Morgunblaðið - 07.02.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.02.1988, Blaðsíða 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. FEBRÚAR 1988 Stund millistríða. Viðtal við Bergþór Pálsson söngvara „ Það er eitthvað undursamlegt við það að fá að eigafolk smástund“ F yrir nokkrum árum átti undirrituð örstutt blaðaviðtal við ung hjón, sem þá voru á förum til Bandaríkjanna í söngnám. Með þeim fóru ungur sonur þeirra og hvatningarorð söngfróðra kvenna og karla hér heima. Bæði brutu brýr að baki sér með þeirri ákvörðun að læra söng en sögðu engin bönd geta haldið sér frá því að freista gæfunnar á því sviði. Tíminn líður, fimm ára námi er lokið, kornabarnið er orðið næstum sjö ára polli, mamma hans er komin á samning við óperuna í Kaiserslautern í Þýzkalandi og pabbi á leiðinni þangað líka. En fyrst mun hann syngja hlutverk Leporellos í óperu Mozarts, Don Giovanni, sem Islenska óperan frumsýnir alveg á næstunni undir leikstjórn Þórhildar Þorleifsdóttur.* Gæfan, sem þau freistuðu, hefur ekki brugðist þeim. Framtíðin virðist blasa við Sólrúnu Bragadóttur og Bergþór Pálssyni. Og blaðamaður getur ekki á sér setið að trufla Bergþór frá æfingunum í íslensku óperunni til að spyrjast fyrir um þann tima, sem er liðinn fráþvísíðast: Bergþór í hlutverki greifans / ópérunni „Samtöl Karmeiítu- nunnanna“ eftir F. Poulenc & sviði óperunnar við Indiana- háskólann. Til hamingju með þetta allt saman. Og þú sem ætlaðir alls ekki að verða söngvari! Nei, það er rétt, ég er orðinn 22 eða 23 ára þeg- ar sú ákvörðun varð til. Ég ætlaði að verða tónmenntakennari. — En hafðir samt sungið töluvert. Já, já. Ég var í kórum, t.d. var ég í drengjakór Sjónvarpsins, sem hún Rut Magnússon stjómaði, já og í Langholtskómum og Pólyfón. Tón- listaráhuginn var alltaf fyrir hendi, ég lærði t.d. á fiðlu í ein sex ár, en svo fékk ég unglingaveikina og hætti því. En að syngja, það hefði þá helst verið rokk-söngur, ég var haldinn dálitlum rökksöngvarakomplex . .. — og ert jafnvel enn! Það er aldrei að vita nema maður eigi það eftir! Reyndar held ég að það hafi verið leiksviðið, sem heillaði mig mest. En þegar ég var í Tónlist- arskólanum fékk ég mikla hvatningu frá söngkennaranum mínum, því söngur var auðvitað hluti af tón- menntakennaranáminu, henni Elísa- betu Erlingsdóttur, og svo frá Rut, öllum fannst ég ætti að leggja söng- inn sérstaklega fyrir mig. En það sem réði 'urslitum var svo hlutverkið sem ég fékk í Meyjarskemmunni. Fannst í jarðarför! Þjóðleikhúsið setti upp Meyjar- skemmuna eftir Schubert vorið 1982 og þar sungu þau bæði, Sólrún og Bergþór, sem fór með hlutverk mál- arans Von Schwind, og vakti verð- skuldaða athygli. Skrýtin tilviljun réði því að Bergþór valdist í rulluna: Það var Agnes Löve, píanóleikari, sem stakk upp á því að ég yrði lát- inn prufusyngja fyrir þetta hlutverk. Agnes var þá nýtekin við starfi undir- leikara leikhússins. Þannig var, að hún var viðstödd jarðarför í Nes- kirkju þar sem ég söng. Þá var einmitt verið að leita að einhveijum í hlutverk Von Schwinds og henni heyrðist þama vera rödd, sem gæti hentað og stakk upp á því við leik- husið að haft yrði samband við mig. Svo ég var allt i einu kominn á svið sem einsöngvari. Þama heillaðist ég gjörsamlega af leikhúsinu. Það er eitthvað undursamlega gaman við það að fá að eiga fólk smástund! — Og næsta haust farið þið sem sagt bæði utan. Já. Það var hann Halldór Hansen bamalæknir, sem e.t.v. hefur mest vit allra hér á landi á söng, sem benti okkur á þennan skóla, Indiana University. — Segðu mér frá náminu. Þetta var mjög víðtækt nám. Viss kjarni, sem hjá okkur byggðist vitan- lega upp í kringum sjálfan sönginn og svo ótalmargt annað. Mér þótti stundum of mikið af bóklegu námi en ég er þakklátur fyrir það eftir á að hafa verið látinn fara í gegnum það líka. Aherslan var mikil á tónlist- arbókmenntir, bæði almennt og sérhæft á ljóðasöngs- og óperubók- menntir, á tónlistarsögu, tungumál o.fl. Síðan tók ég sem hliðarfag við- skiptafræði og sérhæfði mig í stjóm listastofnana, kannski til að tryggja mig, ef söngurinn brygðist, en. svo var líka gaman að rokka svona á milli ólíkra deilda. Ég lauk svo mast- ersprófi frá þessum skóla í vor. Nemendaleikhús á ameríska vísu — Þama hefur líklega verið nem- endaleikhús? Varla hægt að kalla það nemenda- hús, það gæfi ranga hugmynd held ég. Háskólinn starfrækir nefnilega fulíkomið óperuhús, sem tekur rúm- lega 1400 gesti og sviðið er jafnstórt sviðinu í Metrópolitan óperunni. Þama eru færðar upp 8 óperur á ári þar sem nemendur koma fram. Nema reyndar ef um er að ræða sérstak- lega erfíð hlutverk, þá eru stundum kallaðir inn gestasöngvarar. Það var t.d. gert þegar við færðum upp Bor- is Gudunow og í Hollendingnum fljúgandi. — Sjá nemendur skólans um reksturinn? Nei, nei. Það eru aðeins söngvar- amir sem eru nemendur, allt annað er unnið af fagfólki, rekstur, sviðs- mynd og þess háttar. — Og fjárhagsgrundvöllurinn? Þetta er aðalóperuhús borgarinnar og gengur eins og svo margt annað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.