Morgunblaðið - 08.03.1988, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. MARZ 1988
55555555555555
55
55
55
55
55
55
55
20" ITT IDEAL COLOR 3307 OSCAR
AFMÆLISTILBOÐ 5
VANDAD VESTUR - ÞÝSKT 20” rn I
SJÚNVARPSTÆKI A SÉRSTÖKU TILBOÐSVERÐI I
(0
Verö
Kr. 40.900.-
Tilboðið stendur meðan
Tilboðsverö
Kr. 35.910.-
byr
CE
GÆÐI Á GÓÐU VERÐI
SKIPHOLT 7 S: 20080 - 26800
ÁRA
ÖRUGG
ÞJÓNUSTA
Hvert stefnum
við í öldr-
unarmálum?
eftir Karlínu Hólm
Nú berast þau tíðindi í velferðar-
þjóðfélaginu, að í fyrsta sinn um
hávetur þurfí að fækka þeim fáu
„rúmum“ í öldrunargeiranum er
fyrir eru. Ástæðan: Fólksekla.
Meðan biðlistamir lengjast sí og æ
hverfur starfsfólkið til annarra
betur launaðra starfa.
Enga smugu er að finna fyrir
bágstadda aldraða einstæðinga
lengur. Ástandið hafi aldrei verið
verra, og einstæðingarnir er enga
eiga að eigi nú ekki lengur „kerf-
ið“ að. Það hafí öðru þýðingar-
meiru að sinna.
Hvar á fólk, slitið að kröftum,
með margþætta sjúkdóma að auki,
að halla höfði sínu? Fátt er um
svör. Hér hlýtur að vera á ferð
tímaskekkja og hún ekki lítil.
Mönnum ber saman um að við
höfum ekki horft nægilega langt
fram á veginn. Komið út úr bænda-
samfélaginu með miklum hraða og
bægslagangi, kastað jafnvel fyrir
róða kostum þess. Verið manna
duglegust við að apa upp nýjung-
ar, án fyrirhyggju, góðar jafnt sem
slæmar frá nágrannaþjóðum.
Gleypt sumt hrátt. Og gleymt að
hafa séríslenskar þarfír að leiðar-
ljósi. Svo nú sitjum við uppi með
„veikt kerfí", sem mörgum finnst
riða til falls. Ljótt að tama. Hvað
er til ráða? Við þurfum máski er-
lenda sérfræðinga til að segja okk-
ur það.
Inn í þetta blandast jafnréttis-
málin margumræddu. Konan sem
áður var trú stórfjölskyldunni,
„heimavinnandi" með lasburða og
sjúka á sinni könnu, er nú útivinn-
andi. Finnur sig ekki lengur í ein-
hveijum „haltu mér slepptu mér,
leik. Hún vill geta staðið sig, stað-
ið sig sem fullgildur starfskraftur
úti á hinum eftirsótta vinnumark-
aði. En þróunin í þjóðfélaginu er
ekki í takt við raunveruleikann.
Staðreyndimar tala sínu máli,
bamaheimilunum og sjúkrahúsun-
um verður bráðum lokað. Þetta eru
staðimir þar sem konur í meiri-
hluta hafa nýtt starfskrafta sína.
En nú láta þær ekki bjóða sér leng-
ur nánasarlaunin. Norðan heiða er
sama upp á teningnum og sjálfsagt
víðar.
Aðstandendur sjúkra standa
ráðþrota. Starfsfólk heilbrigðis-
stétta er orðið langþreytt á
óbreyttu og síversnandi ástandi,
það fólk er enn þijóskast við og
vill beijast situr uppi með aukaálag
sem hefur skapast vegna mann-
eklu. Það þykir orðið allt að því
eðlilegt að loka stofnunum yfír
orlofstímann. Vetrarfrí, þar sem
álag er hvað mest, em hillingar í
fjarska er enginn leyfír sér að orða.
Þeir sem standa í forsvari fá ekki
áheym þegar gamla platan um
aukin fjárlög er leikin. Tómar
stofnanir rísa í öllum regnbogans
litum og máski tekst með tímanum
að opna eina og eina deild, en þá
er um að ræða tilfærslu á starfs-
fólki frá öðrum stofnunum innan
sama geira. Gömlu stofnanimar
þreifa eitthvað út í loftið og breyta
um innra skipulag, eftir nýjasta
„arkitektúmum" til að tolla í tísku,
en starfsfólkið fæst ekki með því
einu til starfa, það krefst leiðrétt-
ingar á lágum launum. Það spyr
enginn hvers vegna.
En hve lengi á hinn aldni að
bíða eftir því að ráðamenn vakni?
Sá er hefur skilað sínu margfalt
en fær nú að heyra: „Takk fyrir
afnotin, þú ert úr leik.“ Er skýring-
ar að leita í röngum viðhorfum,
úreltum þankagangi, röngum
vinnubrögðum, röngu lífsgæða-
mati? Víst er að neyslutröll nútí-
mans veður uppi. Þetta nátttröll
er veður yfír byggð ból á íslandi
og alla heilbrigða dómgreind virð-
ist geta svæft.
Sérmenntað starfsfólk í lægri
launakantinum leitar í „launuðu“
störfin. Það þarf einfaldlega að
framfleyta sér og sínum. Einstæð-
ar mæður eru þar á meðal, þær
lepja margar hveijar dauðann úr
skel, en langar að vinna með þá
menntun er þær hafa aflað sér.
Menntunin er hér engin trygging
lengur.
Svo er kallað á meiri menntun,
lengri skólasetu, sem svo skilar sér
BJÖRGUNARSVEITIRNAR