Morgunblaðið - 08.03.1988, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. MARZ 1988
Viksund bátarnireru afburða bátar hvað
snertir gæði, enda framleiddir undir ströngu
eftirliti Det Norske Veritas samkvæmt sam-
norrænum reglum.
Viksund bátarnir hafa mikinn stöðugleika
og frábæra sjóhæfni.
Þið, sem ætlið að endurn; báta fyrir næstu
vertíð, vinsamlegast hafií imband strax.
kflatarm. 16 m2
Lest 6 m2
Viksurid bátarnireru samlokubátar, þ.e.
skrokkurinn er tvöfaldur með einangrun
milli byrða.
í boði er margvíslegur búnaður, t.d. olíugir
og skiptiskrúfa.
E\nVta°rí'
,iand»
Niaðn'
ússon
BJÓR HET
ÞAÐ HEILLIN
eftirJónÁ.
Gissurarson
Hina síðari mánuði hafa bjórand-
stæðingar fyllt íslensk blöð með
skrifum sínum. Myndu þau fylla
dágóða bók, ef saman væri safnað.
Öll hníga þau að sama punkti: auk-
inn tegundafjöldi myndi auka neyslu
og krökkum lærist áfengisneysla
með diykkju bjórs.
Vegna tíðra utanferða íslendinga
um sinn hefur mönnum lærst að
fleira er matur en akfeitt dilkaket
og beint neyslu sinni að kjúklingum
og svínaketi. Svo hart hefur þetta
bitnað á sauðfjárbændum að urða
hefur orðið þessa ágætu vöru þeirra.
Ekki hefur þess orðið vart að heildar-
neysla landsmanna hafi aukist vegna
fleiri tegunda. Enginn byijar áfeng-
isneyslu með bjórdrykkju. Öllum
finnst bjór rammur og ófýsilegur í
fyrstu.
Lögum samkvæmt mega táningar
hvorki kaupa áfengi í vínbúðum né
fá þeir inngöngu á vínstaði. Mun því
banni fylgt svo að vel má við una.
Engu að síður berst þeim áfengi og
þá fyrir milligöngu fullorðinna.
Áfengisneysla þeirra varðar því við
lög, enda pukrast með birgðir svo
sem kostur er. í öllu mínu skóla-
starfi minnist ég þess ekki að um-
sjónarkennarar gerðu létt vín upp-
tæk — einungis sterka drykki. Bjór
var ekki þá svo tiltækur sem nú, en
hann er miklu veikari en létt vín,
og því óhentugur í þessu skyni.
Krakkar færu heldur ekki að rogast
með bjórkassa niður á Hallærisplan,
upp að Húsafelli, inn í Þjórsárdal
og Atlavík, heldur stinga á sig
brennivínsfleyg, enda auðveldara að
fela hann.
Skólayfírvöld bera ugg í brjósti
vegna síaukinnar áfengisneyslu og
er engin ný bóla. Mikið er rætt um
aukna fræðslu, en hún er vandmeð-
farin. Fyrr á árum voru okkur send-
ir siðapostular í skóla. Svo vafasam-
an taldi ég árangur komu þeirra að
ég sældist til að gefa mánaðarfrí eða
fara á skíði, ef veður hentaði. Sér á
báti reri þó Guðmundur G. Hagalín,
sem um þær mundir var í bindindi.
Efnt var til sýningar í gömlu
Heklu. Átti hún að sýna fánýti þess
að drekka áfengi. Uppi í hillu var
einkar fögur frönsk koníaksflaska
en út í frá einar tuttugu mjólkur-
flöskur, þessar forljótu íslensku
flöskur með loftbólum út um hvipp-
inn og hvappinn. Mjólkurmagn allra
þessara tuttugu var sagt jafngilda
að verði hinnar einu koníaksflösku.
Að sýningu lokinni gekk ég á hæla
þremur telpum. Ein þeirra sagði
stundarhátt við stöllur sínar: „Mér
hefur aldrei dottið í hug að drekka
áfengi, en eftir þessa sýningu held
ég að ég prófi það.“
Einsýnir bjórandstæðingar eru
síst til þess fallnir að telja unglingum
hughvarf. Táningar láta ekki blekkj-
ast af þusi þeirra að veikasta form
áfengis sé hættulegra en sterkasta
áfengi. Inn í skóla eiga þeir ekkert
erindi.
Danskir verkamenn eru sagðir
stunda bjórdrykkju í vinnu og sama
verði upp á teningnum hér verði bjór
til sölu í áfengisverslun. Sem betur
fer drekka íslenskir verkamenn ekki
áfengi við vinnu, og hefur þó
brennivín verið tiltækt. Bjór mun
engu þar um breyta, enda verður
hann síst ódýrari en brennivín miðað
við áfengismagn. Venjur og siðir eru
gjörólík á íslandi og í Danmörku.
Danir kneifa bjór en við þömbum
kaffi. Danskt kranavatn er ólyfjan
en íslenskt ljúffengt. Koma ætti fyr-
ir sem víðast drykkjarkrönum á
vinnustöðum og í skólum svo að
Jón Á. Gissurarson
„Krakkar færu heldur
ekki að rog-ast með
bjórkassa niður á Hall-
ærisplan, upp að Húsa-
felli, inn í Þjórsárdal
og Atlavík, heldur
stinga á sig brennivíns-
fleyg, enda auðveldara
að fela hann.“
mönnum lærðist að neyta þess.
Eitt hefur gleymst í allri þessari
umræðu. Mismunandi tegundir
áfengis hafa ólík áhrif á neytendur.
Brennivín æsir menn upp og gerir
þá árásargjama. Bjór róar menn.
Fá voðaverk hafa verið unnin i kjöl-
far neyslu bjórs, en þeim mun fleiri
vegna hóflausrar brennivínsdrykkju.
Islendingar neyta róandi lyfja í
óhófi. Að líkindum gæti bjór leyst
þau af hólmi. Mönnum með melting-
arkvilla reynist hollt að drekka glas
af bjór með þungmeltu kjöti.
Tökum svo saman höndum og
opnum augu ungs fólks fyrir tjóni
því sem áfengi veldur. En vonlaust
er með öllu að segja því að veikt öl
sé meiri bölvaldur en lútsterkt
brennivín.
Höfundur er fyrrverandi skóla stjóri
FERDASKRIFSTOFA FÍB
BORGARTÚNI 33 • 105 RVK SÍMAR 29997 & 622970
FERÐASK8IFST0FA FIB
ornimuin,
IFWIOÚBIU
Þjónusta okkar er öllum opin.
Hjá Ferðaskrifstofu FÍB sértiæfum við okkur í flugi og bíl, einfaldlega
vegna þess að þar getum við boðið þér vel.
Vegnatraustratengslaokkarviðýmissystursamtök í Evrópugetum við
boðið þér hagstæð bílaleigukjör eðaflutning á eigin bíl, sé þess óskað;
vandaða gistingu og skemmtilegar ökuleiðir.
Viljirðu njóta frísins í flugi og bíl, hafðu þáfyrstsamband
við okkur. Við finnum með þér vænlegustu kostina,
- í ánægjulegtfrí, nákvæmlega
að þínum óskum.