Morgunblaðið - 07.02.1988, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 07.02.1988, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. FEBRÖAR 1988 B 9 byggt á sígildum dansi en er þó nútímadans, þetta er spennandi verkefni og gaman að æfa með dansflokknum á ný.“ Það kom fram í máli Jóhannesar að hann hygðist fá sér starf sem ballettdansari í útlöndum þar sem honum fínnst möguleikamir hér af skomum skammti. „Launakjörin hér heima em léleg og sýningamar alltof fáar,“ sagði Jóhannes. „Ég veit hins vegar að ég á möguleika á betra starfí erlendis, betri launum og fleiri sýningum og þess vegna ætla ég að leita fyrir mér þar. Svo er líka hitt að hér em engir karl- dansarar starfandi og það er nauðsynlegt að hafa einhvem sam- anburð og samkeppni. Það er mun auðveldara fyrir karlmenn að fá vinnu við ballettflokka úti í heimi en fyrir stúlkur, þó alltaf séu ráðnar mun fleiri stúlkur til starfa hjá hveijum flokki, svona tuttugu á móti kannski sex körlum. Eigi að síður má segja að það sé allt að þrisvar sinnum auðveldara fyrir karl en konu að fá vinnu sem dans- ari í ballettflokki. Þetta er vissulega erfítt líf og krefjandi en í staðinn fær maður útrás á sviðinu og það er líka gam- an að fá tækifæri til þess að ferðast mikið. Annað fólk stefnir að því að fá hærri laun og betra starf en hjá ballettdönsumm og kannski fleiri listamönnum beinist metnaðurinn að því að sjá hversu manni fer fram í samanburði við aðra, keppa við náungann og rejma að verða sem bestur. Það er ótrúlega tilfínning að standa sig og gera vel. Það erfíð- asta sem ég lendi í er að bíða lægri hlut í samkeppni um hlutverk. Eg hef líka upplifað það að verða hlut- skarpastur og það er mjög gaman. Ég hef í huga að ferðast þetta árið en svo ætla ég að fara að líta í kringum mig eftir föstu starfí við ballettflokk, helst í Bandaríkjunum. Ballettinn er reyndar öðmvísi í Bandaríkjunum en í Evrópu þar sem ballett er ríkisstyrktur. í Banda- ríkjunum verða ballettflokkamir að standa sjálfír straum af rekstrinum og verkefnin ráðast töluvert af því. Sígildur ballett er vinsæll og Hnotu- mig jafnvel langar vegalengdir. Það vantar alltaf karldansara í Kóreu og þeir hafa ráðið til sín nokkra útlenda dansara og borga þeim vel, það var þess vegna freistandi að slá til og fara og fá góð laun og ferð- ast jafnframt um fjarlæg lönd. Samkeppnin er hörð Ferill ballettdansara er yfírleitt skammur miðað við starfsferil manna yfírleitt. Flestir hætta um fertugt því þá fer líkaminn að missa þann kraft sem nauðsynlegur er. Ég gæti vel hugsað mér að verða ballettkennari þegar að því kemur að ég verð að hætta að dansa. Að óreyndu geri ég mér í hugarlund að það sé mjög sársaukafull ákvörð- un að hætta að dansa. Það er fleira sem er erfitt í lífi ballettdansara. Heimilislíf á til dæmis mjög litla samleið með því lífi sem ballett- dansarar í ballettflokki verða að lifa. Það er mikið um ferðalög, æfíngar strangar og unnið mikið á kvöldin. Margir ballettdansarar giftast þess vegna seinna en annað fólk. Þetta er þó auðveldara fyrir karldansara sem ekki þurfa að hætta að dansa um tíma eins og konumar þurfa ef þær verða ófrískar. Sumar hafa þó komist frá þessu og náð sér á strik aftur. En samkeppnin er svo mikil þama ytra að flestar stúlkur sem eignast böm em fljótar að detta úr starfí. Samkeppnin er óskaplega mikil, ég man t.d. eftir mjög elsku- legri stúlku sem tók þátt í ballett- keppni í Bandaríkjunum. Hún bað aðra stúlku sem tók einnig þátt í keppninni að hjálpa sér að hneppa kjólnum sínum að aftan. Svo fór hún út á svið og kjóllinn datt niður um hana. Keppnin var algerlega glötuð fyrir hana, en hinni gekk vel. Oft heyrir maður líka um að stjómendur ballettflokka noti sér aðstöðu sína og taki upp náinn kunningskap við stúlkumar í flokknum. Þær láta sig oft hafa þetta til að fá hlutverk. Þetta er algengara í minni flokkunum. Smjaður er líka algengt, mér fínnst stundum ótrúlegt hvað fólk vill leggja á sig til þess að komast Úr uppfærslu á Lokadansleiknum bijóturinn er sá ballett sem líklega er oftast færður upp og af þeim uppfærslum fást mestar tekjur. Hins vegar em svo mikið dansaðir ballettar eftir Balanchine sem samið hefur marga balletta og stofnaði og stjómaði lengi New York City Bal- let sem Helgi Tómasson dansaði lengst af með. I uppfærslu Hnotubijótsins í Kóreu um jólin dansaði ég þijú hlut- verk, dúkkudansinn, rússneska dansinn og svo dansaði ég tindáta. Við dönsuðum í tveimur sýningum á dag eða átján sýningar á níu dög- um. Ég sá því lítið af Kóreu þá en sl. sumar ferðaðist ég talsvert. Við æfðum þijár sýningar fyrir þessa ferð um Asíu sem ég hef áður minnst á. Við vomm við æfíngar í tvo mánuði í Kóreu og sýndum þar í viku. Fómm svo til Japan og sýnd- um þar í tvær vikur. í Malasiu sýndum við í mánuð og í Hong Kong og Singapore sína hvora vik- una. Það var skrítið að koma þama og vera svona allt öðmvísi en aðrir. Fólk veitti mér mikla athygli, kall- aði á eftir mér úti á götum og elti áfram. Samkeppni upp að vissu marki er holl en hún fer út í öfgar þegar komið er út í svona nokkuð, það er þó minna um þetta meðal karlanna, sennilega af því það er ekki eins erfitt fyrir þá að komast áfram. Þó er þetta líka til í þeirra hópi. Þegar ég fór út fyrst ætlaði ég að vera eitt ár, svo bætti ég við öðm ári-og nú ætla ég að vera úti að minnsta kosti í nokkur ár í við- bót. Raunar er það svo að þegar ég er úti þá sakna ég fjölskyldu og vina en þegar ég er hér þá sakna ég ballettsins og vinanna úti. Ég hef oft heimþrá en ég er samt búinn að læra að ýta slíku frá mér. Löng- un mín stendur þó til þess að búa á íslandi þegar frá líður og jafnvel að ljúka minum ferli sem dansari hér en eins og er finnst mér ég verða að freista gæfunnar í útlönd- um.“ Texti: Guðrún Guðlaug-sdóttir VINSÆLI HUGBÚNAÐURINN FJÁRHAGSBÓKHALD SKULDUNAUTAKERFI LÁNADROTTNAKERFI BIRGÐAKERFI FRAMLEGÐARKERFI VERKBÓKHALD SÓLUNÚTUKERFI LAUNAKERFI. TILBOÐSKERFI GAGNAGRUNNSKERFI SKERFISÞRÚUN HF. Armúli 38. 108 Reykjavik Simar: 688055 ■ 687466 FATASKÁPAR MARGAR STÆRE hepQta allssta)] VERÐ FRÁ Kr. 6.084.- Greiðslukjör við allra hæfi! DZ. XJL w^þmjÍ'hL mÆJm LÆKJARGÖTU 22 HAFNARFIRÐI SÍMI 50022 NEMENDUR EFTIRTALINNA DANSSKÓLA SÝNA FJÖLBREYTTA, GLÆSILEGA OG SKEMMTILEGA DANSA: MlSSIItl BflLLETSHOLI 5IGRÍÐAR flRmflflfl SKUIACOTU 5? oo« STANSLAUS DANS íTVO TÍMA Aðgöngumiðaverð er aðeíns kr. 300,- fyrir fullorðna og kr. 200,- fyrir börn. Auk þess kemur trúðuríheim- sókn og dansar á hjólaskautum vlðbörninaf t<Mfcnoq•o-rvœ ■■ O .. .... ... . mikilli smlld. Kynnir verður Hermann Ragnar Stefánsson. S O L t YJ A u ^ Aðgöngumiðasala verður í Hótel íslandi í dag kl. 13. Fjölskyldur fjö/mennið á frábæra skemmtun. verður haldin í Hótel íslandi í dag kl. 15. Húsið opnað kl. 14.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.