Morgunblaðið - 07.02.1988, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 07.02.1988, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. FEBRÚAR 1988 B 25 * uZ .... JJ VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 1691282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI 'a% TIL FÖSTUDAGS I fur i/wr»i MVW'i/11 Einstaklingsfrelsi á kostnað barnauppeldis Til Velvakanda. Þetta er smá hugleiðing um uppeldismál _ sem mér eru mjög hugleikin. Ég er húsmóðir um þrítugt, nýfarin að vinna úti frá kl. 8 tií 12 eftir nokkurra ára hlé, sem ég fórnaði fyrir bömin mín inná heimilinu og sé ekki eftir því. Ég er orðin svo undrahdi á þessari umræðu um réttindi kvenna til að vinna úti, réttindi og frelsi einstaklingsins til þess að gera þetta og hitt, og bókstaflega allt sem hægt er að hugsa sér. En mér er spum, — eru bömin ekki einstaklingar eins og fullorðið fólk. Hvar er réttur þeirra til að fá það uppeldi og þá ást og um- hyggju sem móðir náttúra ætlaði þeim í uppvexti frá foreldrum. Eða láta foreldrar sig dreyma um að böm fái þessa „þjónustu" á þessum ge^mislustofnunum sem þau eru alin upp á. Nú er ég ekki að segja að það fólk sem vinnur á svona stofnunum sé ekki gott fólk sem vill vel en það er bara mannlegt eins og við erum flest og verður í fæstum tilfellum eins gefandi og skilningsríkt við annarra manna böm og eigin. Ég tala nú ekki um séu þar kannski 5 til 10 böm á mann, öll á sama eða svipuðum aldri með svipaðar þarfir. Það mikið þekki ég til á svona stofnunum að það hvarflar ekki að manni að fóstmr eða kennarar elski bömin eins og foreldramir, nema í undantekningartilfellum. Nú tala ég af reynslu því þegar ég átti mitt elsta bam lét ég telja mér trú um að ég myndi detta uppfyrir og gleyma því sem ég kynni í vinnunni og ekki fylgjast með. Ég byijaði strax eftir barn- eignafrí að vinna hálfan dag og jók það fljótlega til að halda vinnunni. Baminu kom ég fyrst að hjá dag- mömmu sem hætti fljótlega og þá tók önnur við. Síðan dagvistar- stofnanir og alltaf var bamið jafn óðum óánægt með að fara og alla tíð til fimm ára aldurs varð ég að skilja við það óánægt þegar ég fór (eða í flestum tilfellum). Þegar ég varð bamshafandi aft- ur var drengurinn orðinn fimm ára og hugsaði ég með mér að nú skyldi ég hætta að vinna, því hann var orðinn svo erfiður og vanstillt- ur. Þetta gerði ég og sé ég mest eftir að hafa ekki gert það strax eftir að ég átti hann. Því nú sá ég hvað þetta varð allt öðmvísi samband milli mín og seinni bama minna heldur en við hann. Og ég hef samviskubit enn þann dag í dag vegna þess að ég sinnti bam- inu varla nema til að hátta hann og klæða fyrstu ár ævinnar. Ég sé á seinni bömum mínum að það em þessi fyrstu 3—4 ár sem em baminu mikilvægust í uppeldinu og á þeim tíma þurfa þau mikla ást og mikið öryggi, sem ekki fæst keypt hjá dagmömmum og fóstmm. Ömmurnar komast oft nálægt þessu en það er nú kannski komið að þeim að nota þetta frelsi einstaklingsins títtnefnda. En núna má kvenfólk víst ekki hafa samviskubit út af svoleiðis hlutum. En ég hef það og skamm- ast mín ekkert fyrir að hafa samvisku og tel mig manneskju að meiri að viðurkenna þetta, því ég get gert upp mína samvisku en ekki annarra, hvorki eiginmanns eða annarra. Finnst ykkur nú ekki landar góðir áð tími sé kominn til fyrir hjón að hætta að beijast innbyrðis og kenna hvort öðm um að sinna heimilinu ekki nóg og ákveða: Vil ég fórna einhverju fyrir einstakl- inginn, bamið mitt. Því það er ekki bara leikfang um helgar og hátíðir. Ef hjónin em sammála um að fóma ekki tíma í að ala bömin sín upp að minnsta kosti fyrstu þrjú árin, þá held ég að böm þeirra séu betur komin ófædd. Og ég hvet þannig fólk til að fá sér öðmví- si leikföng, því það getur verið erfitt, að ætla að fara að ala börn- in upp og skilja þau þegar þau er komin með sálarflækjur og kannski komin út í eiturlyfjanotk- un eða önnur vandamál steðja að. Munum við ekki spyija okkur á slíkum tímamótum: „Hefði ég ekki átt að vera heima nokkur ár og læra að þekkja bömin mín?“ Ég held að það sé nefnilega engin fóm þegar allt kemur til alls og fæst ömgglega endurgoldið margfalt — ég held að oft verði þetta skemmtilegustu ár ævi minnar, þau ár sem maður eyðir með bömunum sínum. Nú rís ábyggilega einhver upp og segir eins og vaninn er: „Það þarf tvær fyrirvinnur til að fram- fleyta einu heimili." Og það er rétt Til Velvakanda. Allnokkuð hefur verið skrifað um vanda hinna almennu lífeyrissjóða eftir fund þeirra í janúar. Tvennt kemur til, annars vegar ásælni ríkisins í peninga þeirra til al- mennra húsnæðislána og hins vegar erfiðleikar sjóðanna að standa við skuldbindingar sfnar varðandi verð- tryggðan lífeyri til eldri sjóðfélaga sinna, eins og ríki og bær beita sínum mönnum á kostnað skatt- greiðenda. Ég hef dæmi um einn ellilífeyris- þega, sem verið hefur í all sæmilega launuðu starfi sl. 30 ár og greitt samviskusamlega tíund af launum í sinn lífeyrissjóð þennan tíma í þeirri trú, að núna fengi hann sóma- samlegan lífeyri. Mikið var áfall hans þegar hann uppgötvaði að sjóðurinn gat ekki greitt honum meir en sem næmi ellilífeyri plús tekjutryggingu, sem Trygginga- stofnun ríkisins greiðir tekjulausum ellilífeyrisþegum. Hefði hann sjálfur lagt þessi 10 prósent af launum sínum í arð- bærar eða verðtyggðar fjárfesting- ar (t.d. vísitölutryggð ríkisskulda- bréf frá 1965) þá væri hann búinn að tryggja sér vænan lífeyri næstu 10 til 15 árin. Yrði hann langlífur og sjóðir hans á þrotum eftir þenn- an tíma væri unnt fyrir hann að draga saman seglin þá með almenn- um ellilífeyri plús tekjutryggingu Tryggingastofnunar ríkisins — haft svipaðar telqur og hann verður að láta sér nægja núna. Hugmynd hefur komið fram um að hlaupa undir bagga með þessum sjóðum með almennri skattheimtu svo þeir geti staðið við skuldbind- ingar sínar gagnvart eldri sjóðfélög- um. í leiðara HP hinn 21. janúar er komið inn á þessi mál. Þar er það talið alveg fráleitt að „unga“ kynslóðin beri auknar skattbyrðar í fáum tilfellum og þannig neyðart- ilfelli verða alltaf til. En í flestum tilfellum er þetta ekki rétt, en þetta er fólk búið að telja sér trú um — þá er líka átt við að skorta ekkert og þekki ég til á þannig heimilum, þar sem bæði vinna úti til að geta skrimt en þar vantar hvorki heimil- istæki, búslóð eða annað innan- stokks og víðast hvar eru myndbandstæki, afruglarar, utan- landsferðir og ekkert látið á móti sér. Ég leyfi mér að efast um að réttmæt sé að v.elferð bamanna sé fómað fyrir þetta. Nú held ég að tími sé til kominn að hætta að hugsa bara um sjálfan sig og sínar þarfir. Það er örugg- lega öllum hollt að hugsa stundum um þarfir annarra og þá ágætt að byija á bömunum sínum og sannið til, þið uppgötvið að þið eruð ekki að fóma neinu. Það er bara mis- skilningur. Njótið uppvaxtaráranna hjá bömunum meðan tími er til en látið þau ekki verða bitbein jafn- réttisbaráttu eða fijálsræðis. Verið búin að jafna þann ágreining áður en bömin koma í heiminn — ef það er ekki hægt þá mæli ég ekki með bameignum, bamanna vegna. Salka til að leysa þennan vanda sjóðanna, þ.e. til að tryggja eldri sjóðfélögum verðtryggðan lífeyri, eins og ríki og bær gera við sitt fólk með „auk- inni skattheimtu". Lífeyrisþegi Athyglis- verð bók Til Velvakanda Ég er nú ekki pennaglaður mað- ur, en ég má samt til með að Ijá mig um bókina hans Péturs Guð- jónssonar, formanns Flokks mannsins, Erindi við þig. Þessi bók lét lítið yfir sér í bóka- flóðinu um jólin, en það er alveg í öfugu hlutfalli við gæðin. Þessi bók er að mínu mati langmerkilegasta bók sem komið hefur fram á ís- landi á síðari árum. Bókin er skemmtilega skrifuð eins og spenn- andi reyfari, enda hefur Pétur farið viða um heiminn og vasast í ýmsu. Það sem kom mér þó mest á óvart að Hreyfingin sem hann íjall- ar um og virðist fara vaxandi um allan heim. Þessi Hreyfíng opnar alveg nýja möguleika fyrir okkur til þess að losna úr viðjum þessa fáránlega kerfís sem við búum við, sem er ekkert annað en maskína fyrir peningaöflin í heiminum. Á þessum tímum, þegar pólitík- usamir eru að syngja sitt síðasta og fólk virðist vera að týnast í stjömukortafaraldri og alls kyns kukli, þá er hrein hugsvölun í því að vita, að til er fólk, sem er að byggja upp raunhæfan möguleika fyrir framtíðina. Bókin hans Péturs er meira en venjuleg bók. Hún hef- ur gefið mér von um betri heim. Árni Gunnlaugsson Almennu lífeyriSsjóðirnir: Yngri kynslóðin ætti að greiði skuld sína Urval af vinsælu barnaskón- um frá portúgulska fyrirtækinu JIR komnir aftur Henta vel fyrir íslenska barnafætur, enda mælum við með þeim heilshuqar. Skórnir sem myndin er af fást í hvítu, rauðu, bláu og brúnu. St. 18-24. Póstsendum. Egilsgötu 3. Simi: 18519. KRINGWN KblMGNM Sími: 689212. T0PF sK»nra VELTUSUNCH 1 21212 KÚPLINGSPRESSUR KÚPLINGSDISKAR KÚPLINGSLEGUR Fyrir flestar tegundir evrópskra og japanskra fólks- og vörubifreiða. Útvegum í allar helstu tegundir fólks- og vörubifreiða. 4 Þekking Reynsla Þjónusta FÁLKINN SUOURLANPSBRAUT 8, SIMI 84670 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.