Morgunblaðið - 07.02.1988, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 07.02.1988, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. FEBRÚAR 1988 B 7 Baráttan við eyðni: Á að merkja þá sem reynast jákvæðir? skoðun að það verði að fara af stað með mótefnamælingu. Eyðni gæti að öðrum kosti orðið faraldur á borð við Svarta-dauða. Áhugi þess- ara lækna beinist að því að útrýma veirunni með sem minnstum auka- Frá Kristínu S. Hjálmtýsdóttur Freiburg, V-Þýskalandi í V-Þýskalandi er eyðni stöðugt umræðuefni jafnt í fjölmiðlum og meðal almennings. Með reglulegu millibili koma sérfræðingar með yfírlýsingar þess efnis að lækning sé á næstu grösum eða a.m.k. lyf sem gæti gert iíf eyðnisjúklinga bæritegra. Ekki eru allir sammála um aðferðir þær sem notaðar eru til lausnar á þessum vanda. Hluti fólks er fylgjandi því að upplýsing sé það eina sem dugi. Á meðan að engin lækning sé fyrir hendi verði fólk að halda aftur af sér í kynferð- ismálum a.m.k. að hafa sama rekkjunaut. Kirkjan hefur bent fólki á það að tryggð innan hjónabands- ins sé göfugt markmið og stuðli að því að útbreiðsla veirunnar stöðvist. Aðrir benda hinsvegar á að með- höndla verði eyðni nákvæmlega eins og aðrar farsóttir þ.e. að heilbrigð- isyfírvöld sinni sínu lögskipaða hlutverki og hefji þegar markvissar aðgerðir, sem gætu t.d. falist í því að mótefnamæla alla, því ekki dugi að hver einstaklingur sé með ráð- stafanir í sínu homi heldur verði að líta á þetta sem vandamál sem verði að leysa í sameiningu. í V-Þýskalandi hafa ýmsir kvatt sér hljóðs þar á meðal Niels Auhag- en heimilislæknir í Freiburg og félagi í „Samtökum til vamar eyðni" (Verein zur AIDS-verhiit- ung). Hann segir m.a.: „Aðeins mótefnamæling allra kemur til greina. Upplýsa verður hvem einstakling um niðurstöður og jákvæðu tilfellin yrði að skrá niður. Auk þessa leggjum við til að þeir sem jákvæðir mælast verði húðflúraðir, en á þann hátt að enginn komi til með að sjá merk- inguna í daglegu lífí og kæmi það fyrst í ljós við kynmök ef annar aðilinn væri sýktur. Ég vil sérstak- lega undirstrika það að þetta er eina mannlega ráðstöfunin sem vemdar þá sem enn em ekki sýkt- ir, auk þess að stuðla að því að fómarlömb sjúkdómsins geti lifað eðlilegu lífí að því undanskildu að geta stundað kynlíf." Hugmyndir um sama efni hafa meðal annars komið frá Svíþjóð, Sviss og Kúbu. Sænskur læknir, Jonas Blomberg, sagði meðal ann- ars árið 1985: „Mótefnamæla ætti alla Svía auk alira ferðamanna sem til landsins koma. Einnig að húð- flúra þá sem mælast með HIV- veiruna." í Mið-Ameríkuríkinu Kúbu hafa þegar hafíst markvissar aðgerðir gegn útbreiðslu eyðniveimnnar. í v-þýskum dagblöðum kom eftirfar- andi tilkynning: „Heilbrigðisyfír- völd Kúbu hafa tilkynnt að þau hafí mótefnamælt 1,3 milljónir eyjabúa og hafí 166 mælst jákvæð- ir. Á næstu ámm verða allir íbúar Kúbu, 10 miHjónir, mótefnamældir. Fram til þessa hafa 5 eyðnisjúkling- CD PIONEER HUÓMTÆKI ar látist og em 19 illa haldnir. Náðist í 25 þúsund útlendinga og af þeim var 121 smitaður". Síðastliðið sumar skrifaði svissn- eskur læknir, Dr. Reto Tscholl, í læknablaðið þar í landi m.a.: „ ... smitleiðir eyðniveimnnar em við kynmök og við blóðblöndun. Þess vegna er fáránlegt að ætla sér að einangra þá sýktu því það leiðir aðeins til aukins misréttis fómar- lamba sjúkdómsins, bæði atvinnu- og samfélagslega séð. Við verðum að minnsta kosti að koma í veg . fyrir það. „Einfaldasta ráðstöfunin, en jafnframt sú róttækasta, er að húðflúra sýkta einstaklinga þannig að einungis við náin kynni verði nierkingin sýnileg. Efasemdir og mótrök um að ekki sé framkvæm- anlegt að mótefnamæla alla þjóðina era lítt sannfærandi. Meðan skatta- yfírvöldum tekst að flokka sam- félagið í hópa eftir óljósari einkennum en ein jákvæð mótefna- mæling gerir, þá ætti það ekki að vera óyfírstíganlegt verlcefni að mótefnamæla alla íbúa þessa lands og merkja. Ef okkur tækist að gera sýkta einstaklinga að. sjúklinga- hópi, sem væri hættulaus fýrir aðra, gætum við í framtíðinni komið í veg fyrir öfga og fordóma í garð þessa fólks.“ Hér að ofan hafa sérfræðingar frá fjómm löndum látið í ljós þá verkunum fyrir samfélagið. Þeir nota ekki eyðni sem verkfæri til þess að auka siðferðið eins og til dæmis kirkjunnar menn hafa til- hneigingu til. Heldur er markmiðið það að sem fæstir þurfí að þjást vegna sjúkdómsins og að það takist á sem stystum tíma að stöðva út- breiðslu eyðniveimnnar. Heimildir Badische Zeitung 10.12. 1987. Frankfurter Rundschau 21.12. 1985. Schwezerische Arztezeitung 29.07. 1987. „Tabuthema AIDS-stop“ höf. F.E. Hoevels. • „Tracer" Sérlega vönduð rakvél með hleðslurafhlöðu. Tveir rakhausar. Hvoi um sig með 15 sjálf- skerpandi hnífum. Slór bartskeri. Einnig hægt að beintengja. Ferðapoki fylgir. Fáanleg i gráu og bláu. • Ferðarakvélin, tveir 90 gata, fljótandi rak- hausar, hvor um sig með 12 sjálfbrýnandi hnífum. Opnanlegur rakvélarhaus sem auðveldar þrif. Allt að fjögurra vikna endingartími á raf- hlöðum miðað við venjulega notkun. Bursti fylgir. • Drottning rafmagnsrakvél anna frá PHILIPS - (Súper- Lúxus). Hleðslurafhlaða sem dugar í tveggja vikna rakstur og beintenging. Nálægðarstilling með niu þrepum. Þrír 90 gata fljótandi rakhausar, hver með 15 sjálf-skerpandi „Lift-blade" skurðarhníf- um. Bartskeri - Vönduð taska. • Frábær rakvél með þremur fljótandi rakhausum. Hver um sig með 15 sjálfbrýnandi „Lift- blade" skurðarhnífum. Bart- skeri. Innbyggð hleðslurafhlaöa sem endist í tveggja vikna rakstur. • Ferðarakvélin. Sér- lega vönduð með rafhlöðum. Fljót- andi rakhausar með 90 rifum hvor. Bartskeri. Halli á vélarhaus sem auðveldar rakstur á erfiðari stöðum. Fer vel i hendi. Hlífðarpoki fylgir. Fáanleg í rauðu og svörtu. • Rafhlöðuknúinn skeggsnyrtir. Fyrir snyrtimenn, hvar sem er hvenær serr er. Klippuhaus úr ryðfríu stáli. Fimm stillingar fyrir hversu snöggt | klippaskal. Greiða,| bursti, lok og statif I fylgja,. Rafhlöður endast sem svarar 1 klst. • Dömurakvél. Orku- sparandi rafhlöðuknúin rakvél. Rakhaus með beinum hníf, blaði, og bognum hnif. Opnanleg- ur vélarhaus, auðveld þrif. Ending á rafhlöðum i allt að fimm vikur við venjulega notkun. • Rafhlöðuknúin rakvél, tveggja hausa með 15 sjálfskerpandi hnifum, hvor haus. Bartskeri. Endingartimi á rafhlöðum allt að fjórar vikur. • Þriggja rakhausa rafmagnsrakvél. Hver haus með 12 sjálfbrýnandi skurðarhnifum. Bartskeri. Opnanlegur vélarhaus sem auðveldar þrif. - Vönduð taska. • Dömurakvél beintengd. Rakhaus með beinum hníf, blaði og bognum hníf, opnan- legur vélarhaus auðveldar þrif. Vönduð taska fylgir. VEBDERÚMIOUOV.DSlAOOnE.OSLU KB|NGLUNNts: 691520

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.