Morgunblaðið - 08.03.1988, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 08.03.1988, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. MARZ 1988 21 Málverk, graflk og keramik. Næg bílastæði, engir stöðumælar SKIPHOLTI 50 B, SIMI84020 Ekkert flaustur; byggj- um ráðhús á réttum stað! Nokkrar athugasemdir til borgarráðs við staðsetningu á ráðhúsi Reykjavíkur eftir Gunnar Halldór Gunnarsson í gær (2. mars) las ég lesenda- bréf í Morgunblaðinu og DV frá kennara í Skóla sf. vegna fyrir- hugaðrar byggingar ráðhúss Reykjavíkur og það varð til þess að mig langar að koma skoðun minni á framfæri ásamt fyrirspum- um og athiigasemdum til borgar- ráðs. í sem stystu máli má segja að mér sýnist flest mæla á móti fyrir- hugaðri staðsetningu á ráðhúsi í Reykjavík í homi Tjarnarinnar. Það er ekki neinum hnöppum um það að hneppa að þröngt verður um bygginguna þaraa og erfitt að kom- ast að henni og frá og enn erfiðara verður það þegar búið verður að byggja við Alþingishúsið. Svo á að reka 700 tonn af stáli niður í botn- lausa mýrina og minnir það á hvem- ig Feneyjar em byggðar eða sum hús í Hollandi, en þar er það gert af nauðsyn. Er þetta ekki að fara óskynsamlega með fjármuni? Eg er sammála kennaranum í Skóla sf. að það ætti að athuga að staðsetja ráðhúsið þar sem Skúla- gata mætir Ingólfsgarði, þar ætti gmnnurinn að vera tryggur og það er sjálfgefið að byggingin nýtur sín betur þar en í þrengslunum við Tjömina, að ég tali nú ekki um eftir að ráðhúsið hefur stækkað um 17% í meðfömm arkitekta sam- kvæmt síðustu fréttum. Satt best að segja finnst mér skrýtið og að það skuli vera lagt slíkt ofurkapp á að byggja húsið á þessum bletti við Tjörnina, þar sem flest mælir á móti að hús af þessari stærð verði reist. Og fyrir hönd hverra er meiri- hluti borgarstjómar að greiða at- kvæði í þessu máli? Eg spyr vegna þess að þegar þetta ráðhúsmál ber á góma em allir, hver og einn sem ég veit um, á móti staðsetningunni við Tjörnina. Einhvemtíma var sagt að íslend- ingurinn og íslenska sauðkindin ættu margt sameiginlegt, þar á meðal þolgæðið, sem á rætur sínar að rekja til hversu þrautpínd sauð- kindin hefur verið um aldimar. Hún er líka fylgispök og þegar forystu- sauðurinn segir me þá er jarmað í einum kór me, me. Ef ráðhús Reykjvíkur á eftir að rísa þama við Tjömina á ótryggum gmnni þá er það dæmi um hversu ógagnrýninn hinn almenni borgari er á ráðstafanir forystumanna og ég held það megi segja að það sé auðveldara að vera stjómmálamað- ur á íslandi en í þróaðri löndum í Vestur-Evrópu og það sést best á þvf hversu við kjósendur emm fljót- ir að fyrirgefa þeim glappaskotin. Og þar er af mörgu að taka. Ég skora á sem flesta að láta skoðanir sfnar f ljósi á þessu máli því annars er hætt við að eitt glappaskotanna bætist við. Þeir sem hafa ferðast víða hafa séð að ráðhús prýða borgir hvað mest þegar þau em staðsett þar sem rúmt er um þau. Ráðhús stað- sett við sjóinn gerir innsiglingu til Reykjavíkur tilkomumeiri, og gefur um leið íbúum borgarinnar kost á að fylgjast með skipaumferð í fal- legu umhverfi yfír kaffibolla og tengir þannig saman fleiri mögu- leika á nýtingu hússins. 'Óhætt er að fullyrða að ekki mörg ráðhús muni státa af jafn tilkomumikilli fjallasýn og þeirri sem Esjan, Akra- fjall og Skarðsheiði bjóða uppá, ef að þessi staðsetning verður valin. Ég er sjómaður og þess vegna er nærtækt fyrir mig að stinga uppá að Sjómannadagsráði verði veitt vegleg aðstaða í húsinu og gæti það og nágrenni þess orðið vettvangur fyrir hátíðahöld á Sjómannadaginn. Fyrirspurnir og athugasemdir mínar til borgarráðs em þessar: APTON - SMÍÐAKERFIÐ „Efráðhús Reykjavíkur á eftir að rísa þarna við Tjörnina á ótryggum grunni þá er það dæmi um hversu ógagnrýninn hinn al- menni borgari er á ráð- stafanir forystu- manna.“ 1) Er búið að skoða hug Reyk- víkinga nógu vel í þessu máli? Hafa verið gerðar skoðanakann- anir? Og ef svo er hveijar em niðurstöður þeirra og hvemig hafa þær verið túlkaðar? 2) Hveijir em valkostimir? Það væri forvitnilegt að vita hversu stór meirihluti er með staðsetn- ingu þar sem Ingólfsgarður mætir Skúlagötu. 3) Hvað er þvf til fyrirstöðu að það fari frám atkvæðagreiðsla meðal borgaranna um staðsetningu á ráðhúsi? Reykjavík er fremur lítil borg og slík atkvæða- greiðsla ætti að vera auðveld í framkvæmd. Höfundur er stýrimaður. Ef APTON — Smíðakerfið hentar þörfum þínum, af hverju hefur þú þá ekki samband við okkur í dag? Þú gaatir litið við hjá okkur eða hringt. Okkur væri sérstök ánægja að gera tillögu að hugmynd þinni síðan gætir þú smíðað þetta sjálf(ur). Við eigum efnið á lager — sjáumst. LANDSSMIÐJAN HF. SÖLVHÓLSGÖTU 13-101 REYKJAVÍK • ÁRMÚLA 23 -108 REYKJAVÍK SÍMI (91) 20680 • TELEX 2207 GWORKS • PÓSTHÓLF 1388 í upphafí skyldi endirinn skoða, og er gott að hafa það að leiðar- ljósi þegar ráðist er í byggingu á húsi sem lengi skal standa. Með þökk fyrir birtinguna. P.s. Éf ráðhús á eftir að rísa upp á homi Ingólfsgarðs og Skúlagötu þá legg ég til að ráðhúsið verði kallað Ingólfsgarður. Gunnar Halldór Gunnarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.