Morgunblaðið - 17.03.1988, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 17.03.1988, Blaðsíða 38
fíS 38 88éi SM ¦ iúAWffflm ,d\gKtA/ , MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. MARZ 1988 MA-ingar herða á sér vegna yfirvof- andi verkfalls JOHANN Sigurjónsson, skólameistarí Menntaskólans á Akureyrí, hefur bannað allar utanaðkomandi uppákomur í kennslutímum svo sem gestafyrírlestra, söng, kvikmyndasýningar og annað slíkt sem gjarnan fylgir skólastarfinu vegna yfirvofandi verkfalls Hins íslenska kennarafélags, en kennarar í MA eru allir innan raða HÍK. Þetta gerði skólameistari svo að tími færi ekki til spillis heldur yrði frekar hert á náminu fyrir verkfall ef til þess kemur, en sem kunnugt er af fréttum getur verk- fall hafíst um miðjan apríl. Jóhann sagði í samtali við Morgunblaðið að nemendur hefðu tekið banninu mjög vel enda væri það þeirra . hagur að skólastarfíð gæti gengið áfallalaust fyrir sig. „Verkfall kæmi sér vissulega illa fyrir alla nemendur MA. Reynsla síðustu verkfalla hefur sýht mikil afföll og óvissu hjá nemendum. Það er ávallt slæmt þegar kennarar þurfa að grípa til slíkra örþrifaráða sem verkfall. er í kjarabaráttu sinni. Verkfall kemur verst niður á nem- endum og þeir nemendur sem nú eru á síðasta ári, lenda nú að öllum líkindum í verkfalli fjórða árið í röð. Þá hafa kennarar engin efni á því að fara í verkfall. Þeir rétt skrimta á launum sínum og engir verkfallssjóðir eru til." Jóhann sagði að búast mætti við að minnsta kosti hálfs mánað- ar töf ef af verkfalli yrði á annað borð. Eftir það hafa þá nemendur á fjórða ári misst alls um tvo mánuði úr skólastarfinu vegna verkfalla HÍK og BSRB, en árið 1984 féll skólastarf niður hjá MA í um tíu daga þar sem húsvörður- inn var í BSRB og var það á hans verksviði að opna og ioka skólan- um. Jóhann sagði að ekki kæmi til greina að fresta prófum til að skila nemendum meiri kennslu. Hinsvegar yrði reynt að vinna kennslutapið upp með öðrum hætti eins og gert hefði verið til dæmis eftir verkfall í fyrra. Þá náðist upp um helmingur kennslutapsins. Augljóst væri þó að ekki þýddi að fara of geyst, nám væri ekki og yrði aldrei unnið í skorpum. Allt nám þyrfti að vinnast jafnt og þétt enda hefði það sýnt sig að skólabókalestur nóttina fyrir próf hefði lítið að segja. Leikarar úr Leikklúbbnum Sögu á æfingu fyrr í vikunni. Morgunblaðið/RÞB Leikklúbburinn Saga frumsýnir Grænjaxla Leikklúbburínn Saga frum- sýnir í kvöld í Dynheimum kl. 20.30 Grænjaxla eftir Pétur Gunnarsson. Aðalhlutverk eru í höndum þeirra Fríðþjófs Sig- urðssonar, Gunnars Gunnsteins- sonar, Helgu Illífar Hákonar- dóttur og Astu Júlíu Theódórs- dóttur. Leikstjóri er Arriheiður Ingimundardóttír. Tónlist í verk- Morgunblaðið/GSV Á myndinni eru umsjónarmenn spurningakeppni framhaldsskólanna, þau Margrét Blöndal og Kristján Sigurjónsson ásamt sigurvegurunum frá Siglufirði, þeim Má Orlygssyni (t.v.) og Arna Þór Guðmunds- syni. Lengst til hægri á myndinni eru Árskógsstrendingarnir, Brynjar Baldvinsson og Finnbogi Reynis- son, sem lentu í öðru sæti. Spurningakeppni grunnskólanna: Siglfirðingar sigruðu Árskógsskóli í öðru sæti eftir „teningakast" Siglfirðingar sigruðu i spurn- ingakeppni grunnskólanna er fram hefur farið á svæðisútvarpi Akureyrar og nágrennis, RU- VAK, undanfarna mánuði. Rétt tíl þátttöku höfðu allir grunn- skólar á hlustunarsvæði RUVAK og tóku alls 24 skólar þátt í keppninni, allir nema Grímsey- ingar, sem ekki sáu sér fært að koma. Fyrsta spurningakeppnin var send út þann 19. október sl. og urðu úrslit ekki ljós fyrr en í gær- kvðldi er Siglfirðingar báru sigur ' úr býtum. I liði Siglfirðinga voru þeir Már Örlygsson og Árni Þór Guðmundsson. Árskógsskóli hafn- aði í öðru sætinu, en liðið skipuðu þeir Brynjar Baldvinsson og Finn- bogi Reynisson. Margrét Blöndal og Kristján Sig- urjónsson höfðu umsjón með spurn- ingakeppninni og sagði Margrét í samtali við Morgunblaðið að keppn- in hefði verið miklu erfiðari í fram- kvæmd en umsjónarnienn hefði ór- að fyrir svona fyrirfram. „Mánu- dagsmorgnarnir fóru í að semja spurningarnar og prófuðum við þær á starfsfólki RUVAK. Þessi tími hefur hinsvegar verið nxjög skemmtilegur og sáum við greini- lega hvað krakkarnir voru farnir að fylgjast miklu betur með en þeir venjulega gera. Þeir voru flestir mjög vel undirbúnir, höfðu til dæm- is lært allar oöfuðborgir Evrópu, fylgst með hverjum fréttatíma og lesið blöðin svo eitthvað sé nefnt." Þegar taka áttitil við fjögurra liða úrslit voru tvö lið jöfn að stig- um, Árskógsstrendingar og Ólafs- firðingar. „Þá tókum við upp að- ferðir tannlæknadeildar Háskóla fslands og báðum húsvíska liðið að kasta upp danskri krónu. Friðrik konungur kom upp og Árskógs- strendingar komust áfram," sagði Margrét og Ólafsfirðingar munu hafa tekið þessum úrslitum mjög karlmannlega. inu er eftir Spilverk þjóðanna. Þau Friðþjófur og Asta Júlía sögðu í samtali við Morgunblaðið að allir aldurshópar ættu að geta haft gaman af verkinu þó það fjall- aði að mestu um börn og unglinga og þeirra vandamál. „Verkið fjailar um fjóra krakka, allt frá leikskóla- árum til unglingsára, hvernig þau sjá þjóðfélagið í kringum sig og hvað þau ekki sjá. Við fáum að sjá hvernig þau bregðast við skemmt- analífinu, ástalífinu, kynlífinu svo- eitthvað sé nefnt og eru þessir ein- staklingar allir mjög ólíkir í eðli sínu. Þó verkið sé í raun og veru um háalvarlega hluti er tekið mjög spaugilega á stykkinu og fjallað um þessa hluti á mjög svo gaman- saman hátt. Mikil tónlist, söngur, dans, líf og fjör er í verkinu," og sögðu þau Friðþjófur og Ásta Júlía oft kannast við atriði úr verkinu í raunveruleikanum. Fimmtán unglingar taka þátt í Grænjöxlum, en innan Sögu starfar fólk á aldrinum 15 til 23 ára. Þau hófu æfingar um miðja'n janúar og hefur æfíngatíminn reynst mjög skemmtilegur, að sögn Arnheiðar, þó oft hafi reynst erfítt að hóa saman öllum hópnum. „Ég skil mjög vel að tíminn henti ekki alltaf öllum samtímis. Þetta eru allt ungl- ingar, sem eru á kafi í vinnu eða í skóla. Þetta hefur þó tekist hjá okkur einhvern veginn." Pétur Gunnarsson hóf að vinna verk fyrir unglinga árið 1976 sem síðar varð Grænjaxlar. Að sögn Arnheiðar tók vinnsla verksins langan tíma. Farið var til skrafs og ráðagerða hjá sérfræðingum í unglingum auk þess sem farið var í vettvangskannanir á unglinga- skemmtistaði og skóla og rætt var við unglinga. Fljótlega komst höf- undurinn að því hve mikinn sess tónlist skipaði í hugum unglinga og því var Spilverk þjóðanna hvatt til við gerð verksins. Leikritið hefur verið sýnt í Þjóðleikhúsinu, á Kjar- valsstöðum, hjá áhugaleikfélögum og skólum. Friðþjófur sagði að bæjaryfirvöld sýndu heldur lítinn skilning á slíku unglingastarfi sem Leikklúbburinn Saga gengst fyrir. Fyrir síðasta leikár fékk Saga 250.000 krónur frá ríkinu og samkvæmt lögum átti sátnsvarandi upphæð að koma frá bæjarfélaginu. Hinsvegar fékk leikklúbburinn aðeins 105.000 krónur frá Akureyrarbæ. „Mikill uppgangur er í starfi okkar og höfum við ýmislegt á prjónunum. Okkur hefur verið boðið að koma á alþjóðlega leiklistarhátíð í Lingen í Þýskalandi nk. haust þar sem hátt í fimmtán áhugamannaleik- hópar mæta til leiks. Þetta verður tíu daga ferð og munum við sýna Grænjaxla á hátíðinni. Á sl. hausti heimsótti okkur þýskur götuleik- húshópur frá Lingen og eru þeir í rauninni að bjóða okkur til sín í staðinn." Þá er undirbúningur fyrir FENRIS 2 að komast á skrið. Áhugaleikhópar frá öllum Norðurl- öndunum fara í sameiginlega leik- ferð um Norðurlöndin í sumar og má búast við yfir 100 þátttakend- um. Ferðin hefst væntanlega frá íslandi í byrjun júlímánaðar og verður farið með Norrænu. Sótt hefur verið um styrki til ýmissa samnorrænna sjóða, að sögn Frið- þjófs, en engin styrkur hefur feng- ist frá Akureyrarbæ enn sem kom- ið er vegna þeirrar ferðar og vegna þess geta Sögu-menn ekki sent fulltrúa sinn á undirbúningsfund, sem haldinn verður í Svíþjóð í næsta mánuði, að sögn Friðþjófs. Önnur sýning verður laugardag- inn 17. mars kl. 17 og þriðja sýn- ing þriðjudaginn 22. mars kl. 20.30. BILALEIGA meö útibú allt í kringum landiö, gera þér mögulegt að leigja bíl á einum stað og skila honum á öðrum. Reykjavík 91-31615/31815 Akureyri 96-21715/23515 Pöntum bíla erlendis interRent Bílaleiga Akureyrar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.