Morgunblaðið - 08.03.1988, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 08.03.1988, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. MARZ1988 45 Bara staðreyndimar, frú Kvikmyndir Arnaldur Indriðason „Dragnet". Sýnd í Laugarásbíói. Bandarísk. Leikstjóri: Tom Mankiewicz. Handrit: Dan Aykroyd, Alan Zweibel og Tom Mankiewicz. Framleiðendur: David Permut og Robert K. Weiss. Kvikmyndataka: Matthew F. Leonetti. Tónlist: Ira New- born. Helstu hlutverk: Dan Aykroyd, Tom Hanks, Christop- her Plummer og Dabney Cole- man. Joe Friday (Dan Aykroyd) er rannsóknarlögreglumaður í Los Angeles, algerlega fullkominn emb- ættismaður borgarinnar. Hann er líka algerlega fullkomin tíma- skekkja. Frændi hans, alnafni og heilög fyrirmynd var uppá sitt besta á hinum reglusömu tímum sjötta áratugarins þegar menn tóku til á skrifborðinu sínu. En þessi Joe Friday lifír í hinni kolrugluðu popp- menningu samtímans og hún fer hryllilega í taugamar á honum. Joe er aðalpersónan í gaman- myndinni „Dragnet", sem sýnd er í Laugarásbíói, og grínarinn Dan Aykroyd, sjálfur afsprengi popp- menningarinnar, leikur hann sér- lega skemmtilega af steinrunninni alvöru sem maður tengir annars ekki við hinn galsafengna Aykroyd. Hann nýtur þess greinilega að spila svolítið á stífni og formfestu og hittir á rétta strengi. „Dragnet" voru vinsælir lög- regluþættir i Bandaríkjunum á sjötta áratugnum og Aykroyd virð- ist hafa tileinkað sér alla helstu takta og tiktúrur aðalpersónunnar í þeim. Handritshöfundamir Aykro- yd, Zweibel og Mankiewicz eiga það sameiginlegt, fyrir utan að bera Bensín- stöðvar loka kl. 20 BREYTTUR opnunartími á bensínstöðvum I Reykjavík, á Seltjarnarnesi, í Mosfellssveit, Kópavogi, Garðabæ og Hafnar- firði tók gildi i gær. Astæða fyrir breyttum opnun- artíma er nýgerður samningur vinnuveitenda við verkamannfé- lagið Dagsbrún og verkamannafé- lagið Hlíf, er varðar bensínaf- greiðslumenn. Samningurinn felur í sér styttingu á opnunartíma benstínstöðvanna, þannig að fram- vegis verður lokað kl. 20.00 í stað 21.15 áður. Sölutími bensínstöðva á áðumefndum svæðum verður skv. samningi þessum: Virka daga allt árið: Opnað kl. 7.30, lokað kl. 20.00. Sunnudaga í júní, júlí, ágúst og september: Opnað kl. 9.00, lokað kl. 20.00. Aðra sunnudaga: Opnað kl. 10.00, lokað kl. 20.00. Aðrir helgidagan Opnunartími auglýstur sérstaklega. Sjálfsalar eru opnir eftir kl. 20.00. örö moiveeR HUÓMTÆKI Aykroyd og Hanks leika lögreglumennina í mynd Laugarásbíós, „Dragnet". óframbærileg nöfn, að leggja mikla áherslu á að endurskapa hið form- lega andrúmsloft þáttanna, m.a. með smásmugulegum dagbókar- færslum sögumanns (Aykroyd), sem engu máli skipta. Það sem var svo spennandi í lögguþáttunum fyr- ir 30 ámm gera þeir hlægilegt í dag. Myndin dregur næstum allt sitt grín af tímaskekkjunni Joe Friday og þótt heildarmyndin sé frekar veikbyggð má hafa mjög gaman af einstökum atriðum „Dragnet". Joe hefur einstakan áhuga á hvað tímanum líður og hvemig veðrið er á vettvangi, hann ber hag skatt- borgarana mjög fyrir brjósti, svo mjög að hann ekur lögreglubílnum helst ekki of hratt til að spara bensín. Konur höfða ekkert sérstak- lega til hans. „Það er tvennt sem skilur okkur frá dýrum merkurinn- ar,“ segir hann við félaga sinn, Pep Streebek (Tom Hanks). „Við notum hnífapör og við getum haft stjóm á kynhvötinni." Streebeck er nýi félagi Joe á vaktinni og það líður ekki á löngu áður en hann spyr Joe hvort hann sé á einhveijum sérstök- um lyfjum sem hann ætti að vita um. A þessu byggjast brandaramir í „Dragnet" og þeir eru ekki alltaf jafnfyndnir. En þökk sé Aykroyd og líka Hanks er „Dragnet" ákaf- lega geðþekk mynd og dægileg skemmtun ef væntingamar em ekki háar fyrir. Það má vera að ef maður kannast við sjónvarpsþætt- ina sem myndin er gerð eftir sé hún enn betri skemmtun. „Bara staðreyndirnar, frú“ er kjörorð hins heiðvirða Joe Friday þegar hann spyr kjaftaglöð vitni og glæpamálið sem hann fæst nú við krefst allrar athygli hans. Los Angeles, „sama borgin og lagið „We Are the World“ var hljóðritað í“, er hrikalegt spillingar- og glæpa- bæli, en er trúarflokkur er kallast Heiðingjamir standa fyrir mann- fómum og þjófnuðum og Joe og Streebek einsetja sér að tvístra honum. Með aukahlutverk fara m.a. Christopher Plummer, sem leikur glottandi forsprakka heiðingjanna, og Dabney Coleman, sem leikur smámæltan klámkóng, og það er alltaf gaman að þeim. Aðrir leikar- ar standa sig einnig með prýði. SOára afmælishátíð Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga SÚLNASAL HÓTELS SÖGU11. MARS 1988. Rúöstefnan er öllum opin. AFMÆLISRÁÐSTEFNA. DAGSKRÁ: 10.00 Mæting. 10.15 Satnlng rfttetsfnunnan Krístján Jóhannsson, formaður FVH. 10.20 Ávarp: Jón Baldvin Hannibalsson, fjármálaráðherra. 10.30 Erindi: „Parallels between the nineteen thirties and the nineteen eighties". Hvað er likt með fjðrða og níunda áratugnum. Dr. Chartes P. Kindle- berger, gistiprófessor við Middlebury College Vermont, áður prrófessor við MIT Boston. 11.05 Eríndi: Hagfianftl í hðlfa öld. Þorvaldur Gytfason, prófessor við Háskóla íslands. 11.40 Fyrirspumir og umræður. 12.00 Hádegisverður. 13.00 Erindi: „Training tomorrow’s and today’s managers.” „A 50 year European Survey". Manntun og þjðlfun stjómenda, BOérayflHR. TonyHubert, framkvæmdastjóri European Association of National FToductrvity Centers, og ritstjóri Intemational Management Development. 13.35 Fyrirspumir og umraeður. 13.55 Erindi: Hlutuark wlftaldptafranftlnga I í«lon«ku atwfamulHI. Eggert Hauksson, forstjóri Plastprents hf. 14.15 Erindi: Hagfraaftingar þá og nú. Jónas H. Haralz, bankastjóri Landsbanka íslands. 14.35 Fyrirspumir og umræöur. 14.55 Kaffi. 15.15 Hringborteumranðun Stjómandi dr. Jóhannes Nordal, bankastjóri Seðta- banka (slands. Þátttakendun Dr. Charles P. Kindleberger, Tony Hubert, Þorvaldur Gylfason, Guðmundur Magnússon, prófessor, Háskóla íslands, Ólafur Davíðsson, framkvæmdastjóri Félags ísl. iðnrekenda og Þórir Einars- son, prófessor, Háskóla íslands. 16.30 Ráðstefnulok. Ráðstefnustjóri: Guðlaugur Þorvaldsson, rikissáttasemjari. Skráning á ráðstefnuna er frá og með mánudeginum 29. febrúar til þriðjudagsins 8. mars kl. 9.00-16.00 á skrifstofu FVH í síma 62-23-70. AFMÆLISHÓF 19.00 Mæting. Mímisbaropinn. 20.00 Hátíðarkvöldverður, skemmtiatriði, dans. 03.00 Hátíðaríok. Miðasala vegna afmælishófs verður á skrifstofu FVH frá 29. febrúar til 8. mars frá kl. 9.00-12.00 og einnig eftir hádegi miðvikudaginn 2. mars og þriðjudaginn 8. mars kl. 13.00-17.00. Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga, Hallveigarstíg 1,101 Reykjavík. As-tengi Æ. Allar gerðir Tengið aldrei stál-í-stál Stteartaiyigjiuir tJJSxrðSSŒffu & © VESTURGOTU 16 SlMAR 14680 21490 Rofmagns oghand- lynarar Liprirog handhægir. Lyftigeta: 500-2000 kíló. Lyftihæð upp í 6 metra. Mjóar aksturs- leiðir. Veitum fúslega allarupplýsingar. BILDSHÖFDA 16 SIMI 672444 SIEMENS VS 9112 Öflug ryksuga • Stillanlegursogkrafturfrá 250 W upp í 1100 W. • Fjórfjöld síun. • Fylgihlutirgeymdirívél. • Sjálfinndregin snúra og hleösluskynjari. Gömlu góðu SIEMENS gæðin! SMÍTH& NORLAND Nóatúni 4 - Sími 28300
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.