Morgunblaðið - 08.03.1988, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 08.03.1988, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ, ÞR®JUDAGUR 8. MARZ 1988 6f Minning: Anna Stefáns- dóttir bankaritari Fædd 20. september 1892 Dáin 26. febrúar 1988 í dag fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík útfor Önnu Stefáns- dóttur, fyrrverandi bankaritara í Útvegsbanka íslands hf. Anna Stefánsdóttir fæddist að Arkarlæk í Borgarfjarðarsýslu 20. september 1892 og var á 96. aldurs- ári er hún andaðist í Landspítalan- um hér í borg mánudaginn 22. febr- úar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Vigdís Sigurðardóttir og Stefán Ingvars- son, búendur á Akralæk. Föðurfor- eldrar hennar voru Vilborg Jóns- dóttir og Ingvar Einarsspn, Rang- æingar er bjuggu á Bjöllu í Lands- sveit. Móðurforeldrar Önnu voru Borgfirðingar, Anna Sveinsdóttir og Sigurður Jónsson, er bjuggu í Tungufelli í Lundarreykjadal. Anna átti eina alsystur, Elísa- betu, og einn hálfbróður, Stefán, sem ólst upp hjá séra Jens Páls- syni, prófasti í Görðum. Anna Stefánsdóttir fluttist átta ára gömul með foreldrum sínum að Háteigi í Garðahverfí á Álfta- nesi. Þar lauk hún bamaskólanámi. Eftir fermingu braust hún af eigin rammleik áram til frekara náms í Flensborgarskólanum í Hafnarfirði og lauk þaðan fullnaðarprófí 1910. Hvem skóladag fór hún fótgang- andi ijöruveginn frá Háteigi að Flensborgarskólanum og barðist oft Birting af- mælis og minningar- greina Morgunblaðið tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafnar- stræti 85, Akureyri. við hörð vetrarveður. Sagði hún frá því að jafnan hafí hún haft skó- og sokkaskipti við bæjarmörk Hafn- arfjarðar. Ánna Stefánsdóttir lét sér ekki nægja námið í Flensborgarskóla. Hún settist að því loknu í Verzlun- arskóla íslands og lauk þaðan brott- fararprófi 1913. Frekara náms leit- aði hún sér áfram við lestur tungu- málabóka og ennfremur stundaði hún sjálfsnám í hraðritun með stöllu sinni og jafnöldru. Studdu þær hvor aðra og yfírfóm verkefnin í Vatns- mýrinni á kyrrlátum vor- og sumar- kvöldum. Það nám var ekki stundað á skólabekkjum en áhugi og árang- ur skiluðu sér ríkulega í lífsstarfínu. Á unga aldri stundaði Anna Stef- ánsdóttir dagleg störf við fískverk- un í Viðey, hjá íslandsfélaginu, en forstjóri þess var þá Pétur Thor- steinsson, nafnkunnur athafnamað- ur í Reykjavík og Bíldudal. Hann andaðist í hárri elli í Hafnarfírði. Á þessum ámm veiktist Anna af berklum vegna vosbúðar og kulda. Dvaldi hún um hríð á Vífíls- stöðum en leitaði sér frekari lækn- inga á heilsuhæli í Danmörku. Naut hún til þeirrar farar stuðn- ings og aðstoðar Thorsteinsson- hjónanna, Ásthildar og Péturs. Fór hún ávallt lofsorðum um drengskap og vináttu þeirra í sinn garð. Anna Stefánsdóttir stundaði í nokkur sumur sveitastörf austan fj'alls, meðan hún var að sigrast á veikindum sínum. Eftir það leitaði hún skrifstofustarfa í Reykjavík og réðst í þjónustu Lámsar Jóhannes- sonar, hæstaréttarlögmanns, og starfaði hjá honum áratugum sam- an. Á þeim ámm réðst hún í að kaupa húseign við Haðarstíg hér í borg og annaðist þar foreldra sína af alúð og kostgæfni til æviloka. Árið 1934, þann 1. október, réðst Anna til þjónustu Útvegsbanka ís- lands hf. og starfaði þar til ársloka 1962, að hún lét af störfum fyrir aldurssakir. Hóf hún þá aftur á ný störf hjá Lámsi Jóhannessyni. Anna Stefánsdóttir var einkarit- ari í lögfræðingadeild Útvegsbank- ans og hafði með höndum ritun og frágang allra veðskjala. Hún var bæði vandvirk og nákvæm og hinn bezti starfskraftur. Samstarf henn- ar og Guðmundar Ólafs, yfirlög- fræðings, var með ágætum, yfir- vegað og byggt á gagnkvæmu trausti. Einnig var í sömu deild náinn samstarfsmaður hennar og starfsvinur, Þórarinn B. Nielsen, sem enn lifír á 97. aldursári. Anna Stefánsdóttir var áhuga- samur þátttakandi í Starfsmanna- félagi Útvegsbankans, lét sér annt um hag og heill starfsfólks bankans í brautargengi þess til bættra kjara og velmegunar. Hún var bankanum góður starfskraftur og bar hag hans fyrir bijósti löngu eftir að hún hætti störfum, og var á siðustu ámm áhugasöm um örlög hans og óskaði honum bjartrar framtíðar. Anna Stefánsdóttir átti íbúð í Stangarholti 36. Þar bjó hún allt til síðustu ferðar sinnar á Landspít- alann. Heimili hennar var fagurt og aðlaðandi. Þar naut hún unaðs- stunda, fagnaði opnum örmum gestum og góðum vinum sem nutu sannrar gestrisni og veizlufagnað- ar. Ég minnist með þakklæti er ég á síðastliðnu hausti heimsótti hana í tilefni af 95 ára afmæli hennar, á fallega heimilinu hennar, Stang- arholti 36. Hún var nýkomin heim af spítala vegna fótaaðgerða. Hún var bjort yfírlitum, kát og hress og rakti óhindmð atburði löngu liðinn- ar ævi sinnar, jafn ljóslifandi í minni hennar, og þeir væm að gerast í dag. Ég hefí verið beðinn að færa sérstakir kveðjur og þakkir frá Önnu Ömólfsdóttur, starfsfélaga hennar í bankanum um áraraðir, en tryggðarvinátta hélst milli þeirra Skreytum við öll tækifæri IHÍiwÍM Reyk|avflcurvegi 60, sími 53848. ÁHheimum 6, sími 33978. Bœjarhrauni 26, sími 50202. Blómastoju Fridfinm Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öli kvöld tll kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. t Eiginmaður minn, STEFÁN ÓLI ALBERTSSON, Kleppsvegi 48, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 10. mars kl. 15.00. Blóm afbeðin. Þeim sem vildu minnast hins látna er bent á Krabbameinsfélagið. Halldóra Andrésdóttir. t Fósturmóðir og móðursystir okkar, ANNA STEFÁNSDÓTTIR bankaritari, Stangarholti 36, Reykjavfk, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í dag kl. 15.00. Gróa Danielsdóttir Luzzi, Stefán Guðmundsson. Pétur Guðmundsson, Legsteinar BKARGAR GERÐIR Marmrex/Gmít Steinefnaverksmiðjan Helluhrauni 14, sími 54034, 222 Hafnarfjörður nafnanna allt til andláts Önnu Stef- ánsdóttur. Systursynir Önnu, Stefán og Pétur, og konur þéirra, létu sér ávallt annt um að fylgjast með og hafa samband við Önnu og þar var mikill kærleikur á báða bóga. Anna Stefánsdóttir tók til fósturs systurdóttur sína, Gróu Daníels- dóttur, en móðir hennar dó af bamsfararsótt. Gróa giftist til Ameríku og hefír nú búið þar und- anfarin ár en heimsótt Önnu tvisvar hingað til lands, en Anna hefír end- urgoldið með för til Ameríku. Gróu, sem stödd er hérlendis við líkbörur frænku sinnar, votta ég og félagar mínir, er voru samstarfs- menn Ónnu Stefánsdóttur í Útvegs- banka íslands hf., innilega hlut- tekningu og samúð. Adolf Björnsson Við viljum í fáum orðum minnast ömmusystur okkar, Önnu Stefáns- dóttur bankaritara, sem jarðsett verður í dag. Anna frænka, en það var hún oftast kölluð af fjölskyldunni, var fædd 20. september 1892 á Arka- læk í Skilmannahreppi. Foreldrar hennar voru Stefán Ingvason og Vigdís Sigurðardóttir. Anna var yngst þriggja systkina. Páll var elstur og síðan fóðuramma okkar, Elísabet húsfreyja að Hrólfsskála á Seltjamamesi, en þau em bæði lát- in. Anna frænka var kvenréttinda- kona síns tíma, hún var metnaðar- gjöm og hafði mikinn áhuga á að ganga menntaveginn. Hún stundaði nám við Flensborg í Hafnarfirði og lauk síðan námi frá Verslunarskóla fslands. Veikindi urðu til þess að Anna frænka varð að fara til lækn- inga til Danmerkur. Hún lét það ekki aftra sér frá því að afla sér frekari þekkingar. Ánna hafði sér- stakan áhuga á dönskum bók- menntum og tókst henni vel að nýta sér þennan tíma til lesturs. Lengst af sinni starfsævi var Anna bankaritari við Útvegsbanka íslands og mat hún starf sitt mik- ils. Ekki má gleyma sérstökum áhuga Önnu frænku á garðrækt. Garðurinn hennar í Stangarholti 36 bar þess glöggt merki að hún hafði mikla ánægju af blómum. Það var stórkostlegt að -fara með henni að kaupa sumarblómin á vorin. Ékki var til sú blómategund sem Anna frænka þekkti ekki. Amma og Anna vom mjög sam- rýndar. Leið sjaldan sá sunnudagur að hún kæmi ekki vestur á Seltjam- arnes í heimsókn. Var þá oft margt um manninn í Hrólfsskála. Anna var mikil tungumálamann- eskja og nutum við systkinin góðs ‘af, því þær vom ófáar stundimar sem hún leiðbeindi okkur við tungu- málanám. Anna átti því láni að fagna að vera heilsuhraust nær fram til síðasta dags. Hún fylgdist vel með þjóðmálum og lét skoðanir sínar óspart í ljós. Á níutíu og fimm ára afmæli sínu tók hún á móti gestum á heimili sínu í Stangarholti. Átti hún þar ánægjulegan dag í hópi vina og ættingja. Um leið og við minnumst Önnu frænku, viljum við þakka henni liðn- ar stundir. Elísabet Stefánsdóttir, Guðmundur Stefánsson, Kristjana Stefánsdóttir, Anna Stefánsdóttir. + Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður og stúpföður, SIGURJÓNS STEINÞÓRS JÚLÍUSSONAR skipstjóra, Vesturvangi 36, Hafnarfirði. Arndís Kristinsdóttir, Rósa Sigurjónsdóttir, Júlfus Sigurjónsson, Einar Sigurjónsson, Sólveig Sverrisdóttir, Dóra Sigurjónsdóttir, Tryggvi Sverrisson, Hrefna Sigurjónsdóttir, Ásta Sverrisdóttir, Kolbeinn Sigurjónsson, Kristinn Sverrisson, Halla Sigurjónsdóttir, Hrefna Sigurjónsdóttir, tengdabörn og barnabörn. t Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð, hjálp og vináttu við andlát og útför föður míns, tengdafööur, afa okkar og langafa, GUÐMUNDAR JÓNSSONAR fró Borgarhöfn. Þökkum einnig hlýhug honum sýndan á liðnum árum. Guö blessi ykkur öll. Sigríður Halldóra Guðmundsdóttir, Ari Jónsson Einar Sigurbergur Arason Aðalgeir Arason, Margrét Þorb. Þorsteinsdóttir, Guðmundur Jóh. Arason, Anna Hólmfríður Yates, Jón Guðni Arason, Aðalheiður Ósk Sigfúsdóttir, Pétur Ólafur Aðalgeirsson, Vala Sigríður Guðmundsdóttir, Ari Hlynur Guðmundsson, Rögnvaldur Guðmundsson, Ari Jónsson, Adam Jónsson. + Hjartans þakkir og blessunaróskir skulu hér fluttar þeim fjöl- mörgu einstaklingum, félögum og fyrirtækjum sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför mannsins míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÓLAFS A. ÞORSTEINSSONAR Túngötu 19, Keflavfk. Sérstakar þakkir til Oliusamlags Keflavikur og nágrennis, einnig til sóknarnefndar, sóknarprests og starfsfólks Keflavíkurkirkju fyrir hlýhug og velvilja. Lifið öll heil í guðs friöi. Hallbera Pólsdóttir, Björg Ólafsdóttir, Ásmundur Sigurðsson, Sigrún Ólafsdóttir, Börkur Eiríksson, Þorsteinn Ólafsson, Katrín Guðjónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.