Morgunblaðið - 07.02.1988, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. FEBRÚAR 1988
B 11
Morgunblaðið/BAR
Ingólfur Arnarson.
Reyniað
ná ákveðn-
um heild-
aráhrifum
- segir Ingólfur
Arnarson sem sýn-
ir í Nýlistasafninu
í NÝLISTASAFNINU við
Vatnsstíg stendur yfir sýning á
blyantsteikningum og gipslág-
myndum Ingólfs Amarsonar,
kennara við Myndlista- og handi-
ðaskólann. Sýningin stendur til
14. febrúar nk. Ingólfur stundaði
nám við Myndlista- og handíða-
skólann 1976 til '79 og Jan van
Eyck Academie í Maastricht í
Hollandi 1979 til '81. Sýningin
er þriðja einkasýning Ingólfs í
Nýlistasafninu og hann hefur t.d.
tekið þátt í samsýningum i Flór-
ens, Amsterdam, New York,
Basel og Osló.
„Sýningin í Nýlistasafninu er
hugsuð fyrir tvö herbergi," sagði
Ingólfur. „í neðri sal safnsins eru
sex verk sem hægt er að líta á sem
stök verk eða sem eina heild. Ég
er að reyna að ná ákveðnum heild-
aráhrifum. í efri salnum er eitt
verk sem er eina verkið á sýning-
unni sem inniheldur eiginlegan lit.
Verkin eru unnin á árunum 1986
til ’87. Á sýningunni er einnig bók-
in Tvær bækur sem unnin er af
mér og Eggerti Péturssyni," sagði
Ingólfur.
meginþorra
þjóðarinnar
daglega!
Auglýsinga-
síminn er224 80
Handrit Sverris Krisljánssonar sagn-
fræðings afhent Landsbókasafni íslands
SVERRIR Kristjánsson sagn-
fræðingur lézt 26. febrúar
1976,68 ára að aldri. Bar andl-
át hans að með þeim hætti,
að hann sat á tali við mann í
anddyri Safnahússins, fékk
snögglega aðsvif og var sam-
stundir örendur.
Sverrir var fæddur 7. febrúar
1908 og eru því um þessar mund-
ir liðin 80 ár frá fæðingu hans.
í minningu þess hefur ekkja
Sverris, Guðmunda Elíasdóttir
söngkona, nú afhent handrita-
deild Landsbókasafns formlega
ýmis handrit hans, en hann var
afkastamikill rithöfundur og
sagnfræðingur. Til var fyrir í
Landsbókasafni skrá Sverris um
bréf íslendinga, varðveitt í
dönskum söfnum, hið þarfasta
hjálpargagn, er Sverrir tók sam-
an á sínum tíma.
Sverrir Kristjánsson var um
langan aldur tíður gestur í söfn-
unum og í Safnahúsinu var hann
staddur sem fyrr segir, þegar
kallið kom. Hann er eflaust vel
á það sáttur, að handrit hans
verði nú varðveitt í handritadeild
Landsbókasafns.
(Frétt frá Landsbókasafni íslands)
Komdu
og sjáðu hvemig
hægt er að útbúa: Fréttablöð,
auglýsingar, eyðublöð, verðlista,
dreifibréf, bækur, skilti, merkingar, bréfsefni,
og ýmiss konar umbrotsvinnu með hinu stórsnjalla forriti:
Við kynnum „skjáútgáfu“
vikuna 8. - 13. febrúar 1988