Morgunblaðið - 07.02.1988, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.02.1988, Blaðsíða 10
10 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. FEBRÚAR 1988 FUS á Sauðárkróki: Stöðva þarf fjármagnsflótta frá lands- byggðinni til höfuðborgarsvæðisins Sauðárkróki. HALDINN VAR almennur fund- ur í Félagi ungra sjálfstseðis- manna á Sauðárkróki og í Skagafirði, Víkingi, laugardag- inn 30. janúar. Frummælandi var Eyjólfur Konráð Jónsson, fyrr- um alþingismaður á Norðurlandi vestra, nú þingmaður Reyk- víkinga. Eyjólfur Konráð var þungorður um þá efnahags- og skattastefnu sem núverandi ríkisstjóm fylgir og sagði meðal annars: „Þó verið sé að eyðileggja framtíð fólks og fyrir- tækja, er í munni stjómmálamanna allt slétt og fellt." Ræðumaður var- aði sterklega við þeirri sífelldu ofstjómar- og ofsköttunaráráttu sem alltaf gengur lengra og lengra og dregur allt frumkvæði frá ein- staklingnum undir ríkisbáknið og forsjá þess. Benti ræðumaður á það, að margar vikur væru liðnar síðan einstakir ráðherrar hefðu lýst því í fjölmiðlum að gengið væri fallið og gætu þeir því ekki við neinn sakast nema sjálfa sig, þegar um sig gripi gegndarlaust kaupæði meðal almennings, sem hefði þessa skástu leið til þess að tryggja fjár- muni sína. Þá ræddi Eyjólfur um hafréttar- mál, og skýrði frá því sem efst er á baugi nú um stundir, en það er friðun alls Norður-Atlantshafs- svæðisins, ef þjóðir þær, sem lönd eiga þar að hafí, næðu um það sam- komulagi. Vilhjálmur Egilsson ræddi svo sem frummælandi um efnahags- vandann og þá erfiðleika sem nú steðja að aðalatvinnuvegum lands- manna. Lýsti hann með glöggum dæmum hrikalegum afleiðingum rangrar gengisskráningar fýrir fiskvinnslugreinamar og einnig hvemig ofsköttunarstefna ríkis- valdsins kemur alltaf fyrst niður á þeim þegnum landsins sem síst þyldu það. Ýmsir fleiri tóku til máls og urðu íjönjgar umræður. í fundarlok var borin upp og samþykkt samhljóða, eftirfarandi tillaga: „Almennur fundur Félags ungra sjálfstæðismanna á Sauðárkróki varar við þeirri auknu skattbyrði sem samþykkt hefur verið. Þynging á skattbyrði nemur yfir 100 þúsund KuppEJsbusth) EEH 601 SW Blástursoln til innbyggings' Rofaborö fyt" hellur. H x B x 0 59,5 x 66 x 55cm V-þýsk geeði- GUFU6LEYPIR Fáanlegur I 5 lltum. Blástur beint ut eöa I gegnum Kolslu. ára ábyrgö- H x B x O 8 x 60 x 45cm ELOAVÉL R 40H 1 Fiórar hellur, þar af I ein mjög stór(22cm m, oln með undir og I ylirhita °6 rillelimen i. HitahOII undir olm. Einnig ,áanl®®U' meö innbyggöum n.iiimótor °g abyrgð abyrgo abyrgT zSúússi Z-918/8 kæur/frystir Kælir 180 Itr.Frystir 80 itr. Frystigeta 8 kg á sólarhring Má snúa huróum. H x B x D 140 x 54,5 x59.5cm ZAHUSSi ÖRBYLGJUOFN Staeró 22 \tr. Tlmarofi 0-60 mln. H X B X D. 32,5 x 52 x 38,8 cm. abyrgð [Ijars abyrgo zánUssí ZF-821X þvottavél hvottamagn 4,5 K 10 pvottaKerli. 8i snúninga vinduhraöi. H X B X 0 85 x 60 x 55cm abyrgð ZAHUSSl Z-9210 frystiskápur Frystir 200 Fryst'igeta 15 Kg i sólarhring. Má snúa hurö. H x B x O 128.5 x 52,5 x 60cn ZAHUSSI C 23/2H og I Z-9230 kælir/frystir Kælir 190 Itr. Frystir 40 Itr. Frystigeta 3,5Kg á sólarhring. SjálfvirK afhrlming 4 Kæh, Ma snúa hurðum. H X B x D 141,5 x 52,5 x55cm abyrgð abyrgð ZAHUSSI | ZG-122-VS UPPÞVOTTAVÉL r þvottaKerfi. teKur inn hoitl a°a vem. Hiög (aöeins 4»dB)' SparnaöartaKKl. H x B x D 82 X 59,5 x 57cm abyrgð abyrgð abyrgð Kr52!?48^___^E OKKAR FRÁBÆRU GREIDSLUKJÖR ! Útborgun aðeins 25°/o. Eftirstöðvar ATH.: é allt aö 12 mánuöum. Ýmsar vörur lækka, aðrar á óbreyttu 5% staögreiöslu afsláttur. verði meðan birgðir endast. LÆKKUN ÓBREYTT Vtftur isskópar Frystiaskápar Þvottavóiar > X 5: Þurrkarar Örbylgjuofnar I=URC KREDIT í þÍM þtyu LÆKJARGÖTU 22 HAFNARFIRÐI SÍMI 50022 krónum á hverja fjögurra manna fjölskyldu í landinu, samkvæmt íjárlögum. Hvetur fundurinn til þess að skattálögur verði lækkaðar. Þá telur fundurinn mikilvægt að gengi krónunnar verði rétt skráð, til þess að treysta atvinnulíf á lands- byggðinni og koma í veg fyrir skuldasöfnun erlendis. Ennfremur er hvatt til þess að útlán húsnæðis- lánakerfisins skiptist milli kjör- dæma í sama hlutfalli og greitt er í lífeyrissjóði. Slíkt er nauðsynlegt til þess að stemma stigu við fjár- magnsflótta frá landsbyggðinni til höfyðborgarsvæðisins. “ í fundarlok þökkuðu fundarmenn fyrrverandi alþingismanni sínum, Eyjólfi Konráði Jónssyni, komuna. Formaður F.U.S. Víkings er Guð- jón Andri Kárason. - B.B. Fyrirlestur um utanríkis- stefnu Reagan- stjórnarinnar DR. ROBERT Harkavy prófessor í stjórnmálafræðum við fylkis- háskólann í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum heldur opin- beran fyrirlestur i boði félagsvís- indadeiidar Háskóla íslands, þriðjudaginn 9. febrúr kl. 17.00 í stofu 101 í Odda. Efni fyrirlestrarins er utanríkis- stefna Reagan-stjómarinnar. Dr. Harkavy hefur m.a. stundað rann- sóknir á sviði bandarískra utanríkis- mála, afvopnunarmála og vopnaverslunar og hefur birt um þau mál fjölda rita og greina. Fyrirlesturinn sem verður fluttur á ensku er öllum opinn. Ferðum stræt- isvagna niður Lauga- veg fækkar BREYTING á akstri vagna SVR um Laugaveg á kvöldin og um helgar tekur gildi mánudaginn 8. febrúar nk. Vagnar á leiðum 2, 3, 4, 5 og 15 A aka niður Laugaveg mánudaga til föstudaga til kl. 13.00 og laugar- daga til kl. 11.00 á sama hátt og verið hefur. En frá kl. 13.00 mánu- daga til föstudaga (kl. 11.00 laugardaga) aka þeir frá Hlemmi um Skúlagötu án viðkomu og að Lækjartorgi. Sérstakur vagn merktur Hlemm- ur-Miðborg ekur niður Laugaveg frá ofangreindum tíma til kl. 18.30 mánudaga til föstudaga en til kl. 17.00 á laugardögum. Eftir að akstri Laugavegsvagns- ins lýkur og á sunnudögum og öðrum helgidögum aka engir vagn- ar niður Laugaveg frá Hlemmi. Ferðum í Búðardal fjölgað í 8 AÐ HÖFÐU samráði við heima- menn i Búðardal hefur Jóhannes Ellertsson sérleyfishafi ákveðið að fjölga áætlunarferðum milli Reykjavíkur og Búðardals úr 3 í 8. Ekið er úr Búðardal 5 daga vik- unnar, mánudag til fostudags, kl. 8.00. Auk þess eru ferðir suður kl. 16.30 á þriðjudögum og kl. 17.30 á fimmtudögum eins og verið hefur. Á lögun 17.30. Á laugardögum eru engar ferðir. Frá Reykjavík er ekið 5 daga vikunnar, mánudag til föstudags kl. 18.00, en auk þess eru brottfarir kl. 8.00 á þriðjudögum og fimmtudögum eins og verið hefur. Sunnudaga er brottför frá Reykjavík kl. 18.00. Komið er við 1 Borgamesi á báðum leiðum. . . (Fréttatilkynning) I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.