Morgunblaðið - 08.03.1988, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 08.03.1988, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. MARZ 1988 J 36 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri 4. Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 700 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 60 kr. eintakið. Frá Havana til Reykjavíkur Nú eru menn vegna væntan- legrar ráðhússbyggingar famir tð taka upp hver eftir öðrum, að Kastró hljóti að blöskra framkoma Davíðs Odds- sonar! Slík samanburðarfræði eru að vísu engin nýlunda hér á landi enda virðist enginn kippa sér upp við þau. Sumir líta á þetta sem heimatilbúið gaman, aðrir taka þetta alvarlega! Kastró kom einnig við sögu í grein í Þjóðviljanum nýlega, þar sem ráðist var af lítilli mannúð á eitt af helztu fómardýrum hans, Valladares, sem getið var í for- ystugrein hér í blaðinu fýrir skömmu, enda er hann einhver merkilegasti andófsmaður gegn hryðjuverkum kommúnista sem um getur. Því miður var höfund- ur Þjóðviljagreinarinnar tæki í höndum myrkravalda, en ekki þeirra, sem em rödd hrópandans í eyðimörk alræðisins. Þegar menn nefna Kastró í sömu andrá og stjómendur Reykjavíkurborgar ættu þeir að minnast þess, að Davíð Oddsson var kosinn í lýðræðislegum kosn- ingum, en Kastró er vopnaður harðstjóri, sem hefur aldrei þorað að láta kjósa um eitt né neitt. Kúbanskir flóttamenn um allan heim bera hryðjuverkum hans vitni, m.a. em mörg hunduð þús- und kúbanskra flóttamanna í Flórídafylki í Bandaríkjunum einum saman og Miami er hálfkúbönsk borg vegna þeirra, sem flúið hafa þetta skurðgoð kommúnismans, Kastró. Ekki er vitað til, að neinn hafí flúið Reylcjavík né hafí það í hyggju, enda er borginni betur stjómað en nokkm öðm sveitar- félagi eða opinbem fyrirtæki hér á landi og nú berast fregnir um, að jafnvel gamla olnbogabamið, fískvinnslan, beri sig vel, en það var einmitt Davíð Oddsson sem þorði að taka af skarið um Granda og framtíð fískvinnsl- unnar í Reylg'avík. Ekkert hefur betur dugað fískvinnslufólki í höfuðborginni en sú djarfa og heillavænlega ákvörðun að stofna Granda. Félagsleg þjónusta í höfuð- borginni er einnig meiri og betri en annars staðar á landinu. Um það hafa sjálfstæðismenn haft forystu. Hvað sem ráðhúsinu líður og hvemig sem átökunum um það lyktar, þá er eitt víst: Davíð Oddsson þarf að sækja umboð sitt og meirihlutans til fólksins — og það er gert í kosningum, sem fram eiga að fara 1990. Hjá því getur borgarstjóri ekki komizt. Deilumar um staðsetningu ráð- hússins brenna því ekki á öðmm fremur en Davíð Oddssyni. Hann hefur átt völina — og kvölina. Fyrir hann persónulega er mikið í húfí og þá ekki síður fyrir þann flokk sem hann veitir forystu í Reykjavík. Og svo er talað um Kastró í sömu andrá og Davíð Oddsson! Væri ekki nær að reka andstöð- una við ráðhúsið með öðmm og málefnalegri rökum? Það hefur að vísu einnig verið gert, sem betur fer — og ekkert við því að segja. Bygging ráðhúss við Ijömina er mikið tilfínningamál og í því felst einnig mikil pólitísk áhætta. Einu vopnin, sem notuð em í Reykjavík, em atkvæða- seðlamir. I raun hafa menn allt- af vitað hver afstaða Davíðs Oddssonar er til byggingar ráð- húss. Það er engin nýjung fyrir borgarbúa, að hann, sem borgar- stjóri, beiti sér fyrir ráðhúsi við Ijömina — og fór það raunar ekki fram hjá nokkmm manni, þegar hann var að útlista þetta „Iitla og snotra ráðhús“ sem hann hygðist byggja við Tjarnar- endann. Líklegt má telja að borg- arstjóri vilji leysa erfíð mál í borginni sem öðmm hefur ekki tekizt — 0g þar á meðal að skapa borgarstjóm varanlegt heimili. Það í sjálfu sér á ekki að koma neinum á óvart, þótt ekki hafi verið kosið um ráðhúsið sér- staklega, ekki frekar en um ýmislegt, sem deilum veldur í þjóðfélaginu og snertir tilfinn- ingalíf borgaranna. Það er ekk- ert óeðlilegt í sjálfu sér, að menn greini á um stærð, kostnað og staðsetningu ráðhússins. Þó virð- ast flestir þeir borgarbúar sem telja rétt að reisa ráðhús á annað borð, vilja setja það niður við Tjömina. Þáð er aftur á móti eitur í beinum annarra, sem þó vilja margir hveijir einnig byggja ráðhús í borginni. Margt af þessu fólki hugsar af nærfæmi um borgina sína og telur sér skylt að vera vel á verði. Ef skoðanakannanir ættu að ráða ferðinni í ýmsum málum á íslandi, þyrfti Alþingi ekki að eyða endalausum, dýrmætum tíma í bjómmræður einsog raun hefur borið vitni. Þá hefði bjórinn verið leyfður fyrir all nokkm hér á landi. Margir sakna hans, en þeir verða að hlíta þingræði fyrst við höfum ekki orðið alræðis- kerfí Kastrós og félaga að bráð. Andstæðingar bjórs þakka áreið- anlega guði fyrir, að málið skuli ekki hafa verið lagt undir þjóðar- úrskurð. Hitt er augljóst, að við stefnum að lýðræði fólksins, en leitum ekki eftir fyrirmyndum til Kúbu eða annarra kommúnista- ríkja, þótt einhveijir hafi haft, þennan skrýtna samanburð í flimtingum í ráðhússdeilunni. 36. ÞING NORÐURLANDARAÐS I OSLO Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra: Norræn efnahagssan takí mið af þróun inn; Ósló. Frá Steingrimi Sigurgeirssyni, blaðamanni Morgunblaðsins. JÓN Sigurðsson, viðskiptaráðherra, sagði í ræðu sinni á Norðurlandar- áðsþinginu í gær að norræn efnahagssamvinna yrði á næstu árum að taka sífellt meira mið af þróuninni innan EB. Við yrðum að fylgj- ast vel með þeirri þróun og reyna að laga okkur eins og mögulegt væri að breyttum aðstæðum. Væri það gert myndi þróunin innan EB hvetja okkur til að grípa til þeirra ráðstafana sem myndu efla hag þeirra Norðurlandaríkja sem nú væru utan bandalagsins. Eiður Guðna- son, formaður menningarmálanefndar Norðurlandaráðs, varaði við auknum áhrifum enskunnar á Norðurlöndum og sagði nauðsynlegt að auka samvinnu við gerð sjónvarpsefnis fyrir börn og unglinga. Á viðskiptasviðinu hefði samvinna Norðurlandanna innan EFTA verið sérstaklega árangursrík. Innan EFTA hefði nú verið komið á fríverslun, sem reyndar varð mun víðtækari en Norðurlöndin hefðu náð samkomulagi um í langvarandi samningaviðræðum á sjötta ára- tugnum. Viðskiptaráðherra vék næst að Evrópubandalaginu og áformum þess um innri markað. Hann sagði vangaveltur um ný aðild- arríki tæpast vera tímabærar en mjög mikilvægt væri að við leituð- umst við að treysta sambönd milli Norðurlandanna og EB í því skyni Jón Sigurðsson að koma í veg fyrir að þær ráðstaf- anir til markaðssamruna sem Evr- Ná íslendingar send- ingum um TELE-X? LÍKUR eru á því að á þessu þingi Norðurlandaráðs takist að leysa þann ágreining sem hefur verið milli Norðurlandanna um sjón- varpsgervihnöttinn TELE-X. Birgir ísleifur Gunnarsson, menntamálraðherra, sagði við Morgunblaðið að íslendingar hefðu viljað hafa fyrirvara á þessu máli þar sem eins og málum hefði verið komið fyrir hingað til hefð- um við ekki náð sendingum í gegn- um TELE-X. Nú væri hins vegar rætt um að leigja til reynslu bandariskan gervihnött og gæti það leyst það mál. Jan Per Syse, nýkjörinn forseti Norðurlandaráðs, sagði við upphaf Norðurlandaráðsþings í gær að hann vonaði að á þessu þingi yrði tekin ákvörðun um hvemig samvinnu Norðurlandanna yrði háttað varðandi sjónvarpsgervihnöttinn TELE-X, sem áformað er að skjóta upp á næsta ári. Ræddar hefðu verið marg- ar mismunandi lausnir á þessu deilu- máli og vonandi myndu menn nú komast að niðurstöðu. Carl Bildt, formaður sænska Hægriflokksins, vék einnig að þessu máli og sagði það nánast vera hneyksli að ráð- herranefndin hefði ekki getað sam- einast um lausn. Ákvörðun yrði að taka á þessu þingi. Birgir ísleifur Gunnarsson sagði í samtali við MorgunBlaðið, að íslend- ingar hefðu haft nokkum fyrirvara á þessu máli. Eins 0g málin hefðu staðið hingað til hefðum við ekki Birgir ísleifur Gunnarsson getað náð sendingum í gegnum gervihnöttinn. Nú væri hins vegar talað um að leysa það með þeim hætti að leigja til reynslu gervihnött frá Bandaríkjunum. Birgir ísleifur sagði Islendinga vilja fylgjast með þessu máli en ekki taka á sig neinar skuldbindingar. Rætt um átök fyrir 1 Norrænt f að lausn d - segir Anker Jor ANKER Jorgensen, formaður danska Jafnaðarmannaflokksins, gerði það að tillögu sinni í al- mennu umræðunni á Norðurland- aráðsþinginu í gær að Norðurl- öndin hefðu frumkvæði að því að finna lausn á deilunni um herte- knu svæðin fyrir botni Miðjarðar- hafs. Spunnust af þessu nokkrar Davíð Oddsson borgarsljóri: Misskilningur Jónatans Þórmundssonar leiðréttur Próf. Jónatan Þórmundsson svaraði hér í blaðinu fyrir nokkru stuttri athugasemd minni um vanhæfni hans til að gefa félagsmála- ráðherra óhlutdræga lögfræðiráðgjöf um ráðhúsreit miðbæjar- skipulagsins. Orð hans gefa ekki tilefni til andsvara, þar sem þau staðfesta í raun ábendingar mlnar I þeim efn- um. Á hinn bóginn kemst ég ekki hjá að leiðrétta sérkennilegan mis- skilning, sem felst í grein Jónatans Þórmundssonar. Hann hefur fengið þær fréttir úr borgarstjóm Reykjavíkur, að ég hafí gert at- hugasemdir við hæfni hans til að gegna stafí sem sérstakur saksókn- ari í Hafskipsmálinu. Nú fer fjarri, að ég dragi í efa hæfni hans í þeim efnum eða viti nokkur þau tengsl hans við menn eða málefni I þeim efnum, sem geri hann vanhæfan til að fja.lla á óhlutdrægan hátt um þau. Sá, sem hefur borið Jónatan fréttir af borgarstjómarfundinum hefur laglega misskilið það, sem þar var sagt. Ég geri ráð fyrir því, að misskilningnum valdi um- mæli mín á fundinum, þar sem ég var að útskýra fyrir fundarmönn- um, að þótt maður teldist vanhæfur til að fíalla um tiltekið mál, þá hefði það ekkert með hæfni hans almennt að gera. Sagði ég efnislega á þá leið, að um þetta vissi Jónatan Þórmundsson auðvitað betur en aðrir menn af ýmsum ástæðum, t.a.m. þeirri að nú væri hann skip- aður sérstakur saksóknari í Haf- skipsmálinu vegna þess, að aðrir lögfræðingar hefðu verið dæmdir vanhæfir til að fara með saksókn í því máli vegna fyrri afskipta af því, þótt enginn dragi í efa hæfni þeirra sem lögfræðinga almennt. Hvemig sá, sem hleypur með fréttir til Jónatans af borgarstjóm- arfundi getur út úr þessu fundið, að ég sé að gefa í skyn, að Jónat- an sé vanhæfur til að fjalla um Hafskipsmálið, er mér óskiljanlegt. Ég myndi ætla, að fáir væm betur til þess fallnir en hann vegna þekk- ingar sinnar í þessum efnum, að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.