Morgunblaðið - 08.03.1988, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 08.03.1988, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. MARZ 1988 19 Bæjarfógeta svarað eftirEirík Tómasson Fyrir skömmu birtist í Morgun- blaðinu grein eftir Sigurð Gizurar- son, bæjarfógeta á Akranesi, þar sem fjallað er um drög að frum- varpi til laga um aðskilnað dóms- valds og umboðsvalds. Ég hafði ekki hugsað mér að fjalla um mál þetta á opinberum vettvangi að svo stöddu, en aftur á móti vegur Sig- urður að mér undirrituðum og umbjóðanda mínum, Jóni Kristins- syni, með þeim hætti að ég sé mig kúinn til þess að svara greininni. Sigurður vill halda í einveldisstjórn Sigurður Gizurarson kýs sér það hlutskipti að gerast helsti talsmað- ur þess að haldið verði dauðahaldi í síðustu leifar af einveldisstjórn hér á landi. Það er útbreiddur mis- skilningur að sú skipan, að sömu embættismenn hafi á hendi dóms- vald og framkvæmdavald, sé æva- fom hérlendis. Þessi skipan var upp tekin, líklega í byijun 18. ald- ar, í kjölfar þess að konungur varð einvaldur og hafði þar með á hendi alla þætti ríkisvaldsins, sem hann aftur fól embættismönnum sínum að fara með í umboði sínu. Þegar einveldið var afnumið um miðbik 19. aldar var gerð gang- skör að því að greina sundur rikis- valdið í löggjafarvald, fram- kvæmdavald og dómsvald, en þessi þrígreining ríkisvaldsins tíðkast hvarvetna í vestrænum lýðræð- isríkjum og er reyndar talin einn af hornsteinum nútíma lýðræðis. Sigurður viðurkennir og kosti þess- arar aðgreiningar, en í grein hans segir orðrétt: „Markmiðið er vald- dreifing og valdajafnvægi, svo að komast megi hjá of mikilli sam- söfnun valds á fáar hendur, sem getur leitt til ofríkis. Vald þessara þriggja megingeira ríkisvaldsins fléttast saman með margvíslegum hætti, og einmitt þannig halda þeir hver öðrum í skefjum og jafn- vægi.“ Dómstóla verður að greina frá handhöfum framkvæmdavalds Sú skipan, sem tíðkast enn hér á landi utan Reykjavíkur, að sömu embættismenn hafi á hendi fram- kvæmdavald, t.d. lögreglustjórn og dómsvald, er ekki talin samrýmast þrígreiningu ríkisvaldsins í ná- grannalöndum okkar. Frumfor- \ senda fyrir því að dómstólar geti talist sjálfstæðir og óháðir er að þeir séu greindir frá handhöfum framkvæmdavaldsins. Einstakl- ingar og samtök þeirra þurfa oft og einatt að sækja rétt á hendur stjómvöldum, þ.e. framkvæmda- valdshöfum, fyrir dómstólunum. í þeim tilvikum er afar mikilvægt að dómendur séu hlutlausir svo að sem réttlátust niðurstaða fáist. Fyrir skömmu gerðist það hér í Reykjavík að lögreglumenn beittu ungan mann valdi með þeim afleið- ingum að hann handleggsbrotnaði illa. Þessi ungi maður telur að valdbeitingin hafi verið ástæðulaus með öll. Um það get ég að sjálf- sögðu ekki dæmt, enda ber að virða þá sjálfsögðu reglu að enginn skuli teljast sekur uns sekt hans hefur verið sönnuð fyrir dómi. Það, sem ég vildi hins vegar benda á í þessu sambandi, er sú staðreynd, að hefði mál sem þetta komið upp utan Reykjavíkur þá hefði hlutaðeigandi bæjarfógeti eða sýslumaður verið dómari í því máli, þótt hann væri jafnframt lögreglustjóri. Að sjálf- sögðu ætti slíkur dómari erfitt með að líta hlutlaust á málavöxtu, en honum væri væntanlega ekki skylt, lögum samkvæmt, að víkja úr dóm- arasæti þótt margir af þeim mætu mönnum, sem gegna þessum emb- ættum, myndu eflaust gera það að eigin ósk. Þetta dæmi sýnir, svo að ekki verður um villst, hversu varhugaverð þessi skipan er með tilliti til réttaröryggis þeirra sem búa úti á landsbyggðinni. Mál Jóns Kristinssonar er í raun ekkert smámál Sigurður kýs að gera mál Jóns Kristinssonar sérstaklega að um- ræðuefni í grein sinni. Þótt mál Jóns sé e.t.v. ekki stórt í augum bæjarfógetans, þá er það engu síður stórmál fyrir flesta ef þeir eru bomir röngum sökum, hvað þá ef þær sakargiftir eru teknar til greina af dómara sem menn að öðru jöfnu bera traust til. Það var einmitt þetta sem gerðist í máli Jóns Kristinssonar. Honum var m.a. gefíð að sök að hafa gerst sekur um tiltekið umferðarlaga- brot. Margif sjónarvottar voru að umræddi atviki, en athyglisvert er að einu vitnin, sem kölluð voru fyrir dóm, voru tveir lögreglumenn sem lagt höfðu fram kæru á hend- ur Jóni fýrir brotið. Þessir lög- reglumenn störfuðu við sama emb- ætti og dómarinn, enda var Jón fundinn sekur þótt hann neitaði eindregið að hafa framið brotið. Hæsiréttur sýknaði umbjóðanda minn síðan af þessu ákæruatriði, vegna sönnunarskorts, en auðvitað eiga menn ekki að þurfa að áfrýja málum sínum þangað til þess að fá mál sín tekin fýrir og útkljáð af hlutlausum dómurum. Mál Jóns Kristinssonar, sem kært hefur verið til Mannréttinda- nefndar Evrópuráðsins í Strass- borg, snýst m.a. um það hvort þeir, sem búa úti á landsbyggð- inni, eigi ekki sama rétt og Reyk- víkingar á því að mál þeirra séu tekin fyrir og dæmd af hlutlausum dómurum. Sigurður Gizurarson vitnar til 6. greinar Mannréttinda- sáttmála Evrópuráðsins, en gerir sig sekan um ónákvæmni. Upphaf 6. greinarinnar hljóðar svo í íslenskri þýðingu: „Nú leikur vafi á um réttindi þegns og skyldur eða hann er borinn sökum um glæp- samlegt athæfi, og skal hann þá njóta réttlátrar og opinberrar rann- sóknar innan hæfilegs tíma, fyrir óháðum, óhlutdrægum, lögmælt- um dómstóli." Sigurður telur áhorfsmál hvort umferðarlagabrot teljist glæpsamlegt athæfí („crimi- nal offence") í skilningi þessa ákvæðis. Ég get upplýst bæjar- fógetann um það að hann getur sparað sér vangaveltur um það atriði vegna þess að Mannréttinda- dómstóll Évrópuráðsins hefur komist að þeirri niðurstöðu að slík brot falli einmitt hér undir. Eins og sjá má þá tekur fyrr- greint ákvæði í Mannréttindasátt- málanum ekki einvörðungu til op- inberra mála, heldur og allra þeirra mála þar sem vafi leikur á um réttindi einstaklinga og skyldur. Brejding sú, sem Sigurður leggur til að gerð verði að lögum um meðferð opinberra mála, nægir því ekki ein sér til þess að laga íslensk lög að þessu ákvæði sáttmálans eins og ég skil það. Nýstárlegar kenningar Sigurðar Margt af því, sem fram kemur í grein Sigurður Gizurarsonar, er furðulegt svo að ekki sé meira sagt. Ogerningur er að elta ólar við það allt og læt ég því nægja að benda á örfá atriði. í grein sinni segir Sigurður: „Þótt Alþingi fari að meginstefnu með löggjafarvald, er mikill urmull lagaákvæða settur með reglugerðum framkvæmda- valds, þ.e. reglugerðum ráðu- neyta.“ Hér virðist svo sem bæjar- fógetinn geri ekki neinn greinar- mun á lögum, sem Alþingi setur með eftirfarandi staðfestingu for- seta, og fyrirmælum stjómvalda. Þetta er þó grundvallaratriði í lög- fræði, atriði sem hver laganemi lærir strax á fyrsta námsári í laga- deild. Síðar í greininni vitnar hann hins vegar til 59. greinar stjórnar- skrárinnar þar sem segir að skipun dómsvaldsins verði ekki ákveðin nema með lögum. Þá vill hann, svo sem vera ber, gera skýran greinar- mun á lögum annars vegar og reglugerðum hins vegar. Annað dæmi um nýstárlega kenningu Sigurðar er að hann tel- ur nánast engan greinarmun vera á dómsvaldi og stjómsýsluvaldi. Fyrst bæjarfógetinn er þeirrar skoðunar fæ ég ekki skilið hvers vegna honum er í mun að bæjar- fógetar og sýslumenn skuli fara áfram með dómstörf úr því að enginn munur er á þessu tvennu. Frumvarpið er í þágu landsbyggðarinnar Þeirri fullyrðingu Sigurðar Giz- urarsonar að fyrrgreint fmmvarp um aðskilnað dómsvalds og um- boðsvalds sé árás á landsbyggðina vísa ég algjörlega á bug. Þvert á móti miðar frumvarpið að því að styrkja dómsvaldið á landsbyggð- inni og auka um leið réttaröryggi þeirra sem þar búa. Jafnframt er mörkuð sú stefna að sýslumenn fari framvegis með stjórnsýslustörf á vegum ríkisins, þ. á m. annist þeir innheimtu á opinberum gjöld- um þar sem sérstakar gjaldheimtur hafa ekki þegar tekið til starfa. Svo sem áður er rakið samrýmist það ekki nútíma réttarríki að dómsvald og framkvæmdavald sé á hendi sömu embættismanna. A meðan bæjarfógetar og sýslumenn fara með dómsvald er líklegt að sú þróun haldi áfram að frá þeim verði tekin ýmis stjórnsýslustörf, svo sem innheimta opinberra gjalda. Það myndi að mínum dómi leiða til þess, fyrr eða síðar, að þessi embætti legðust niður í nú- Eiríkur Tómasson. „Frumforsenda fyrir því að dómstólar g-eti talist sjálfstæðir og óháðir er að þeir séu greindir frá handhöf- um framkvæmdavalds- ins.“ verandi mynd. Með því að gera þessi embætti að hreinum stjórn- sýslustofnunum eru aftur á móti líkur til þess að þróuriinni verði snúið við, enda eru eiginleg dóm- störf hvort eð er lítill hluti af núver- andi störfum bæjarfógeta og sýslu- manna. Brigslum um „landráð“ vísað til föðurhúsanna Sigurður er nokkuð viss í sinni sök þegar hann segir að sér þyki ólíklegt að ég hafi, sem lögmaður Jóns Kristinssonar, erindi sem erf- iði í Strassborg. Ur því fæst þó e.t.v. skorið síðar, ef svo færi að málið yrði lagt fyrir Mannréttinda- dómstól Evrópuráðsins. Annars læt ég flest ummæli Sigurðar um sjálfan mig í léttu rúmi liggja, en ég tel það bæjarfógetanum til minnkunar að draga dár að um- bjóðanda mínum fyrir það eitt að vilja leita sjálfsagðs réttar síns í lýðræðisþjóðfélagi. Þó er það eitt atriði í grein Sig- urðar sem fékk mig, öðrum frem- ur, til þess að stinga niður penna, en það er þegar hann bregður mér þeim brigslum að ég hafí, af ásettu ráði, ófrægt ísland á alþjóðavett- vangi. Svo sem Sigurður á að vita þá ber lögmanni skylda til þess, lögum samkvæmt, að gæta í - hvívetna hagsmuna umbjóðanda síns og spillir þá ekki fyrir að gætt sé hagsmuna annarra í leið- inni. Við íslendingar höfum gerst aðilar að Mannréttindasáttmála Evrópuráðsins ásamt öðrum þjóð- um Vestur-Evrópu. í sáttmálanum eru einstaklingum í þessum ríkjum tryggð viss grundvallarmannrétt- indi og er það í fullu samræmi við ákvæði sáttmálans að menn leiti réttar síns fyrir Mannréttinda- nefnd Evrópuráðsins, hafi það ekki tekist í hlutaðeigandi ríki. Við íslendingar erum fámenn og friðsöm þjóð. Okkur er lífsnauð- syn á því að aðrar þjóðir virði al- þjóðasáttmála á borð við Hafrétt- arsáttmála Sameinuðu þjóðanna þar eð við höfum ekki afl til þess að fylgja slíkum sáttmálum eftir með valdbeitingu. Við verðum að vera sjálfum okkur samkvæmir og virða sjálfír þá alþjóðasáttmála, sem við höfum ritað undir, ef við ætlumst til þess að aðrir geri slíkt hið saman. Séum við þeirrar skoð- unar að breyta þurfi réttarfari okkar til samræmis við Mannrétt- indasáttmálann, þá eigum við að sjálfsögðu að gera það, ótilkvadd- ir. Slíkt hefur margoft verið reynt, m.a. af Ólafi heitnum Jóhannes- syni, meðan hann gegndi dóms- málaráðherraembætti, en því mið- ur án árangurs. Ég mótmæli því þess vegna harðlega að þeir, sem beijast fyrir bættu þjóðfélagi, í samræmi við ákvæði alþjóðasáttmála um mann- réttindi, séu verri íslendingar en þeir sem fylla flokk Sigurðar Giz- urarsonar, og helst engu vilja breyta. Vísa ég aðdróttunum hans um „landráð" af minni hálfu aftur til föðurhúsanna. Höfundur er bæstaréttarlögmað- ur. Eigendur og útgefendur skuldabréfa Vegna mikillar eftirspurnar óskum við eftir góðum skuldabréfum í umboðssölu. Sparifjáreigendur! Við kappkostum að bjóða örugg skuldabréf með góðri ávöxtun. Lánstími við allra hæfi. Skuldabréfin eru auð- seljanleg ef nota þarf fé bundið í þeim fyrir gjalddaga. Skuldabréfin eru því í reynd óbundin. Við bjóðum varðveislu og innheimtu keyptra skuldabréfa án endurgjalds. Ávöxtunin er því öll ykkar! Allar nánari upplýsingar í Bankastræti 7, 3. hæð. S 91-20700 .^i UERÐBREFfluiÐSKipn fjármál eru V/ samuiniuubankans okkarfag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.