Morgunblaðið - 28.02.1988, Page 6
6 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. FEBRÚAR 1988
þessum sal hittast leiðtogar NATO-ríkjanna á fimdi sínum i Brussel á miðvikudag og fimmtudag’.
Við þörfnumst
ekki brunagafla
Vesturlönd deila um afvopnun og breytingar á vopnabúnaði í Evrópu
eftir Christoph
Bertram
Leiðtogar aðildarríkja Atl-
antshafsbandalagsins hittast í
Brussel miðvikudaginn 1.
mars og fimmtudaginn 2.
mars. Eitt af málunum sem
þeir ræða er framtíð kjarn-
orkuvopna í Vestur-Þýska-
landi. Um þau hafa orðið tölu-
verðar umræður undanfarið
og gefur meðfylgjandi grein
mynd af því um hvað þær snú-
ast.
Þjóðir Atlantshafsbandalags-
ins hafa góða ástæðu til að óska
sjálfum sér til hamingju með
árangurinn. í fjörutíu ár höfðu
þær staðið saman og sjá: And-
stæðingurinn voldugi í austri
hefur látið undan. „Öryggi,“ seg-
ir nú Míkhaíl Gorbatsjov,
„tryggjum við ekki með sam-
keppni, heldur með samvinnu.
Sá sem ekki viðurkennir það,
blekkir sjálfan sig.“
Nú hafa Kremlveijar komið
lengra til móts við hugmyndir
Vesturlandabúa um afvopnun,
en nokkum hefði órað fyrir fyrir
fáum árum. Að vísu er það öðru
fremur auknum skilningi að
þakka, en síður þrýstingi Vestur-
landa. Þó hefði það samt orðið
hinum sovésku endurbótamönn-
um mun erfíðara að skapa „nýrri
hugsun" sinni virðingu heima
fyrir, ef ekki hefði komið til sam-
heldni vestrænna ríkja. Af þess-
um sökum geta Vesturlönd leyft
sér svolítið stolt.
Þess í stað eru þau nú að
drukkna í áhyggjum. Þau virðast
hræðast meir nýja sovéska af-
vopnunartillögur, en nýja heims-
styrjöld. Ringulreið hefur tekið
völdin og tortryggni breiðist út
eins og eldur í sinu, í stað hug-
myndaauðgi, sjálfsöryggis og
trúnaðartrausts sem væri við
hæfí.
Það sem undir niðri hafði ver-
ið að búa um sig undanfama
mánuði, kom skyndilega upp á
yfírborðið á árlegum fundi Atl-
antshafsbandalagsins um vam-
armál, sem haldinn var í Miinc-
hen fyrstu helgi febrúarmánað-
ar. Tilefnið var andstaða flestra
stjómmálamanna í Bonn við
skjóta endumýjun skamm-
drægra kjamorkueldflauga í
Evrópu, en tekin var ákvörðun
um endumýjunina í Montebello
í Kanada 1983, og styðja þeir
m.a.s. viðræður við austantjalds-
ríkin um fækkun slíkra vopna!
Vegna þessa saka bandamenn
þeirra þá um að vera að íjarlægj-
ast bandalagið. „Hlutleysi"
Þýskalands er gamall draugur
sem Frakkar hafa lengi óttast,
en hefur nú einnig heiðrað um
sig í heilabúum breskra og
bandarískra stjómmálamanna.
Alfred Dregger heitir formað-
ur þingflokks Kristilega sam-
bandsflokksins og hefur hann
síðustu mánuði varað ákaft við
„kjamorkuógnun sem beinist
einungis gegn Þjóðveijum".
Kanslarinn varð að taka hann
undir sinn vemdarvæng á fund-
inum í Munchen vegna ásakana
Bandaríkjamanna á hendur hon-
um; „Hættið þessum aðdróttun-
um.“
Bandamennimir voru ekki
síður þverúðarfullir í kröfum
sínum. Það eitt koin til greina
að endumýja eldflaugamar eftir
þeirri forskrift sem gefín hafði
verið í Montebello. Carlucci,
vamarmálaráðherra Banda-
ríkjanna, var ósmeykur við að
hóta að senda heim alla banda-
ríska hermenn í Evrópu, yrði
ákveðið að íjarlægja bandarísk
kjamorkuvopn þar.
Hefði Moskvubúi verið þama
staddur hefði hann getað gert
sér í hugarlund að Sovétríkin
væru nú loks að ná því takmarki
sem þau hafa árangurslaust
keppt að síðustu fjörutíu ár; að
koma á sundurlyndi milli Evr-
ópumanna og Bandaríkjamanna,
raunar fremur milli Þjóðverja og
bandamanna þeirra. En það er
heimska, eins og Kohl kanslari
°g Vogel, leiðtogi stjómarand-
stöðunnar, hafa sýnt fram á með
áhrifamiklum ræðum. Jafnvel
þótt krafa Þjóðverja — sem bor-
in er fram af munklegri venju-
festu — um að Atlantshafs-
bandalagið verði fyrst og fremst
að móta heildarstefnu kynni að
vera fram komin vegna vonar
um að vinna tíma, þá er ekki
því að neita að orðtakið „Busi-
ness as usual" getur ekki haldið
áfram að vera hið eina rétta.
Síðan árið 1983 hefur nefnilega
ýmislegt gerst. Gamlar áætlanir
þarf að hugsa upp á nýtt í ljósi
nýrra aðstæðna, og þær þarf að
endurlífga eins og kostur er. Sá
sem krefst þess er ekki þreyttur
á samstarfínu.
Innantómt slagorð
Þessum málefnum er raunar
lítill greiði gerður með öllum
þeim ummælum sem um þau
hafa fallið undanfarið beggja
vegna Atlantshafsins. Hver sá,
sem að hætti Alfreds Dreggers,
uppmálar yfírvofandi einangrun
Sambandslýðveldisins, ætti ekki
að undrast þó Bretar og Banda-
ríkjamenn, Hollendingar og
Norðmenn, mótmæli fullum hálsi
iíkt og gerðist í Munchen.
Slagorðið „Því skammdrægari
eldflaugar, því dauðari Þjóðverj-
ar“ verður aldrei sannleikanum
samkvæmt, hversu oft sem það
er endurtekið. Það er nefnilega
ekki aðeins Þjóðverjum sem
stafar hætta af skammdrægum
flaugum Sovétmanna, heldur
draga þær einnig til Tyrklands,
Danmerkur og Noregs, svo ekki
sé minnst á hermenn sameinaðs
herafla NATO sem dvelja á
þýskri grund með fjölskyldum
sínum. I öðru lagi er villandi að
einblína á þau vopn sem draga
skemmra en 500 km. Það er nú
einu sinni þannig að hægt er að
sprengja Evrópu og Bandaríkin
í tætlur með sovéskum eldflaug-
um. Austur-Evrópu og Sovétríkj-
unum er svo hægt að gjöreyða
með eldflaugum Bandaríkja-
manna. Skammdrægar eldflaug-
ar eru engin „einkaógnun" við
Christoph Bertram
Þjóðveija. Engu fremur en lang-
drægar flaugar séu einungis
hættulegar risaveldunum. Að
halda þessu samt sem áður fram,
gerir aðeins Þjóðveijum erfíðara
fyrir.
Þessu má snúa þannig við:
Ef bæði vamarmálaráðherra
Bandaríkjanna og mörg banda-
lagsríki Þýskalands einnig, haga
sér eins og fylgja verði kjam-
orkuvopnaáætluninni frá 1983
um alla framtíð og við hvaða
kringumstæður sem er, breytist
atkvæðagreiðsla innan NATO í
skrípaleik. Það er ekki síður fár-
ánlegt þegar bandamenn Þjóð-
veija hefja til skýjanna áætlanir
frá Montebello um endumýjun
eldflauga, og líta á þær sem
trúnaðareið NATO-ríkjanna.
Þvert á móti hefur það sýnt sig
greinilega í fjörutíu ára sögu
Atlantshafsbandalagsis að upp-
setning eða útrýming kjamorku-
vopna er ekki rétta prófraunin á
samstöðu ríkjanna innan þess.
í stað þess að deila um kredd-
ur, ættu ráðamenn að ganga út
frá ákveðnum forsendum, sem
ekki eru allar nýjar af nálinni,
en vilja oft gleymast í áköfum
orðasennum.
í fyrsta lagi: Ekkert er í sjón-
máli sem komið getur í stað
kjamorkufælingar, og vilji menn
viðhalda fælingunni er ekki hægt
að miða við skrifstofuáætlanir.
Þess í stað verður að horfast í
augu við pólitískar og hemaðar-
legar aðstæður hveiju sinni. Um
fyrirsjáanlega framtíð þarfnast
V-Evrópa þess bakhjarls sem
bandarísk kjamavopn eru fæl-
ingarstefnunni. Þau hafa —
ásamt sovéskum vopnum hinum
megin jámtjalds — fælt burt
stríðsóttann og skapað meðvit-
und um sameiginiegt öryggi
austurs og vesturs. Fæling og
slökun eru aðskiljanlegar, að
minnsta kosti eins og málum er
nú háttað. En vegna þessa em
vígvallarvopnin í Evrópu alls
ekki ósnertanleg. Það hafa þau
heldur ekki verið hingað til.
Fram á miðjan níunda áratuginn
vom 7.000 kjamavopn í Evrópu
hreinlega yfírskilvitleg tala og
tákn fyrir samstöðu NATO-ríkj-
anna. Síðan þá hefur þeim fækk-
að í nálægt 4.000. Fælingar-
stefnan leyfír nefnilega að ójafn-
vægi milli austurs og vesturs sé
nú tekið með meiri stillingu en
áður.
í öðru lagi: Sum vopn em
betur til fælingar fallin en önnur
og skammdrægar eldflaugar til-
heyra þeim síðamefndu, en þau
hræða þann sem notar þau sér
til vamar meir, vegna þess að
þeim yrði beitt á eigin yfirráða-
svæði), en árásaraðilann. Þau
gagnast því aðeins að litlu leyti
til fælingar, því með þeim er
gert ráð fyrir hinu ósennilega:
Að forseti Bandaríkjanna taki
ákvörðun um að beita þeim. Ef
kjamorkuvopnabúrin yrðu end-
urskipulögð nú, yrði vígvallar-
vöm eða skammdrægustu vopn-
in þar ekki að finna framar, en
til þeirra má telja sprengjur í
flugvélum, stórskotaliðskúlur og
flugskeyti sem draga á milli 10
og 110 km. Það em til aðrir og
betri möguleikar, s.s. stýriflaug-
ar sem skotið er af skipum, eða
langdrægari flaugar um borð í
flugvélum, sem gagnlegri væm
til að sannfæra herskáan sovésk-
an yfírforingja um hættuna af
árás, og dygðu þannig til fæling-
ar.
Þriðja núll-lausnin
Er þá alveg óhugsandi að Atl-
antshafsbandalagið geti tekið
ákvörðun um slíka endurskipu-
lagningu strax, og hætt að líta
svo á að hvert einasta vopn sé
lífsnauðsynlegur hlekkur í vam-
arkeðju Vesturlanda? „Þriðja
núll-lausnin" væri þá á engan
hátt skref aftur á bak í öryggis-
málum, heldur þvert á móti
gífurlegur árangur. Ef fjarlægð-
ar yrðu um hundrað bandarískar
skammdrægar flaugar, myndu
Sovétmenn á móti taka niður um
1.400 slíkar. Breski forsætisráð-
herrann hefur komið með orðið
„bmnagafl“ inn í deilurnar um
hvort taka eigi skammdrægu
flaugamar með í afvopnunarvið-
ræðum: Eftir að núlllausn hafí
verið framkvæmd varðandi lang-
drægari flaugar, megi ekki af-
vopnast frekar. Að minnsta kosti
ekki fyrr en nokkum veginn
hafí náðst jafnvægi á hefðbundn-
um vopnabúnaði. En í raun og
vem er ekkert vit í slíkum bmna-
gafli. Hvort og hvemig samning-
ar ganga ræðst allvemlega af
þeim tilslökunum sem samningar
gætu tekist um. Vesturlönd
mega ekki setja upp branagafla
til að veijast þeirri skynsamlegu
prófraun að svara spumingunni
um hvers konar kjamorkuvopn-
um og hve mikils af þeim, verður
þörf á í Evrópu í framtíðinni.
Á fundi forsætisráðherra
NATO-ríkjanna, sem haldinn
verður nú 2. og 3. mars í Bmss-
el, mun koma í ljós hvort banda-
lagið hefur nægan styrk til að-
gerða. Kanslari þýska sam-
bandslýðveldisins hefur að
minnsta kosti ágætt tilefni til
að veita kröfum Bandaríkja-
manna um endumýjun þá þolin-
móðu andstöðu sem margir kalla
„þrákelkni". Bandalagið átti nú
að láta af æsingi og tortryggni
og minnast þess að árangur
síðustu sjötíu ára ber að þakka
rólegri yfirvegun og samstöðu
þegar á reynir, en ekki krampa-
kenndum taugaæsingi.
Höfundur ritar um alþjóða-
stjómmál og öryggismál íþýska
vikuritið Die Zeit. Hann var áður
forstjóri Alþjóðahermálastofn-
unarinnar i London (IISS).