Morgunblaðið - 07.02.1988, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 07.02.1988, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. FEBRÚAR 1988 B 27 Um pipar- kerlingu og grínara Bókin var metsölubók og aðalhlut- verkið firnagott fyrir sterka leikkonu — en það tók þrjátíu og eitt ár fyrir mynd- ina að verða til. „The Lonely Passion of Judith Hearne“ eftir Brian Moore, sem út kom árið 1956 og fjallar um piparkerlingu, hefur loksins náð á hvíta tjaldið. Myndinni leikstýrir Jack Clayton en með aðalhlutverkin fara Maggie Smith og Bob Hoskins. Clayton („The Great Gatsby") gerði fyrstu tilraun sína af mörgum árið 1961 til að fá kvikmyndarétt sögunnar en það voru alltaf einhverjir á undan honum. Handrit voru gerð (m.a. eitt eftir John Huston) og leikkonur eins og Shirley MacLaine, Katharine Hepburn og Rosa- lind Russell voru orðaðar við hlutverk Hearne. En árum saman lagði enginn í að framleiöa myndina (þótti ekkert met- söluefni) þar til í fyrra að eigendur kvikmyndaréttarins höfðu samband við Clayton og spurðu hvort hann væri til í að leikstýra mynd byggðri á sögunni. Hvort ég vil, sagði auðvitað Clayton í sjöunda himni. Áratuga langur draumur hafði ræst. Hann er leikstjóri sem aðeins vinnur við að færa skáldverk á filmu („Ég hef aldrei lesið frumsamiö handrit sem mér hefur líkað") og er líka frægur fyrir að draga fram það besta í leikkonunum sem hann vinnur með (Anne Bancroft í „The Pumpkin Eater“, Simone Signor- et í „A Room at the Top“, Deborah Kerr i „The Innocents"). Hann heldur því auðvitað fram að hann hafi gert það sama við Smith og lofar því að leikur hennar standi „langtum framar öllu sem hún hefur áður gert". Hvað er að frétta af Sally Field? Nú, nýjasta myndin hennar heitir „Punc- hline" og er drama um grínara, sem David Seltzer („Lucas") skrifar handrit að og leikstýrir. Field leikur húsmóður sem dauðleið er á pottum og pönnum, drífur sig í skemmtanaiönaðinn og veit ekki fyrr en hún er farin að standa uppi á sviði og segja brandara. Tom Hanks leikur á móti henni stúdent sem snýr baki við öruggri framtíð og skellir sér sömuleiðis útí grínarastarfið. ast í höfðingjanum Kael. Þessi mynd byggir ekki á flókn- um tæknibrellum eins og stjörnu- stríðsmyndirnar. Lucas er mjög hrifinn af því sem hann hefur séö í myndinni og telur hana með því besta sem hann hefur fram- kvæmt síðan hann fékk Spielberg til að gera „Ránið á týndu 'ör- kinni". Vel á minnst; Rónið. Lucas hefur fengið Harrison Ford til að leika í einni mynd um Indiana Jones til viðbótar og að sjálf- sögðu mun Spielberg stjórna henni eins og hinum tveim. George Lucas ásamt Skywalker Luke Hvað segja notendur Tollmeistarans? „Gerir flókið verk einfalt/4 Guðjón Sigurðsson, Nýform. Tollmeistarinn, Ármúla 17a, sími 685223. Við kveðjum Óðinstorgið og flytjum verslunina yfir á Skólavörðustíginn núnaífebrúar. Til að létta okkurflutningana höfum við rýmingarsölu og seljum allar okkar vörur með 25% afslætti. Verið velkomin. Allir kuldaskór með 30 % afslætti. $kövat við Óðinstorg, sími 1 49 55. Nudd- og gufubaðstofan, Hótel Sögu Ath! Bjóðum uppá alhliða nudd og sérstakt megrunarnudd, unnið með jurtavörum. Nýir Ijósalampar, tækjasalur, gufa og frábær nuddpottur. Allar upplýsingar veita nuddararnir Kristjana, Ásta Sigrún, Guðbjörg, Hulda og Ingibjörg í síma 23131. Veríð velkomin og reynið nýju aðstöðuna. Opið frá kl. 8-21 virka daga, 9-18 laugardaga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.