Morgunblaðið - 08.03.1988, Blaðsíða 56
56
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. MARZ 1988
Til allra öfga-
manna á Islandi
Þó einkum þeirra sem bæði sjá Kölska
sjálfan o g Guð í hverjum dropa áfengis
eftir Bjarna Bender
Af eigin reynslu veit ég það
mæta vel, að óhófleg neysla áfeng-
is er skaðleg á allan hátt og öfgar
einar. En það eru jafn miklar öfgar
hjá því fólki sem sér ekki annað
en það sem það sjálft gerir og velt-
ir sér upp úr óskapnaðinum í
hvívetna og sjálfskipar sig í sæti
dómarans. Því hóflega drukkið vín
gleður mannsins hjarta jafnt og
allt annað sem við mannfólkið látum
ofaní okkur eða tökum okkur fyrir
hendur, ef í hóf er stillt. Það hend-
ir alltof oft með suma öfgamenn
að halda að þeir eigi heiminn, þótt
þeir séu aðeins leiguliðar lífshlaups-
ins einsog við hin. Sömu öfgamenn
eru haldnir þeirri blindni að þeir
hafí fundið „patent“-lausn á því
hvemig við eigum að vetja lífí okk-
ar hér á jörðinni meðan á dvöl okk-
ar stendur, þótt engum öfgalausum
manni mundi koma slíkt til hugar.
Hvað þá heldur að láta slíkt frá sér
fara á prenti.
í desember sl. skrifuðu fjórir
heiðursmenn í Morgunblaðið. Fyrst-
ur kom á ritvöllinn Arni Helgason
í Stykkishólmi, þann 23. desember,
með grein, sem hann kallar „Jól“.
— Þar sem ég þekki Áma frá bam-
æsku minni í Hólminum þar sem
Ámi gladdi okkur bömin með því
að leika jólasvein á barnaböllum
hefur mér ætíð verið hlýtt til hans.
En mér fínnst, Ámi, að þér farist
ekki jafnvel úr hendi er þú heldur
á penna öfgamanns og skrifar um
bindindismál og ert að reyna að
koma óorði á brennivín, sem ekkert
hefur gert þér.
Eigi veit ég hversu margir öfga-
drykkjumenn eru í Hólminum. Ég
þekki þá Hólmara illa ef gamla
munstrið hefur breyst að einhvetju
marki? Ámi spyr í grein sinni hver
sé mesti óvinur mannsins og svar-
ar: „Sjálfur Satan.“ Minn kæri Árni.
Satan hefur aldrei verið til og mun
aldrei verða til, hann er frumburður
kirkjuhöfðingja til þess að hræða
ólæsan og óskrifandi lýðinn hér
fyrr á öldum, sömu guðsmennirnir
seldu aflátsbréfín dýrum dómum.
Ámi, verstu óvinir mannsins eru
öfgamenn því þeir eru til og eru
áþreifanlegir, það eru þeir sem eru
feður Satans, ef til sanns vegar
mætti færa.
Þú veltir fyrir þér í grein þinni
til hvers gaf Guð okkur skynsem-
ina? Ámi minn, ég ætla að gefa
þér öfgalaust svar og það er: Not-
aðu skynsemina á réttan hátt, án
öfga, og „nota bene“ ofurlítilli
btjóstbirtu getur ekki einn templari
umbreytt í náttmyrkur.
I Velvakanda 31. desember skrif-
ar Oðinn Pálsson, Stóruvöllum.
Ekki veit ég nein deili á Oðni, en
í skrifum hans kemur glöggt fram,
að þar er enn einn öfgamaðurinn á
ferð. Oðinn, þú virðist vera trúaður
maður og lest Biblíuna. Að minnsta
kosti vitnar þú í hana í grein þinni
og er ekki nema gott um það að
segja, en eitt ætla ég vinsamlegast
að biðja þig að gera fyrir mig næst
þegar þú tekur þér þá helgu bók í
hönd, að snúa henni rétt þegar þú
lest hana.
Ef við lesum Biblíuna án öfga
þá er eitt gleggsta dæmið Fjallræða
Jesú þar sem hann mettar fjölda
manns með fímm brauðum og tveim
fiskum. Þar er einfaldlega verið að
segja okkur í textanum að við eig-
um að skipta því sem til er á milli
okkar, en ekki það að Jesús væri
neinn Houdini. Þegar Jesús bauð í
„bless partýið“ eða síðustu kvöld-
máltíðina sem nefnd er var hvorki
Tuborg eða Carlsberg á borðum,
heldur brauð og vín. Frá þeim tíma
notum við ígildi brauðs og ekta vín
þegar við göngum upp að altarinu
á fermingardaginn og við önnur
hátíðleg tækifæri kristinna manna.
Óðinn telur það vera dásamlegt
fordæmi fyrir aðrar þjóðir ef íslend-
ingar hættu að selja áfengi ojg tób-
ak. Ef ég man rétt höfum við Islend-
ingar haft tvö banntímabil. Þá voru
ekki seldir áfengir drykkir og varð-
aði við lög að selja slíkt. En ég hef
bæði heyrt og lesið að aldrei í sögu
landans, frá komu víkinga, hafi
verið bruggað jafn mikið og þá.
Okkur ætti að vera í fersku minni
hvað átti sér stað í Bandaríkjunum
á þeirra bannárum þar sem glæpa-
hringir uxu úr grasi, sem margir
hveijir lifa enn illu heilli.
Það er kannski slíkt ástand sem
þið templarar óskið eftir. Óðinn, þú
segir að Jesús boði bindindi og þeir
sem eru sannir í trúnni séu bindind-
Montague Ullman prófessor
emeritus við læknadeild Albert
Einstein Universtiy í New York
heldur opinberan fyrirlestur í
boði Félagsvisindadeildar mið-
vikudaginn 9. mars kl. 17 í stofu
101 í Odda, húsi Félagsvísinda
og viðskiptadeildar. Efni fyrir-
lestursins er „Nokkrar hug-
myndir varðandi eðli og hlutverk
drauma", (Some Thoughts On
The Nature and Function Of
Dreams). Hann er fluttur á ensku
og er öllum opinn.
í frétt frá Félagsvísindadeild
Bjarni Bender
„Ef öfgar heföu ekki
ráðið hefði verið seldur
bjór fyrir löngu á Is-
landi, enda eru engin
réttlætanleg rök að
gera það ekki, þar sem
fyrir hendi eru miklu
skaðlegri efni sem seld
eru í ÁTVR.“
ismenn. Óðinn, þér er fijálst að
hafa þínar skoðanir á bindindismál-
um, en legðu ekki nafn Jesú Krists
við öfgastefnu. Hann er sannur án
öfga, þótt öfgamenn hafi misnotað
nafn hans í aldaraðir til að kúga,
hræða og græða peninga. Jesús er
okkar allra, bæði jafnt þeirra sem
er rennblautir og þeirra sem er
skrælþurrir. Kæri Óðinn, væri
heimurinn ekki dásamlegur án
öfgamanna?
Þeir félagar Ingimar Sigurðsson
og Hrafn Pálsson skrifa í Morgun-
blaðið 31. desember grein sem þeir
kalla „Áhrif öldrykkju á heildar-
neyslu áfengis" og fylgir henni ekki
minna en alheims úttekt á neyslu
áfengra drykkja.
Ég þekki ekki Ingimar en aftur
á móti þekki ég Hrafn og við Hrafn
vil ég segja; að maður þarf ekki
að velta sér upp úr drullupollinum
þó maður detti ofaní hann. Við vit-
um báðir að öfgadrykkja er bæði
eyðileggjandi fyrir sál og líkama
og skemmir allt í kringum sig, en
Háskólans segir að prófessor Ull-
man sé geðlæknir að mennt og hafi
í ijölda ára verið yfírmaður geð-
deildar Maimonides Medical Center
í New York. Jafnframt vann hann
að rannsóknum, sérstaklega á sviði
drauma og var forstöðumaður
draumarannskóknarstofu sem
starfrækt var við Maimonides
sjúkrahúsið. Prófessor Ullman hef-
ur ritað nokkar bækur og fjölda
tímaritsgreina um rannsóknir sínar,
aðallega um eðli og hlutverk
drauma.
það er ekki þar með sagt að allar
þær manneskjur sem neyta áfengis
með gát, sem er mikill meirihluti,
eigi að gjalda fyrir lítinn minni-
hluta; sem nota áfengi óhóflega.
Ef öfgar hefðu ekki ráðið hefði
verið seldur bjór fyrir löngu á Is-
landi, enda eru engin réttlætanleg
rök að gera það ekki, þar sem fyr-
ir hendi eru rniklu skaðlegri efni
sem seld eru í ÁTVR. Enda á sala
á bjór að vera sjálfsögð á íslandi
eins og á öðrum vörum' í lýðræð-
isríkjum Vestur-Evrópu. Þar sem
fijálsræði ríkir á að vera hægt að
velja og hafna.
Ég er ekki að mælast til að bjór
verði seldur í náttúrulækningabúð-
um. Hendið þessum heimsskýrslum
ykkar út í hafsauga og horfið á
eitthvað sem stendur ykkur nær á
íslandi. Ég vona bara að unga fólk-
ið neyti bjórs í staðinn fyrir þá
sterku drykki, sem það drekkur í
dag. Það er staðreynd að íslending-
ar hafa algjörlega farið varhluta
af því sem kalla mætti vínmenn-
ingu, sem á sínar skýringar. Allt
vín er innflutt og bjór haldið frá
landinu með einhliða banni. Hvemig
væri fyrir ykkur að reyna að skapa
heldur slíka menningu með öfga-
lausum hætti eins og það land sem
hefur hýst mig undanfarin 16 ár,
Danmörk. í „öfgaríkjum", Noregi
og Svíþjóð duga, engar skýrslur í
þessum málum, þar er bruggað
mjög svo rækilega, sem hvergi kem-
ur fram í skýrslum. Til að ná ár-
angri í starfí mega hvorki félags-
ráðgjafar né aðrir vera öfgafullir í
framburði sínum og þar sem ég
veit að þú ert vel gefinn, Hrafn,
þá skilur þú mig, hvert ég er að
fara í skrifum mínum.
Öfgar eru mesta mein mann-
kynsins og vil ég í því samhengi
nefna fjóra öfgamenn sem hafa eitr-
að líf okkar með öfgum sínum.
Bandaríski öldungadeildarþing-
maðurinn Malcolm sem sá komm-
únista í öllum homum Banda-
ríkjanna og eyðilagði líf ijölda
manna sem ekki voru á sömu sveif
og hann. Stalín sem slátraði fjölda
manns og hneppti í fangelsi í nafni
kommúnistastefnunnar. Hitler,
hinn þýski, sem stútaði gyðingum
í milljónatali og lagði Evrópu í rúst
í nafni nasismans. Khomeini hinn
íranski, sem ég held að hafi aldrei
bragðað bjór, en sendir smábörn til
slátrunar á vígvöllunum í nafni
Allah. Og einnig vil ég nefna þá
öfgamenn sem boða í hræsni krist-
indóminn, í gegnum eigin útvarps-
og sjónvarpsstöðvar vítt og breytt
og lifa eins og kvikmyndastjömur
af lúxusgerð og hafa bankabækur
sem ígildi Biblíunnar í bókahillum
sínum.
Ég vil ekki segja að Páll páfi í
Róm sé slæmur strákur, en ég get
ekki séð að fjölskylda með böm,
sem ekki getur brauðfætt nema 2;
megi ekki nota getnaðarvarnir. I
nafni kristindómsins og ýmsu fleira
sem bendlað er við hann eru öfgar
einar og á ekkert skylt við það sem
stendur í Biblíunni.
Kæru landar, látið ísland heldui
vera öfgalaust en bjórlaust. Og við
unga fólkið segi ég: Ef þið viljið
neyta áfengra drykkja þá drekkið
án öfga, og við þá sem ekki vilja
drekka: Þið eruð ekki mínir menn
þó þið drekkið ekki, heldur ekki
meiri menn.
Höfundur er þjónn og-hefurstarf-
að i Kaupmannahöfn um áraraðir.
Félagsvísindadeild Háskóla íslands:
Fyrirlestur um eðli drauma
CTTirreiur:
„Fromage" - „Triffle" - Eplakökur - Ávaxtapæ - Súkkulaðitertur - Sachertertur