Morgunblaðið - 08.03.1988, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. MARZ 1988
3
Þriggja ára
telpa fyrir bíl
ÞRIGGJA ára telpa slasaðist
töluvert þegar hún varð fyrir
bifreið á Skúlagötu um kl. 21.15
á sunnudagskvöld. Hún er þó
ekki talin i lífshættu.
Telpan var í bifreið, sem lagt
var í stæði norðan við götuna.
Þegar hún steig út úr bifreiðinni
tók hún á rás út á götuna og varð
fyrir bifreið, sem var ekið vestur
Skúlagötu. Hún hlaut höfuðáverka
og skaddaðist á mjaðmagrind. í
fyrstu virtust meiðsli hennar mjög
alvarleg, en í gær var hún komin
til meðvitundar og er nú á bata-
vegi.
Ásþór RE 10 seld-
ur til Grindavíkur
Gríndavfk.
GRANDI hf. hefur selt Þorbirni hf. í Grindavík togarann Ásþór
RE 10. Gengið var frá kaupunum sl. föstudag og verður Asþór
afhentur nýjum eigendum eftir tvær vikur.
Að sögn Eiríks Tómassonar, breyta Snorra Sturlusyni RE í
Frá slysstað á Skúlagötu á sunnudagskvöld.
Morgunblaðið/Júlíus
• +
Hver Islendingur hefur
rúma 40 fermetra til búsetu
HVER íslendingur hefur 40,7
fermetra af íbúðarfleti til bú-
setu samkvæmt skrá Fasteigna-
mats ríkisins yfir fasteignir á
íslandi. Með sameign fjölbýlis-
húsa er íbúðarflötur á hvern
íslending um það bil 45 fermetr-
ar. Fjöldi fokheldra og full-
gerðra íbúða samkvæmt upplýs-
ingum úr seinustu fasteigna-
skrá var 86.547 íbúðir, þar af
voru 46.824 ibúðir í fjölbýlis-
húsum og 39.723 einbýlishús.
Meðalstærð íbúða hér á landi
er 116 fermetrar, fjölbýlishúsa 86
fermetrar og einbýlishúsa 151 fer-
metri, að því er fram kemur í
fréttabréfi Fasteignamats ríkisins.
í stærðarútreikningum Fasteigna-
matsins er ekki tekið tillit til sam-
eignar. Að meðaltali eru í hverri
>búð 4,21 herbergi og að jafnaði
hafa hveijir þúsund íbúar 350
íbúðir til umráða. Minnsta meðal-
stærð íbúða er í Reykjavík, 103
fermetrar, en mesta meðalstærðin
er í nágrannasveitarfélögum
Reykjavíkur, 133 fermetrar.
Af upplýsingum úr skrá Fast-
eignamats ríkisins má meðal ann-
ars sjá hversu íbúðarhúsnæði á
íslandi er nýtt. Ef litið er á tölur
fyrir landið allt þá hefur nýbygg-
ingum fjölgað svo til stöðugt á
hverju tímabili frá upphafi aldar-
innar fram á þennan áratug. Frá
upphafi þessa áratugar hefUr ný-
byggingum fækkað nokkuð svo
ætla má að jafnvægi sé að nást í
þörfinni á nýbyggðu húsnæði, að
því er segir í fréttabréfi Fasteigna-
mats ríkisins.
framkvæmdastjóra Þorbjarnar hf.,
eru þessi kaup gerð vegna strands
Hrafns III GK 11 í síðasta mán-
uði. „Togarinn Ásþór RE er 297
tonn að stærð,“ sagði Eiríkur.
„Ásþór er á sóknarmarki, sem
þýðir að hann má veiða 1.160 tonn
af þorski og 1.700 tonn af karfa
en veiðar hans á öðrum tegundum
eru fijálsar. Við munum setja allan
afla Ásþórs á fiskmarkað eins og
við gerum nú þegar með aflann
af hinum bátunum okkar, en hug-
myndin er samt að nýta aflann sem
mest fyrir okkar vinnslu,“ sagði
Eiríkur.
Brynjólfur Bjamason, fram-
kvæmdastjóri Granda hf., sagði að
salan væri liður í endurnýjun og
endurskipulagningu togaraflota
fyrirtækisins. „Af sjö togurum fyr-
irtækisins eru þrír orðnir eldri en
15 ára, þeir Ásþór RE, Snorri Stur-
luson RE og Hjörleifur RE,“ sagði
Brynjólfur. „Nú er Ásþór RE seld-
ur, verið er að ganga frá samning-
um við skipasmíðastöð um að
frystitogara og líklega verður pólsk
skipasmíðastöð fyrir valinu. En það
er ennþá óráðið hvort Hjörleifur
verður seldur eða endurnýjaður,“
sagði Brynjólfur.
Kr. Ben.
Skelver í Garði:
Pillar og pakkar
rækju frá Kanada
Maðurvarð
útivið
Ólafsvík
MAÐUR fannst látinn í útjaðri
Ólafsvíkur á sunnudagskvöld.
Talið er að hann hafi orðið úti
aðfaranótt sunnudagsins, en þá
fór hann fótgangandi frá Hellis-
sandi til Ólafsvikur.
Maðurinn var á dansleik á Hell-
issandi á laugardagskvöld. Um kl.
3 um nóttina hélt hann fótgang-
andi áleiðis til Ólafsvíkur, en á
milli bæjanna em um 9 kílómetr-
ar. Að sögn lögreglu er talið líklegt
að hann hafi gengið utan vegar,
því enginn varð var víð hann á
leiðinni. Veður var hráslagalegt
og gekk á með slydduéljum og var
maðurinn illa búinn. Um hádegi á
sunnudag var farið að leita hans
og björgunarsveitir voru kallaðar
út. Um kl. 19.30 á sunnudags-
kvöld fannst hann látinn í útjaðri
Ólafsvíkur og virðist sem hann
hafí lagst fyrir utan vegar.
Maðurinn hét Sigurlaugur Eg-
ilsson, 35 ára gamall, til heimilis
að Brautarholti 10 á Ólafsvík.
Hann lætur eftir sig eiginkonu og
þijú böm á aldrinum 5 til 16 ára.
FYRIRTÆKIÐ NASCO flutti
inn fyrir skömmu 60 tonn af
frystri rækju í skelinni frá
Kanada. Rækjan verður pilluð
í verksmiðju fyrirtækisins Skel-
vers í Garði og síðan seld í Evr-
ópu.
Rækjan kom frá Kanada með
danska skipinu Helenu, sem tók
héðan rækju af grænlenzkum
rækjutogara og flutti til Dan-
merkur. Egill Jónsson er fram-
kvæmdastjóri NASCO. Hann
sagði í samtali við Morgunblaðið,
að með kvótabindingu úthafs-
rækjuveiða og kvóta á grunnsjáv-
arrækju væri fyrirsjáanlegt að fyr-
irtækið fengi ekki nóg af rækju
til vinnslu. Því væri ekki um ann-
að að ræða en flytja rækjuna inn.
Talsverð veiði væri nú við Kanada
og því mögulegt að fá rækju það-
an. Þetta væri svokölluð iðnaðar-
rækja, smá rækja, sem Kanada-
menn seldu ópillaða, aðallega til
Danmerkur, þar sem hún væri
pilluð. Pillunarverksmiðjur virtust
af skornum skammti vestra, en
stóm rækjuna frystu þeir í skel-
inni og seldu til Japans.
„Við emm að þessu til að bæta
reksturinn, halda stöðugri vinnu
fyrir starfsfólkið og auka nýtingu
fjárfestingar. Að auki ætlum við
okkur einhvem hagnað út úr þessu
og vonumst til að fá meira af
rækju með þessum hætti til
vinnslu," sagði Egill Jónsson.
0'
INNLENT
Dómur Borgardóms í máli Gróðrarstöðvarinnar Markar:
Hefur engin áhrif á
starf Skógræktarinnar
- segja forsvarsmenn Skógræktar ríkisins og Skóg-
ræktarfélags Reykjavíkur
„Við greiðum nú þegar í
stofnlánadeild svo þetta hefur
engin áhrif á okkar starf-
semi,“ sagði Sigurður Blöndal
forstöðumaður Skógræktar
ríkisins er hann var inntur
eftir hvaða áhrif dómur Borg:
ardóms um að Gróðrarstöðinni
Mörk beri að greiða sjóðagjöld
af framleiðslu stöðvarinnar,
hefði á starfsemi Skógræktar-
innar. í sama streng tók Vil-
hjálmur Sigtryggsson fram-
kvæmdastjóri Skógræktarfé-
Iags Reykjavíkur.
Skógræktarfélagið greiðir
sjóðagjöld af sinni sölu og sagði
Vilhjálmur að frá þeim greiðslum
hefði verið gengið fyrir áramót.
„Dómurinn breytir því engu fyrir
okkur. Við teljum það jafnvel
betra að greiða þessi gjöld, þar
sem við njótum ýmissa hlunninda
í staðinn. Við fylgjum bændum,
rétt eins og aðrir fylgja sínum
stéttum og stéttarfélögum.“
„Samkvæmt reglugerð sem
sett var um stofnlánadeild land-
búnaðarins er skógrækt hluti
. þess sem þarf að greiða gjöld
af og við sóttum mjög fast að
fá skógrækt viðurkennda sem
lánshæfa. Það var nokkurt þóf
milli okkar og stofnlánadeildar í
þessu máli en það var þó gert
upp fyrir áramót,“ sagði Sigurð-
ur Blöndal. „Um tveir fimmtu
hlutar okkar veltu eru eigin tekj-
ur og þar af er plöntusala stærsti
hlutinn. Á meðan reglugerðinni
er ekki breytt og greiða þarf af
skógræktarstarfi, m.a. plöntupp-
eldi til skógræktar á lögbýlum,
greiðum við það sem þarf.“
Páfi kemur til ís-
lands í júní 1989
TILKYNNT hefur verið í Páfa-
garði að Jóhannes Páll páfi II
komi til íslands í fyrrihluta
júnímánaðar 1989. í fyrstu var
talið að páfi mundi hafa hér
skamma viðdvöl, koma og fara
sama dag, en nú er líklegt að
hann gisti á íslandi eina nótt.
Heimsókn páfa til Norðurlanda
hafa nú verið valin einkunarorð
úr Markúsarguðspjalli: „Préd-
ikið fagnaðarerindið öllu
mannkyni".
Heimsókn Jóhannesar Páls
páfa II til Norðurlanda var ákveð-
in á síðasta ári. Hann mun að
líkindum heimsækja Stokkhólm,
Helsinki, Turku, Osló, Niðarós,
Tromsö, Reykjavík og Kaup-
mannahöfn. Hlutfallslega mun
hann veija mestum tíma í Noregi.
Í frétt frá undirbúningsnefnd
heimsóknarinnar til íslands segir
meðal annars að líklega vonist
páfi til að geta hér haft sama
hátt á og annars staðar á ferðum
sínum, að taka annars vegar þátt
í samkirkjulegri athöfn með
kristnu fólki og hins vegar að
syngja heilaga messu úti undir
Jóhannes Páll páfi.
berum himni. Staðarval hefur ekki
verið ákveðið. Undirbúning af
hálfu kaþólsku kirkjunnar á ís-
landi annast rómversk-kaþólski
biskupinn í Reykjavík, Alfreð Jol-
son, ásamt undirbúningsnefnd.