Morgunblaðið - 07.02.1988, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. FEBRÚAR 1988
B 13
Ef þjónunum varð það á að bera
honum matinn of seint voru þeir
umsvifalaust dæmdir í þrælkun
SJA: Timurlenk gengur aftur
ÞJOÐARMORÐl
Afganski
harmleikurinn
Mohammed Yusuf var bóndi í norðanverðu Afg-
anistan þegar sovéskar hersveitir óðu inn yfír
landamærin í desember 1979. Um átta ára skeið
bjó hann við það upplausnarástand sem skapaðist
vegna stríðsins á milli stjórnarhersins, sem nýtur
fulltingis Sovétmanna, og andspymuhreyfíngarinnar
Mujahiddeen.
Yusuf fór ekki varhluta af afleiðingum átakanna
og árið 1987 gafst hann upp. Eftir að þorpið þar sem
hann bjó hafði orðið fyrir daglegum sprengjuárásum
í hefíidarskyni fyrir árásir andspymuhreyfíngarinnar
kvaddi hann landið sem hann unni.
„Ég vildi ekki yfírgefa ættjörðina," segir hann.
„Við flúðum ekki fyrr en stríðið hafði staðið í átta ár.“
Yusuf og fjölskylda hans lögðu af stað ásamt 18
ijölskyldum öðrum áleiðis til Pakistan. Hópurinn varð
fyrir sprengjuárásum og skotum úr launsátri á leið-
inni. Ferðin tók sex vikur og 60 manns náðu aldrei
á leiðarenda.
Þegar til Pakistans kom vom þar fyrir þijár milljón-
ir Afgana, sem höfðu einnig flúið átökin heima fyrir.
Þau Yusuf vom orðin máttvana og úrvinda af þreytu
þegar þau komu til flóttamannabúða, sem vom yfír-
fullar. í flóttamannabúðum, sem upphaflega vom
reistar fyrir 10.000 manns, búa nú að jafnaði um
100.000 manns. Þar af leiðir að vatn, hreinlætisað-
staða, heilsugæsla og önnur þjónusta er engan veginn
nægjanleg enda er mörgum nú úthýst.
Yusuf segir: „Við höfum enn
ekki verið skráð sem flóttamenn
og þar af leiðandi fáum við engan
matarskammt. Við vonumst til
að hitta ættingja í flóttamanna-
búðunum, sem geta liðsinnt
okkur. Þangað til fáum við ekk-
ert.“
Sagt er frá píslargöngu Mo-
hammeds Yusufs í athyglisverðri
bók, er nefnist Harmleikur Afg-
ana, og er nýkomin út. Þar er
varpað ským ljósi á þær þjáning-
ar, sem átta ára styijaldarátök
hafa bakað öllum almenningi í
Afganistan.
„Við vekjum athygli á því
hvílíkar fómir þjóðin hefur þurft
að færa,“ segir Martin Barber,
framkvæmdastjóri breska flótta-
mannaráðsins, en hann vann að
samræmingu eftiis í bókinni. Og
tölur tala sínu máli um þessar
fómir. Áður en átökin hófust
vom Afganir 15 milljónir. Nú
hefur um það bil helmingur þjóð-
FÓRNARLÖMB — Fjögur böra sem ýmist hafa
misst limi í árásum afganska stjóraarhersins eða
innrásarsveita Sovétmanna. Telpuhnokkinn á
hækjunum er fjögurra ára og dóttir skæruliðans
sem krýpur hjá henni.
arinnar verið drepinn eða hrakinn
í útlegð.
í bókinni segir að Afgönum sé
mjög annt um ættjörðina og því
sé aldrei hrapað að þeirri ákvörð-
un að flýja land.
Fyrir utan þær þijár milljónir
afganskra flóttamanna, sem nú
eru í Pakistan, em tvær milljónir
í íran og aðrar þijár milljónir em
á vergangi innanlands. Þeir hafa
flúið heimahaga sína og sest að
á öðmm stöðum í Afganistan þar
sem öryggið er meira.
Tveir fímmtu hlutar af saman-
lögðum tjölda flóttamanna í
heiminum em Afganar.
- JOHN MADELEY.
sem geymdi meðal annars hengil-
ás, úðunarbrúsa með málningu,
kort, kexpakka, blómvönd og litla
flautu.
Loks komst hún að aðalhliðinu.
Sér til mikillar undmnar komst
hún að raun um að það var opið
og engan varðmann að sjá. Hún
gekk inn og lokaði hliðinu á eftir
sér með hengilásnum til að teija
fyrir því að henni yrði veitt eftir-
för. Hún vildi að verðimir gæfu
sér tfma til að lesa orðsendinguna
sem hún hafði skilið eftir ásamt
kexpakkanum og blómunum. Orð-
sendingin var svohljóðandi: „Ég
hef enga byssu, þið hljótið að
hafa margar. Engan asa og
óþarfa skot. Fáið ykkur kex og
líði ykkur sem best.“
Hún vildi að verðimir gerðu sér
ljóst, að hún var þama í friðsam-
iegum tilgangi." Þar að auki hélt
ég að þeir tefðust við að gera
kexpakkanum skil,“ sagði hún.
Hún fór eftir skiltum, sem vom
auðkennd með Navstar, og braust
inní tölvubygginguna án þess að
nokkur yrði hennar var. Þar stóð
skýmm stöfum: „Viðvömnarkerfí
í gangi,“ en samt lét enginn sjá
sig.
Hún sprautaði alþjóðleg vígorð
á veggi byggingarinnar pieð úð-
unarbrúsanum og tók síðan til við
að eyðileggja tölvumar. Það tók
tvær klukkustundir. „Ég dansaði
á brotunum úr tækjunum," segir
hún. En enginn lét enn sjá sig.
Loks varð ég þreytt og tók að
leiðast, svo að ég fór inn á bað-
herbergið, lagaði á mér hárið,
þvoði mér í framan, pakkaði verk-
fæmnum saman og fór,“ segir
hún enn.
Nokkram klukkustundum
síðar, þegar hún hafði blásið sigri
hrósandi í flautuna sína og fengið
sér steypibað og morgunverð
heima hjá sér í San Fransisco,
hringdi hún til stöðarinnar og við-
urkenndi verknaðinn.
Menn komast að því fullkeyptu
þegar þeir ögra þeim sem með
völdin fara í Bandaríkjunum.
Dómarinn í máli Kötyu Komisaruk
studdi það sjónarmið sækjandans
að henni væri óheimilt að skýra
kviðdóminum frá tilganginum
með athöfnum sfnum. Hann var
jafnframt andvígur því að hægt
væri að byggja málsvöm hennar
á alþjóðalögum og taldi það ekki
eiga við í máli hennar.
Og nú bíður Kötyu Komisamk
áralöng dvöl bak við lás og slá
nema henni takist að fá málið
tekið upp að nýju.
En hvemig lýst henni á að
þurfa að dveljast langdvölum í
fangelsi?:
„Eg verð þar ekki alla ævi,“
segir hún. „En ég er dálitið hrædd,
að vísu óttast ég ekki líkamsmeið-
ingar í fangelsinu heldur það að
ég verði ekki eins hlýleg, traust-
vekjandi og opinská og mér er
eiginlegt, að ég dragi mig inn í
skel til þess áð þrauka þetta. Ég
er hrædd um að ég verði gerólík
því sem mér er eiginlegt að vera.“
- MARTN THORPE
PLAGURl
Malla eitrið
í eldhúsinu
Ibæklingi sem dreift hefur verið
víða um Pólland getur að líta
nýja útgáfu af boðorðunum tíu. Við
hliðina á fímmta boðorðinu — þú
skalt ekki drepa — stendur eftirfar-
andi viðvömn skýmm stöfum: „Sala
á valmúastönglum jafngildir mann-
drápi."
Vandmál daglegs lffs blasa nú að
nýju við Pólveijum að liðnum jólum
og áramótagleðskapnum og þar á
meðal fíkniefnavandamálið. Dr. Ewa
Andrzejewska er höfundur hinnar
nýju útgáfu af boðorðunum tíu. Hún
starfar hjá samtökum til vamar
fíkniefnaneyzlu og þegar hún kom
til vinnu þar fyrir skömmu var skrif-
stofan rafmagnslaus. Kvikmynda-
fyrirtækið, sem er til húsa við hliðina
á henni, hafði rétt einu sinni tekið
meira af rafmagni en því bar.
Dr. Andrzejewska hellir úr inni-
haldi úr poka og virðist það í fljótu
bragði vera þurrkaður og mulinn
reyr — en er í raun réttri stönglar
af valmúum, sem em ræktaðir víða
um Pólland. Við hliðina á þeim lætur
hún ljósmyndir af pottum og steik-
arpönnu. Og með því að nota þessi
tæki og valmúastönglana að við-
bættum auðfengnum efnum líkist
útkoman illa löguðum súkkulaðimol-
um með dísætri angan. Ef þeir em
leystir upp í 'vatni er þar komið
„kompot", sem einnig er kallað
pólskt herófn.
Getum er að því leitt að um
170.000 Pólveijar séu ánetjaðir
þessu fíkniefni eða 10 sinnum fleiri
en eiturlyfjasjúklingamir sem lög-
reglan hefur á skrá. Alls em íbúar
Póllands 37 milljónir. Flestir neyt-
endur em karlmenn innan við
þrítugt. Tveir af hveijum þremur
neytendum, sem em á skrá, em
borgarbúar úr verkalýðsstétt. Tölur
lögreglunnar benda til þess að neyzla
dragist nú saman en sérfræðingar
em vantrúaðir á þá kenningu.
Á síðustu tveimur ámm hefur
neyzla Pólveija á marihuana líka
aukizt mjög. Það er yfirleitt ræktað
í heimahúsum og dr. Andrzejewska
telur að um 750.000 ungmenni neyti
þess.
Kókaín hefur ekki borizt til Pól-
lands en þar em framleidd með leynd
lyf eins og amfetamín og seld á
svörtum markaði.
Neyzla á pólsku heróíni og afleið-
ingar hennar em hluti af alvarlegu
vandamáli sem á rætur að rekja til
síðasta áratugar. Á rfkisjörðum og
meðal sjálfstæðra bænda var valmúi
ræktaður fyrir lyfíaframleiðslufyrir-
tæki í Austur-Evrópu og innihélt
hann mikið af morfíni. Valmúastilk-
ar vom verðlitiir, þar til ungur
maður, sem rekinn hafði verið frá
læknanámi vegna fíkniefnaneyzlu,
fann leið til þess að búa til úr þeim
efni méð miklu morfíni. Bændur
selja nú poka af þurrkuðum stilkum
fyrir sem svarar um 4.500 krónum,
en það jafngiidir ríflegum mánaðar-
launum þeirra.
Þessar staðreyndir komu illa við
stjómvöld f Póllandi því að þau höfðu
hamrað á því, að fíkniefnaneyzla
bæri vott um úrkynjun og spiliingu
Vesturlanda og væri því ekki vanda-
mál í Austur-Evrópu. En frá árinu
1975 bárast ríkisstjóminni árlegar
skýrslur um vaxandi fíkniefnaneyzlu
en kaus þá að þegja þunnu hljóði.
Það var ekki fyrr en á tímum Sam-
stöðu á áranum 1980—1981 sem
sannleikurinn kom í ljós.
- MARK FRANKLAND
AUSTURRIKI
Þjarmað að
þjóðarbroti
Syðsta hérað Austurríkis heitir
Carinthia og að þvf liggja
landamæri sambandslýðveldisins
Slóveníu í Júgóslavíu. Carinthia
komst í heimsfréttimar fyrir ára-
tug, er ríkisstjóm Austurríkis gerði
tilraun til að sefja þar upp skilti
með götuheitum á tveimur tungu-
málum.
Allar borgir og bæir á þessu
svæði eiga sér tvö nöfn, annað
þýskt en hitt slóvenskt. Samkvæmt
alþjóðlegri samþykkt em Aust-
urríkismenn skuldbundnir til að
virða óskir beggja málsamfélag-
anna. En ekki reyndust allir sáttir
við það. Skiltin vom annaðhvort
rifín af og eyðilögð eða málað var
yfír slóvensku nöfíiin.
Þetta landamærasvæði varð end-
anlega hluti af Austurríki að
afstaðinni þjóðaratkvæðagreiðslu
eftir fyrri heimsstyijöldina og hmn
austurríska keisaraveldisins. Slóv-
enar beggja vegna landamæranna
áttu erfíða ævi í síðari heimsstyij-
öldinni vegna harðneskju nasista
og í stríðslok gerðu Júgóslavar ör-
væntingarfulla tilraun til að endur-
heimta landsvæðið sem landar
þeirra byggðu í Austurríki. Banda-
menn vom á hinn bóginn á öndverð-
um meiði og skipan landamæranna
hélst óbreytt.
Samkvæmt manntali var slóv-
enski minnihlutinn til skamms tíma
um 40.000 manns, það er sá hópur
sem taldi móðurmál sitt fremur
vera slóvensku en þýsku. Nú er
hann aðeins talinn um átta þúsund
manns á opinbemm skýrslum. Slóv-
enar telja skýringuna annaðhvort
þá, að niðurstöðum samkvæmt
manntali hafí verið hagrætt eða að
stór hópur hafí ekki skilið spuming-
una. Þeir ásaka þá, sem með völdin
fara í héraðinu, að nota tölfræði til
að gera út af við minnihlutann.
Amm saman hafa talsmenn slóv-
ena kvartað yfír því, að réttur
minnihlutans sé ekki virtur og þró-
unin hafi verið sú, að aðstæður til
að hlúa að slóvenskri menningu
hafi stöðugt farið versnandi. Það
er aðeins einn framhaldsskóli í hér-
aðinu þar sem kennsla fer að mestu
fram á slóvensku. Helstu „rök“
þýskumælandi manna eru hinsveg-
ar þau að ekkert sé því til fyrirstöðu
að þeir, sem mæla á slóvensku,
flytjist yfir landamærin til Júgó-
slavíu.
En þrátt fyrir allt em slóvenam-
ir í Austurríki stoltir yfír því a vera
Austurríkismenn. Forddrar þeirra
ákváðu við atkvæðagreiðslu að
halda austurrískum ríkisboigara-
rétti sínum og þeim var heitið því
á móti að réttindi þeirra sem minni-
hlutahóps yrðu virt. Þeir fara í
rauninni aðeins fram á að ríkis-
stjómin vfrði stjórnarskrá landsins.
- SUE MASTERMAN.