Morgunblaðið - 07.02.1988, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 07.02.1988, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. FEBRÚAR 1988 B 3 mig sama haust og fór að vinna í Hamri, þar sem ég var næstu 6 árin, þar til ég tók við Landsmiðj- unni.“ Stækkun Hitaveitunnar fyrir stækkandi bæ Og 1962 var Jóhannes Zoéga sem fyrr segir orðinn hitaveitustjóri í Reykjavík og tók til við að koma áætlunum hitaveitunefndarinnar fyrmefndu í framkvæmd. Með nýja gufubomum var hægt að bora miklu dýpra, tíu tommu holur allt niður á 2 km dýpi. Eftir að kosning-' ar vom lukkulega afstaðnar var borinn fluttur úr verkefnum í Hveragerði og Krýsuvík og farið að bora á Laugamesvæðinu í Reykjavík. Árangur varð fram úr vonum og fékkst vatn og nægur hiti í borgarlandinu, svo hægt var að setja kraft í að stækka hitaveit- una fyrir allan þennan stækkandi bæ. Því var lokið á einu kjörtíma- bili, svo kosningaloforðið var efnt. En þá var líka allt viðbótarvatnið sem þama fékkst fullnýtt. Þá skall á fyrsta gjaldskrárkreppa Hitavei- tunnan„ Hún stafaði þó ekki af vondri ríkisstjóm eins og.varð 1970, heldur var það borgarstjómin sjálf sem ekki vildi hækka gjaldskrá hitaveitunnar. Sáralítil hækkun hafði orðið sfðan 1961 og verð- bólgan að jafnaði 15%. Allt var komið í vandræði og engir peningar til framkvæmda. Um þetta tókumst við á þar til loks fékkst nokkur hækkun eftir langan næturfund í borgarstjóm. Var samþykkt að hækka gjaldskrána og um leið að Hitaveita Reykjavíkur mætti í framtíðinni hækka eða lækka gjald- skrána í takt við verðlagið. Þetta bætti aftur ástandið. Jafnframt áttum við í tæknileg- um erfíðleikum í Laugameshverf- inu. Vatnið þama er að meðaltali 130 stig, heitara en í Mosfellssveit- inni og við vomm með venjulegar vatnsdælur. Legumar vom úr gúmmíi og þoldu ekki þetta heita vatn. Það olli miklum vandræðum. Hitaveitan var komin í öll byggð hverfí borgarinnar, en bygging Fossvogs- og Árbæjarhverfís var í fullum gangi og bygging Breið- holtshverfís að hefjast. Það var því mikið um nýbyggingar, en dælu- máiið óleyst. Raunar hafði frá upphafí orðið vatnsskortur ef kom langvarandi kuldakast. Þessum vandræðum lauk svo með kuldak- astinu í desember 1967. Ánð áður höfðum við reynt nýja gerð af leg- um í dælumar. Komið var á markaðinn teflon, sem þoldi betur hitann. Og við höfðum pantað 5-6 dælur með þessum legum. Þær höfðu átt að koma um haustið, en seinkaði. í desember kom vondur frostakafli með 5-10 stiga frosti, sem er óvenjulegt svona snemma vetrar. Hann stóð í viku og var dúndrandi vatnsskortur. Á sama tíma vorum við að reisa kyndistöð- ina í Árbæ og allt í háalofti. Til að kóróna allt saman fékk ég vírusgigt í öxlina og gat ekki sofið á nóttinni fyrir kvölum. í öllu þessu var ég dreginn fárveikur og ósofínn á helj- armikinn mótmælafund í Sjálfstæð- ishúsinu, sem Húseigendafélagið stóð fyrir. Þetta var óskemmtilegt. Að visu vissi ég að þetta stóð allt til bóta. Þótti það kokhreysti mikil þegar ég fullyrti að ekki mundi fara svona í næsta kuldakasti. Tíminn og Þjóðviljinn voru sannar- lega ekkert að draga úr þessu. Dælumar vom komnar á hafnar- bakkann í New York. Við gátum samið við Pan American flugfélagið um að millilenda á Keflavíkurflug- velli með tiltölulega góðum kjörum N JL ^ ú er engin hætta lengur á að hitaveitugeymar tæmist í langvarandi kuldaköstum. Svo er æfistarfi Jóhannesar Zoega fyrir að þakka. Á 25 árum hefur verið sigrast á tæknilegum örðugleikum og vatnöflun tryggð fram á næstu öld. ef við hefðum 5-6 tonna flutning. Flutningabflar voru mættir úti á flugvelli og við drifum dælumar í. Því var lokið fyrir jól og Reyk- vikingar áttu hlý og notaleg jól. Kyndistöðin var líka komin í pruftikeyrslu, þótt ekki væri hún á fullu fyrr en í janúar. Varastöðin við Elliðaámar hafði átt að vera varastöð fyrir bæði rafmagn og hitaveitu og bar Hitaveitan þriðjung af kostnaði, en á þessum árum var Rafmagnsveitan í mikilli klípu með skömmtun á rafmagni á sjötta ára- tugnum og hún sat fyrir, svo Hitaveitan fékk mjög takmarkað- ann aðgang að henni. Því var farið í að reisa eigin varastöð í Árbæ. Eftir áramótin 1968 gerði svo mjög skarpt kuldakast 8. janúar með 12 stiga frosti og roki. Þá tæmdust geimamir að vísu, en varð ekki til- finnanlegt miðað við það sem á undan var gengið. Og þetta var í síðasta skiptið sem geimamir tæmdust. En höfðu fram að því tæmst allt að 100 sinnum á ári.“ Gjaldskrárorustan mikla „Úr því komist hafði verið yfír tæknilegu örðugleikana voru gjald- skrárorustumar sem á eftir komu hreinasta smáræði", segir Jóhannes kíminn.„En þær urðu ófáar eftir að verðstöðvun byijaði haustið 1970, eftir að Bjami Benediktsson var látinn og allt í fálmi hjá viðreisn- arstjóminni. Þá voru sett verðstöðv- unarlög. Og eftir að vinstri menn tóku við 1971 varð þetta þeirra uppáhaldsvopn, sem viðreisnar- stjómin hafði smíðað handa þeim. Það notuðu þeir til að pína þjónustu- stofnanir Reykjavíkurborgar. Síðan hefur verið sífellt verðbólgustríð. Og ekkert hefur verið til jafn mik- ills trafala fyrir hitaveituna sem verðlagshömlur. Á ámnum 1970-1983 hafði gjaldið lækkað svo mjög að það var aðeins helmings virði miðað við það sem það var 1970. Eftir 1983 var verðið gefið ftjálst og gjaldskrá hækkuð í 2-3 áföngum. Síðan kom í tvígang þjóðasáttin svokölluð og Reykjavik- urborg var í tvígang plötuð til að lækka verðskrá sinna fyrirtækja. { bæði skiptin fór þetta aílt í vaskinn og verðbólgan rauk af stað aftur. Þar til á sl. vori að tókst að fá nokkra hækkun svo að verðmæti gjaldsins er aðeins 10-15% iægra en það var 1970. Síðasta hálfa árið heftir þetta því verið í þokkalegu formi." Á starfstíma Jóhannesar Zoéga hefur Hitaveita Reykjavíkur stöð- ugt verið að stækka. Eftir borunar- átakið í Reykjavík sjálfri á árunum 1962-70, þegar vatnsmagnið hafði þrefaldast, sáu hitaveitumenn að sama ætti að mega gera á Reykjum með betri bor og nýjum dælum. Að vísu var þar lægra hitastig á vatninu, en með dælingu mætti sexfalda vatnsmagnið.„ Þá byijaði baráttan við Orkustofnun, sem vildi halda áfram að bora við Elliðaárnar og í Ártúnshöfða, þar sem fékkst mjög lítið rennsli. Við gáfumst upp á þessu og tókum til við að bora á Reykjum niður á 2000 metra dýpi og setja dælur í holumar. Fyrstu tilraunir bentu til þess að við værum á réttri leið. Á árunum 1970-77 var borað bæði á Suður-Reykjum og Norður-Reykjum. Voru boraðar allt að 10 holur á ári í Mosfellssveitinni með 95-100% árangri og vatns- magnið hafði fimmfaldast. Nú vorum við með yfirdrifíð vatns- magn." Nágrannabæir Reykjavíkur voru þá að velta fyrir sér upphitunar- möguleikum hjá sér. Kópavogur búinn að bora í tilraunaskyni og rannsóknaboranir höfðu farið fram víðar án árangurs, nema á Seltjam- amesi og Álftanesi. Vora sumir jafnvel að velta fyrir sér að fara í rafhitun. Eftir mikið rifrildi í Kópa- vogi, sem varð til þess að Sjálfstæð- isflokkurinn þar klofnaði, _ snera •þeir sér að Hitaveitunni. Ég fór með Geir Hallgrímssyni á fund með Kópavogsmönnum og samið var við Kópavog. Næst bættust við Hafn- firðingar, sem gáfust upp á bolla- leggingum um rafmagnshitun í sínum bæ. Síðan kom Garðabær, Mosfellssveit , Bessastaðahreppur og loks Kjalameshreppur nokkra síðar. Undanfarin 10-12 ár hefur ekki orðið aukning á jarðhitavirkjunum Hitaveitunnar . Én geimarými var aukið til að ráða við lengri kulda- köst. 2 stórir geimar settir niður á Öskjuhlíðinni 1967 og sex geimar á Grafarholti 1980-84, og kyndi- stöðin var stækkuð úr 35 í 95 megavött 1984. En nú er stóra stökkið tekið með Nesjavallavirkjun og framkvæmdir í fullum gangi. Aðdragandi þess nær aftur til 1964, þegar Reykjavíkurborg keypti Nesjavelli til að tryggja sér heitt vatn til framtíðarinnar. Til- raunaboranir fóra fram 1965-1972 og vora svo aftur teknar upp 1983-86. Eftir að lagfæringar feng- ust á gjaldskránni 1984 var unnt að komast almennilega í gang og á árinu 1986 var samþykkt í borg- arstjóm að virkja á Nesjavöllum. Nú verður tekin í notkun 100 megawatta áfangi vorið 1990. Þetta er fyrsti áfanginn, en um aldamót verður Nesjavallavirkjun komin upp í 400 megawatta virkjun og þar liggja ótæmdir stækkunar- möguleikar. Þegar spurt er hvort hann sé ánægður með lífsstarfið, þrátt fyrir alla gagnrýnina og amstrið við að koma hlutunum í gegn við upp- byggingu hitaveitunnar, segir Jóhannes Zoéga kankvís:„ Já, já, eftir á að hyggja gerir öll þessi barátta, bæði við að fínna tæknileg- ar lausnir og svo allar gjaldeyris- skæramar við ríkisstjóm og átökin í borgarstjóminni þetta bara skemmtilegra - þ.e. eftirá. Nú hefði ég ekki viljað missa af þessu". Og það er auðséð að Jóhannes þarf ekki frekar en hingað til að koma sér upp neinum gefíbardögum á skákborðinu eða við spilaborðið til þess enn um sinn að finna sjötugum kröftum sínum viðnám. Viðtal: Elín Pálmadóttir Myndir: Ragnar Axelsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.