JANÚAR 1988 Náttúran veitir af náð sinni hnoss; um nísku má hana ei saka. En ríkið hirðir þau öll af oss - og ekkert gefur til baka. Pistill dagsins, úr ljóðagrúkkum Piets Hein, íslensk þýðing Auðuns Braga. Til- efni: í ár stal ríkið jólagjöfinni minni. Mórallinn í reynslusögunni: fái stofnun óheft alræðisvald, hirðir hún af manni jóla- gjafimar. Af hugljúfum jólasögum frá ýmsum löndum lærir maður í bamæsku að það sé voða ljótt að fordjarfa jólagjöfinni. Það geri bara ríkir vambmiklir nískupúkar, úlf- urinn eða jólakötturinn. Semsagt þeir sem hafa ráð manns í hendi sér. En í sögunni kemur svo jafnan einhver með mannlegt hjarta og bjargar málinu á síðustu stundu. Og allir verða glaðir og syngja jólasöngv- ana um fýrstu jólagjafimar, fyrirmyndina að því að gleðja með gjöfum á jólum: En Melkjör bæði og Baltasar — hl-ho!— og Kaspar negrakóngur þar úr kistum reiddu gersemar — og allt í ljóma inni var! hí-hó! Hér kemur hrakfallasaga jóla minna: Fyrsta virka dagin eftir jól kemur tilkynn- ing frá póstinum um jólapakkann frá vinunum í Þýskalandi. Hefðbundni trékass- inn með hunangskökunum góðu úr miðald- auppskrifum úr bakaríinu utan í Achenardómkirkju! Þær munu koma sér vel um löng áramót. Best að sækja þær strax í pósthús hverfisins við Kleppsveginn á leið í vinnuna. En nei, þar er enginn pakki í þetta sinn, enda var víst ekkert getið um hvert ætti að sækja pakkann. Stúlkumar hringja í aðalpósthúsið_ í Ar- múla. Jú, þar er hann í tolli. I stað hunangskökukassa stendur f þetta sinn, ef að er gáð, að í gjafakassanum sé nú: ein flaska Calvados og tvö glös! Næsti morgun byijar því á ferð í Ármúl- ann. Verður að gerast í vinnutíma, því tollurinn þar er ekki við nema til fjögur, þótt pósthúsið sé opið lengur. Nú fást þær upplýsingar að téð jólagjöf krefjist ferðar til greiðslu á einkaleyfisgjaldi til Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins í Borgartúni 7, svo megi koma aftur. Ekki vinnst tími til þeirra snúninga þessa þijá vinnudaga milli jóla- og nýjárs, þótt þiggjandi sé á bíl og ekki farlama. En strætisvagnaferðir í aðalpósthús Reykjavíkur annars staðar en úr Breiðholtinu kosta marga vagna og skiptingar í kuldanum. Nýtt ár byijar á ferð á skrifstofu þeirrar háu stofnunar Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins. Einkasölugjald fyrir eina flösku af Calvados eplabrennivíni 1050 krónur, takk! í útsölu ATVR kostar Calvadosflaska 1340 krónur. Nú ekki sendir maður jóla- gjöfína aftur í hausinn á vinum sínum. Væri hægt að fá kvittun með sundurliðun á fyrir hvað er verið að borga? Hvemig verðlagning er til komin? Nei, það liggur ekki fyrir. Ekki eru það tollar, því tollar eru engir á áfengi. Áfengis- og tóbaksversl- un ríkisins hefur bara einkaleyfi, sem greiða skal fyrir það sem keypt er í búð í Þýskalandi. Eftir nokkra eftirgrennslan kemur í ljós að uppsett verð fyrir jólagjöf- ina er geðþóttaákvörðun ijármálaráðherra. Kemur í þessu tilfelli fram í reglugerð, sem undirskrifuð er 15. maí 1987 af Þorsteini Pálssyni, fjármálaráðherra og er framhald af verðlagningum frá ijármálaráðherrum allt frá 1976. Þeir eru reikningsglöggir í fjármálaráðuneytinu. Með því að greiða 1050 kr. fyrir jólagjafflöskuna er borgað til einkaréttarhafa fyrir að selja ekki neitt 77% af 1350 kr. útsöluverði þeirra á Calva- dosflösku. Jólagjöfín, gjafakassinn með einni Calvadosflösku, tveimur glösum og dós með litlum eplum út í glösin, var keyptur á útsöluverði í búð í Þýskalandi fyrir 880 kr. íslenskar og svo borgar móttakandi í einkaréttargjald til ATVR fyrir flöskuna eina miklu hærri upphæð til viðbótar eða 1050 kr. í krafti hvers? Þess sem hefur fengið ráðin. Peningana eða flöskuna! Dýr jólagjöfín sú, meira en tvíborguð. Og ef akstur og vinnustundir í snúningana á pósthúsið, í ATVR og aftur í pósthúsið, er reiknað er þetta dýrmætasta Calvados- flaska sem um getur. Líklega mundu þeir brosa barmennirnir í Normandí, heimahér- aði Calvadosins, ef maður bæði um staup af Calvados „brandy", eins og stendur á kvittuninni. í fallegu glasi með sérræktuðu litlu eplunum út í er einn lítill snafs af Calva, þessu brennivíni úr eplum, þó dæi- legasti drykkur. Fallegt glas sem gaman er að skála með á góðri stundu. Eg mátti víst bara vera þakklát fyrir að drykkurinn var þó ekki 5% sterkari, því þá hfefði einka- söluleifíð enn hækkað, hvað þá ef einhver hefði tekið upp á að senda manni sex flösk- ur af einhveiju, þá hefði orðið að borga allt saman aftur á íslensku útsöluverði úr búðum ÁTVR. Gefandinn elskulegur ferðast mikið og á vini víða um lönd, m.a. fjóra á íslandi, og hefur því á jólum fært ríkissjóði yfir 4000 krónur í jólabónus eða það sem í Nigeríu mundi kallast dash, eitthvað til að greiða millilið fyrir ekkert til að liðka fyr- ir, það sem blöðin hér stundum kalla mútufé. Engin þjóð önnur er svo aðþrengd að hún þurfí að leggjast á litlar jólagjafir, enda hvergi í lýðræðislöndum slíkur alræð- iseinkaréttur til. Var að vísu ekki reynt að senda neina Calvadosgjöf til alræðisríkj- anna í austri. Hér er víst að harðna á dalnum hjá smáfuglunum hjá ríkissjóði. Fyrir nokkrum árum fékk ég á jólum gjafa- kassa með hvítvínsflösku í einu hófli, svissneskum hníf með upptakara m.m. í öðru og plástri í því þriðja, til að nota á særða putta eftir viðureignina við tappann með áhaldinu. Þegar innihald gjafapakkans blasti við í tolli hlógu menn bara , enginn nennti að elta svona sniðuga smágjöf. Þá var til svolítill húmor og mannlegheit í gamla tollstöðvarhúsinu. Nú í sumar ætl- aði ég að sækja smápakka á aðalpósthús fyrir aldraðan einstakling, sem fengið hafði í einhverri rútínuútsendingu frá banka í útlöndum tékkhefti af gömlum reikningi með nokkrum dölum frá því hann vann erlendis. Þegar tollpakkinn var opnaður og tékkhefti sáust, mátti ekki afhenda þau fyrr en búið var að snúast í að fá leyfí í Seðlabankanum, sem auðvitað var auðsótt eftir alla fyrirhöfnina og tvær ferðir á póst- húsið. Og eina þekki ég sem verður í hvert skipti sem hún fær ítalskt tískublað, sem hún er áskrifandi að, að sækja það í aðal- pósthúsið og borga af, af því blaðið er þykkt. Riijast upp ummæli Torfa Hjartar- sonar, þess ágæta fyrrverandi tollstjóra þegar eitthvert svona var við hann rætt:„ Það er ekki svona smáræði og svona fólk sem við erum að elta“. En þetta er víst breytt. Eftir á að hyggja, mikið er gott ef ríkis- sjóður hefur fundið nýja matarholu. Varla duga þó jólagjafaflöskumar einu sinnj á ári. Möguleikamir liggja í öllum flöskum sem íslendingum em gefnar í útlöndum, enda heimilar reglugerð fjármálaráðuneyt- isins það. Ekki efast ég um að allir þeir sem fara í opinberar og hálfopinberar heim- sóknir á staði þar sem gestum em færðar flöskur með sérdrykkjum héraðsins, borgi þegar heim er komið af þeim hærra einka- sölugjald í ríkissjóð en þær kosta út úr búð erlendis. Með öllum slíkum heimsóknum embættismanna, þingmanna og annarra ferðamanna væri hægt að lengja gjald- tökuna fram yíir jólamánuðinn. Þeir sem setja reglumar gera það eflaust með bros á vör, sem reynist okkur hinum strembið. Einkaréttarfyrirtæki eiga víst að ganga eins langt og þau framast geta og lög leyfa , eða hvað? Springdýnur. Vatnsdýnur. Latexdýnur. Svampdýnur. Auping botnar. Siesta dýnur Relecta botnar. Lúxusdýnukerfi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.