Morgunblaðið - 08.03.1988, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 08.03.1988, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. MARZ 1988 HANDVERK, ATVINNU- BÓTAVINNA OG LIST Hugleiðingar um starfsemi frjálsu leikhópanna og íslenska leiklist Ur sýningu Pé-leikhópsins á Heimkomunni. eftir Ólaf Sveinsson Það var mikið að maður sá al- mennilega leiksýningu hér á sker- inu. Frábært leikrit, úrvals leikarar í hartnær öllum hlutverkum og gegnvönduð uppsetning þar sem glimti í brilljans þegar best lét. Og hvað með það? Eru þetta ekki þær lágmarkskröfur sem atvinnuleikhús, sem hefur einhvem snert af metn- aði, hlýtur að gera til þeirra sýninga sem settar eru á svið á vegum þess? Vissulega. Engu að síður er Heim- koman langbesta sýningin sem und- irritaður hefur séð á fjölum leik- húsanna í vetur, reyndar sú besta sem hann hefur lengi séð í íslensku leikhúsi og má ólíklegt teljast að hún verði slegin út á næstunni og það þó frést hafi að Kjartan Ragn- arsson eigi að setja Hamlet á svið í Iðnó, að hætti hússins. Og þó var allt svo sáraeinfalt og að því er virt- ist fyrirhafnarlaust í þessari sýn- ingu, sem var full af ónotalegum hlátri áhorfenda. Og maður spyr sig, hvemig í veröldinni standi á því að það liðu rúm tuttugu ár frá því þetta leikrit Harolds Pinters var frumsýnt í London, þar til ástæða þótti til að setja það á svið hér á landi. Oft hafa nú leikhúsin verið fljótari á sér af minna tilefni og forráðamenn þeirra geta engan veg- inn skýlt skömm sinni bak við þá afsökun að Harold sé einhver lítt þekktur smákarl í leikhúsbókmennt- um 20. aldarinnar. En Pinter þykir erfiður, sannkallaður fingurbijótur hæfileikalítilla leikara og leikstjóra og auk þess eru engin söng- og dansnúmer í verkum hans, heldur stabfll texti. Kannski þar sé skýring- arinnar að leita á því fálæti sem atvinnuleikhúsin hafa sýnt þeim hingað til. Fólkið vill eitthvað létt og skemmtilegt meðan leiklist af alvarlegra taginu er eiginlega bara fyrir leikarana sjálfa. Þeir eru allt- ént þeir einu sem nenna að mæta á sýningamar, ekki satt? Leikhóparnir: Atvinnubótavinna eða list? En þetta gat nú ekki klikkað hjá leikstjóranum kann einhver að segja, með þetta frábæra leikrit f höndunum og úrvalsleikara sem sóttir voru í Þjóðleihúsið, Iðnó og jafnvel til útlanda. og hefur það ekki sýnt sig á undanfömum árum, bætir hann spekingslega við, að vaxtarbroddurinn í leiklistinni er ekki hjá stofnanaleikhúsunum, sem verða að miða verkefnaval sitt við að þar sé eitthvað við allra hæfi, heldur hinum fijálsu leikhópum sem aðeins eru bundnir af áhuga og metnaði þeirra sem í þeim starfa. Þar er hann, broddurinn altso. jú, jú, mikil ósköp, það er heilmikið til f þvf. Sumar áhugaverð- ustu sýningar seinni ára hafa leik- hópamir sett upp, þrátt fyrir að skortur á húsnæði og peningum hafi skorið þeim þröngan stakk, eins og landsmenn hafa oftar en ekki verið fræddir um f grátbólgnum við- tölum við fbrráðamenn þeirra. Sýn- ingar sem sýnt hafa fram á að meiru skiptir að menn hafi til að bera áræðni og þor til að takast á við ögrandi verkefni og gefa sig alla í það en að ytri aðstæður séu eins og best verður á kosið. Þeir sem ávallt ganga hinn gyllta veg meðal- mennskunnar geta orðið ágætis handverksmenn og uppskorið fyrir það lof og prís fjöímiðla og alls al- mennings, en raunverulegir lista- menn verða þeir aldrei. Sýningar sem hafa, þrátt fyrir ýmsa ann- marka, verið á heimsmælikvarða, miðað við fólksfjölda og aðstæður, eins og blessaðir krítíkeramir orða það. En stundum er metnaður og nýj- ungagirni þessara hópa í hróplegu ósamræmi við getu þeirra. Þannig þykir ekkert tiltökumál þó að tvítug- ur piltur leiki sextugan kall, eða að munúðarfullur eltingaleikur, með tilheyrandi kúnstpásum og pósum, sé spunninn framan við raunsæis- verk frá 19. öldinni til að undir- strika líkamlega nálgun leikaranna við sjálfa sig, eða eitthvað í þá átt- ina. Þó er sýnu verst hvað sumar þessara sýnina minna rækilega á þann „skort á atvinnutækifærum" sem htjáð hafa ýmsa upprennandi leikara og leikstjóra hér á landi. Þær eru í senn einskonar atvinnubóta- vinna fyrir þá sem hafa lítið sem ekkert að gera í atvinnuleikhúsun- um og stökkpallur fyrir hina inn í þau. Nú og er eitthvað rangt við að menn komi sér á framfæri? Eiga þeir frekar að sitja með hendur í skauti og bíða eftir að einhveijum þóknist að uppgötva þá? Er ekki miklu frekar ástæða til að dá þraut- seigju þeirra við að koam sér og list sinni á framfæri, oft við ótrú- lega erfiðar aðstæður og jafnvel með fullri vinnu? Mikil skelfing, mikil skelfing, en það breytir engu um það hvort sýn- ingamar eru góðar eða slæmar og hvort þær eigi eitthvað erindi uppá háaloftið, oní kjallarann, inní fund- arsalinn, sem forréttur og desert á matsölustaðnum, eða hvar það nú er sem hópamir hola þeim niður. Léleg bók verður ekkert betri fyrir það að höfundurinn eigi drykkfellda konu og vergjama dóttur sem gáfu honum ekki stundlegan frið meðan hann var að skrifa hana. Og þeir sem guma af tvöfalt fleiri leiksýn- ingum hér á landi og tvöfalt meiri aðsókn á þær, miðað við höfðatöluna margfrægu, en í nágrannalöndun- um láta sér í léttu rúmi liggja hvort þær em líka tvöfalt betri eða kannski tvöfalt verri. Það er ekkert óskráð lögmál sem segir gæði tiltek- ins fyrirbæris vera í réttu hlutfalli við magnið, en það er skiljanlegt að það gleymist í hita leiksins. Og það er líka ósköp skiljanlegt að leik- arar taki atvinnuöryggi atvinnuleik- húsanna framyfir „hugsjónastarf" leikhópanna. Það verður enginn ríkur á því að gefa vinnu sína og það skapar enginn mikla kúnst í hjáverkum, þó að hann sé svosem ekkert líklegri til þess í hálfgerðum statistahlutverkum. En af sjálfu leiðir að starf fijálsu leikhópanna svokölluðu, verður ákaflega ómark- visst og miklum tilviljunum undir- orpið, því þeir samanstanda yfirleitt af leiklistarmenntuðu fólki sem hóp- ast eða er hópað saman kringum ákveðið verkefni og þegar því er lokið splundrast þeir. Og hlutverka- skipanin ræðst fullt eins mikið af því hveijr eru fáanlegir og því hveija leikstjórinn hefði helst kosið. Og sumir leikaranna státa af mikilli reynslu, aðrir hafa lítið fengið að gera eða eru nýútskrifaðir og enn öðrum hlýtur að vera ýmislegt til lista lagt, annað en að leika. Þegar allsheijar húsnæðis- og peningabasl bætist svo við þarf engan að undra þó að útkoman sé sýning sem gagn- lýnendur skrifa um, með „þrátt fyr- ir“ og „miðað við“ í annarri hvorri setningu, því öllum finnst þeim framtakið lofsvert. Marklaus gagurýni Æi já, aumingja gagnrýnendum- ir. Þeir erú það eina sem allt leikhús- fólk getur sameinast um — að for- dæma, einsog þeir eigi sök á þv( að meðalmennskan er helst einkenni íslensks leikhúslífs. Og sé sökin að einhvetju leyti þeirra er hún í því fólgin að þeir veita leikhúsunum ekki nægilegt aðhald í skrifum sínum, hvort sem það stafar svo af þekkingar- og/eða skilningsskorti, eins og leikhúsfólkið vill meina, eða meðfæddri kurteisi. Því svo kurteis- ir eru sumir gagnrýnendumir, að „Er ekki kominn tími til að þeir sleppi tökun- um og standi af sjálfs- dáðum undir þeim kröf- um sem hægt er að gera til góðs leikhúss? Það gerði sýning Pé-leik- hópsins á Heimkom- unni eftir Pinter fylli- lega, þó hún haf i riðað á stundum." það er gjörsamlega vonlaust að sjá hvemig þeim líkaði sýningin og um hvað leikritið fjallaði, þó að þeir hafi mörg orð um hvort tveggja og telji að auki upp með smá komment- um hvem einsta leikara og aðra þá sem að sýningunni unnu til að móðga nú örugglega engan. En allt- af gleyma þeir samt saumakonunum og smiðunum. Svo eru þeir sem eiga í andlegu sambandi við höfunda, lífs og ekki síður liðna, og em fyrir vik- ið þess umkomnir að kveða upp úr um það, í hvaða grundvallaratriðum leikstjórinn og leikaramir misskildu verkið. En öllum er þeim sameigin- legt að taka ekki skapandi afstöðu til sýninganna og leikhúss yfirleitt. Það væri nær lagi að tala um já- kvætt eða neikvætt afstöðuleysi í skrifum þeirra. Upptalning á stað- reyndum, ásamt persónulegu mati á því hvort vel eða illa hafi tekist til, einkennir skrifin öðm fremur. Og sá furðu litli munur sem er á skrifum þeirra um afþreyingu ann- ars vegar, sem miðast fyrst og fremst við að hafa ofanaf fyrir áhorfendum eina kvöldstund, eða svo skapandi list hinsvegar, sem krefst skapandi þátttöku áhorfenda á einn eða annan hátt, að þeir leggi sinn eigin skilning í það sem fram fer á sviðinu, stafar fyrst og fremst af því hvað þeir em slæmir áhorf- endur. Það þarf mun beinskeyttari gagn- rýni, þar sem tekin er raunvemleg afstaða og hlutimir em nefndir sínum réttu nöfnum og þar sem dómamir, sem kvaddir em upp yfir sýningunum, em studdir rökum. Þó að óbilgjöm gagnrýni sé slæm er oflof enn verra. Og þar sem skrif gagnrýnenda em yfírleitt eini opin- beri vitnisburðurinn um sýningarnar á leikhúsfólk heimtingu á því að þeir búi yfir nægilegri þekkingu á leikhúsi til að geta lagt óvilhallt mat á vinnuna sem þar er unnin. En það er þetta litla samfélag þar sem allir þekkja alla, eða þekkja í það minnsta einhvem sem kannast við einhvem sem er góðvinur ein- hvers, sem um er rætt. Menn em skelfing móðgunargjarnir í slíkum samfélögum og hættir til að taka allri gagnrýni sem persónulegri ár- ás. og leikhúsheimurinn er enn minna samfélag þar sem bókstaf- lega allir þekkja alla svo það er eins gott fyrir þá, sem ætla sér einhvem hlut í honum, að vera ekki með óþarfa neikvæðni eins og það er kallað. En þar með er líka búið að dæma alla leikhúsfræðinga úr leik sem gagnrýnendur, en eftir sitja vesalings bókmenntafræðingarnir með sáran rass útí sal og hafa ekki hundsvit á því sem er að gerast á sviðinu. Það held ég nú. En hvað með hinn almenna áhorfanda, sem getur ekki skeytt fræði einu eða neinu aftan við nafn sitt? Ætli hann vissi nokkuð hvert hann ætti að beina sjónum sínum í Þjóðleikhús- inu, ef sætin væm ekki boltuð föst við gólfið? Og það sem hann sér verður að vera eitthvað létt og skemmtilegt. Annað skilur hann ekki! Velvild oggóð- g’erðarstarf semi En auðvitað mega orð fákunnandi gagnrýnenda sín lítils ( samanburði við þá syálfsgagnrýni og þann sjálfs- aga, sem mótar allt starf metnaðar- fullra listamanna, þó að hún kunni að slá eitthvað á sjáifbirgingshátt meðalskussanna, enda er þeim fyrst og fremst ætlað að upplýsa hinn almenna áhorfanda um hvað honum sé óhætt að sjá. Og vildu þeir rýna í sýningamar svo það gagnaðist leiklistinni væri hlutverk þeirra í því fólgið að gera kröfur og vekja at- hygli á áhugaverðum hlutum. Leik- hópamir hafa notið velvildar þeirra og fjölmiðla á undanfömum ámm og gengið á lagið. En vei þeim sem fellur úr náðinni. Honum er kastað útí ystu myrkur. Það er engin leið að vera ungur og efnilegur alla ævi. Hvítvoðungur, sem aldrei lærir að ganga, verður aumkunarverður með aldrinum. Hópamir hafa stólað um of á vel- vild fjölmiðla, velvild gagniýnenda, velvild áhorfenda og ráðamanna til að styðja sig við, í ófullburða tilraun- um sínum til að standa í fæturna. Er ekki kominn tími til að þeir sleppi tökunum og standi af sjálfsdáðum undir þeim kröfum sem hægt er að gera til góðs leikhúss? Það gerði sýning Pé-leikhópsins á Heimkom- unni eftir Pinter fyllilega, þó hún hafí riðað á stundum. Vissulega átti reynsla jafn ágætra leikara og Róberts og Rúr- iks þar stóran hlut að máli, en það er óneitanlega dálitið pínlegt fyrir Þjóðleikhúsið, sem hefur nýtt sér hæfileika þeirra heldur illa síðustu árin, að það skuli vera utan veggja þess sem þeir fá virkilega verðugt viðfangseftii að kljást við og þakka pent fyrir tækifærið, með þvi að leika sem aldrei fyrr. Frammistaða þriðja leikarans, sem fenginn var frá Þjóðleikhúsinu, var reyndar með þeim hætti að það meira en hvarflar að manni að það sé að hluta til eins- konar félagsmálastofnun. Slíkt hið sama á við um Iðnó. í báðum húsun- um eru fastráðnir leikarar sem eru sjálfsagt ágætis fólk, en þegar mað- ur sér þá á sviði verður manni ljóst hvað góðgerðarstarfsemi á lítið skylt við listræna sköpun. En það er eins með leikhúsin og Himnaríki. Sá sem einu sinni kemst inn fyrir Gullna hliðið verður ekki rekinn þaðan aftur, þó að í ljós komi að Pétur hafi slegið upp á vitiausum stað í prótókollinum. Gott leikhús, góðir áhorfendur Auk aðstöðunnar skortir hópana þá reynslu og þekkingu sem er til staðar í atvinnuleikhúsunum, en þau skortir áræðni þeirra og metnað, því það mega hópamir eiga, að hjá þeim sér maður bæði góðar og af- leitar sýningar meðan húsin leggja allan sinn metnað í gott handbragð. Það gera auglýsingastofur líka. Þar er ekkert sem sker í augu, ekkert ögrandi eða óvænt, allt slétt og fellt og samt smart og teiknaramir taka með sér vellyktandi á klóið. Og kannski er það merkast við sýningu Pé-leikhópsins, að þar tókst að virkja þá miklu reynslu og hæfi- leika, sem margir leikarar stóm húsanna búa yfir, til átaka um leið og ullað var á ímynduð markaðslög- mál sem sögðu verk Pinters lítt til vinsælda fallin. Fólk sækir góðar sýningar, svo einfalt er það. Þessutan em ver hans löngu orð- in klassísk (leikhúsbókmenntum 20. aldarinnar og hætt að koma jafn flatt uppá áhorfendur og þegar þau birtust fyrst á sviði. En þau em býsna nærgöngul, ekki aðeins við leikarana, heldur og við þá sem á þau horfa. Slíkt er eitur á sviðum atvinnuleikhúsanna, sem hafa markað sér þá vonlausu stefnu að gera öllum til hæfis. Um leið láta þau leikhópunum eftir alla mark- tæka tilraunastarfsemi og það sem verra er, sannfæra áhorfendur um að þeir vilji helst sjá það sem þau em sannfærð um að þeir vilji helst sjá. Og þrátt fyrir þessa fáránlegu mótsögn leyfa þau sér að kvarta yfir slæmum smekk áhorfenda og því að söngleikir uppá amerískan móð séu það eina sem selji, en líta framhjá því að smekkur þeiira ræðst ávallt af því sem boðið er uppá. Það þarf ekkert síður að rækta hann, en hæfileika listamannanna sjálfra og þeir þroska hann ekki nema í glímu við ögrandi viðfangsefni. Gott leikhús kaltar á góða áhorfendur og góðir áhorfendur láta ekki bjóða sér uppá hvað sem er. Og leikhópamir reyna þó and- skotakomið að andæfa gegn sigl- ingu atvinnuleikhúsanna um logn- kyrran sjé meðalmennskunnar, en meðan þeir hafa ekki í vísan stað að venda með starfsemi sína og meðan þeim er ekki kleift að vinna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.