Morgunblaðið - 08.03.1988, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 08.03.1988, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. MARZ 1988 i r- LADA SPORT 4x4 LADA LUX LADA STATION LUX LADA 1200 Lada bílar 2800seldir ’87 1500, KR. 250.000.* LADA SAFIR 1300, KR. 229. Hugsaðu málið Ef þú ert í bílahugleiðingum,ættir þú að lesa þessa auglysingu tvisvar. Ræddu við sölumenn okkar um kosti LADA bílanna og vinsælu greiðslukjörin. Afgreiðslu- tíminnn er 2-4 dagar. Við eigum einnig úrval notaðra LADA bíla. Beinir símar: Nýir bílar simi: 31236 Notaðir bílar sími: 84060 Opið laugardaga frá 10-16 ÓBREYTT VERO Á MEÐ- AN BIRGOIR ENDAST BIFREIÐAR & LANDBÚNAÐARVÉLAR Suðurlandsbraut 14 107 Reykjavík, sími 38600 10 línur MICROSO HUGBÚNAÐUR F1 L Minning: Sigríður Guðjónsdóttir frá Stóru-Völlum Fædd 9. ágúst 1900 Dáin 26. febrúar 1988 • Móðir mín lést 26. febrúar síðast- liðinn, og langar mig að minnast hennar í fáeinum orðum. Hún var fædd um aldamótin 1900. Ekki ætla ég að rekja ætt hennar utan það að hún átti ætt að rekja til Jesú Krists eins og mannkyn allt. Hún var alin upp í kenningum og falsvísindum hinna skriftlærðu, mannaboðum frá Róm, er hin kaþ- ólska kirkja erfði frá Babýlon, Egyptalandi, Grikklandi, Indlandi og Pergamos í Litlu-Asíu og meðtekið sem heilagur sannleikur af þeim sem kalla sig lútherska, og hlaut sem bam heiðna skírn hjá þeim skrift- lærðu þess tíma. Hún kom í heiminn á erfiðum tíma er plágur gengu um landið, og var bamadauði þá mikill. Hún lifði ein systkina sinna, tvö dóu mjög ung. Unglingsárin vom erfið, allt unnið með handverkfæmm, smalamennsk- ur miklar og fráfæmr á ógirtum landssvæðum. Slitgigt fékk hún á unglingsárunum og hélst hún alla ævina, en þó kvartaði hún aldrei, henni leið nokkuð vel síðast og dó án þjáninga. Aldrei hafði hún nein laun utan ellilaun, og heyrði ég hana aldrei krefjast launa, en gerði það besta úr því sem til féll hveiju sinni. Hún var ekki sú manntegund sem alltaf er með sífelldar kröfur um allt mögu- legt til þess að koma þjóðinni á von- arvöl. Þeir skriftlærðu kenndu ekki hei- lög fræði um aldamótin fremur en í dag, en samt fékk mamma mín að kynnast boðskap Jesú Krists á efri ámm og las talsvert í þeim fræð- um og einnig í þeim fræðum er Guð sendi mönnum á vomm tímum, á 20. öld, í þeim boðskap var ítrekað bindindi á öllum sviðum, ég man eftir því er ég sagði henni að ekki mætti drekka kaffi eða neina vana- bindandi drykki og hún trúði því og hætti strax við kaffið. Mamma mín var 50 ár á Stóm- Völlum og átti 12 böm sem öll kom- ust til fullorðinsára, þrátt fyrir fá- tækt og mikið erfiði, en mikið lán og Guðs blessun virtist yfir öllu. Einn sona sinna missti hún á besta aldri fyrir mætti falsvísindanna sem jörðin er full af. Að endingu vil ég þakka Guði fyrir góða móður sem gerði það besta sem hún kunni og var alltaf tilbúin að hjálpa þegar þess var þörf, og einnig fyrir hjálp sem oft berst fyrir góðum nágrönnum. Mamma mín las oft í ritningunni og þekkti þessi heilögu orð Jesú: „En þetta er vilji hans sem sendi mig, að af öllu því sem hann hefur gefíð mér, skuli ég ekki láta neitt glatast, heldur uppvekja það á efsta degi. Því að þetta orð er vilji föður míns, að hver sem sér soninn og trúir á hann, hafi eilíft líf, og ég mun uppvekja hann á efsta degi. (Jóh. 6. 39-40.) Undrist ekki, því að sú kemur stund, er allir þeir, sem í gröfunum eru, munu heyra raust hans, og þeir munu ganga út, sem gott hafa gjört, til upprisu lífsins, en þeir sem illt hafa aðhafst til upprisu dómsins. (Jóh. 5. 28-29.) Óðinn Pálsson, Stóru-Völlum, Rang. í dag, þriðjudaginn 8. mars, verð- ur til molðar borin Sigríður Guðjóns- dóttir frá Stóru-Völlum í Landsveit. Sigríður fæddist 9. ágúst árið 1900 og var því á 88. aldursári er hún lést á öldrunarlækningadeild Bog- arspítalans 26. febrúar sl. Sigríður fæddist á Stóru-Völlum í Landsveit, dóttir hjónanna Guðjóns Þorbergssonar og Sigríðar Sæ- mundsdóttur. Þau hjónin eignuðust 3 börn og var Sigríður eina barn þeirra, sem komst á legg, hin dóu í frumbemsku. í vöggugjöf fékk Sigríður eindæma atgervi til líkama og sálar, þannig að varla er hægt að tala um að henni hafi orðið mis- dægurt fyrr en heilsa hennar brast, fyrir 7 árum. Hún var sterklega vaxin, samsvaraði sér vel, ljóshærð og björt yfirlitum. Sem bam og ungl- ingur lærði hún að meta hina tignar- legu náttúru, sem umlykur Land- sveitina. Lærði að virða og meta gjöfula jörðina, húsdýrin og fuglana, sem allt um kring áttu sér griðland. Enda óvíða fegurri staður en ein- mitt á þessum slóðum, þar sem gróð- urinn á í stöðugri baráttu við óblíð náttúruöflin, þar sem brunnið hrau- nið minnir á óblíðar hamfarir ná- lægra eldfjalla, þar sem hið mikla sköpunarverk er í sífelldri endurnýj- un. Sigríður gekk ung til allra verka með foreldrum sínum. Hún naut þess að vinna við slátt og annan heyskap og sagði eitt sinn frá því að bestu laun sem hún hefði fengið fyrir vinnu sína hefði verið er faðir hennar sagði eitt sinn að loknu dags- verki að nú hefði hún í fullu tré við hann í slættinum. En Guðjón var mikill atgervismaður, tröll að vexti og burðum, svo varla hefur verið heiglum hent að fylgja honum eftir við störf. 23 ára gömul giftist Sigríður ung- um búfræðingi, Páli Jónssyni frá Ægissíðu. Þau hófu þá þegar búskap á Stóru-Völlum við hlið foreldra Sigríðar. Þau eignuðust 12 börn, sem öll komust á fullorðins ár og eru 11 þeirra á lífi í dag, en einn son sinn missti Sigríður árið 1958. Niðjar þeirra Sigríðar og Páls eru nú orðnir 82, og eru 78 á lífi. Það var Sigríði mikil gleði að sjá og vita af þessum mannvænlega hópi sem hún vissulega var hreykin af. Það má nærri geta að oft var þröngt í búi þegar fæða og klæða þurfti stór- an bamahóp. Engin voru hjálpar- tækin í litla torfbænum og oft þröngt á þingi. Þijú börn sín þurfti Sigríður að láta frá sér á unga aldri vegna þrenginga heima fyrir. Er ekki að efa að henni hefur verið það sárt, jafnvel þó hún vissi að vel færi um þau þar sem þau voru alin upp. Aldr- ei mun þó Sigríður hafa heyrst kvarta eða kveina, slíkt var ekki í samræmi við eðli hennar og kjark. Hún horfði fram á veginn en ieit ekki til baka nema þá í einrúmi. Hún ól börn sín upp við þann góða sið að láta ekki deigan síga, lifa í sátt við sjálfa sig og það sem hver dagur hafði upp á að bjóða. Hún veitti þeim vemd og skjól meðan hún fann að þess þurfti en sleppti síðan af þeim hendinni, vitandi það að hver og einn verður að standa á eigin fótum og bjarga sér. Enda hefur það veganesti enst bömum hennar vel. Arið 1943 missti Sigríður mann sinn, langt um aldur fram, en hann hafði átt við vanheilsu að stríða í mörg ár. Hún hélt þó áfram búskap þar til báðir foreldrar hennar voru látnir eða til ársins 1950. Hún flutti þá til dóttur sinnar og tengdasonar, Sigríðar og Elimars Helgasonar, að Hvammi í Holtum og var þar í u.þ.b. 2 ár, en fluttist þá alfarin til -I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.