Morgunblaðið - 08.03.1988, Síða 4

Morgunblaðið - 08.03.1988, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. MARZ 1988 VEÐUR Hitaveita Suðurnesja: Hverflar í stromp- virkjun frá Israel Grindavík. STJÓRN Hitaveitu Suðurnesja staðfesti fyrir sl. helgi kaupsamn- ing við Ormat Turbines Ltd. í ísra- el um kaup á þrem Ormat-hverfl- um og búnaði sem þarf til að virkja strompgufuna frá orkuverinu í Svartsengi og framleiða 3,6 megawött af rafmagni. Kaupverð vélanna er 123,5 milljónir króna en áætlaður heildarkostnaður við strompgufuvirkjunina, með til- heyrandi húsi og gufulögnum, er um 200 milljónir króna. Að sögn Júlíusar Jónssonar, fram- kvæmdastjóra fjármálasviðs Hita- veitu Suðumesja, fór hann til ísraels ásamt Finnboga Bjömssyni stjómar- formanni, Bimi Stefánssyni inn- kaupastjóra og Albert Albertssyni framkvæmdastjóra tæknisviðs til að sjá um kaupin. „Hverflamir þrír, sem keyptir voru, munu nota lágþrýsta gufu frá strompunum í Svartsengi, alls 15,6 kíló á sekúndu til að framleiða raf- magn, alls 3.720 kílówött brúttó,“ sagði Júlíus. „Auk hverflanna var keyptur stjóm- og rafmagnsbúnaður, auk þess sem seljandi gefur hitavei- tunni kost á kaupum á fleiri OEC- vélum, a.m.k. tveim og allt að sex, með svipuðum tæknilegum skilyrðum og þær vélar sem nú hafa verið keypt- ar. Verð á þeim er í kringum 33,5 milljónir króna hver vél. Heildar- kostnaður vegna þessarar virkjunar er áætlaður um 200 milljónir króna með tilheyrandi húsi og gufulögnum fyrir allt að sjö vélar. Ef miðað er við 20 ára afskrift- artíma, 6% vexti, helmingi hærri rekstrarkostnað á ári en gefínn er upp af framleiðanda og 6.200 stunda nýtingartíma, kemur í Ijós að orku- verð frá virkjuninni er 0,95 krónur á kílówattstund en kostar nú frá Lands- virkjun 1,67 krónur á kílówattstund. Einnig má taka tillit til minna ork- utaps vegna styttri flutningsleiða, aukins rekstraröryggis og minni tær- ingar í og við orkuver. Ef keyptir verða síðar þrír hverflar til viðbótar væri orkuverð frá þeim, miðað við sömu forsendur, um 0,63 krónur á kílówattstund," sagði Júlíus. Kr. Ben. Morgunblaðið/Sigrún Séð yfir flóðið í Dynskógum, tæki bæjarins við vinnu til bjargar öðrum húsum. Á innfelldu myndinni heldur eigandi hússins í Dyn- skógum 12, Sigrún Sigurjónsdóttir, hendinni í þeirri hæð á hurðinni sem vatnshæðin var í kjallaranum á mánudagsmorgun. Hveragerði: Skemmdir af völd- um leysingavatns Hveragerði. MIKIL úrkoma var hér í nótt og í morgun flæddi vatn um götur bæjarins. Verst var ástandið við Dynskóga en þar höfðu göturæs- in engan veginn undan og mynd- aðist þar uppistöðulón. I húsi nr. 12 við Dynskóga hálf fylltist kjallarinn af vatni, en hann er mikið niðurgrafinn. Urðu þar töluverðar skemmdir, m.a. flæddi vatn inn í bifreið sem stóð í bílskúr í kjallaranum. Starfs- menn . Hveragerðisbæjar gerðu stiflugarð við húsið og dældu síðan vatninu upp með öflugum dælum. Varmá streymir fram kolmórauð og gerir nýja ræsið sem byggt var á síðasta ári ekki betur en að rúma flauminn. Reynir nú í fyrsta sinn á það hvort það er nógu stórt en margir spáðu illa fyrir því meðan það var í byggingu. Var mörgum það þyrnir í augum að ekki var byggð brú yfír Varmá í stað hinnar gömlu, en í hennar stað sett steypt ræSÍ' Sigrún Lést eftir bruna á Kleppsvegi Maðurinn, sem lést eftir bruna að Kleppsvegi 90 á föstudag, hét Ragnar B. Guðmundsson. Ragnar var 52 ára gamall, fædd- ur 15. júlí 1936. Hann var ókvænt- ur og barnlaus. Aðalfundur Starf smannaf élags Reykjavíkurborgar: í DAG kl. 12.00: Heimild: Veðurstofa Islands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 i gær) VEÐURHORFUR í DAG, 8.3.88 YFIRLIT f gær: Búist er við stormi á SV-djúpi. Á suðvestanverðu Graenlandshafi er hægfara 975 mb lægð, og dálítil lægð sem er að myndast fyrir norðan land mun hreyfast norðaustur. SPÁ: Suð- og suðvestanátt um land allt, víðast kaldi. Él verða um vestanvert landið, en þurrt og léttskýjað um landið austanvert. Hiti nálægt frostmarki. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á MIÐVIKUDAG: Vestan- og suðvestanátt og vægt frost um mestallt land. Él á vestanverðu landinu og á annesjum norðan- lands, annars léttskýjað. HORFUR Á FIMMTUDAG: Suð- og suðvestanátt og frostlaust. Súld eða rigning á Suður- og Vesturlandi, en úrkomulitið á Norð- ur- og Austurlandi. xm VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hitl veður Akureyri 8 alskýjað Reykjavfk 7 súld Bergen 3 léttskýjað Helsinki +1 snjókoma Jan Mayen +2 alskýjað Kaupmannah. 3 skýjað Narssarssuaq +5 snjókoma Nuuk +9 snjókoma Osló 1 léttskýjað Stokkhófmur 1 snjóél Þórshöfn 4 súld Algarve 17 heiðskírt Amsterdam 7 lóttskýjað Aþena vantar Barcelona vantar Berlín 3 hálfskýjað Chicago +1 heiðskirt Feneyjar 6 alskýjað Frankfurt 4 skúr Glasgow 7 alskýjað Hamborg 4 skýjað Las Palmas 17 alskýjað London 8 skýjað Los Angeles 13 mistur Lúxemborg 3 skýjað Madrld 12 léttskýjað Malaga 19 heiðskírt Mallorca vantar Montreal 2 skýjað New York 3 heiðskírt París 8 hélfskýjað Róm 12 skýjað Vin 4 rigning Washington 2 heiðskfrt Winnipeg +2 alskýjað Vatencla 19 hálfskýjað Lagabreytingu um eignaskipti hafnað Á AÐALFUNDI Starfsmannafé- lags Reykjavíkurborgar, sem haldinn var á laugardaginn, var tillögu um breytingu á lögum félagsins hafnað af miklum meirihluta fundarmanna. Hefði tillagan verið samþykkt hefðu félagsmenn, sem ætla að stofna ný félög í samræmi við ákvæði nýrra samningsréttarlaga opin- berra starfsmanna, átt rétt til hluta eigna félagsins í samræmi við þeirra sem ganga úr félaginu. Fundurinn var ijölmennur og greiddu 420 manns atkvæði. 117 samþykktu breytingu á lögum fé- lagsins eða 27,9%, en 299 höfnuðu breytingunni eða 71,2%. Fjórir seðlar voru auðir og ógildir. Þtjá fjórðu hluta atkvæða á fundinum eða 315 atkvæði hefði þurft til þess að fá lagabreytinguna samþykkta. „Ég er afskaplega ánægður og það sem er kannski ánægjulegast við þetta er að fá svona mikinn mannfjölda á þennan aðalfund og taka afdráttarlausa afstöðu í þessu máli. Hitt er svo annað mál að við eigum eftir að jafna þann ágrein- ing, sem þama var og sem sannir félagsmenn hljótum við að vinna að því,“ sagði Haraldur Hannesson, formaður félagsins í samtali við Morgunblaðið. Hann sagðist hafa borið fram tillögu í lok fundarins þess efnis að stjóm yrði heimilað að ganga til viðræðna við nýstofnuð stéttarfé- lög um sameiginleg afnot af fas- teignum félagsins um lengri eða skemmri tíma vegna þess fólks sem kæmi úr Starfsmannafélagi Rey kj avíku rborgar. Létust í eldsvoða í Búðardal Mennimir tveir, sem létust í eldsvoða í Búðardal á föstudags- kvöld, hétu Guðmundur Ingvars- son og Leifur Gísli Ragnarsson. Guðmundur bjó að Ægisgötu 5 í Búðardal. Hann var 66 ára gam- all, fæddur 1922. Leifur Gísli bjó í Fremri-Hundadal í Miðdalahreppi. Hann var 53 ára gamall. Mennimir vora báðir ókvæntir og barnlausir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.