Morgunblaðið - 07.02.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.02.1988, Blaðsíða 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. FEBRÚAR 1988 Núhefði^ ég* ekki viljað missa af átökunum Jóhannes Zoéga gerðist hita- veitustjóri á árinu 1962. Það átti sér þó nokkum aðdrag- anda:„ Fyrir utan setu í rannsóknanefnd vegna tær- ingar í pípum fyrir 1950, hófust mín afskipti af hitaveitumálum í hitaveitunefnd, sem sett var á stofn 1956 til þess að athuga möguleika á að stækka Hitaveitu Reykjavíkur, sem lítið hafði stækkað síðan hún var tekin í not á árunu'm 1943-45. Ámi Snævarr var formaður nefnd- arinnr, en þegar Efrafallsvirkjun byijaði í Soginu þurfti hann að flytja austur og fékk mig til að taka fyrirvarlaust við af sér. Þá var fulivirkjað á Reykjum með þeirri tækni sem fyrir hendi var, með sjálfrennsíi úr holunum. Okkar hlut- verk var að finna meira vatn. Hætt var að bora með gömlu borunum í Mosfellssveitinni 1955 og borinn fluttur til Reykjavíkur. Þar var bor- að með gömlu borunum beggja vegna við Laugamesveginn. Á þess- um tíma var ég forstjóri Landsmiðj- unnar. Með mér voru í nefndinni Helgi Sigurðsson, þáverandi hita- veitustjóri, Valgeir Björnsson hafnarstjóri, Gunnar Böðvarsson forstöðumaður jarðhitadeildar og Sigurður Thoroddsen verkfræðing- ur. Störfum þessarar nefndar lauk með heljar mikilli skýrslu. Þessari skýrslu skiluðum við til borgar- stjómar. Síðasti áfanginn hjá okkur voru kaupin á gufubomum stóra, sem Reykjavíkurborg keypti í sam- vinnu við ríkið. Hitaveita Reykjavíkur hafði ekki í mörg ár fengið leyfi til að feáta kaup á stór- um bor. Jarðhitadeildin hafði líka lengi óskað eftir að fá að kaupa slíkan bor. Gunnar Böðvarsson var í nefndinni og okkur tókst nú að sameina ríki og borg um kaup á einum gufubor í stað tveggja. Hann var keyptur eftir forsögn Gunnars Böðvarssonar og tekinn í notkun 1958, kom sem viðbót við litlu bor- ana. Og það varð til þess að við treystum okkur til þess að leggja til stækkun á Hitaveitu Reykjavíkur og að vatn yrði fengið með borunum djúpt í jörðu undir Reykjavík." „Þá stóð svo á að ég var búinn að segja upp mínu starfi í Lands- smiðjunni. Hafði verið á móti öllum flokkum í ríkisstjóminni, þar með mínum flokki Sjálfstæðisflokknum, því ég vildi selja Landssmiðjuna og gera hana að sjálfstæðu fyrirtæki, svo sem nú nýlega varð loksins. En þá var viðreisnarstjómin komin og kratamir máttu auðvitað ekki heyra það nefnt, þótt þeir skiptu sér hins vegar aldrei neitt af Lands- smiðjunni. Ég vildi semsagt reka hana sem sjálfstætt fyrirtæki, en rakst þar á vegg. Ég sagði því upp, hugðist í annað sinn gerast ríkur og sjájfstæður ráðgjafaverkfræð- ingur. í fyrra sinnið? Það var þegar ég hætti hjá Hamri, þar sem ég hafði starfað sem verfræðingur frá því ég kom heim 1945 og var talinn á að taka við Landssmiðjunni." „Tillögur okkar í hitaveitunefnd- inni voru samþykktar 1961 og urðu aðalkosningamálið í borgarstjóm- arkosningunum 1962. Allir minni- hlutaflokkamir voru æstir á móti þessari vitleysu. Nú var það svo að nefndin hafði ekki verið alveg sam- mála, því hitaveitustjórinn Helgi Sigurðsson var einn mjög eindregið á móti tillögunum. Borgarstjómar- meirihlutinn var því í klípu við framkvæmd málsins. Geir Hallgrímsson, nýorðinn borgar- stjóri, vissi að ég var búinn að segja upp í Landssmiðjunni og stillti mér upp við vegg. Annað hvort tæki ég við framkvæmd þessa verks eða það rynni út í sandinn. Ég hafði enga löngun til að taka við af Helga sem hitaveitusljóri. En ég var formaður þeirrar nefndar sem vildi fara út í þetta brjálæði og ef ég tryði ekki á það þá hver? Gefið hafði verið í skjm að skýrslan væri ekki gerð af fyllstu sannfæringu. Ég varð því að gera þetta eða sitja eftir sem minni maður. Það varð því úr að ég lofaði að taka verkið að mér og borgarstjórinn hélt áfram með það á oddinum í kosningabaráttunni. Þannig varð ég hitaveitustjóri 1. júní 1962, þegar ég var orðinn laus úr Landssmiðjunni. Og áætlunin var sett í gang. í Þýskalandi stríðsáranna Svo sem getið er hér að ofan, kom Jóhannes ekki heim frá námi fyrr en haustið 1945. Dvaldist því stríðsárin í Þýskalandi og okkur leikur forvitni á að heyra um þá lffsreynslu, áður en haldið er áfram með hitaveitumálin. Jóhannes Zo- éga er fæddur á Norðfirði, lauk gagnfræðaprófi á Akureyri og stúd- entprófi við Menntaskólann í Reykjavík 1936. „Þá var eitt vinst- ristjómartímabilið með Framsókn og Krötum við stjómvölinn og ég fékk ekki gjaldeyrisleyfi til að fara utan til náms. Var eini stúdentinn það ár sem fékk neitun. Hvers vegna? Ætli það hafí ekki verið af því að foreldrar mínir, Tómas Zoéga sparisjóðsstjóri á Norðfirði og Steinunn Símonardóttir, vom mikið Sjálfstæðisfólk þama fyrir austan. Gjaldeyrisskortur var í landinu og leyfið fékk ég ekki fyrr en vorið 1937. Þá stóð svo á að milliönn hafði verið skotið inn í við Tæknihá- skólann í Munchen og ég hélt þangað." „ Og tilvonandi eiginkonan Guð- rún Benediktsdóttir sat eftir í festum heima? Eða var hún kannski ekki komin til sögunnar?" „ Jú, jú, Guðrún sat í festum í 8 ár. Mér hafa orðið öll óhöpp í lífínu til láns fyrr eða síðar. Eg náði í konuna meðan ég var kyrrsettur af Framsóknamefndinni eftir stúd- entprófið. Notaði tímann 1936-37 til að vinna í smiðju í Hamri, því þá þurfti maður í vélaverkfræði- námi að hafa farið í gegn um alla verklega þætti f smiðju. Fyrrihluta verkfræðiprófsins tók ég við Tækni- háskólann í Múnchen, en flutti mig svo til Berlínar. Var í vinnu í Saar- héraðinu sumarið 1938, hjá stál- bræðslu Röchlings.“ „Þetta var sumarið sem Cham- berlain var í Munchen og búist við að allt færi í bál og brand út af Súdetahéruðunum. Verksmiðjumar voru við ána Saar, rétt á landamær- um Frakklands, og sást þegar maður var að vinna að viðgerðum þama á eyrunum að verið var að setja gaddavírsflækjur við fljótið utan við jámgiýtishaugana. En þegar fréttin um samningana kom, var eins og létti fargi af öllum og varla var sú skúffa sem ekki kom flaska upp úr til að fagna þessu. Þótt stuðningur væri mikill við sfjómvöld meðan uppgangurinn var í Þýskalandi og áform um að ná öllu Prússlandi, þá var þar jafn lítil stemmning hjá almenningi fyrir stríði sem alls staðar annars stað- ar. Vorið 1939 flutti ég til Berlínar og fór heim í sumarleyfí, í eina fríið á átta árum. Auk mín vom þá við nám í Berlín þau Jórunn Viðar í Tónlistarskólanuin og Gunnar Böð- • varsson í verkfræði. Við ætluðum með Brúarfossi frá Hamborg, en þá reyndist allt far upppantað með skipinu. Jórunn fékk þá skeyti um að flutningaskipið Edda væri að lesta í Bremen og var sjálfsagt að lofa okkur að vera með. Ég lá í reyksalnum til íslands. Og meðan ég var heima, skall stríðið á 1. sept- ember." . Jóhannesi þótt illt að láta stríð stöðva sig í miðju námi. Hann var staddur heima á Norðfirði í október þegar fréttist að Gullfoss mundi sigla og hann dreif sig í rútubíl norðurleiðina til Reykjavíkur. En þegar um borð var komið sigldi skipið austur á Reyðafjörð og hann gat skroppið heim meðan lestar voru fylltar af gærum. Þaðan var siglt beint að ströndum Noregs og svo suður með til Kaupmannahafn- ar, rétt komið að í Bergen til að hleypa nokkrum mönnum í land. í lestinni frá Höfn til Berlínar kynnt- ist hann þessu ömurlega myrkri, sem hann átti eftir að lifa við næstu árin. í Berlín lauk hann prófi í júní 1941 og fór þá aftur til Mtinchen í leit að atvinnu. Það reyndist ekki auðvelt. Hann var útlendingur og allir voru orðnir hergagnaframleið- endur af einhveiju tagi: „Allt í einu í ágústmánuði var eins og blaði snúið, ég var kallaður í viðtal til njósnadeildarinnar Abwehr. Þá ætl- aði pottaframleiðandi að taka mig í vinnu og hafði sótt um leyfí, en nú átti ég ekki að vera í pottunum heldur að fara til BMW, sem fram- leiddu vélar í flugvélar. Þar var ég til maíloka 1942. En þá fæ ég bréf frá prófessor Nusset, mínum gamla kennara, sem hafði spurt mig hvaða einkunn ég væri með í hitafræði þegar ég hafði samband við hann árið áður og fengið að vita að ég hafði einn, sem er hæsta einkunn í Þýskalandi. Nú vill hann láta mig fá starf hjá sér við kennslu og rann- ■ sóknir í hitafræðideild í tæknihá- skólanum. Ekki ætlaði að ganga vel að losna úr hinu starfínu, var ekki laus fyrr en próf. Nusset hafði farið í forstjóra BMW. Ég var svo þama við varmavéladeildina, sem var mjög lærdómsríkt." Loftárásimar á Mtinchen hófust fyrir alvöru 1942 og stóðu við- töðulaust til stríðsloka.„Þá fóm tilraunatækin mín, sem ég var með í sambandi við doktorsverkefnið, 4 sinnum í mask.Og loks sumarið 1944 var hluti af rannsóknastofun- um fluttur til Garmisch. Enginn friður orðinn með neitt. í loftárás- unum þurfti maður að vera niðri í kjallara og allt lék á reiðiskjálfi. Kom fyrir að húsið yfir okkur fór, en engin sprengja féll þó beint á okkur, bara á næstu grösum. Við yngra fólkið í skólanum vorum í hjálparsveitum til að bregðast við ef eldsprengjur kveiktu í og það varð nærri daglegt brauð að slökkva elda í þökum og víðar. í skólanum hélt kennsla samt áfram fram í apríl-maí 1945, þótt nemendum hefði fækkað úr 3-4 þúsundum nið- ur í innan við þúsund. Það voru mest hermenn í orlofi, sem fengu leyfi til að ljúka prófum. Við héldum áfram okkar störfum og fór svosem ekkert illa um okkur. Síðustu 2-3 árin var maður alltaf svangur, en það undarlega er að maður varð aldrei veikur. Það sem fékkst var kannski bara hollari matur, nánast ekkert nema grænmeti." En hvemig upplifði Jóhannes stríðslokin og uppgjöfina?„Mtinchen var tekin áður en Þjóðveijar gáfust að er mikil blessun í köldu landi að geta yljað sér innandyra með því að ná heitu vatni neðan úr jörðinni. Það hefur verið viðfangsefni Jóhannesar Zoéga, sem nú er að hætta farsælu starfi sem hitaveitustjóri í Reykjavík. upp. Bandaríkjamenn tóku borgina í apríl. Mótstaðan var lítil. Ég átti heima á austurbakkanum vjð brú yfir ána Isar, þar sem búið var að koma upp hindrunum. En auðséð var að þar yrði ekki varist að gagni. Ofan úr brekkunni horfði ég svo á þegar Ameríkananir komu og ruddu í ána með ýtublaði strætis- vagni og tveimur vörubflum ásamt gijótinu sem að var hlaðið. Var bara skotið eitthvað smávegis. Bandarílqamennimir skiptu sér ekkert af okkur. Allt var í svo mik- illi upplaust og tók tíma að koma hlutunum í gagn aftur. En Þjóðveij- ar em svo agaðir. Stríðsföngum og fólki í nauðungarvinnu frá ná- grannalöndunum var sleppt og fæðuskortur og húsnæðisskortur var mikill. Farið að draga þá í dilka til að koma þessu fólki í burtu. Settar upp stöðvar fyrir vegalaust og ríkisfangslaust fólk. Einn landi minn, Sigurður Sigurðsson, efna- fræðingur, fékk bréf um að snúa sér til slíkrar stöðvar frá Lúðvígi Guðmundssyni, er hafði verið send- ur til meginlandsins til að aðstoða hrakta íslendinga. Sigurður og Þor- björg Jónsdóttir, sem gift var Þjóðveija, bjuggu í Diessen vestan við Mtinchen." Á lánuðu stolnu mótorhjóli „Einn prófessoranna í háskólan- um hafði fengið heimsókn her- manns á mótorhjóli, sem skildi eftir hjólið í skiptum fyrir borgaralegan klæðnað. Hann gat ekkert við það gert, enda ekkert bensín að hafa, og ég spurði hann hvort ég mætti ekki fá það lánað. Við í tæknihá- skólanum áttum bensín í kjallaran- um fyrir vélarannsóknastofuna. Þar gat ég tekið nokkra lítra og fór að hitta Sigurð og Þorbjörgu. En til þess þurfti ég leyfí uppáskrifað af Ameríkönunum. Það fékk ég, að vísu til annars þorps þar sem hús- móðir mín átti hús. Og svo fór ég á lánuðu, stolnu mótorhjóli, á stolnu bensíni allt sem ég vildi, þar á meðal til Diessen í öfugri átt. Verð- imir vissu auðvitað ekkert hvar þetta tiltekna þorp var, aðeins að leyfíð gilti til 9. júní. Þá fór ég til að fá það endumýjað, og til að spara sér fyrirhöfn breytti Bandaríkja- maðurinn bara dagsetningunni með því að bæta 2 framan við hana. En það rann út aftur og ég sá að alveg eins mátti þá breyta júní I júlí. Ég hafði því ferðaleyfi í tvo mánuði. Þegar bréfið frá Lúðvig Guðmundssyni kom í júlí, gáfum við okkur fram við skrifstofuna fyr- ir vegalausa. Þegar ég kom þangað aftur í ágúst, segja þeir að franskur vömbfll sé að fara til Hamborgar kl. sex morguninn eftir og ef við verður snarir fáum við að fljóta með. Ég settist á mótorhjólið og til Sigurðar. Hann var að vinna við að sækja dótið, sem komið hafði verið fyrir í Garmisch, en átti vera kominn til baka um kvöldið. Ég beið um nóttina og ekki kom Sig- urður. Loks klukkan að ganga fimm, þegar ég var að búa mig af stað birtist hann. Bfllinn hans hafði lent í áreksti við herbfl f útjaðri borgarinnar, einn maður látist og aðrir særst, Sigurður þó aðeins skrámast. Hann kom svo af slysa- varðstofunni og náði vömbflnum kl. 6. Við Sigurður sátum á hafurtask- inu okkar aftan á þessum franska bfl í tvo sólarhringa til Hamborgar. Var hvergi stansað, en oft þurfti að fara krókaleiðir því flestar brýr höfðu verið sprengdar upp. Við landamæri Danmerkur var okkur haldið í viku í braggabúðum meðan við vomm aflúsaðir. Þá loks kom- umst við í lúxusinn í Danmörku. Raunar leið okkur strax stórvel þama í búðunum. Hálfum mánuði síðar fréttum við af fyrstu flugferð- inni til íslands, Jóhannes Snorrason kom á Katalínaflugbáti. Ferðin tók 14 tíma með stuttri viðkomu í Prest- wick. Vélin var óupphituð og jafn mikið frost inni sem úti, mátti ekki reykja og ekkert að borða, en við vomm í sjöunda himni. Lentum á Skeijafírðinum 29. ágúst. Ég gifti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.