Morgunblaðið - 07.02.1988, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.02.1988, Blaðsíða 16
16 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. FEBRÚAR 1988 í tilefni biblíudagfsins fjöll- nm við í dag nm hinn daglega biblíulestur og biblíulestur í guðsþjón- ustunni. En enn einn mikilvægur þáttur í lestri Bibliunnar er sameiginleg- ur biblíulestur, biblíules- hópar, þar sem safnaðar- fólk kemur saman og hver getur lagt sitt til mála. Biblíuleshópar eru viða í söfnuðum hér. BIBLÍUDAGURINN Daglegur biblíulestur Daglegur biblíulestur er mörgum jafn mikil nauðsyn og maturinn, hreyfingin, sam- skiptin við aðra eða hvað af lifsins gæðum, sem við gætum talið upp. Sumir lesa Bibliuna þannig að þau lesa kafla á hveijum degi úr ýmsum bókum hennar, aðrir lesa eitt rit í einu, nokkur vers á dag. Þegar við hér á síðunni felldum niður „biblíulestur vikunnar" bárust okkur óskir um að taka hann upp aftur. Hið islenzka biblíu- félag hefur Uka gefið út biblíu- lesskrá i ár eins og undanfarin ár. Enn önnur leið til daglegs bibliulestrar eru „Mannakom- in“, spjöld með litlum miðum, þar sem vísað er til ritningar- versa. Mannakom á bibliules- skrár er hægt að fá viða, i bókabúð kirkjunnar á Klapp- arstíg 27, i KFUM og K á Amtmannsstíg 2A og i öðrum bókaverzlunum kirknanna. Biblian talar um daglegt líf Ég spurði Þórð Jóhannesson verkamann hvemig hann læsi Bibliuna, hvers virði hún væri honum og hvemig hún hjálpaði honum í daglegu lífí. Hann svar- aði: — Biblían er ómetanleg. Ég álít að eins og ég þarf að viðhalda líkamlegu lífi þurfi ég líka að beijast til að viðhalda andlegu lffi. Þórður Jóhannesson Þegar ég var ungur fékk ég Dag- legt ljós. Það var fyrsta bókin, sem ég eignaðist. Svo tapaði ég henni en fékk hana aftur seinna þegar ég var orðinn trúaður mað- ur. Ég les Biblfuna eftir henni, tvo kafla f Gamla testamentinu á dag og einn til tvo kafla í Nýja testa- mentinu. Svo les ég meira eftir því sem ég hef tíma til. En ég byija hvem dag með því að lesa úr Biblíunni, les á hveijum morgni og svo aftur seinna um daginn. Biblían á að vera okkur leiðar- ljós, eins og Hallgrímur segir. Það er ekki margt, sem maður getur ekki fengið að vita um f Biblí- Guðrún Ásmundsdóttir unni. Mér dettur eitt dæmi í hug. í Mósebókunum er sagt að ef þú fínnur eitthvað, sem náungi þinn á, skaltu reyna að koma því til skila, en annars geyma það. Ef enginn vitjar þess á það að falla undir helgidóminn. Svona getum við fengið að vita það í höfuðdrátt- um hvað er rétt og rangt í ýmsu, sem ber við f daglegu lífí. Guð leiðbeinir með biblíuversunum Ég spurði Guðrúnu Ásmunds- dóttur leikkonu hvemig hún hagaði daglegum biblíulestri Séra Kristján Valur Ingólfsson sínum. Hún sagði: — Ég hef fundið fyrir löngu að eina ráðið til að hafa tíma til að lesa í Biblíunni er að vakna svolítið fyrr en ég myndi annars gera. Ég bið Guð að leiðbeina mér til að lesa og svo tek ég dós- ina með mannakomunum. Ég hugsa oft með sjálfri mér að úr því að Guð hefur sagt að hann geti talið höfuðhárin á okkur þá hljóti hann líka að geta vísað okk- ur þann veg, sem við eigum að ganga. Svo opna ég dósina og tek miðana, sem snúa upp. Þeir eru misjafnlega margir. Og versin, sem þeir vísa til, eru stórkostleg. Þau em svo stórkostleg að ég fer að láta mér detta í hug að engin óþægileg vers séu tekin með á þessa miða, skyldi það vera eitt- hvert svindl í mannakomunum úr því að allt er svo mikil gæzka, sem ég finn í þessum versum? Áður opnaði ég Biblíuna af handahófi þegar ég var búin að biðja Guð að vísa mér á vers. Einhvem veginn ósjálfrátt fletti ég oftast upp í Nýja testament- inu. Nú fæ ég marga miða úr Gamla testamentinu og sé að það er ótrúlega spennandi. Ég hef blokk hjá mér og skrifa í hana ef það er eitthvað, sem hrífur mig alveg sérstaklega. Venjulegast skrifa ég mikið. Svo á ég þessa blokk og get notað^ hana þegar ég þarf á að halda. Ég gef vinum mínum stundum mannakom svo að þeir geti fundið það eins og ég að eins og Guð telur á okkur höfuðhárin vísar hann okkur veg- inn. Það er heilmikil vinna að klippa mannakomin niður og maður gerir það bara fyrir þau, sem eru manni mikils virði. Og hugsanimar um það hvað þau og mannakomin eru mér mikils virði fylgja gjöfínni tH þeirra. Söfnuðurinn lesi sunnudagstextana fyrir messur Síðari hluta fyrri viku, dagana frá 28. til 30. janúar, komu norð- lenzkir prestar saman að Löngu- mýri og ræddu um messuna undir forystu séra Kristjáns Vals Ing- ólfssonar. Ég hringdi norður að Löngumýri og spurði séra Kristján Val um þýðingu ritningarlestr- anna í messunni. Séra Kristján Valur sagði að á Löngumýri hefðu þau einmitt verið að ræða um þýðingu biblíulestursins fyrir hveija guðsþjónustu. Presturinn undirbýr sig undir messuna með lestri textanna, sem ákveðnir eru fyrir hvem sunnudag. Pyrir hvem sunnudag em þijár textaraðir, fyrsta önnur og þriðja, og venju- legast er að hver söfnuður fylgi sömu textaröðinni eitt ár og brejrti svo um. í hverri textaröð era þrír ritningarlestrar úr Gamla testa- mentinu, úr ritum Nýja testa- mentisins utan guðspjallanna, og úr guðspjöllunum. En söfnuðurinn þarf líka að eiga möguleika á að lesa þessa texta f vikunni fyrir messuna og undirbúa sig eins og presturinn fyrir hana. Hann þarf alveg eins og presturinn að eiga möguleika á að nota þessa texta í vikunni, því messan byijar ekki kl. 2 á sunnudegi, hún er hluti af því, sem kirkjufólkið er að gera alla vikuna. Til þess að kirkjufólkið geti les- ið textana getum við auglýst þá með messutilkynningunni. Ef við auglýsum margar messur í einu eins og við geram í safnaðarblöð- unum getum við auglýst guð- spjallatextana. Útbreiðsla Biblíunnar Ný biblíuþýðing’ fyrir róm- versk-kaþólskt fólk í Ameríku Ný biblíuútgáfa er komin út fyrir rómversk-kaþólskt fólk í Ámeríku. Hún er í senn hefð- bundnari og nýstárlegri en útgáfan, sem hún leysir af hólmi og kom út árið 1970. Að nokkra er þessi útgáfa nær „King James“ útgáfunni, en nýbreytni hennar er einkum sú að leitazt er við að hætta mismunun á konum og körlum í textanum. Þar er því ekki talað um „mann“ eða „menn“, þar sem fjallað er um fólk, sem óljóst er hvort rætt er um konur eða karla. Þó er jafnan talað um Guð í karlkyni. I hinni nýju útgáfu er enn notað orðið bræður, þar sem þó er átt við bæði konur og karia. Forsvars- menn þýðingarinnar segja að það sé vegna þess að ekkert hentugt orð sé til í ensku, sem hægt sé að nota í staðinn og eigi bæði við konur og karla. Forsvarsmennim- ir segja líka að Biblían geri því miður upp á milli kynjanna á sum- um stöðum og það komi fram í þýðingunni. Konur hvetja til orðalags, sem skírskotar jafnt til kynjanna Á kvennaþingum, í bókum og greinum hvetja konur víða í kirkj- unum til þess að í biblíulestranum, sem lesnir era f guðsþjónustunum, sé skírskotað jafnt til kvenna og karla. Þær hvetja til þess að text- unum sé breytt í upplestri svo að þetta komi fram, þar sem augljóst er að talað er bæði um konur og karla þótt karlkyn sé notað. I íslenzku biblíuþýðingunni frá 1981 finnum við dæmi um þetta. þar sem breyting hefur verið gerð í útgáfunni. I Matt. 5.9 stendur í fyrri þýðingu: Sælir era frið- flytjendur, því þeir munu Guðs synir kallaðir verða. I nýju þýðing- unni stendur: Sælir era friðflytj- endur, því þeir munu Guðs börn kallaðir verða. Nauðsyn breytingar í notkun orða um konur og karla Sharon Neufer Emswiler, prestur í Meþódistakirkjunni í Bandaríkjunum, skrifan Þegar ég syng og hlusta á ritningarlestrana í messunni reyni ég að ímynda mér að textamir og sálmamir beini orðum sínum til mín. En ég er ekki vön að hugsa um sjálfa mig sem bróður eða son eða karl- menn svo þetta verður afar erfitL Eina leiðin til þess er að reyna að vflga því til hliðar um stund að ég er kona og það kæri ég mig alls ekki um. Eg vil miklu frekar fá að leggja áherzlu á það að ég er kona og ég vil fá það viðurkennt í guðsþjónustunni að ég eigi rétt á að vera ávörpuð þar. Tékknesk Nýja testamenti prentuð í Póllandi 15 þúsund eintök af Nýja testa- mentinu með litmyndum hafa verið prentuð í Póllandi fyrir kirkj- umar í Tékkóslóvakíu. Bæði löndin hafa gefið leyfí til að þær verði fluttar til Tékkóslóvakíu. Ritningin á nútímaensku selst í miklum mæli „Today’s English version", sem er skammstafað TEV, ensk nútímaþýðing á Nýja testament- inu, kom fyrst út árið 19GG. Biblían öll á nútímaensku fylgdi 10 áram síðar. Biblían á nútíma- ensku hefur selzt í næstum 75 milljón eintökum og næstum 25 milljón eintök hafa selzt af Nýja testamentinu á nútímænsku. Biblíu- lestur vikunnar Sunnudagur: Orðskv. 1.1—4 Vizka og agi Mánudagur: Orðskv. 1.5—6 Holiar lífsreglur Þriðjudagur: Orðskv. 1.7—9 Upphaf þekk- ingarinnar Miðvikudagur: Orðskv. 2.1—5 Fólgnir fjár- sjóðir Fimmtudagur: Orðskv. 2.6—8 Hann vakir yfir stigum þínum Föstudagur: Orðskv. 2.9—11 Aðgætnin vemdar þig Laugardagur: Orðskv. 2.20—21 Gakk á veg- um góðra manna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.