Morgunblaðið - 08.03.1988, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 08.03.1988, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. MARZ 1988 33 Bretland: Hegðun hertogahjónanna í Kalif orníu gagnrýnd Lundúnum, Reuter. BRESK blöð hafa gagnrýnt hegðun hertogans og hertogaynjunnar af Jórvík meðan á tíu daga heimsókn þeirra í Kaliforníu stóð. I Bandarikjunum er heimsóknin stundum nefnd „ærslafengna konung- lega farandleiksýningin," vegna alþýðlegrar og gáskafullrar fram- komu hjónanna. Bresk blöð saka hins vegar Andrew prins og Söru konu hans um að hafa gengið of langt og að framferði þeirra hafi brotið í bága við siðareglur konungsfjölskyldunnar. Panama: Stjórnarandstæðing- ar styðja forsetann Algert öngþveiti í efnahagslífi landsmanna Panamaborg, Reuter. STJÓRNARANDSTÆÐINGAR í Panama eru i fyrsta skipti reiðubún- ir til að styðja Eric Arturo Delvalle, fyrrum forseta landsins, gegn Manuel Antonio Noriega, herstjóra Panama, sem hefur verið ákærð- ur fyrir skipulega eiturlyfjasölu í Bandaríkjunum. Algert öngþveiti ríkir nú í efnahagslífi Panama eftir refsiaðgerðir Bandaríkjamanna gegn Noriega og sljórn hans. Talsmenn stjórnarandstöðu- flokka og leiðtogar samtaka óbreyttra borgara sem betjast gegn herstjórn Noriega skýrðu frá þessu í gær og sagði einn þeirra tilgang- inn vera þann að beijast fyrir end- urreisn lýðræðis í Panama. Delvalle var rekinn úr embætti' í síðasta mánuði eftir að hann hafði í krafti embættis síns skipað Nori- ega að leggja niður völd. Noriega fékk hins vegar þingheim til að samþykkja brottrekstur forsetans. Bandaríkjamenn viðurkenna Del- valle sem hinn rétta þjóðhöfðingja landsins en það hafa stjórnarand- stæðingar ekki gert fyrr en nú. Noriega tilnefndi Delvalle til emb- ættisins fyrir tveimur árum og höfðu menn talið að ekki myndi nást samstaða um Delvalle af þess- um sökum. Bandaríkjamenn hafa gripið til refsiaðgerða gegn Panama í því skyni að bola Noriega frá völdum. Bankastarfsemi liggur niðri í landinu og öngþveiti ríkir í efna- hagslífinu eftir að Bandaríkjamenn tóku fyrir flutning á bandarískum gjaldeyri til landsins en Bandaríkja- dollar er gjaldmiðill landsmanna. Reiðufé er mjög af skornum skammti og mátti í gær víða sjá skilti í verslunum þar sem sagði að einungis væri tekið við greiðslum í reiðufé. Sögusagnir eru á kreiki í Panamaborg um hugsanleg við- brögð stjómarinnar og telja sumir bankamenn að nauðsynlegt kunni að reynast að skipta um gjaldmiðil eða þjóðnýta bankareikninga. Fulltrúar um 200 hópa stjómar- andstæðinga sem ganga undir sam- heitinu „Krossferðin" og andstæð- ingar Noriega á þingi vinna nú að því að koma saman áætlun um endurreisn lýðræðis í Panama. Stuðningurinn við Delvalle er bund- inn því skilyrði að hann fallist á áætlanir „krossfaranna“ um endur- reisn lýðræðis og mun vera gert ráð fyrir því að hann verði forseti bráða- birgðastjórnar sem taki við völdum af Noriega. Bresk æsifréttablöð gerðu sér mikinn mat úr djörfum klæðaburði Söru í veislum með stjörnum Holly- wood-borgar. Þótti þeim klæðnað- urinn ekki sæmandi vanfærri konu, en Sára á von á sér í ágúst. The Sunday Times varpaði einnig fram þeirri spumingu hvort hjónin hefðu ekki eytt of miklum tíma í veislur, í stað þess að kynna breska menn- ingu og breskan iðnað, sem var helsta markmið fararinnar. „Her- togahjónin eyddu minna en sjö klukkustundum á tíu dögum til að stuðla að viðskiptum við Breta,“ segir meðal annars í blaðinu. Anthony Holdfen, sem skrifaði ævisögu Karls Bretaprins, segir í viðtali við The Sunday Times að hjónin hafi alls ekki gætt hagsmuna Breta, heldur hafí þau „eytt meiri tíma og orku í að gera konungs- fjölskylduna að einni grein skemmtiiðnaðarins." I einni veislunni hrópaði matar- gestur „við elskum þig, Fergie“, og hertogaynjan svaraði: „ég hitti þig seinna“, við mikil fagnaðarlæti gestanna. Þá laust hún plastflösku í höfuð eiginmanns síns í upptöku- veri nokkru. í grein um hertogaynjuna í Ob- server, sem ber yfirskriftina „Nýja stjarnan í hinni konunglegu Dallas- fjölskyldu," segir: „Það er sök sér að spauga við börn sem færa blóm- vendi og segja þeim hvað sælgæti sé gott, en alvarlegra er að vera með tvírætt glens við brenglaðan strigakjaft í Hollywood." í The Observer segir einnig að svo virðist sem eitthvað hafi farið úrskeiðis með „ævintýrið um kon- ungsfjölskylduna“ og að sú upp- Ijóstrun hertogaynjunnar, að kon- ungsíjölskyldan snúi handfanginu á salernisskálinni upp til að sturta niður, sé óviðeigandi. „Ef til vill er það áhugavert rannsóknarefni fyrir sagnfræðinga sem sérhæfa sig í pípulagningum, en þetta spillir dul- úðinni að nokkru leyti." I dag munu demókratar í 20 ríkjum og repúblikanar I 17 ríkjum ganga til atkvæöa til þess aó velja fulltrúa á landsfundi flokka sinna, en þeir munu velja forsetaefnin. Aldrei fyrr hafa jafn-mörg ríki haldiö forkosningar á einum og sama degi FRAMBJÓOENDUR: George Bush Robert Dole Pat Robertson Jack Kemp Repúblikanar útnefna forsetafram- bjóöanda sinn á landsfundi, sem haldinn verður í New Orleans oa hefsf 15. ágúst. Par sitja 2.277 full- trúar og þarf því a.m.k. 1.139 fulltrúa til þess aó sigra. í dag veröa kosnir 753 fulltrúar -- 33% allra fulltrúa á landsfundi. en 66% þess fjölda sem dugirtll slgurs. FRAMBJÓÐENDUR: Michael Dukakis Jesse Jackson Richard Gephardt Albert Gore Paul Simon Gary Hart Demókratar útnefna forsetafram- bjóóanda sinn á landsfundi, sem haldinn veröur I Atlanta og hefst 18. júlf. Þar sitja 4.162 full- trúar og parf því a.m.k. 2.082 fulltrúa til þess aö sigra. I dag veróa kosnir 1.307 fulltrúar -- 31% allra fulltrúa á landsfundi, eöa nærri 63% þess fjölda sem dugir til sigurs. Heimild: Reuter Robert Dole gerir sér litlar vonir um að ná niklum árangri í dag, en að sögn starfsmanna hans vonast þeir til þess að Dole og Robertson nái að naga nógu mikið fylgi af Bush til þess að vinnandi vegur sé Morgunbla&ö / AM að ná sér á strik þegar leikurinn berst til norður- og miðvesturríkj- anna, en þar telur Dole sig geta skotið Bush ref fyrir rass. Kosningaspekúlantar benda þó á að þessi áætlun Doles sé áhættusöm í meira lagi — því verði Robertson honum hlutskarpari í dag sé vafa- samt að hann eigi nokkra möguleika. Hinir frjálslyndari sækja í sig veðrið meðal demókrata Talið er að hinir ftjálslyndari meðal demókrata muni vinna á í dag — þveröfugt við það sem flokks- broddar demókrata höfðu vonast til. Þeir lögðu á ráðin um forkosningarn- ar í dag og ætluðust til þess að sú staðreynd að kosið er í 20 ríkjum í einu, en flest þeirra heyra til Suð- urríkjanna, myndi hvetja íhaldsama demókrata til þess að kjósa annað hvort einn úr sínum hópi eða að minnsta kosti miðjumann. Ástæðu þessa ráðabruggs má rekja til þess að undanfarin ár hafa demókratar í Suðurríkjunum, sem oftlega eru íhaldssamari en repúblik- anar í norðri, hneigst til þess að kjósa frambjóðanda reúblikana frek- ar en að kjósa demókrata, sem þeir telja allt of ftjálslyndan. Þar að auki óttast landsnefnd Demókrataflokks- ins að flokkurinn tapi forsetakosn- ingum í fimmta skiptið á 20 árum ef frambjóðandi flokksins höfði ekki til nógu breiðs hóps. Nú stefnir hins vegar allt í það að miðjumennirnir, þeir' Gore og Gephardt, kaffæri einfaldlega hvor annan, en þeir Jackson og Dukakis hagnist á. I síðustu kosningum bar .Jackson sigur úr býtum í Louisíana, Miss- isippi, Suður Karólínu og Virginíu, en þá voru þrír um hituna. Nú eru þeir fjórir og ætti það að auka mögu- leika Jacksons, því ef að líkum lætur mun hann halda atkvæðum negra óskertum, en atkvæði hvítra dreifast víðar en síðast. Um þriðjungur kjós- enda Demókrataflokksins í Suð- urríkjunum er svartur. Reuter Hertogaynjan af Jórvík með föður sínum, Ronald Ferguson, eftir pólóleik sem fram fór til að styrkja líknarstarfsemi. Faðir hennar er í liði lífvarðasveitarinnar, The Guards. Blaðbemr Símar354 08 og 83033 MIÐBÆR GARÐABÆR Lindargata 39-63 o.fl. Mýrar Hverfisgata 4-62 ■ AUSTURBÆR Laufásvegur 58-79 o.fl. Sigtún ÚTHVERFI KOPAVOGUR Sogavegur 112-156 Kársnesbraut 7-71
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.