Morgunblaðið - 07.02.1988, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 07.02.1988, Blaðsíða 26
26 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. FEBRÚAR 1988 IJE I IJV4I rvrMYNDANNA Bonet og Rourke f „Angel Heart". Samtal við Parker Alan Parker segir frá ferli sínum og myndum Alan Parker („Angel Heart“) leikstýrir nú Gene Hackman í mynd sem heitir „Mississippi: Burning" og gerist í Suðurríkiunum á sjö- unda áratugnum. Ónnur mynd sem hinn fjölhæfi Parker er með í undirbúningi er endurgerð hinnar frægu Marlene Dietrich myndar „Blái engillinn" frá 1930 og nú með Madonnu f aðalhlutverki. Amerícan Film tók viðtal við Parker nýlega og það fer hér á eftir stytt og endursagt. Hvernig fókkstu áhuga á kvik- myndagerð? Þegar ég var 21 eða 22 ára vann ég á auglýsingastofu í Lon- don með David Puttnam. Einn daginn sagði hann við mig: „Reyn- um að koma okkur inn í kvikmynda- iðnaðinn." Ég sagði: „Ekki vera svona vitlaus.“ Hann sagði: „Ég skal vera framleiðapdi og þú skrif- ar handritið." Hann bað mig líklega um það af því hann vissi að hann gæti fengið handritið ókeypis — og hann hefur ekkert breyst. Svo ég skrifaði handrit og kraftaverkið gerðist, það varð mynd úr því. Hún gleymdist sem betur fer fljótlega. Leikstjórinn Alan Parker. Ég leikstýrði henni ekki og ég býst við að einhver finni hana einn dag- inn og geri útaf við mig. Ég vildi alltaf vera rithöfundur. Þegar ég var yngri skrifaði óg heli- ing af smásögum og síðan komu handritin. Það var eðlileg þróun. Vegna þjóðfólagsgerðarinnar í Bretlandi grunaði mig ekki að mað- ur með minn bakgrunn gæti orðið leikstjóri. En auglýsingaiðnaðurinn veitti okkur tækifærið. Ég var ekki einn; Hugh Hudson var líka, Ridley Scott, Tony Scott og Adrian Lyne. Fjölmiðlarnir vilja sífellt vera að setja okkur á sömu þægilegu hilluna en við erum mjög ólíkir. Sannleikurinn er sá að við lok sjöunda áratugarins þegar við byrjuðum í auglýsingunum voru umsvif breska kvikmyndaiðnaðar- ins mjög lítil og vegna þess hve kvikmyndin er dýr var eina leiðin til að læra eitthvað að gera auglýs- ingar. Myndir þfnar eiga Iftið sameig- inlegt. Hversu meðvitað er það af þinni hálfu? Ég býst við að það sé meðvitað að því leyti að við lok myndarinnar ertu annar maður en sá sem þú varst þegar þú byrjaðir hana. Ég byrjaði að gera myndir mjög ung- ur. Maðurinn sem gerði „Bugsy Malone" og „Midnight Express" er ekki sá sami og gerði „Angel Nýbylgjuþriller með Hulce Tom Hulce, sem var óborgan- legur í hlutverki Mozarts í „Amadeus", leikur aðalhlutverkið í skæslegum nýbyigjuþriller sem heitir „Slam Dance" og Regnbog- inn sýnir á næstunni. Hann leikur C.C. Drood sem grunaður er um morð á stúlku er hann hittir af til- viljun og eina leiðin fyrir hann til að sleppa við morðákæru er að gerast spæjari og finna hinn raun- verulega morðingja sjálfur. Myndin gerist í Los Angeles og leikstjóri hennar er Wayne Wang. Hann hefur vakið nokkra athygli fyrir tvær fyrri myndir sínar („Chan is Missing", „Dim Sum“) en „Slam Dance" er fyrsta verk hans sem hingað berst. Með hlutverk í mynd- jnni auk Hulce fara Mary Elizabeth Mastrantonio, sem leikur eigin- konu Droods, Virginia Madsen sem leikur hina dularfullu Yolanda en kynni Droods við hana verða honum afdrífarík, poppstjarnan Adam Ant sem leikur vin Droods, Don Opper, sem einnig skrifar handritið og leikur klikkað illmenni og loks Harry Dean Stanton, sem leikur lögguna Smiley. „Slam Dance" minnir á „Chan Is Missing", fyrstu mynd Wangs „að því leyti að hún notar morðgát- una til að kynna okkur fyrir sérstök- um og athyglisverðum undir- heimapersónum. Myndin er á vissan hátt minna um „hver-gerði- það“ en persónur, tengsl þeirra við hverja aðra og leit þeirra að ást," eins og Wang segir. Og hann heldur áfram: „Drood er maður sem leitar að einhverju til að byggja líf sitt á hvað varðar tilfinningar, ást og ábyrgð. Leiðin að því marki er rússíbani oní helvíti og hann lærir að þekkja sig betur og fólkið í kringum sig sem hann getur byrjað nýtt líf með." Tom Hulce segir: „Drood er maður sem er að reyna að taka aftur saman við eiginkonuna sína og hlutir gerast í lífi hans sem gefa honum tækifæri til að öðlast ábyrgðartilfinningu." Los Angeles hefur verið sögu- svið óteljandi mynda enda Holly- wood næsti bær við og það er líklega ekki ofsögum sagt að bók- staflega hvert horn borqarinnar hafi verið kvikmyndað. „Eg held að við sýnum borgina frá ferskum og ólíkari sjónarhóli en fólk á að venjast," segir Wang. „Við vildum öll kvikmynda stíliseraða útgáfu af Los Angeles frekar en að kvik- mynda bara raunveruleikann." „Slam Dance" er nýjasta mynd- in frá Sho Films, sem áður hefur framleitt myndir eins og „Android" og „Critters". Myndin er gerð í samvinnu við breska framleiðslu- fyrirtækið Zenith Productions („The Hit", „Insignificance", „Sid and Nancy"). Saklaust stefnumót verður að morðgátu; Virginia Madsen og Tom Hulce í „Slam Dance". Heart". Ég hef aldrei skilið þá heimspeki að leikstjóri ætti að gera tuttugu útgáfur af sömu myndinni á sínum ferli. (hvert sinn sem ég reyni eitthvað nýtt læri ég meira. Mér virðist það ekki sérlega áhugavert að plægja sífellt sama akurinn. Mismunandi kenningar eru uppi um það sem ég fjalla um þema- tískt. Kannski eru persónur minar oft bundnar í kringumstæðum sem þær reyna að flýja hvort sem það er hjónabandið í „Shoot the Moon" eða umhverfið í „Birdy" eða raun- verulegir fangelsismúrar eins og í „Midnigth Express". En ég leita aldrei að þematísku samhengi þegar ég lít á ólíkar sögur. Hver var tilurð „Midnight Ex- press" og hvernig var að vinna með handritshöfundinum Oliver Stone? Mér líkaði mjög vel við bókina sem Billy Hayes skrifaði með Will- iam Hoffer. Mér líkaði kjarni sögunnar sem er um óréttlæti og það voru mjög myndrænir kaflar í bókinni. Oliver var fenginn til að skrifa handritið en áður hafði hann skifað nokkur frábær handrit sem ekkert haföi orðið úr. „Platoon" hefur vel getað verið eitt af þeim. Hann sat í bakherbergi á skrif- stofunni okkar í London í sex vikur og hamraði á ritvélina og kom við og við að tala við mig. Eða ekki að tala við mig. Það var mjög gott samstarf. Við vissum báðir hvernig mynd við ætluðum að gera. Það var ekkert sérlega gaman en þetta gekk af því hann skrifaði frábært handrit. Hvernig vinnur þú með leikur- um? Mikilvægast er að skapa trúnað- artraust; ef við — ég sjálfur og kvikmyndaliðið — erum uppá okkar besta verða leikararnir það kannski líka. Enginn leikstjóri hefur fengið neitt útúr leikara sem ekki hefur verið með frá byrjun. Sumir leikarar þurfa mikla athygli þegar þeir tala um hlutverkið eins og Robert De Niro t;d. Hann hefur sérstaklega mikla sjálfsstjórn, er óskaplega fagmannlegur og hann spyr margra og fjölbreyttra spurn- inga. Mickey Rourke sem lók á móti honum í „Angel Heart" hefur miklu minna fyrir leiknum. Ef þú talaðir við hann um tækni — jafn- vel þótt hann hefði einhverja — liti hann ekki við þér. Það er hans aðferð við að leita heilinda. Og heilindi er á endanum það eina sem ég get krafist af leikara. Alltof margir leikarar drukkna í sýrópi eigin gáfna. Af hverju bað kvikmyndaeftir- litið í Bandaríkjunum þig að klippa „Angel Heart“? Nú, sýningar á myndinni voru við það að byrja í átta hundruð kvikmyndahúsum og eftirlitið gaf henni allt í einu X-stimpilinn sem þýðir að þú getur aðeins sýnt hana í eitthvað tuttugu öngstrætahol- um. Stjórnarskrá Bandaríkjanna kveður á um málfrelsi svo engin ritskoðun á að vera í þessu landi. En þú ert ritskoðaður á annan hátt. Ég spurði eftirlitið hvað það væri í myndinni sem þeir væru á móti en fékk ekkert svar. Þeir sam- þykktu loks ástaratriði á einni spólu svo við gerðum ráð fyrir að ástaratriðið með Lisa Bonet og Mickey Rourke færi svona í taug- arnar á þeim. Ég klippti þrjár sekúndur af því og þeir tóku ekki eftir neinu svo ég klippti meira, um 14 fet í allt: þá var þetta orðið að blaðamáli og eftirlitið sá að það hafði valið sér ranga mynd að ráð- ast á svo þeir gáfu eftir og myndin fékk R (sama og bönnuð innan 16 hér á landi). Hvernig kom þaö viö þig aö þurfa að klippa úr myndinni? Ef þeir hefðu sagt, „klipptu burt allt atriöið", hefði ég orðið sár végna þess að þetta er mikilvægt atriði og gegndi mikilvægu hlut- verki. En þetta voru ekki nema tíu sekúndur svo á endanum skipti það ekki máli. Ég spilaði eftir þeim reglum sem þurfti að spila eftir til að fá R. Tíu fet sem sýna afturend- ann á Mickey drepur enga mynd. George Lucas George Lucas hélt fyrir mán- uði síöan sinn fyrsta blaða- mannafund í nokkur ár og ræddi þar verkefni sem hann vinnur aö um þessar mundir. Lucas er vit- anlega frægastur fyrir Stjörn- ustrí- ðsmyndina sem hann gerði árið 1977 og risaveldiö sem spunnist hefur kringum þá mynd; þar á meðal myndirnar „The Empire Strikes Back" og „Return of the Jedi", sem eru meðal þeirra vin- sælustu í krónum talið. Lucas hefur haft það frekar náðugt að undanförnu og lítið komið nálægt kvikmyndum síðan 1984, þegar önnur myndin um Indiana Jones var sýnd. Hann hefur þó framleitt eina mynd í millitíðinni, „Hávarð önd", sem kostaði mikla peninga, en þótti svo léleg að enginn vildi sjá hana. En nú er hann að hefjast handa. Hann ætlar að láta gera nokkrar myndir í Stjömustríðs- flokknum. Fyrstu þrjér myndirnar segir Lucas að séu í raun aðeins einn kafli í allri sögunni. Nú ætlar hann aö segja næsta kafla, það sem gerðist áður en Luke Skyw- alker fæddist. Með öðrum orðum: Við kynnumst nýjum per- sónum í næstu mynd. Lucas gefur í skyn að hann muni leik- stýra einni myndinni, en eins og kunnugt er hefur hann sjálfur ekki leikstýrt neinni mynd síðan hann gerði „Stjörnustríð" árið 1977. Þar áður gerði hann „Am- erican Graffiti" (1973). Áður en af þeirri ráðagerð getur orðið er Lucas upptekinn við tvær myndir sem hann fram- leiðir. „Willow" eftir Ron Howard og „Tucker" eftir Francis Copp- ola. Coppola og Lucas eru gamlir vinir, frá þeim dögum, þegar Coppola fjármagnaði tvær fyrstu myndir Lucasar, þ. á m. „Amer- ican Graffiti". Nýja myndin fjallar um bílahönnuðinn Preston Tuc- ker sem Jeff Bridges leikur. Myndin verður sýnd í sumar. „Willow" er af allt ööru sauða- húsi. Hún á að gerast á goðsögu- legum tíma, einhvern tíma fyrir Kristsburð og fjallar ef að líkum lætur um ungu, góðu hetjuna (í anda Luke Skywalker) gegn vondu öflunum sem persónuger-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.