Morgunblaðið - 07.02.1988, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.02.1988, Blaðsíða 24
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. FEBRÚAR 1988 24 B Eru kraKkcM-nir aé> kcmo- heim úr stóíauuin, /Magnúsr’ * Ast er... ... aðsprauta á hann ilmvatni. TM Rag. U.S. P«t OH. — tll nghtt >««v«t • 1987 Los Ar>gete» Times Syndictt* Gjöra svo vel að skrifa þetta hjá mér. Hér er kort- ið mitt... Næsta lag tileinka ég pabba mínum, sem gaf mér þennan gítar er ég var fimm ára .. %! HÖGNI HREKKVISI „þú ERT HE-PPJNM.. ALLT SEM ÉG Vje FRÍÁ (VUNUM. KKÖKKUA1 " Hrein borg - fögnr torg Til Velvakanda. Fátt er skemmtilegra á björtum sólskinsdögum en að spóka sig í náttúrunni og njóta útivistar og enda þótt nú sé vetur og oft á tíðum kalt eru þeir ófáir sem dag- lega leggja land undir fót og fara í gönguferðir í snjóleysunni sem við höfuðborgarbúar höfum átt að fagna í vetur. Við Reykvíkingar erum svo heppnir að eiga marga góða og skemmtilega staði innan borgar- markanna sem vel eru fallnir til útivistar og gönguferða, svo sem Öslguhlíðina, Elliðaárdalinn og Laugardalinn. Óhætt er að segja að þessi þijú svæði séu helstu útivistarsvæði Reykvíkinga. En þegar maður fer að fá sér heilsubótagöngur á þessum annars fallegu svæðum kemur sú spum- ing upp í hugann hvort Reyk- víkingar séu sóðar, ekki vil ég meina það. En hvað myndum við kalla nágranna okkar ef hann tímdi ekki að kaupa ruslafötur og kastaði þess í stað öllu ruslinu í garðinn hjá sér? Ég myndi kalla hann bæði sóða og nánös. En þetta er einmitt sú aðstaða sem Reykjavíkurborg býður íbúum sínum uppá á þessum annars ágætu útivistarsvæðum. Því að þótt þessi útivistarsvæði séu hverju öðru ólík eiga þau öll það sameiginlegt að þar fínnast næstum engar mslafötur. Fólk fellur í þá freistni að kasta rusli frá sér þar sem það er statt í það og það skiptið, að ekki sé minnst á hundaeigendur sem skylt er að hirða upp saur eftir hunda sína, þeir freistast líka til að láta saurinn liggja þar sem hundurinn losaði sig þar sem þeir geta ekki fleygt honum „í ruslið". Ég vonast til þess að þessi grein verði til þess að Reykjavíkurborg kiopi í lag þessu „ruslatunnu hall- æri“ svo að Reykvíkingar komist undan því að kallast sóðar. Með fyrirfram þokk fyrir birt- inguna. Reykvíkingur Víkverji skrifar Ifréttum ríkissjónvarpsins um síðastliðna helgi var meðal annars farið nokkrum orðum um bílaeign okkar íslendinga sem nú nálgast óðfluga heimsmetið miðað við höfða- tölu. Mikið við verðum bara ekki komin með það upp á vasann eftir árið, verðum þá búin að skjóta jafn- vel sjálfum Kananum afturfyrir okkur, þeirri óseðjandi fjórhjólaþjóð. Víkjveiji hjó sérstakíega eftir því í fyrmefndri frétt að íbúar Rangár- vaílasýslu teljast nú eiga stærsta bílaflotann á öllu íslandi, og vakti það satt best að segja furðu undirrit- aðs. Víkveiji var nefnilega nýbúinn að lesa í einum af þessum heims- endafréttum íjóðviljans að þama í sýslunni horfði til „landauðnar" eins og það var orðað, og nú kom Sjón- varpið blaðskellandi og sagði okkur frá því að svo rækilega væri mann- skapurinn samt vélvæddur á þessum slóðum að 650 bílar og þó liðlega það kæmu í hlut hverra þúsund sálna. XXX Hér var á dögunum vitnað í frétt í The Guardian um erlenda verkafólkið, sem sækir til okkar í æ ríkara mæli. Eftir að hafa svipast hér um, komst breski blaðamaðurinn sem samdi fréttina að þeirri niður- stöðu að vísast byggjum við íslend- ingar nú við meiri velmegun en nokkur önnur þjóð í víðri veröld. Hann dró þessa ályktun meðal ann- ars af bflaeign okkar en líka raunar af fjölmörgum öðrum velsældarein- kennum. Bílamir em jafnan hafðir ofarlega á blaði þegar verið er að smíða al- þjóðlegan mælikvarða á auðinn. Sjáið bara hve Bandaríkjamenn búa vel í þessum efnum, hrópa hagfræð- ingamir hástöfum, enda em þeir auðugastir allra þjóða. Þessum al- þjóðlegu viðmiðunarreglum verðum við íslendingar að hlíta rétt eins og aðrir og getum ekki snúið upp á okkur þegar okkur hentar og sagt að þetta sé eintóm vitleysa. Það verða Rangæingamir bless- aðir líka að láta sig hafa, þó að það skuli fúslega viðurkennt að þeir hafi orðið fyrir búsifjum upp á síðkastið. Þeir verða að minnstakosti ekki í vandræðum með að forða sér þegar hilla tekur undir hina boðuðu „land- auðn“ Þjóðviljamanna. XXX Ritstjóra í einu Eystrasaltsríkj- anna var fyrir skemmstu vikið fyrirvaralaust úr stólnum en þó án þess að hljóta samtímis ókeypis vist í Síberíu eins og hann hefði getað vænst fyrir fáeinum ámm. Hann þótti víst fara of geyst á „glasnost"- skeiðvellinum. Fréttaskýrendur hér vestra túlkuðu brottvikninguna að minnsta kosti sem einskonar aðvör- unarskot frá Flokknum eina sem teldi tímabært að minna pennana sína á að kmmla stóra bróður væri svo sem fjarri því að vera visnuð. Samt er það svo þarna eystra að slökunarstefnan margrómaða er þegar búin að sanna svo ekki verður í móti mælt hve dæmalaus dragbítur ritskoðun er á alla útgáfustarfsemi og þar með á sjálfstæða hugsun. Glænýjar upplagstölur bókmennta- tímaritsins Novy Mir em rétt eitt dæmið. Upplagið, sem var hálf millj- ón fyrir fáeinum mánuðum, er nú rokið upp í 1.250.000 eintök. XXX Framkvæmdastjóri Vinnuveit- endasambandsins hlýtur skuggaverðlaun málvemdar Víkveija að þessu sinni fyrir við- brögð sín þegar hann neitaði að svara einni af spumingum frétta- manns ríkissjónvarpsins á þriðjudag- inn var. „No comment," kvað stjórinn. „No comment."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.