Morgunblaðið - 07.02.1988, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.02.1988, Blaðsíða 8
8 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. FEBRÚAR 1988 í Dúkkudansinum Rætt við JÓHANNES PÁLSSON ballettdansara Jóhannes Pálsson. Morgunblaðið/Sverrir prófi því alltaf getur eitthvað komið fyrir sem bundið getur endi á dans- feril, svo sem slys og þess háttar, og því betra að hafa eitthvað annað í bakhöndinni. Eftir stúdentsprófíð ákvað ég hins vegar að halda áfram dansnámi utanlands. Það var ekki auðvelt því námslán lágu ekki á lausu til slíks náms. Það er að vísu hægt að fara í listaskóla með ballett- deild en slíkir skólar eru ekki eins góðir og sérhæfðir ballettskólar. í sérhæfðum skólum eru ekki gefnar einkunnir heldur er frammistaða manna metin en ég fékk nú eigi að síður námslán hér, ekki síst vegna þess að.ég fékk skólastyrk frá skól- anum þar sem ég var við nám, School of The Pennsylvania Ballet í Philadelphia, en sá skóli starfar í tengslum við Pennsylvania Ballet sem er virtur ballettflokkur í Banda- .rílgunum. Peningamir dugðu þó skammt en ég drýgði tekjumar með því að fá mér íhlaupavinnu við skúr- ingar. Síðast liðinn vetur var mér boðinn nemendasamningur við bal- Otrule hvað fólk vil leggna til þes að ko afram B allettdans er ekki ýkja gömul listgrein á íslandi enda höfðu forverar okkar í þessu landi hvorki húsakynni né aðstæður til að iðka slíkt. Þrátt fyrir þessa staðreynd eiga íslendingar samttiltölulega marga ballettdansara og suma harla góða. Atvinnutækifæri fyrir ballettdansara hafa þó löngum verið fá hér á landi og því hefur dansaranna oftlega beðið hálfgildings útlegð hafi þeir viljað sinna list sinni. Mörgum þeim sem gert hafa listdans að atvinnu sinni hefur þannig verið nauðugur einn kostur að leita út fyrir landsteinana í því skyni. Hér heima hefur að vísu um nokkurt árabil starfað listdansflokkur, en fjárhagslegt bolmagn hans hefur aðeins leyft tiltölulega fáar sýningar á ári. Þrátt fyrir að atvinnuástand í þessari listgrein hafi verið og sé raunar enn fremur bágborið á íslandi, eru alltaf töluvert margir sem leggja stund á ballettnám hér, þó miklum mun fleiri stúlkur. Víðast hvar annars staðar eru karlmenn einnig í miklum minnihluta í ballettnámi. Við íslendingar höfum þó átt nokkra góða karldansara og skal þarfyrstan nefna Helga TómaSson sem um langt árabil var í hópi fremstu ballettdansara heims. Jóhannes dansar rússneska dansinn Jóhannes Pálsson heitir ungur maður sem nýlega er kominn heim frá Kóreu þar sem hann dansaði í ballettinum Hnetubijóturinn eftir Tsjakowsky. Blaðamaður Morgun- blaðsins ræddi við Jóhannes á heimili foreldra hans við Látra- strönd á Seltjamamesi. Jóhannes kvaðst hafa byijað að dansa fyrir áeggjan systur sinnar sem er heldur eldri en hann og var í ballett. Þá voru að hans sögn nokkrir strákar í ballettnámi í Listdansskóla Þjóð- leikhússins og höfðu þeir styrk hver af öðrum bæði gagnvart stórum hópi stelpna sem einnig var þar við nám og ekki síður gagnvart öðrum strákum sem sumir hverjir litu það homauga að strákar væru að læra ballett. „Mér var óneitanlega oft strítt í skólanum fyrstu árin, það hjálpaði þó mikið að við vorum mörg héðan af Nesinu í ballettin- um,“ segir Jóhannes og brosir breitt, “svo lagaðist þetta með tímanum og var alveg horfíð þegar ég kom í Verslunarskólann en þaðan lauk ég stúdentsprófí fyrir Qórum árum." Jóhannes sagði að það hefði haft mest að segja um það að hann ílent- ist í ballettnámi að hann var snemma láti'nn fara að taka þátt í leiksýningum í Þjóðleikhúsinu. “Fyrsta sýningin sem ég tók þátt í var Ferðin til tunglsins eftir Ingi- björgu Jónsdóttur, tónlistina samdi Ingibjörg Þorbergs en dansana samdi Ingibjörg Bjömsdóttir. Seinna kom svo Kardimommubær- inn sem mér þótti mjög spennandi og þannig koll af kolli. Ingibjörg Bjömsdóttir var orðin skólastjóri Listdansskólans þegar ég kom í skólann og svo komu stundum út- lendir kennarar tíma og tíma. Það fór svo að mér fannst alltaf meira og meira gaman og varð æ fastari í sessi í dansnáminu. Fyrst voru það sem sagt bamasýningamar sem héldu í mig en svo snérist þetta smám saman við og mér fór að fínnast dánsnámið sjálft æ skemmti- legra. Hitt var verra að strákunum fækkaði ár frá ári í skóianum þar til við Einar Sveinn Þórðarson vor- um orðnir einir eftir. Svo fór hann út og þá fór nú verulega að syrta í álinn í þeim efnum. Eg fann það greinilega þegar ég kom út eftir að hafa lokið námi hér heima að ég var á eftir mnínum jafnöldrum í stökkum og karladansi yfírleitt. Námið hér var svo mikið miðað við stelpumar. Það voru þó ljósar hliðar á þessu máli, ég leið ekki fyrir lítil tengsl við kvenfólk og fékk tölu- verða innsýn í heim kvenna. Ég er nokkuð kunnugur því hvemig stelp- ur í dansflokki hugsa, og um hvað líf þeirra snýst. Foreldrar mínir hvöttu mig frá upphafi til þess að halda áfram dansnámi, þau hafa bæði áhuga á dansi og ýmis konar listum og hvöttu okkur öll til að fara í hljóðfæranám. Það fór nú svo að systir mín hætti dansnáminu en ég hélt áfram. Fyrst til að byija með var dansná- mið ekki erfítt en þegar iengra var komið varð þetta mjög erfitt með öðru námi, sérstaklega eftir að ég var komin í Verslunarskólann Þá var ég kannski í skólanum allan daginn og hljóp svo beint í danstíma og var þar allt kvöldið, þetta var oft ansi strembið. Reyndar slapp ég við að stunda leikfími í Verslunar- skólanum en það munaði þó ekki mikið um það því leikfímitímamir voru bara tveir í viku en danstímam- ir tíu til fimmtán fyrir utan sýningar sem ég tók þátt í. Þegar mest var um að vera í dansinum sleppti ég stundum skólanum alveg tíma og tíma. Hinsvegar fannst mér gott að eiga vini utan ballettsins og lokast ekki inni í þeim litla heimi. Flestir mínir vinir vom úr Verslunarskólan- um en auðvitað átti ég góða vini meðal stelpnanna í ballettinum. Skúraði gólf með ballett- náminu Árið 1981 fékk ég styrk úr List- dansskóla Þjóðleikhússins og fór þá til Bandaríkjanna til að kynna mér ballett. Meðan ég var enn við nám í Verslunarskólanum fór ég nokkr- um sinnum á sumamámskeið, tvisvar sinnum fór ég til Englands og einu sinni fékk ég reyndar styrk til utanfarar frá sjóði sem styrkti unga listamenn. Þá hugsaði ég fyrst til þess að gera ballettinn að atvinnu minni. En við nánari umhugsun þótti mér vissara að ljúka stúdents- lettflokkinn og þá dansaði ég með flokknum á öllum sýningum eins og ég væri þar starfandi, en var ennþá tengdur skólanum. Um vorið var mér boðið að halda áfram með flokknum en jafnframt barst mér boð um að fara til Kóreu og í ferð um Asíu. Þetta boð kom snögglega í lok maí á sfðasta ári og ég talaði við forstjóra dansflokksins sem ég hafði dansað með. Hann var ekki alltof ánægður með að ég færi og sagði að ég yrði að taka þá áhættu að annar yrði ef til vill kominn í minn stað hjá flokknum þegar ég kæmi til baka. Ég lét slag standa og fór. Þegar ég kom aftur var búið að ráða annan í stað mín, enda hafði verið færð upp sýning þar sem þurfti marga karldansara. Mér var þó boðinn einhverskonar styrkur en samningurinn gilti ekki lengur. Skömmu seinna fékk ég tilboð um að dansa í Kóreu um jólin og ég tók því. Núna er ég að æfa með ís- lenska dansflokknum í verki sem á að frumsýna fjórtánda febrúar. Þetta verk ber nafnið: Ég þekki þig, þú ekki mig, og er verk sem er

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.