Morgunblaðið - 07.02.1988, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.02.1988, Blaðsíða 18
18 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. FEBRÚAR 1988 Morgunblaðið/Þorkell Gunnar Guðbjömsson, Ólöf Kobrún Harðardottir, Viðar Gunnarsson, Elín Ósk Óskarsdóttir, Sigríður Gröndal og Bergþór Pálsson. Kristinn Sigmundsson; Don Giovanni. alltaf að standa í einhveijum sam- skiptum. Það er því mikið álag á söngvarána og við bætist að tónlist- in er geysiflókin og fíngerð og því vandmeðfarin. Ég held það megi segja að þetta sé lang erflðasta verkefnið sem óperan hefur unnið að. Er það þá ekki um leið skemmtilegasta verkefnið? Það-er nú alltaf svo að manni flnnst það skemmtilegast sem mað- ur er að fást við það skiptið, en vissulega er þetta skemmtilegt. Maður er meira að fást við sálfræði- þáttinn og leikinn en oftast áður og þetta er að mörgu leiti nýr hlut- ur fyrir söngvarana að vera svo mikið að leika. Þú sagðir áðan að þið hélduð ykkur ekki við neinn ákveðinn tíma. Hvað áttu við? Þegar óperan var skrifuð var hún náttúrulega staðsett í ákveðnum tíma Það er hinsvegar búið að skrifa svo margar bækur um Don Juan og það er búið að gera svo mörg leikrit og óperur um hann að það má segja að hann sé utan við tíma; hann er og óendanlega marg- brotinn og sékennilegur karakter og sagan er algerlega tímalaus og því forðumst við að festa hana nið- ur í ákveðnum tíma. Búningar eru, til að mynda, sundurlausir, það má segja að þeir séu frekar sniðnir eft- ir persónunni en ætlaðir til að skapa einhvem tímablæ. Ert þú að brydda upp á ein- hveijum nýjungum í þinni túlkun á óperunni? Ég hef náttúrulega séð Don Gio- vanni ótal sinnum, þar á meðal í bíói, og þær uppfærslur hafa spann- að allt frá konsertforminu, en mér flnnst óperan sjálf kalla mikið á leikhúsform og það er mér nýtt sem óperuleikstjóra. Ekki ætla ég þó að vera með einhveijar yflrlýsingar eftir alla þá sem sett hafa upp Don Giovanni í gegn um tíðina, en auð- vitað er þessi uppfærsla öðruvisi en aðrar, það eru engar tvær sýn- ingar eins. Hvernig líkar þér við persón- una Don Juan eftir að Morgunblaðið/Þorkell Fyrst og fremst má segja að þetta er geysilega stór og flókin sýning í uppfærslu og hvað varðar búninga þó svo við höldum okkur ekki við neinn tíma, en kannski er hún þó flóknust í æfíngu, því hún miklu meira upp á sam- tölum en óperur alla jafna. Að vísu eru samtölin sungin, en þetta eru samtöl engu að síður. Fyrir bragðið krefst óperan óvenju mikils leiks og lipurleika af söngvurunum og þeir fá sárasjaldan hvfld, ef mætti orða það svo, í aríum, þeir þurfa LISTIR Listaverk úr fitu og feldi Það er enginn spámaður í sínu foðurlandi og þýski listamað- urinn Joseph Beuys fékk að kenna á því á meðan hann lifði. Nú, tveimur árum eftir lát hans, er aftur annað upp á teningnum og menn keppast við að lýsa því að hann sé öðrum þýskum listamönn- um fremri, en hann nýtur þess ekki úr þessu. Listaverk Beuys vöktu oft við- bjóð eða andúð og jafnvel ofsa- fengin viðbrögð, en ævinlega athygii. Eitt sinn henti hringem- ingafólk einu listaverki hans í ruslið fyrir misgáning, en það verk var tveggja og hálfs kflóa þríhymingur sem gerður var úr smjöri og hékk á vegg vinnustofu hans. Beuys var reyndar þekktastur fyrir listaverk sem hann gerði úr fitu og feldi. Hann var í þýska flughemum í síðari heimsstyijöld- inni og var skotinn niður yfír Sovétríkjunum. Tatarar björguðu honum þar sem hann var fastur í flakinu í grimmdargaddi og núðu smjöri í sár hans og vöfðu hann loðskinnum. Eftir það var hann með fítu og feld á heilanum og þess sá stað í verkum hans. Stól- ar sem smurðir voru fltu, tréþrí- hymingar sem „límdir" voru ■ . . - æá mm Ljósmynd/GMB Elding eftir Beuys. saman með fltu og flygill sem klæddur var loðfeldi em á meðal þekktustu verka hans. Þau verk vom umdeild og þó enn frekar þegar hann fyllti píanó með þvottadufti eða málaði pylsur með skósvertu. Aldrei sást hann á al- mannafæri án felthattsins sem huldi stálplötu sem sett var í höf- uð hans er hann slasaðist í stríðinu. Beuys var iðulega upp á kant við yflrvöld og frægt er þegar hann var rekinn úr kennarastöðu frá listaskóla í Diisseldorf 1972 eftir að hann lagði undir sig skrif- stofur skólans með hópi nemenda. Hann lét það ekki á sig fá, setti upp tjald fyrir utan skólann og kenndi úr því. Beuys varð 65 ára. fclk í <2i fréttum OPERA Don Giovanni í Islensku óperunni 19. febrúar næstkomandi er áætluð fmmsýning á óperunni Don Giovanni eftir Mozart. I lok liðinnar viku hófust æflngar í ópemhúsinu og Fólk í fréttum fékk að skyggnast inn á æfingu og ræddi aðeins við leikstjóra ópemnnar, Þórhildi Þorleifsdóttur. Einsöngvarar í ópemnni em Kristinn Sigmundsson, Viðar Gunn- arsson, Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Gunnar Guðbjömsson, Elín Ósk Óskarsdóttir, Bergþór Pálsson og Sigríður Gröndal. Þess má geta hér að þeir Bergþór og Gunnar em að syngja sín fyrstu hlutverk á sviði hér á landi. Hljómsveitarstjóri er Anthony Hose og búninga gerði John A. Collins, en Þórhildur Þor- leifsdóttir leikstýrir eins og áður sagði. Eftir að æflngu var lokið bað Fólk f fréttum Þórhildi að segja eitthvað frá því sem framundan væri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.