Morgunblaðið - 08.03.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.03.1988, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. MARZ 1988 VEÐUR Hitaveita Suðurnesja: Hverflar í stromp- virkjun frá Israel Grindavík. STJÓRN Hitaveitu Suðurnesja staðfesti fyrir sl. helgi kaupsamn- ing við Ormat Turbines Ltd. í ísra- el um kaup á þrem Ormat-hverfl- um og búnaði sem þarf til að virkja strompgufuna frá orkuverinu í Svartsengi og framleiða 3,6 megawött af rafmagni. Kaupverð vélanna er 123,5 milljónir króna en áætlaður heildarkostnaður við strompgufuvirkjunina, með til- heyrandi húsi og gufulögnum, er um 200 milljónir króna. Að sögn Júlíusar Jónssonar, fram- kvæmdastjóra fjármálasviðs Hita- veitu Suðumesja, fór hann til ísraels ásamt Finnboga Bjömssyni stjómar- formanni, Bimi Stefánssyni inn- kaupastjóra og Albert Albertssyni framkvæmdastjóra tæknisviðs til að sjá um kaupin. „Hverflamir þrír, sem keyptir voru, munu nota lágþrýsta gufu frá strompunum í Svartsengi, alls 15,6 kíló á sekúndu til að framleiða raf- magn, alls 3.720 kílówött brúttó,“ sagði Júlíus. „Auk hverflanna var keyptur stjóm- og rafmagnsbúnaður, auk þess sem seljandi gefur hitavei- tunni kost á kaupum á fleiri OEC- vélum, a.m.k. tveim og allt að sex, með svipuðum tæknilegum skilyrðum og þær vélar sem nú hafa verið keypt- ar. Verð á þeim er í kringum 33,5 milljónir króna hver vél. Heildar- kostnaður vegna þessarar virkjunar er áætlaður um 200 milljónir króna með tilheyrandi húsi og gufulögnum fyrir allt að sjö vélar. Ef miðað er við 20 ára afskrift- artíma, 6% vexti, helmingi hærri rekstrarkostnað á ári en gefínn er upp af framleiðanda og 6.200 stunda nýtingartíma, kemur í Ijós að orku- verð frá virkjuninni er 0,95 krónur á kílówattstund en kostar nú frá Lands- virkjun 1,67 krónur á kílówattstund. Einnig má taka tillit til minna ork- utaps vegna styttri flutningsleiða, aukins rekstraröryggis og minni tær- ingar í og við orkuver. Ef keyptir verða síðar þrír hverflar til viðbótar væri orkuverð frá þeim, miðað við sömu forsendur, um 0,63 krónur á kílówattstund," sagði Júlíus. Kr. Ben. Morgunblaðið/Sigrún Séð yfir flóðið í Dynskógum, tæki bæjarins við vinnu til bjargar öðrum húsum. Á innfelldu myndinni heldur eigandi hússins í Dyn- skógum 12, Sigrún Sigurjónsdóttir, hendinni í þeirri hæð á hurðinni sem vatnshæðin var í kjallaranum á mánudagsmorgun. Hveragerði: Skemmdir af völd- um leysingavatns Hveragerði. MIKIL úrkoma var hér í nótt og í morgun flæddi vatn um götur bæjarins. Verst var ástandið við Dynskóga en þar höfðu göturæs- in engan veginn undan og mynd- aðist þar uppistöðulón. I húsi nr. 12 við Dynskóga hálf fylltist kjallarinn af vatni, en hann er mikið niðurgrafinn. Urðu þar töluverðar skemmdir, m.a. flæddi vatn inn í bifreið sem stóð í bílskúr í kjallaranum. Starfs- menn . Hveragerðisbæjar gerðu stiflugarð við húsið og dældu síðan vatninu upp með öflugum dælum. Varmá streymir fram kolmórauð og gerir nýja ræsið sem byggt var á síðasta ári ekki betur en að rúma flauminn. Reynir nú í fyrsta sinn á það hvort það er nógu stórt en margir spáðu illa fyrir því meðan það var í byggingu. Var mörgum það þyrnir í augum að ekki var byggð brú yfír Varmá í stað hinnar gömlu, en í hennar stað sett steypt ræSÍ' Sigrún Lést eftir bruna á Kleppsvegi Maðurinn, sem lést eftir bruna að Kleppsvegi 90 á föstudag, hét Ragnar B. Guðmundsson. Ragnar var 52 ára gamall, fædd- ur 15. júlí 1936. Hann var ókvænt- ur og barnlaus. Aðalfundur Starf smannaf élags Reykjavíkurborgar: í DAG kl. 12.00: Heimild: Veðurstofa Islands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 i gær) VEÐURHORFUR í DAG, 8.3.88 YFIRLIT f gær: Búist er við stormi á SV-djúpi. Á suðvestanverðu Graenlandshafi er hægfara 975 mb lægð, og dálítil lægð sem er að myndast fyrir norðan land mun hreyfast norðaustur. SPÁ: Suð- og suðvestanátt um land allt, víðast kaldi. Él verða um vestanvert landið, en þurrt og léttskýjað um landið austanvert. Hiti nálægt frostmarki. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á MIÐVIKUDAG: Vestan- og suðvestanátt og vægt frost um mestallt land. Él á vestanverðu landinu og á annesjum norðan- lands, annars léttskýjað. HORFUR Á FIMMTUDAG: Suð- og suðvestanátt og frostlaust. Súld eða rigning á Suður- og Vesturlandi, en úrkomulitið á Norð- ur- og Austurlandi. xm VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hitl veður Akureyri 8 alskýjað Reykjavfk 7 súld Bergen 3 léttskýjað Helsinki +1 snjókoma Jan Mayen +2 alskýjað Kaupmannah. 3 skýjað Narssarssuaq +5 snjókoma Nuuk +9 snjókoma Osló 1 léttskýjað Stokkhófmur 1 snjóél Þórshöfn 4 súld Algarve 17 heiðskírt Amsterdam 7 lóttskýjað Aþena vantar Barcelona vantar Berlín 3 hálfskýjað Chicago +1 heiðskirt Feneyjar 6 alskýjað Frankfurt 4 skúr Glasgow 7 alskýjað Hamborg 4 skýjað Las Palmas 17 alskýjað London 8 skýjað Los Angeles 13 mistur Lúxemborg 3 skýjað Madrld 12 léttskýjað Malaga 19 heiðskírt Mallorca vantar Montreal 2 skýjað New York 3 heiðskírt París 8 hélfskýjað Róm 12 skýjað Vin 4 rigning Washington 2 heiðskfrt Winnipeg +2 alskýjað Vatencla 19 hálfskýjað Lagabreytingu um eignaskipti hafnað Á AÐALFUNDI Starfsmannafé- lags Reykjavíkurborgar, sem haldinn var á laugardaginn, var tillögu um breytingu á lögum félagsins hafnað af miklum meirihluta fundarmanna. Hefði tillagan verið samþykkt hefðu félagsmenn, sem ætla að stofna ný félög í samræmi við ákvæði nýrra samningsréttarlaga opin- berra starfsmanna, átt rétt til hluta eigna félagsins í samræmi við þeirra sem ganga úr félaginu. Fundurinn var ijölmennur og greiddu 420 manns atkvæði. 117 samþykktu breytingu á lögum fé- lagsins eða 27,9%, en 299 höfnuðu breytingunni eða 71,2%. Fjórir seðlar voru auðir og ógildir. Þtjá fjórðu hluta atkvæða á fundinum eða 315 atkvæði hefði þurft til þess að fá lagabreytinguna samþykkta. „Ég er afskaplega ánægður og það sem er kannski ánægjulegast við þetta er að fá svona mikinn mannfjölda á þennan aðalfund og taka afdráttarlausa afstöðu í þessu máli. Hitt er svo annað mál að við eigum eftir að jafna þann ágrein- ing, sem þama var og sem sannir félagsmenn hljótum við að vinna að því,“ sagði Haraldur Hannesson, formaður félagsins í samtali við Morgunblaðið. Hann sagðist hafa borið fram tillögu í lok fundarins þess efnis að stjóm yrði heimilað að ganga til viðræðna við nýstofnuð stéttarfé- lög um sameiginleg afnot af fas- teignum félagsins um lengri eða skemmri tíma vegna þess fólks sem kæmi úr Starfsmannafélagi Rey kj avíku rborgar. Létust í eldsvoða í Búðardal Mennimir tveir, sem létust í eldsvoða í Búðardal á föstudags- kvöld, hétu Guðmundur Ingvars- son og Leifur Gísli Ragnarsson. Guðmundur bjó að Ægisgötu 5 í Búðardal. Hann var 66 ára gam- all, fæddur 1922. Leifur Gísli bjó í Fremri-Hundadal í Miðdalahreppi. Hann var 53 ára gamall. Mennimir vora báðir ókvæntir og barnlausir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.