Morgunblaðið - 08.03.1988, Blaðsíða 54
54
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. MARZ 1988
Líftaug sjómanna
eftir Óskar
Skúlason
Það er niðamyrkur, klukkan er
tvö eftir miðnætti. Happasæl! GK
2000 er á leið í land eftir vel heppn-
aða veiðiferð. Um borð eru menn
enn að ganga frá veiðarfærum og
þrif eru í fullum gangi. Menn vinna
sín störf af dugnaði og festu,
ánægðir yfir því að vera nærri
komnir heim. Þeir vita að það er
í mesta lagi fimmtán mínútna bið
þar til þeir leggjast að bryggju.
Ahyggjuleysi einkennir allt þeirra
fas enda finnst þeim eins og þeir
séu svo að segja komnir með ann-
an fótinn í rúmið hjá þeim sem
þeir elska.
Allt í einu er sem báturinn sé
tekinn upp og sleginn niður, allt
fer á fleygiferð, brothljóð æra eins
og sprengingar, skipveijar kastast
til eins og tuskudúkkur um allt
þilfar. Sársauka- og hræðsluvein
kljúfa náttmyrkrið eins og hnífur.
Síðan er allt kyrrt. Engin hreyfing
er á bátnum menn eru náfölir og
slegnir yfir þessum óvænta gaura-
gangi. Þá tekur einhver af skarið
og spyr hvort menn séu í lagi. Sem
betur fer hefur enginn þeirra
SIMANAMSKEIÐ 143.
TENGSL FJOLMARGRA EYRIRTÆKJA
VIÐ VIÐSKIPTAMENN SÍNA
ERU IÐULEGA AÐ MIKLU LEYTI
UM SÍMA.
Því er örugg og aðlaðandi símaþjónusta
afar mikilvæg, ekki síður en glæsileg húsakynni.
EFNI:
• Mannleg samskipti. • Háttvísi. • Æfingar
í símsvörun. • Hjálpartæki og nýjungar í símatækni.
LEIÐBEINENDUR: Helgi Hallsson, deildarstjóri
og Þorsteinn Óskarsson, deildarstjóri.
TÍMI OG STAÐUR:
14.-16. mars kl. 9.00-12.00 að Ánanaustum 15.
RITARANAMSKEIÐ 16.3.
HÉR KYNNAST RITARAR
HÁUM, ALÞJÓÐLEGUM
STAÐLI fSTARFI SÍNU.
Samtök ritara og íslandsdeild
Evrópusamtaka ritara (EAPS) standa
að námskeiðinu. Nokkur starfsreynsla
er nauðsynleg til þátttöku í námskeiði
þessu.
MEÐAL EFNIS: Skipulagning og
tímastjórnun • Starfssvið ritara
• Samskipti á vinnustað • Efling
sjálfstrausts • Tölvukynning.
LEIÐBEINENDUR: María Sigmunds-
dóttir, Snjólaug Sigurðardóttir, Guðrún
Snæbjörnsdóttir og Kolbrún Þórhallsdóttir.
TÍMI OG STAÐUR: 16.-18. mars kl. 8.30-12.30 að Ánanaustum 15.
SOLUTÆKNI 173.
VEITIR FÆRNII SOLU OG SAMN-
INGAGERÐ ÞAR SEM ÁHERSLA ER
LÖGÐ Á MANNLEG SAMSKIPTI.
EFNI:
• íslenskur markaður • Uppbygging og mótun
sölustefnu • Skipulagning söluaðgerða • Val á
markhópum • Símsala • Starfsaðferðir sölufólks
• Samskipti og framkoma • Mótbárur og meðferð
þeirra • Söluhræðsla • Markaðsrannsóknir og áætlanagerð.
LEIÐBEINANDI: Haukur Haraldsson, sölu- og markaðsráðgjafi.
TÍMI OG STAÐUR: 17.-18. mars kl. 8.30-17.30 að Ánanaustum 15.
VR OG STARFSMENNTUNARSJÓÐUR BSRB STYRKJA FÉLAGSMENN SÍNA
TIL ÞÁTTTÖKU í ÞESSUM NÁMSKEIÐUM.
Stjórnunarfélag íslands
Ananaustum 15 • Sími: 6210 66
Óskar Skúlason
„Þyrla sú er kæmi hvað
best til greina kostar
800 milljónir, stór tala
ekki satt? Þetta er þó
ekki nema 300 milljón-
um meira en sá auka-
kostnaður sem varð við
byggingu Leifsstöðv-
ar.“
meiðst alvarlega. Þá kallar sá sami
að allir skuli fara upp í brú. Þegar
þangað er komið sjá þeir að skip-
stjórinn er þegar farinn að kalla á
hjálp. Fljótlega er svarað að björg-
unarsveitin á staðnum sé á leiðinni
og að einnig ætli þyrla Landhelgis-
gæslunnar að reyna að komast á
staðinn þrátt fyrir að veðurskilyrði
séu ekki sem hagstæðust.
Eftir þessi skilaboð léttir aðeins
yfir mannskapnum. Nú fyrst fara
þeir að athuga hvað hefur gerst.
Þegar skipverjar líta út í myrkrið
verður einum að orði: — Hver
andskotinn, maður sér bæinn og
húsið heima en er fastur uppi í
miðri §öru og það á versta stað.
Þögn slær á mannskapinn, þeir
vita að þetta er rétt, þar sem bátur-
inn liggur hafa ófá skip og ófá
mannslíf horfíð við sömu aðstæð-
ur. Úti fyrir er hafíð farið að betja
óþyrmilega á hjálparvana báts-
skrokknum. Enginn segir neitt, en
allir hugsa það sama, ef þyrlan fer
ekki að koma þá farast þeir allir.
Skipstjórinn hvetur þá til að hugsa
til Guðs frekar en að brotna niður
í svartsýni.
Einhveijir spenna greipar en
aðrir hreyfa hvorki legg né lið eins
og þeir séu búnir að sætta sig við
að eiga að fara. Þá allt í einu eins
og til að minna þá á að þeir séu
ekki gleymdir heyrast drunur í
fjarska.
— Þetta er þyrlan.
— Nei.
— Jú, þetta er þyrlan, við kom-
umst heim.
Ópin og köllin í brúnni minna
helst á börn í afmæli. Mönnum
líður eins og þeim sé gefið nýtt
líf. Sú gleðitilfinning sem gagntek-
ur alla á þessari stundu er svo
mikil að við liggur að brúin lýsi
eins og sól. Þá er sem myrkrið
skelli á aftur, allt fer á fleygiferð,
báturinn hristist og skelfur, brak
og brestir yfírgnæfa allt annað
hljóð, hann er að brotna eins og
eggjaskurn. Skipveijar stara ein_s
og stjarfir á eyðilegginguna. A
sama tíma sveimar þyrlan yfír
höfði þeirra. Þama standa tólf
mismunandi gamlir menn vitandi
að þeir fara ekki allir heim þessa
nótt. Björgunarþyrlan fyrir ofan
þá tekur aðeins fjóra menn og
báturinn ferst innan örfárra
mínútna í greipar Ægis.
Skipstjórinn horfír á áhöfnina,
vonleysi skín úr augum þeirra
allra, þeir yngstu eiga jafnvel bágt
með að bresta ekki í grát. Allir
vita hvað brýst um í höfði skipstjór-
ans, hveijum átti hann að gefa líf,
hveija átti hann að dæma til
dauða? Eiga þeir yngstu sem eiga
lífið fyrir sér að fá að fara? En
feðumir og fjölskyldumennirnir
eða hann sjálfur? Að lokum nefnir
hann §ögur nöfn. Rödd hans er
við það að bresta, hann tuldrar
eitthvað um hvort hinir geti fyrir-
gefíð sér og snýr sér undan. Þeir
fjórir heppnu horfa á félaga sína
vitandi að það er í hinsta sinn.
Ekki sést í svip þeirra vottur af
gleði.
— Við getum ekki farið ef þið
komist ekki.
— Hvaða vitleysa? Það er eng-
inn gróði í því. Svona, komið ykk-
ur út.
Þeim sem eftir standa er þungt
fyrir bijósti, þó mótmælir enginn,
þeir vita að ekkert breytist við það.
Þá hálfhvíslar einn hásetinn
hvort ekki sé hægt að setja út
björgunarbát, frekar en að gera
ekki neitt. Allir líta á skipstjórann
og vona að hann segi eða geri eitt-
hvað sem geti hjálpað. Þó vita
þeir að vonlaust er að setja bát út
á þessum stað.
— Strákar, biðjum bara að Guð
gefi að þyrlan komist tvær ferðir
í viðb ...!
Síðustu orð skipstjórans
drukkna í þrumugný þegar bátur-
inn rifnar í sundur eins og fúinn
eldspýtustokkur, þeir eiga enga
möguleika, neyðaróp þeirra em til
einskis, enginn heyrir og þó svo
væri gæti enginn gert neitt. Þeir
fjórir sem lifa stara sem dáleiddir
á hryllinginn, ónotahrollur fer um
þá, hrollur sem þeir vita að þeir
losna aldrei við.
Sögulok.
Hér lauk sögunni af áhöfninni
á Happasæl GK 2000. Svona til
SAMBAND
FISKVINNSLUSTÖÐVANNA
^hwBOBARTILbmií^h
RÁÐSTEFNU
UM NÝSKIPAN
GJALDEYRISMÁLA
Frummælendur:
Dr. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri,
dr. Sigurður B. Stefánsson, framkvæmdastjóri
og dr. Þorvaldur Gylfason, prófessor.
Fundarstjóri:
Brynjólfur Bjarnason, framkvæmdastjóri.
Stadur:
Hótel Saga, salur A.
Tími:
Föstudagurinn 8. apríl, kl. 12.15-15.30.
Ráðstefnan er öllum opin.
Þátttaka tilkynnist í síma 25455.
Stjórn SF.