Morgunblaðið - 07.02.1988, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 07.02.1988, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. FEBRÚAR 1988 B 5 Á leið af æfingu. í bandarísku menningarlífí fyrir framlögum fyrirtækja og einstakl- inga, einnig styðja nemendafélög eldri nemenda við bakið og svo koma skólagjöldin eitthvað inn í held ég. Síðast má svo telja áhorfendur, þeir svíkja ekki enda nýtur óperutónlist æ meiri vinsælda vestan hafs eins og reyndar annars staðar. Umboðsmennirnir — Þú lýkur sem sagt náminu og þá tekur víst við að koma sér á fram- færi ekki satt? Jú, þá tekur umboðsmannakerfið við. Reyndar er manni komið á fram- færi strax í skólanum því ég söng að jafnaði í tveimur eða þremur sýn- ingum á ári þar, í fyrra söng ég m.a. titilhlutverkið í Saltang keisara eftir Rimsky-Korsakoff. En við fór- um t.d. til Evrópu 1986 til að sjmgja fyrir umboðsmenn þar. Það er algjör hryllingur! - Nú? Það fannst mér. Umboðsmenn eiga það til að vera dálítið fráhrind- andi, eru kannski að tala í simann og þykjast ekki vera að hlusta og gefa ekkert upp strax, mér fannst það mjög taugastrekkjandi. Nú en svo kemst maður á skrá hjá þeim og þeir reyna að finna stöður hjá leikhúsum eða hafa uppi á lausum hlutverkum til að koma manni í prufusöng. Og þá koma kannski 40 söngvarar sem allir eru að reyna við sama hlutverkið. Þá getur reynt á taugamir líka! — Segðu mér frá því hvemig þú komst að í Kaiserslautera. Sólrún fékk samning þar í haust eins og þú veist. Nú og svo heyrir hún að það vantar söngvara í hlut- verk Don Giovannis, sem óperan þar ætlar að setja upp næsta vetur, og þá hringdi hún til að láta mig vita. Ég auðvitað dreif mig út, var þó ekkert sérstaklega vongóður enda margir um hituna. En þetta hlutverk hentar minni raddgerð og því ekki að reyna? Þegar þeir voru búnir að láta mig syngja þijár aríur fór ég að halda að ég ætti von. Eftir þijár var ég látinn hætta en sagt að koma upp á skrifstofu eftir smástund. Nú, ég fór á kaffistofuna og fékk mér bjór, var óneitanlega með dálítinn fíðring í maganum. Þegar ég svo kom á skrifstofuna sögðu þein Við viljum fá þig til að syngja Don Giovanni hér, viltu syngja sem gestur og þá bara á þessari sýningu eða. viltu samning í eitt eða tvö ár! Og ég sagði tvö ár takk! — Ja héma! Og veistu hvaða hlut- verk bíða þín? Já. T.d. hlutverk konungsins í óperunni „Die Kluge" eftir Carl Orff, hlutverk í óperettunni „Der Waf- fenschmied" eftir Albert Lorzing, þetta er nú svona það sem ég veit núna. Mest hlakka ég auðvitað til að syngja Don Giovanni sjálfan, raddlega ætti hann að passa mér. Stund á milli stríða — Það hlýtur að vera skrýtið að taka þátt í sýningu vitandi sem er,' að þú átt eftir að syngja allt annað hlutverk í sömu ópem næsta ár. Nú syngur Kristinn Sigmundsson Don Giovanni hér hjá íslensku óperunni. Það er fyrst og fremst lær- dómsríkt því ég get mikið lært af Kristni. Og svo er líka gaman að kynnast verkinu frá mörgum hliðum, ég söng annað hlutverk í þessari ópem í Bandaríkjunum, Masetto, og svo núna Leporello. Ég er mjög þakk- látur fyrir að fá þetta tækifæri hér heima núna, mér finnst það skemmti- legt. Þessi vetur hefur verið mér alveg sérstakur tími, ég hef ekki áður haft svona gott næði til að þroska sjálfan mig, þetta er svona stund á milli stríða. Það er líka dá- samlegt að hafa loksins tíma til að sinna baminu sínu því það vildi oft fara fyrir ofan garð og neðan meðan á námi stóð, það var einfaldlega ekki tími. Ég geng með þessa sektar- kennd sem kannski flestir foreldrar gera nú á tímum. En því meiri for- réttindi fínnst mér það vera núna að geta talað við Braga og þroskast með honum. f hraða nútímans er nauðsynlegt að leita stundum bams- ins í sjálfum sér, njóta þess að dreyma og sjá skondnar hliðar á til- vemnni og hlæja að sjálfum sér. Tala um „salt“ í skónum í staðinn fyrir náladoða, „ellefu ár“ í staðinn fyrir Elliðaár. — Og í haust farið þið feðgamir heim til Sólrúnar í Þýskalandi. Finnst þér það mikilsvert að komast til Evrópu, þú hefur ekki viljað reyna meira í henni Ameríku? Mig langaði mikið til Evrópu, var reyndar búinn að velta því fyrir mér að taka mastersgráðuna þar. Það skiptir máli að komast í annan menn- ingarheim, kynnast nýjum hliðum. Evrópa er mjög ólík Ameríku, þar eru t.d. miklu fleiri óperuhús og þau eru minni, Kaiserslautem tekur t.d. 600 gesti, sem þætti smátt fyrir vest- an. En það er alhliða leikhús jafn- framt því að vera ópera. Nú og svo er það einfaldlega þannig, að vestan hafs þykir það fínt að hafa sungið í Evrópu og í Evrópu þykir það eftir- sóknarvert að koma frá Ameríku — þetta þykir svona viss gæðastimpill. Ópera er leikhús — Óperutónlist nýtur sfvaxandi vinsælda alls staðar. Hefurðu velt því fyrir þér hvers vegna? Kannski er óperan að nálgast uppmna sinn meira, eða hefur verið að gera það. Það er mikill misskiln- ingur að ópera sé ekki leikhús og drama. Ópera er skemmtun þar sem leikið er á alla þætti leikhússins, ekki síst dramatíska framvindu enda byggja margar þeirra upphaflega á leikritum. T.d. Othello, Rigoletto byggir á leikriti Victors Hugo og La Traviata á Kamelíufrúnni eftir Dum- as. Það er auðvitað misjafnt hvemig tónskáldum tekst að nýta sér leik- húsið, t.d. það hversu mikla áherslu þau leggja á persónusköpun. En sjáðu bara Mozart, músíkin hans er alltaf að lýsa einhveiju, undirstrika persónur. Þórhildur er alveg snilling- ur í að notfæra sér það finnst mér. Hið gífurlega framboð af söngvurum i heiminum í dag gerir það að verk- um, að útlit, leikhæfileikar og hreyfingar skipta meira máli en áð- ur. Það þótti í fínu lagi í eina tíð að láta 150 kg söngkonur deyja úr berklum á sviðinu bara af því að þær gátu sungið en það gengur ekki leng- ur! Nú — og svo geri ég ráð fyrir að sjónvarp og myndbönd eigi sinn þátt í þessu, óperan er komin heím til fólks beint í æð og hvemig er annað hægt en falla fyrir henni? Gróskan í sönglistinni — Er óperutónlistin alveg í uppá- haldi? Nei, ekkert frekar. Ég hef gaman af allri tónlist. En ég held mér falli vel að syngja í óperum, — Tekur þú það t.d. fram yfir ljóð? Það er auðveldara að sumu leyti að syngja óperuhlutverk. En í ljóða- söng þarf að stóla á allt annað, á innsæi. Á sviði er hægt að notfæra sér hreyfingar, allan líkamann, sam- spil við aðra. En í ljóðasöng þarf að stóla á annað, á innsæið, þá þarf að koma túlkuninni fram með röddinni einni. Og svo hef ég gaman af rokk- tónlist eins og við töluðum um áðan, það er stuð sem ég fíla eins og krakk- amir segja. — Hlutverk þitt í íslensku óper- unni, Leporello, gefur gott tækifæri til leiks. Heldur betur! Og hlutverkin öll. Don Giovanni er yndisleg ópera, tón- listin ódauðleg og það verður gaman að sjá hvemig okkur verður tekið. Leporello er þessi dæmigerði, öllu- bjargandi þjónn, kómískur um leið og hann er tragískur. Hann hefur samúð með fólki úr sinni stétt en verður um leið að vera handbendi yfírmanns síns svo hann situr fastur í netinu og á ekki um neitt að velja, blessaður! Og eitt af því sem er skemmti'.egt við þessa óperu er, að hún gefur svo mörgum einsöngvurum kost á að sýna hvað í þeim býr. Það er stór- kostlegt að við skulum hér uppi á íslandi geta fyllt sjö hlutverk- með eigin einsöngvurum. fslensku ópe- runni hefur stundum verið legið á hálsi fyrir að hleypa ekki inn nýju fólki, en e.t.v. er það núna fyrst sem um slíkt getur verið að ræða. En það má ekki gleyma því, að í íslensku óperunni hefur starfað fólk, sem hefur lagt gífurlega mikið á sig fyr- ir ekki neitt. Án þess væri' óperan ekki til. En það er kannski núna, sem árangurinn af þeirra starfi fer að koma í ljós, þegar svo mikil gróska er í sönglistinni. — Bara að þið hverfið ekki öll til útlanda! Við því er lítið að gera í rauninni. Og við þurfum að komast út — ekki aðeins til að syngja heldur líka til að hlusta. Of góðar viðtökur jafnvel verri en vondar . Mér finnst það skipta miklu máli að fá samanburð við það sem bezt er, geta miðað sig við sem flesta og fengið aðhald. Ekki síst ef maður er úr litlu samfélagi. — Ætti ekki gagnrýni að veita aðhald? Jú, en það er áreiðanlega enginn maður öfundsverður af því að skrifa gagnrýni þvi list er óskilgreinanleg og verður þvi ekki dæmd af einum manni. Gagnrýni á hins vegar rétt á sér ef litið er á hana sem skoðun eins manns en ekki endanlegan dóm. En þetta vill stundum gleymast og ef gagnrýni er ósanngjöm, getur hún orðið hættuleg, sérstaklega (svo litlu þjóðfélagi sem hér. Ég þekki dæmi um listamenn, sem hefiir fallið allur ketill í eld eftir óblíðar móttökur í upphafi ferils. En þó eru kannski alvarlegri dæmi um listamenn, sem hafa haft stór- kostlegan efnivið og verið lofaðir upp í hástert eins og um fullkomna heimslistamenn væri að ræða, svo að þeir hafa talið sig fullgóða og ekki leitað þess þroska sem til stóð. Og í þá giyfju er auðvelt að falla þegar samanburðurinn er lítill. í slíkum tilfellum er ekki laust við að manni finnst gagnrýnendur dansa eftir trumbuslætti auglýsinga- skmmsins. Þeir em mannlegir og hafa rétt á því, en þá ber okkur, lesendum, að hafa það í huga. En sem betur fer eigum við marga heið- arlega gagnrýnendur, sem rækja starf sitt eftir beztu samvisku. Tónlistarhöll Að lokum, Bergþór, síðast þegar þjóðin sá þig varstu kynnir á tónleik- um til styrktar tónleikahöll. Ert þú eindreginn stuðningsmaður? Já, ég hlýt að vera það. Ég er mjög hlynntur hugmyndinni, slíkt hús myndi breyta myndinni alveg hér. Það hlýtur að vera aðalsmerki menningarþjóðar að eiga almennilegt tónleikahús. Við getum ekki enda- laust boðið flnum listamönnum að troða upp í Háskólabíói. Og þar að auki, þá held ég að tónleikahús myndi verða áþreifanlegt merki um hversu blómlegt tónlistarlífið í landinu er og slíkt merki vil ég fá. * Frumsýning íslensku óperunnar & „Don Giovanni" eftir Mozart verður þann 19. febrúar. Hljóm- sveitarsijóri er Anthony Hose, Þórhildur Þorleifsdóttir er leik- stjóri ogmeð einsöngshlutverk fara: Kristinn Sigmundsson, Viðar Gunnarsson, Ólöf Kolbrún Harð- ardóttir, Gunnar Guðbjömsson, Elín Ósk Óskarsdóttir, Bergþór Pálsson og Sigríður Gröndai. VIÐTAL: Magdalena Schram LJOSMYNDIR: Árni Sæberg Arðbær rekstur Kína-eldhúsið sf. er til sölu. Fyrirtækið framleiðir og selur hinar vinsælu Kínarúllur í vel flestum verslunum á höfuðborgarsvæðinu. Fyrirtækið rekur vinsælan skyndimatarstað. Þar taka viðskiptavinir með sér tilbúnar ríkulegar máltíðir til neyslu í heimahúsum. Einnig rekur Kína-eldhúsið sf. veisluþjónustu fyrir einka- aðila og í veislusal. Verðhugmynd fyrir rekstur og tæki er 4,0 millj. Hag- stæðir samningar um greiðslur eru vel hugsaniegir. VARSIAhf FYRIFHÆKJASALA Skipholti 5, 105 Reykjavík, Sími 622212 Vilt þú verða skipti- nemi í sumar? AFS býður ungu fólki í ca. 2 mán. sum- ardvöl og málanám 1988 í: ★ Danmörku, Finnlandi, Spáni, Sviss, Frakk- landi, Þýskalandi, Portúgal: 15-18 ára. ★ firetlandi, írlandi, sjálfboðaliðavinna: 16-21 árs. ★ Noregi, sveitastörf: 15-19 ára. ★ Hollandi, menningar og listadagskrá: 16-22 ára. ★ Bandaríkjunum, enskunám: 15-30ára. Ert þú að missa af lestinni? Umsóknartíminn er frá 11. janúar til 15. febrúar. Skrifstofan er opin kl. 14-17 virka daga. áíslandi - alþjóðleg fræðsla og samskipti - SKÚLAGATA 61, P.O.BOX 753-121 REYKJAVlK, SÍMI91 -25450. RF 540 Kœliskápur fyrir orlofshús - einstaklingsíbúðir - kaffistofur - dvalarheimili o.fl. Kœliskápur sem þarf lítið pláss. Vinnuborð ofaná - kœliskápur undir, sjálfvirk afþýðing. Sérhólf fyrir ávexfi og grœnmeti. Hentugar hillurog rými í skáp og hurð fyrir smjör, ost, egg og flöskur. H 85 - B 55 - D 60 Vörumarkaðurinn KRINGLUNNI S. 685440

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.