Morgunblaðið - 08.03.1988, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 08.03.1988, Blaðsíða 70
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. MARZ 1988 3£k Sjómannasamband íslands: Stj órnvöldliimdsa Verð- lagsráð og ákveða fískverð Sjómannasamband íslands sendi í gær frá sér eftirfarandi greinar- gerð í framhaldi af ákvörðun Verðlagsráðs sjávarútvegsins um óbreytt fiskverð. Aðdragandi þessarar ákvörðunar er eins og svo oft áður í hæsta máta einkennilegur. Þrátt fyrir fundahöld i Verðlagsráði og síðan í vfimefnd Verðlagsráðs er einsýnt að sú ákvörðun, sem þar var tekin, var ákveðin á öðrum vettvangi en í Verðlagsráði. Þessi staða hefur oft komið upp áður, þ.e. að ríkisstjórnir ákveði fiskverð, þó svo að Verðlags- ráð sjávarútvegsins sé lögskipaður ákvörðunaraðili. I drögum að verðlags- og þjóð- hagsspá fýrir árið 1988, sem dag- sett er 29. febrúar sl., er reiknað með almennum launabreytingum í samræmi við kjarasamning Verka- mannasambandsins og vinnuveit- enda. Jafnframt er gert ráð fyrir óbreyttu fiskverði í drögunum. Þetta sýnir að fundir Verðlagsráðs hafa, eins og svo oft áður, verið sýndarmennskan ein. Sambandsstjórn SSÍ telur að hér sé um alvarlega íhlutun ríkisvaldsins að ræða í launakjör sjómanna. Eins og margoft hefur komið fram hafa laun sjómanna síst hækkað meira en laun annarra launþega í landinu, auk þess sem fyrirséður er aflasam- dráttur á þessu ári. Sambandsstjóm SSI mótmælir því harðlega þessari framkomu ríkisvaldsins. I framhaldi af þessu telur sam- bandsstjóm SSÍ að taka þurfi til alvarlegrar íhugunar tillögugerð til ^ffings sambandsins í haust, hvort Sjómannasambandið eigi að draga fulltrúa sinn út úr Verðlagsráðinu í framtíðinni. Með hliðsjón af þeirri stöðu sem upp er komin í Verðlagsráði sjávar- útvegsins og skírskotun til greinar 1.32 í kjarasamningi SSÍ og LÍÚ um gengisbreytingu, samþykkir sambandsstjóm að beina þeirri ein- dregnu áskomn til allra sambands- félaga að þau segi nú þegar upp kjarasamningum. Sannleikurinn um tekjubreytingu hjá sjómönnum á botnf iskveiðum á síðasta ári A undanfömum mánuðum hafa ýmsir verið með hástemmdar yfirlýs- ingar um miklar hækkanir á tekjum sjómanna á síðasta ári. Hafa menn vitnað til þess að hátt verð hafi feng- ist á fiskmörkuðunum, auk þess sem fiskverð hafi verið gefið fijálst sl. vor og hækkað verulega af þeim sökum. Fiskverð til sjómanna hafi því hækkað umfram laun annarra stétta í landinu. En hver er sannleikurinn í málinu? Meðfylgjandi tafla sýnir vísitölur um hlut sjómanna í flskverði á ámn- um 1986 og 1987, ásamt skýringum. Eins og fram kemur í töflunni hækk- aði hlutur sjómanna í fiskverði um 27,7% milli áranna ef miðað er við að allir mánuðir ársins vegi jafnt. Séu tölurnar hins vegar vegnar með aflasamsetningu ársins 1986 mælist hækkunin minni, eða 26%. Afla- aukningin milli áranna er talin vera um 8% og er þá tekjuaukning sjó- manna um 36—38% ef ekki er reikn- að með Ijölgun í sjómannastéttinni frá árinu áður. Einnig er rétt að geta þess að fískverðshækkunin um áramótin 1986/1987 var talin um 8%, en vegna breytinga á frádrætti vegna þyngdar hækkaði þorskverð til togarasjómanna lítið sem ekkert. Hækkun aflahluta hjá togarasjó- mönnum er því mun minni en fram kemur í töflunni. Nýlega var skýrsla LÍÚ um afla og aflaverðmæti togaranna birt. Samkvæmt úttekt sem undirritaður gerði á skýrslunni á aflahlutum sjó- manna á minni togurunum er hækk- unin á tekjum þeirra um 26% milli áranna 1986 og 1987. Þetta stað- festir það sem áður var sagt að sjó- menn á togurunum fengu minna út úr fiskverðsbreytingunni um ára- mótin 1986/1987 en fram kemur í töflunni. Almennar launahækkanir Samkvæmt fréttabréfi Kjara- rannsóknamefndar hækkaði greitt meðaltímakaup verkafólks nálægt 36% milli áranna 1986 og 1987 og greitt meðaltímakaup iðnaðarmanna hækkaði nálægt 50% á sama tíma, ef reiknað er með umsaminni taxta- hækkun milli 3. og 4. ársfj. 1987. Þær tölur sem fram koma í frétta- bréfí Kjararannsóknarnefndar gefa því ekki tilefni til staðhæfinga um miklar hækkanir á tekjum sjómanna umfram aðra á síðasta ári. Þvert á móti sýna tölurnar glögglega að sjó- menn hafa síst fengið meira í sinn hlut en aðrir launþegar í landinu. Auk þess má benda á að á þessu ári er fyrirséð að tekjur sjómanna koma til með að dragast saman vegna samdráttar í botnfiskaflanum. Þær tölur sem hér hafa verið rakt- ar sýna að þær yfírlýsingar sem að undanfömu hafa verið gefnar út um miklar hækkanir á tekjum sjómanna umfram aðra eru helber ósannindi. Málflutningur sem slíkur verður að teljast ámælisverður, svo ekki sé meira sagt. Skiptaverð til sjómanna Vísitölur (jan. 86=100) Kongsaa kyrrsett Seyðisfirði. SJÓPRÓF vegna björgunaraðgerða ms. Stálvíkur við danska vöruflutn- ingaskipið Kongsaa og vegna áreksturs skipanna sem varð við björgun- inna voru haldin hér á Seyðisfirði sl. laugardag. Skipstjórum Kongsaa og Stálvíkur ber ekki saman hvort um aðstoð eða björgun hefur ver- ið að ræða. Framkvæmdastjóri Þormóðs ramma, útgerðarfélags iMktálvíkur, hefur gert kröfu um 20 milljóna króna bankatryggingu útgerðarfélags Kongsaa vegna björgunarlauna og tjóns á Stálvík og hefur bæjarfógetinn á Seyðisfirði kyrrsett skipið þar til bankatrygg- ingin hefur verið lögð fram. Þá hafa dómkvaddir menn verið fengnir til að meta Kongsaa. Framkvæmdastjóri útgerðnrfélags Kongsaa er kominn til landsins og varahlutir í skipið eru á leiðinni. Skipstjóri Kongsaa, Per Benneds- en, sem einnig er vélstjóri skipsins, telur að skip hans hafí verið statt 3,6 sjómílur frá Raufarhöfn er vélar- bilun átti sér stað og ein sjómíla hafí verið frá landi er búið var að festa togvírinn úr Stálvík í skipið. Hann segist hafa verið búinn að setja út annað akkerið og það hafi verið farið að taka í og ferð skipsins að landi hafí því verið orðin minni. Hann hafi ætlað að setja hitt akkerið út þegar skipið væri komið upp á meiri grynningar. Þá segist skipstjóri Kongsaa hafa verið í sambandi við Siglufjarð- arradíó þegar vélarbilunin átti sér stað og þeir hjá radíóinu hefðu sagt að það væri skip þarna rétt hjá sem gæti verið komið eftir klukkutíma ef Kongsaa þyrfti á björgun að halda. Hann segist hafa beðið Siglufjarð- arradíó um aðstoð við að draga skip- ið frá landi. Hann segist ekki telja að skipið hafí verið í bráðri hættu með að stranda. Eftir að búið var að festa togvírinn úr Stálvíkinni í skipið og farið var að draga, segist hann ítrekað hafa spurt hvert ferð- inni væri heitið en ekki fengið svör frá Stálvíkinni. Loks segist hann hafa fengið að vita það hjá Þorvaldi Jónssyni umboðsmanni útgerðarfé- lags Kongsaa. Amgrímur Jónsson, skipstjóri á Stálvíkinni, segir að þegar þeir hafi komið að Kongsaa hafí vindhraði verið um 7 til 9 vindstig, Kongsaa verið statt um 3,5 sjómílur frá iandi og rekið á nvkilli ferð að landi og litlar iikur á að skipstjórinn gæti stöðvað skipið áður en það ræki upp í fjöru. Þegar búið var að komna togvímum í Kongsaa hafí verið 1,8 sjómílur að landi. Þegar bytjað var að draga hafí komið í Ijós að togvír- inn hafí verið festur bakborðsmegin í Kongsaa en stjómborðsmegin í Stálvíkinni. Amgrimur sagði að því hafi þeir ákveðið að fara inn á Eiðisvík og leita þar vars til að setja annan togvír í Kongsaa og hafí danska skipstjóranum verið greint frá því. Þeir hafí beðið hann að færa togvír- inn frá bakborða yfír á stjómborða svo víramir lægju ekki á víxl. Þeir hefðu fengið þau svör frá skipstjór- anum að þetta væri ofviða áhöfn hans en um borð í Kongsaa voru, auk skipstjórans, 67 áragamall stýri- maður, einhentur maður um fertugt og íjórir unglingar. Arngrímur segist þá hafa beðið skipstjórann á Kongsaa að sleppa vímum en hann hafí neitað því. Skipstjórinn á Kongsaa segist ekki hafa skilið hvers vegna flytja þyrfti vírinn. Amgrímur sagði það ekki rétt því þeir hafí þrefað um það í klukk- utíma. Þegar ljóst var að danski skip- stjórinn hafí hvorki ætlað að flytja vírinn né sleppa honum hafí þeir ákveðið að kasta annarri línu til þeirra og því siglt upp að Kongsaa. Um leið og þeir hafi beygt framfyrir Kongsaa og kastað línunni um borð festist togvírinn, sem var á milli ski- panna, í botni og stefni Kongsaa rakst á afturhluta Stálvíkur með þeim afleiðingum að gat kom á Stálvíkina undir sjólínu. Skipstjóri Kongsaa kallaði þá á Stálvíkina og spurði hvað væri að gerast og var honum þá sagt að gat hefði komið á Stálvíkina undir sjólínu og verið væri að reyna að þétta það. Hann var þá spurður-utn skemmdir á skipi hans og sagði hann þá að rifa hefði komið á stefni Kongsaa fyrir ofan sjólínu. Skipstjóra Kongsaa var þá sagt að Stálvík yrði að leita betra vars og ætli þeir því inn á Gunnólfsvík til að reyna að þétta gatið betur. Arngrímur segir að þá þegar hafí þeir boðið honum áframhaldandi björgun með Þorsteini EA eða Stapavík SI 2 án frekari aukagreiðslu en því hafnaði skip- stjóri Kongsaa. Framkvæmdastjóri Þormóðs ramma, útgerðarfélags Stálvíkur, lagði fram í sjóréttinum afrit af bréfí sem senl hafði verið Þorvaldi Jóns- syni umboðsmanni úgerðarfélags Kongsaa með póstfaxsendingu strax og ljóst var að Stálvíkin hafði skemmst. Bréfíð staðfestir að áfram- haldandi björgun var boðin. Arng- rímur benti einnig sjóréttinum á að segulbandsupptökur væru til hjá Si- gluíjarðarradíói af öllum samtölum vegna þessarar björgunar. Siglu- fjarðarradíó hefði tekið þau upp sam- kvæmt beiðni Þorvaldar Jónssonar. Dómari í sjóréttinum var Eyþór Þorbergsson, fulltrúi sýslumanns N- Mulasýslu. Meðdómendur voru Trausti Magnússon, skipstjóri á Ottó Wathne og Stefán Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Vélsmiðju Seyðisfjarð- ar. Dómtúlkur var Þóra Guðmunds- dóttir. Garðar Rúnar 1986 % 1987 % Janúar 100,0 122,4 5)11,1 Febrúar 106,0 1)6,0 125,7 5) 2,7 Mars “ Apríl “ “ Maí 106,5 2) 9,57 “ Júní 108,7 3) 2,0 136,9 6) 8,9 Júlí “ 146,5 7) 7,0 Ágúst “ 144,6 8)+1,3 Sept. 110,2 4)1,4 “ Okt. “ “ Nóv. “ 150,2 9) 3,9 Des. “ 155,9 3,8 107,6 137,4 27,7 1. 1. febrúar 1986 hækkaði al- mennt fískverð um 3,5%. Jafnframt hækkaði kostnaðarhlutdeild til skipta um 2,5%, þannig að hlutur sjómanna í skiptaverði hækkaði í heildina um 6%. 2. Við sjóðakerfísbreytinguna 15. maí 1986 hækkaði skiptaverð til sjó- manna að meðaltali um 1%. Þar sem breytingin verður um miðjan mánuð kemur helmingur hækkunarinnar fram í maítölunni, en restin kemur fram í júnítölunni. 3. Almennt fískverð hækkaði um 1,5% 1. júní 1986. Hækkunin hér er talan 2% sem er 1,5% fiskverðs- breyting og 0,5% sem kemur fram í júní vegna sjóðakerfisbreytingar- innar. 4. 1. september 1986 hækkaði skiptaverð til sjómanna úr 70% í 71% af brúttóverði, sem þýðir 1,4% hækkun skiptaverðs. Þessi hækkun var hluti af fískverðsákvörðuninni frá 1. júní. 5. MeðalhækkUn almenns físk- verðs 1. janúar 1987 er talin vera um 8%. Jafnframt hækkaði skipta- verð til sjómanna hinn 15. janúar úr 71% af brúttóverði í 75%, eða um 5,6% vegna kjarasamninga sjó- manna og útvegsmanna. í tölunum eru því 11,1% af hækkuninni tekin inn 1. janúar og 2,7% 1. febrúar, eða samtals 14,1%. 6. 15. júní 1987 var almennt físk- verð gefíð fijálst. Að mati SSÍ hækk- aði fiskverð að meðaltali um 15% frá síðasta Verðlagsráðsverði, þegar verðið var gefíð fijálst. I vísitölunum kemur helmingur hækkunarinnar fram í júní en afgangurinn kemur fram í júlítölunni. Jafnframt hækk- aði skiptaverð til sjómanna úr 75% í 76% af brúttóverði sem þýðir 1,3% í skiptaverði. Heildarhækkunin í júní er því 8,9%. 7. Hér kemur fram afgangurinn af 15% hækkuninni frá 15. júní þeg- ar fískverð var gefíð fijálst og er það 7%. 8. Vegna hækkunar á olíuverði lækkaði skiptaverð til sjómanna aft- ur í 75% af brúttóverði eða um 1,3% frá 1. ágúst. 9. 16. nóvember 1987 tók gildi nýtt lágmarksverð frá Verðlagsráði sjávarútvegsins. Var verðið ákveðið 24% hærra en síðastgildandi Verð- lagsráðsverð. Að mati SSÍ komu um 15% af þessari 24% hækkun til sjó- manna 15. júní sl., en 7,8% frá 16. nóv. í vísitölunum koma því 3,9% fram í nóvember og 3,8% í desember eða samtals 7,8%. 10. Aflaaukning á föstu verðlagi milli áranna 1986 og 1987 er talin vera um 8%. Hlutur sjómanna í skiptaverði hækkaði um 27,7% á sama tíma. Aflahlutir sjómanna hækka því um nálægt 37,9% að meðaltali milli áranna 1986 og 1987. Kjarasamningar VMSÍ og VSÍ: Felldir í 35 félög- 1 1 • * r7 um, saj HOV tó ítir i7 Verkamannasambandi íslands félögum, en samþykktir í 7 höfðu síðdegis í gær borizt ver kalýðsfélögum. Hér fer á upplýsingar um að nýgerðir eftir listi VMSÍ yfir atkvæða- kjarasamningar við vinnuveit- greiðslur í hinum einstöku fé- endur hefðu verið felldir í 35 lögunum. Auðir Félög Félagsm Já Nei ógildir Vmf. Dagsbrún 4.497 240 217 Vlf. Stykkish. 261 20 10 Vlf. Valur 116 7 1 Vlf. Miðneshreppur 460 30 18 Vkf. Keflav., Njarðv. 852 37 25 7 Vlf. Keflavík 1.275 28 19 . 14 Vmf. Hlíf 784 33 32 Vkf. Framsókn 3.565 113 134 5 Vlf. Akraness 743 11 85 7 Vlf. Borgarness 608 14 36 1 Vlf. Afturelding 125 17 24 5 Vlf. Jökull Ó. 287 7 18 6 Vlf. Stjarnan 157 1 37 Vkf. Aldan 369 1 45 Vmf. Fram Sk. 296 11 27 Vlf. Ársæll 98 1 23 1 Vlf. Eining 3.131 . 119 348 Vlf. Húsavík 756 8 87 14 Vlf. Raufarhöfn 169 8 52 Vlf. Þórshaf. 161 1 20 Vlf. Vopnafj. 227 26 53 6 Vlf. Bol-garfj. 63 5 14 2 Vmf. Fram Se. 210 0 41 Vlf. Fljótsd. 190 9 18 Vlf. Norðfirð. 492 6 138 12 Vmf. Árvakur 305 21 121 4 Vlf. Reyðarfj. 125 4 47 2 Vlf. Fáskrúðsf. 228 1 47 Vlf. Stöðvarf. 90 12 26 3 Vlf. Breiðdæl. 95 6 21 - 2 Vlf. Djúpavogs 153 1 17 2 Vlf. Jökull H. 303 3 83 Vlf. Samheiji 134 Vlf. Víkingur 98 0 6 Vlf. Vestmannaeyj. 412 6 13 Vlf. Rangæing. 264 2 26 1 Vlf. Bjarmi 135 0 33 Vlf. Báran 182 9 19 1 Vlf. Þór 521 4 70 1 Vlf. Boðinn 275 6 52 3 Vlf. Grindav. 236 37 44 Vlf. Gerðahr. 230 6 13 Vkf. Framtíðin 665 8 94 3 Samtals 25.616 879 2.254 102
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.