Morgunblaðið - 17.03.1988, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 17.03.1988, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. MARZ 1988 49 Kristín JennýJakobs- dóttir- minning Fædd 14. apríl 1931 Dáin 7. mars 1988 Síminn hringir og ég fæ þær fregnir að elskuleg og góð vinkona mín sé látin. Mig brestur orð, ótal hugsanir fljúga í gegnum huga minn, allar ánægjustundimar okkar við störf hjá Póstþjónustunni og utan vinnutíma. Kristín Jenný Jakobsdóttir, köll- uð Jenný af öllum, var svo sannar- lega hvers manns hugljúfi, og það var sama hvar hún kom, hún kom alls staðar fram fyrir hönd sinnar stéttar, alls staðar þótti hún góður fulltrúi, enda var hún fljótt kosin í ýmis trúnaðarstörf fyrir sitt félag. Jenný réðst fyrst til Póstþjón- ustunnar árið 1966, og starfaði þar allt til dauðadags og nú síðast sem formaður Póstmannafélags íslands, þar sem hún sinnti sínu formanns- embætti af einstökum dugnaði þrátt fyrir alvarleg veikindi sem hún hafði átt við að stríða undanfarið. Jenný barðist hetjulega við þennan sjúkdóm, og fæstir vissu hversu mikið veik hún var. Jenný var ýmsum kostum búin og átti einstaklega gott með að umgangast fólk og gera gott úr öllu ef eitthvað fór úrskeiðis, hún vissi svo margt og var mjög vel að sér um hin ýmsu málefni, enda hefur hún kennt mér ýmislegt um lífið sem ég mun ætíð muna. Eg kveð nú mína elskulegu vin- konu, og þakka fyrir að hafa kynnst henni. Elsku Gunnar og synir, tengda- dætur, bamabörn og Helga og íjöl- skylda og aðrir ættingjar, megi góður Guð styrkja ykkur og blessa. Bryndís Þorsteins- dóttlr og sonur í dag verður jarðsungin föður- systir mín, Jenný Jakobsdóttir. Ég sem trúði því statt og stöðugt að hún gæti sigrast á sjúkdómi þeim, er lagði hana að velli, því Jenný var ósigrandi á flestum sviðum. Jenný var gædd miklum mannkostum, hún var kraftmikil og afburða trygglynd kona. Kraftur og lífsgleði geislaði frá henni, mér leið alltaf vel í návist hennar. Jenný var eng- in draumóramanneskja og var því gott að leita ráða hjá henni, því hún var gáfuð, skynsöm, raunsæ og umfram allt heiðarleg. Viku fyrir andlát hennar sátum við Jenný og Gunnar við eldhúsborðið og voru þau að rifja upp þegar þau byggðu sinn eigin sumarbústað og var mik- ið hlegið og sannaðist það best á frásögn þeirra af sumarbústaðnum, að „allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi". Það var mottó hjá Jenný. Ekki lét hún sjást hvað hún kvald- ist mikið. Jenný valdi sér góðan lífsförunaut, Gunnar Ingvarsson, endurskoðanda. Þau fengu undan- þágu til að gifta sig, Jenný þá 17 ára. Það var unun að sjá þau svo samhent og hamingjusöm saman aila tíð. Oft kom ég í heimsókn og þá var Gunnar að elda eða taka til hendinni á heimilinu og það er ekki algeng sjón að sjá hjá fólki á þess- um aldri. Mesti mannlegi styrkur sem Jenný hafði í veikindum sínum var Gunnar, sem hætti að vinna svo hann gæti vakað yfir henni jafnt nótt sem dag. Guð styrki þig Gunn- ar minn í þessari miklu sorg. Eitt af því síðasta sem Jenný sagði við mig, að hún væri hamingjusöm ef hún vissi af bömunum sínum ham- ingjusömum. Jenný getur sofið ró- lega þess vegna, þvi drengimir þeirra, Jakob Siggi og Ragnar, em gæfumenn með góðum mökum. Guð styrki ykkur. Eftirlifandi systk- inum Jennýar, Dadda Jónasi og Helgu, votta ég samúð mína og Helga, mikill er missir þinn því þið vomð ekki eingöngu systur heldur einnig bestu vinkonur og trúnaðar- vinir. Það er hlýlegt til þess að vita að amma, afi, pabbi og dóttir Jenný- ar, Anna María, sem dó ung að aldri, munu fagna Jenný í nýjum heimkynnum. Blessuð sé minning hennar. María Haralds Astkær æskuvinkona mín, Jenný, er horfin sjónum okkar í bili. Margs er að minnast, margs er að sakna. Þegar ég lít yfir farinn veg fínnst mér svo stutt síðan við vinkonumar lékum okkur sem smástelpur á Lindargötunni. Svo stutt síðan gmnnur var lagður að ævarandi vináttu okkar Jennýar. Hún var til- finningarík kona, sem vann hug og hjörtu samferðamanna sinna. Hún var ákveðin í fasi, skemmtileg í viðmóti og sérstaklega glæsileg kona. Elsku Jenný þakka ég margar yndislegar stundir í lífí okkar. Elsku Gunnar, synir og aðrir vandamenn, Guð gefi ykkur styrk í sorg ykkar. Margrét Erla Harmafregn barst um bæinn, mikilhæf og góð kona er fallin í valinn. Við fráfall vinar setur að manni þögn og að sækir tregi sem erfitt er að kyngja. Svo varð mér við er ég frétti lát Jennýar þrátt fyrir að það hafi í nokkum tíma verið vitað að hveiju stefndi, þá er dauðinn okkur heil- brigðum svo fjarlægur. Leiðir okkar Jennýar lágu saman fyrir .allmörgum ámm er við störf- uðum saman hjá Póststofunni í Reykjavík. Jenný var vinsæl og vinamörg meðal vinnufélaga, og átti það við um bæði undir- og yfírmenn, glöð og kát á góðum degi, en gat engu að síður verið föst fyrir ef því var að skipta og hún var einig manna- sættir. Hún var einnig leiðbeinandi góður og margur nýliðinn á aðal- pósthúsinu steig sín fyrstu skref í vandasömu starfi undir handleiðslu hennar. Vegna hæfileika sinna og þess trausts sem hún naut kom að því að póstmenn völdu hana til trún- aðar fyrir félag sitt, fyrst í félags- ráð, síðan í stjóm og þar kom að hún var fyrst kvenna til að gegna formennsku í Póstmannafélagi ís- lands, en þeirri stöðu gegndi hún þegar hún lést. Eg varð þeirrar gæfu aðnjótandi að starfa með Jenný á þessum vett- vangi og þar kynntist ég mest og best lagni hennar að umgangast fólk með ólíkar skoðanir og við- horf, án þess að missa sjónar á manngildi viðkomandi. Jenný var sannfæringu sinni trú en þó ávallt reiðubúin til þess að hlusta á sjónarmið annarra án þess þó að falla frá sínum og hún var föst fyrir þegar hagsmunir félag- anna voru í veði. Fljótlega eftir að Jenný tók við formennsku í Póstmannafélaginu kenndi hún þess sjúkdóms sem bar hana ofurliði að lokum, en þrátt fyrir erfið veikindi gegndi hún erf- iðu hlutverki sínu af alúð og reisn og lét hvergi deigan síga þar til yfir lauk. Þessi fátæklegu orð em sett á blað í minningu um góðan félaga og vin, í hjartanu geymi ég minn- inguna um góðar stundir jafnt sem erfiða tíma. En þegar hringt er allur dagur úti og upp gerð skil og hvað sem kaupið veröid kann að virða sem vann ég til. í slíkri ró ég kysi mér að kveða einn klökkvan brag og rétta henni að síðustu sáttar hendi um sólarlag. (Steph. G. Steph.) Þorgeir Ingvason Kveðja frá Félagi íslenskra símamanna Er fréttin um andlát Kristínar Jennýar Jakobsdóttur, formanns Póstmannafélags ÍSlands, barst flaug í gegnum hugann: Hvers vegna hún? Jenný var ein af þeim sem ætíð vann markvisst og gekk heil til starfa að þeim verkefnum sem þurfti að leysa, með slíku fólki er gott að starfa. Hæfileikar komu víða fram. Ekki var það í hennar anda að tíunda hvað eina varðandi þá þætti, en margar góðar minning- ar eru henni tengdar í leik og starfi. Eina minningu ber þó hærra og öðrum fremur, það var er hún stjómaði fjölmennu móti norrænna póstmanna er haldið var hér á Is- landi sl. vor, þar var á ferðinni glæsilegur fulltrúi íslenskra kvenna. Póstmannafélag íslands og Félag íslenskra símamanna eru stéttarfé- lög innan Póst- og símamálastofn- unarinnar og elstu stéttarfélög inn- an BSRB. Samstarf þessara félaga hefur verið verulegt, þar sem bæði félögin hafa átt fulltrúa í nefndum og ráðum á vegum Pósts og síma» Nú er komið skarð í hópinn, þvi fáum við ekki ráðið, en um leið og samúðarkveðjur eru sendar fjöl- skyldu og vinum, er ágætum félaga og góðum vini þakkað samstarfið og samverustundir allar. Ragnhildur Guðmundsdóttir, formaður FÍS Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja, vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er að þakka. Guði sé lof fýrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) í dag kveðjum við féiaga okkar og elskulega vinkonu með djúpum trega. f nær tvo áratugi var Jenný Jak- t NANNA GUÐMUNDSDÓTTIR, Barufirði, lést 14. mars. Vandamenn. t Kveðjuathöfn um manninn minn, ÓLAF KONRÁÐ SVEINSSON rafvirkjameistara, Nökkvavogi 12, Reykjavfk, sem lést þann 9. mars síðastliðinn, fer fram frá Langholtskirkju föstudaginn 18. mars kl. 15.00. Jarðsett verður frá Breiðabólstað í Fljótshlíö laugardaginn 19. mars kl. 14.00. Ferð veröur frá B.S.Í. laugardaginn 19. mars kl. 11.15. Dóra Magnúsdóttir, Magnús Ólafsson, Guðbjörg Stefánsdóttir, Sigmar St. Ólafsson, Sigríöur M. Hansdóttir, Halldór Ólafsson, Lfneik Jónsdóttir, Ólöf Ragnheiður Ólafsdóttir, Sigurður A. Ármannsson, barnabörn og barnabarnabörn. U t Eiginmaöur minn og faöir okkar, ÞÓRHALLURLEÓSSON, Hvassaleiti 56, veröur jarðsunginn frá Neskirkju föstudaginn 18. mars klukkan 13.30. Steinunn Ásgeirsdóttir, Lea Kristin Þórhallsdóttir, Ásrún Þórhallsdóttir, Leó Þórhallsson, Þórhallur Þórhallsson, Ásgeir Þórhallsson. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, PÉTUR TORFASON bóndi, Höfn, Melasveit, veröur jarðsunginn föstudaginn 18. mars kl. 13.30frá Leirárkirkju. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á dvalarheimiliö Höföa, Akranesi. Sætaferöir verða frá Fólksbilastööinni, Akranesi, kl. 13.00 og frá Umferðarmiöstööinni í Reykjavík kl. 11.30. Diljá Ólafsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. Lokað Skrifstofa BSRB er lokuð í dag, fimmtudag, frá kl. 14.00 vegna jarðarfarar KRISTÍNAR JENNÝAR JAKOBS- DOTTUR, formanns Póstmannafélags íslands. BSRB. obsdóttir hluti af tilveru okkar, ekki aðeins vinnufélagi og vinur einnig óþreytandi í baráttunni fyrir bætt- um kjörum og aðbúnaði allra póst- manna. Megnið af sínum starfstíma vann Jenný á gamla pósthúsinu R-l, að undanskildum nokkrum mánuðum sem hún starfaði við Póstmiðstöðina við Armúla. En gamla pósthúsið R-1 og þeir sem þar störfuðu voru henni svo nær hjarta að hún kom aftur, okkur til mikillar ánægju. Samveran varð stutt, alltof stutt. Hinn ægilegi sjúkdómur, sem allir vonuðu að henni hefði tekist £ið sigr- ast á, tók sig upp aftur. Þó er það okkur mikil huggun harmi gegn, að hafa fengið að fylgjast með því, af hvílíkri ástúð og umhyggju Gunnar og fjölskyldan hafa annast hana í veikindunum. Máttvana stöndum við hjá og syrgjum. Megi Guð gefa fyölskyldunni styrk á þessari stundu. Starfsfólk Pósthússins R-1 Kveðja frá Póstmanna- félagi íslands Við póstmenn á íslandi eigum nú á bak að sjá einum okkar besta félaga og forystumanni, sem er Kristín Jenný Jakobsdóttir, en hún lést á heimili sínu þann 7. mars síðastliðinn, eftir hetjulega baráttu við skæðan sjúkdóm. Jenný hóf störf á Póststofunni í Reykjavík árið 1966 og starfaði þar til dauðadags, fyrst sem póstaf- greiðslumaður, en síðan sem full- trúi. Jenný lét snemma til sín taka í félagsmálum póstmanna og voru fræðslumál þeirra henni einkar hugleikin og flutti hún erindi og skrifaði greinar um þau málefni, einnig sat hún í skólanefnd Póst- og símaskólans. Jenný sat í stjóm Póstmannafé- lags íslands samfellt frá 1980, fyrst sem ritari og síðan formaður, síðasta kjörtímabil. í formannsstarfínu nutu per- sónueiginleikar Jennýar sín til fulls, hreinskilni, samviskusemi, rík rétt- lætiskennd og síðast en ekki síst' framúrskarandi háttvísi í allri fram- göngu, sem öfluðu henni vinsemdar og virðingar í ströngum samninga- viðræðum jafnt og f samskiptum við félaga okkar á hinum Norður- löndunum. í hlut Jennýar kom að stýra samninganefnd Póstmannafélags Islands í fyrstu sjálfstæðu samning- unum sem Póstmannafélag íslands gerði við ríkisvaldið, skv. nýju samningsréttarlögunum, og gat sáttasemjari ríkisins þess við undir- ritun samningsins, að sjaldan hefði hann kynnst jafn samhentum og glaðværum hópi og samninganefnd Póstmannafélags Islands, þrátt fyr- ir ýmiss konar mótlæti og von- brigði, sem alltaf fylgja harðri samningagerð, en það var einmitt einn af eðlisþáttum Jennýar að skapa andrúmsloft iéttleika og bjartsýni í kringum sig. Annað stórt verkefni, sem Jenný leysti af hendi í sinni formannstíð, var fyrirsvar fyrir íslensku undir- búningsnefndina fyrir Norræna póstmótið, sem haldið var í fyrsta skipti hér á landi vorið 1987, en til þess móts komu á annað hundrað gestir frá hinum Norðurlöndunum og var til þess tekið hversu hún skilaði sínu hlutverki þar með mikl- um glæsibrag. Ég sem þetta rita eignaðist góð- an vin og félaga þar sem Jenný var og bar aldrei skugga á okkar sam- starf í stjóm Póstmannafélagsins og allt til hins síðasta áttum við löng samtöl í síma um hin ýmsu úrlausnarverkefni sem upp koma f stjóm eins stéttarfélags og hafði ég mikinn styrk af hennar skýru dómgreind og miklu reynslu og sakna ég sannarlega vinar í stað. Eftirlifandi eiginmanni, Gunnari Á. Ingvarssyni, og fjölskyldu, votta ég innilegustu samúð mína og félaga minna í Póstmannafélagi íslands við þeirra mikla missi. Blessuð sé minning hennar. Fyrir hönd Póstmannafélags íslands, Torfi Þorsteinsson, varaformaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.