Morgunblaðið - 07.02.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.02.1988, Blaðsíða 1
PliOíCignmíMafoiifo B PRENTSMIÐJA MORG UNBLAÐSINS SUNNUDAGUR 7. FEBRUAR 1988 BLAÐ Núhefði ég ekki vfljað missa af átökunum Viötal við Jókannes Zoega u Jóhannes Zoög-a og kona háns Guðrún Benediktsdóttir. m sl. áramót lét Jóhannes Zoéga af störfum hitaveitustjóra í Reykjavík eftir nær 30 ára frjósamt starf við uppbyggingu þessa merka fyrirtækis. Byijaði þar þegar var að hefjast nýr áfangi í hitaveitumálum höfuðborgarinnar eftir nær 20 ára framkvæmdahlé frá því að hitaveitan var lögð í bæinn og löngu tímabært orðið að leysa vatnsöflun og tæknilegan vanda til að hún dygði í meira en hálfan bæinn og til framtíðarinnar. Nú skilar hann fyritækinu af sér í miklum blóma, ijárhagslega sterku, tæknilegu vandkvæðin úr sögunni og tryggt heitt vatn úr iðrum jarðar til upphitunar fram á næstu öld, ekki aðeins í Reykjavík heldur líka nágrannabyggðunum. Það hlýtur að vera gaman að líta yfír slíkan farinn veg, þótt ekki hafí hann verið farinn í rólegu sæti og pústrar ófáir. Jóhannes ætlar raunar ekki alveg að víkja úr bardaganum við sjötíuáramarkið, því hann hefur fallist á að veita áfram forstöðu tækninefndinni fyrir „hringleikahúsið á Öskjuhlíðinni", eins einn ráðherrann kallaði það. Og Jóhannes segir kíminn: „Það er nú svo skrýtið, að allt sem við Hitaveitumenn höfðum best gert á þessu árabili mætti andstöðu, utan eitt. Veitingahúsið á geimunum á Öskjuhlíðinni var samþykkt einróma af öllum flokkum í borgarstjóm. Það hvarflaði að mér að í þetta sinn væri eitthvað bogið við áformin hjáokkur. En nú er andstaðan byijuð og ég trúi því að þessar hugmyndir muni eins og hinar líka reynast lofsverðar eftir á. Ég tel mig fremur vera„ monumentalista" en hreinan „ ökonomista", sem miðar allt við að það gefi fé í aðra hönd. Og ég trúi því að þessi framkvæmd verði fólki til ánægju. Þama á hitaveitugeimunum í Öskjuhlíðir.ni er tvímælalaust besti útsýnisstaðurinn í Reykjavík, að ekki sé sagt á öllu höfíiðborgarsvæðinu. í kring er búið að koma upp fallegasta skúðgarðinum í Reykjavík með skjólgóðum skógarlundum. Hugmyndin er að loka rýminu milli geimanna með glervegg og inni verður gróður og sýningar af einhveiju tagi. Niðri i kjallaranum verður aðstaða fyrir ferðafólk í borginni með litlum sýningarsal þar sem fræðast má um borgina og sjá kvikmyndir um hana. Uppi á geimunum verða útsýnispallar, þar sem fólk getur óskeypis notið útsýnisins á besta staðnum sem völ er á, og á svo kost á að kaupa sér mat eða drykk inni í veitingasal á palli, sem snýst svo að á um það bil klukkustund má njóta útsýnis til allra átta. Þama verður boðið upp á mikla þjónustu til ánægju og fræðslu. Veitingastaðurinn er aðeins hluti af þessu, en hann er það eina sem gefur einhveijar tekjur. Það er mín skoðun að ef borgin gerir þetta ekki, þá geri það enginn. Þessvegna vil ég gjaman fylgja þessu eftir svolítinn spöl áfrarn."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.