Morgunblaðið - 27.04.1988, Page 14

Morgunblaðið - 27.04.1988, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 1988 Athugasemd við skýrslu Þórs Whiteheads um „Dag Tangen-máliðu og Ríkisútvarpið eftirÞorleif Friðriksson Þær miklu umræður sem hófust sl. haust um samskipti Stefáns Jó- hanns Stefánssonar við starfsmann bandarísku leyniþjónustunnar á þeim árum sem hann var forsætis- ráðherra, hafa fyrir alllöngu tekið óvænta stefnu. Stefnubreytingin birtist í hnotskum í því að í fyrstu var umræðan almennt nefnd „Stef- áns Jóhanns-málið", en nú heitir hún opinberlega „Tangen-málið“. Hin meintu óeðlilegu tengsl þessa valdamesta manns þjóðarinnar við bandarískan sendimann hafa orðið aukaatriði. í stáð þess að athyglinni væri beint að þessum kjama máls- ins hefur verið reynt að snúa allri umræðunni upp í krossferð á hend- ur fréttamönnum á fréttastofu Ríkisútvarpsins; krossferð á hendur fijálsri fjölmiðlun undir yfírskini hlutleysisákvæða útvarpslaga og að verið væri að standa vörð um æm látins heiðursmanns. BÆJARTÚN - KÓP. 2 x 150 fm ásamt 30 fm bílsk. Neðri hæð getur verið 2ja-3ja herb. íb. Efri hæð er glæsil. 5-6 herb. íb. m. arni. Skipti á minni eign miðsv. æskileg. Raðhús BRAUTARÁS Ca 2000 fm pallaraðhús ásamt tvöf. bílsk. Verð 9,9 millj. LAUFVANGUR Ca 137 fm neðri hæð ásamt bílsk. Allt sér. Góð íb. NESVEGUR - SÉRHÆÐ Ca 100 fm falleg efri sérh. í tvíb. (sænskt timburhús). Stór- ar suðursv. Bílskréttur. ÁLFHEIMAR Ca 118 fm falleg og björt ný- stands. íb. á 5. hæð. Akv. sala. ÁSBRAUT Ca 100 fm 4ra herb. íb. á 1. hæð ásamt bílsk. Laus strax. JÖRFABAKKI ca 110 fm íb. á 1. hæð ásamt aukaherb. í kj. Vel skipul. og góð íb. V. 5 millj. 3ja herb. ÁSTÚN Mjög góð nýl. ca 90 fm íb. á 2. hæð. Endaíbúð. Ca 18 fm svalir. Falleg ib. V. 4,4 millj. Sjálft útvarpsráð reið á vaðið og átaldi fréttaflutninginn án þess að vitað væri með vissu hvað hæft var í fréttunum. Útvarpsráð óskaði síðan eftir að útvarpsstjóri léti fara fram rannsókn á málinu. Markús Öm brá við skjótt og sendi siða- nefnd Blaðamannafélags íslands beiðni um að hún „veiti umsögn sína um þennan tiltekna fréttaflutn- ing Ríkisútvarpsins og meti hvort og þá hve alvarlega þau vinnu- brögð, sem viðhöfð voru, brjóti í bága við þær siðareglur, sem nefnd- in teiur blaðamönnum skylt að virða í starfí sínu.“ Siðanefndin fjallaði um málið á níu fundum fyrir og eftir áramót og komst loks að þeirri niðurstöðu að fréttamenn þeir sem um málið fjölluðu hafí gerst sekir um alvarlegt brot á siðareglum. En dómur siðanefndar þótti ekki nægjanleg trygging til að sú niður- staða fengist sem að var stefnt. Enda byggðist dómurinn fyrst og síðast á vinnubrögðum fréttamanna í ljósi þess að Tangen hafði reynst margsaga og heimildir sem hann ÞINGHÓLSBRAUT Góð 70 fm íb. í tvíb. Mikið end- urn. Bílskréttur. Áhv. 1,1 millj. V. 4,3 millj. NJÁLSGATA - TVÍBÝLI Mjög góð nýstands. ca 70 fm íb. á 2. hæð. Falleg íb. V. 3,5 millj. 2ja herb. BALDURSGATA Ágæt 50 fm íb. á 2. hæð. Verð 2,4 millj. ÁLFASKEIÐ - HF. Ca 65 fm falleg suðuríb. á 3. hæð. Bílsk. Einkasala. Verð 3,7 millj. KRUMMAHÓLAR + BÍLSKÝLI Góð lítil 2ja herb. íb. á 4. hæð m. bílskýli. Laus. Sumarhús í GRÍMSNESI Til sölu fallegur sumarbúst. m. hita og rafm. Gróið fallegt land. HVERAGERÐI Glæsil. 70 fm sumarhús á stórri lóð (heilsárshús). Húsið er ca 70 fm með 70 fm verönd. Mjög vandað. Arinn. Vantar Vantar miðsv. góðar 3ja-4ra herb. íbúðir. M.a. fyrir fólk sem er búsett erlendis og sendiráð. Mjög góðar greiðslur. Vantar lagerhúsnæði ca 200-300 fm miösvæðis. sagðist hafa undir höndum fundust ekki. Þann 7. desember sl. var lögð fram á Alþingi beiðni um að menntamálaráðherra léti fara fram „rækilega rannsókn um fréttaflutn- ing Ríkisútvarpsins dagana 9. og 10. nóvember sl. vegna hins svo- nefnda Dag Tangen-máls“. Með hliðsjón af því að heimildaþáttur Tangen-málsins hafði orðið útund- an í umfjöllun siðanefndarinar var eðlilegt að sú rannsókn sem Alþingi óskaði eftir bætti þar út. Þann 15. janúar fór menntamála- ráðuneytið fram á það að dr. Þór Whitehead, prófessor í sagnfræði við heimspekideild Háskóla Islands, sem dvelur um stundarsakir í V- Þýskalandi, tæki að sér rannsókn- ina. í bréfi ráðuneytisins var þess farið á leit að dr. Þór legði mat á eftirfarandi: 1. Skjöl þau um samskipti íslenskra og bandarískra stjóm- valda er gerð voru að umtalsefni í fréttum og fréttatengdum þáttum Ríkisútvarpsins 9. og 10. nóvember 1987. ^ 29077 @ Einbýlis- og raðhús Giljasel Glæsil. 250 fm einbhús með innb. tvöf. bílsk. og 40 fm einstaklíb. ó jaröh. Stór garður. Verð 10,7 millj. Aflagrandi Lúxus keöjuhús: Stórglæsil. 188 fm keðjuh. v/opið útivistarsv. Skilast fullfrág. að utan m. garðst. en fokh. eða tilb. undir tróv. að Innan. Lóö gróf- jöfnuð. Framkv. eru byrjaöar af krafti. Verð 6,7-8,4 millj. eftir byggstigi og staösetn. Þingás: Fallegt 230 fm timburh. m. bílsk. Skilast fullfrág. aö utan og einangrað að innan. Afh. í ágúst. Verð 5,3 millj. Sérhæöir Mosfellsbær: Stórgæsil. 145fm efri sérh. ásamt bílskrétti. Vandaðar innr. Arinn i stofu. Glæsil. útsýni. Verð 6,3-6,4 millj. Stangarholt: Falleg 115 fm íb. á 1. hæð. Þar af 2 herb. í kj. m. snyrt. 30 fm bflsk. Verð 5,5 millj. Kjartansgata: Falleg 4ra herb. sérh. 110 fm á 1. hæð I þríb. ásamt blísk. Nýl. eldhús. Nýtt gler. Nýtt rafm. Verð 6,7 millj. 4ra-6 lierb. ibúðir Vallarbarð Hf.: Glæsll. 135 fm ib. á tveimur hæðum í nýju húsi. Á neðri hæð er glæsll 2ja-3Ja herb. fb. Rls 40 fm er óinnr. en býður upp i mikla mögul. Verð 5,5 millj. Bragagata: Gullfalieg 117 fm íb. á 1. hæð. 3 stofur, 3 svefnherb. öll endurn. Verð 6,2 millj. 3ja herb. ibúðir Bragagata: Falleg 60 fm fb. á 2. hæð f steinh. 2 svefnherb. Ágæt stofa. Verð 3,4 millj. Hverfisgata: Falleg 90 fm íb. á 3. hæð. 2 stofur, rúmg. svefnherb. Verð 3,5 millj. 2ja herb. Dúfnahólar — bílsk.: Glæsil. 65 fm íb. á 5. hæð ásamt mjög góðum upphituðum 28 fm bflsk. Stórkostl. útsýni yfir bæinn og út á Sundin. Verö 4,3 millj. Atvinnuhúsnædi Eiöistorg: Glæsil. 390 fm skrifst- húsn. á 3. hæð. Skiptanl. f 3 ein. Laust strax. Skuldlaust. Verö pr. fm aöeins 29 þús. eöa samtals 11 millj. SKÓLAVÖRÐUSTÍGUR 38A VIÐAR FRIÐRIKSSON H.S. 27072 TRYGGVI VIGGÓSSON hdl. TÖLVUPRENTARAR 2. Vinnubrögð fréttastofu Ríkisútvarpsins varðandi skjöl þessi. í formála að álitsgerð Þórs, sem nú hefur verið lögð fyrir Alþingi, segir að hún byggi á rannsóknum á öllum gögnum málsins og við- tölum við ýmsa málsaðila og hún leiðir í ljós að fréttastofu Ríkisút- varpsins og dægurmáladeild Rásar 2 hafi orðið á alvarleg mistök í fréttaflutningi og annarri umfjöllun í „Dag Tangen-málinu". Ef álitsgerð ætti að byggja á öllum gögnum málsins ætti hún að §alla um öU þau skjöl í banda- rískum skjalasöfnum sem Dag Tangen hefði hugsanlega getað séð og sem hefðu getað orðið kveikj- an að fullyrðingum hans um tengsl Stefáns Jóhanns Stefánssonar við bandaríska fulltrúa. Eins og Þór Whitehead bendir á er erfitt að henda reiður á hvaða skjal eða skjöl Dag Tangen þykist hafa séð; hann minnir eitt og annað en getur ekk- ert sannað. Þessi einkennilegi mál- flutningur Tangens verður Þór Whitehead tilefni til að rannsaka akademískan feril og trúverðug- leika þessa norska heimildamanns sem kynntur var sem sagnfræðing- ur. Umfjöllunin um Dag Tangen og vinnubrögð fréttastofu Ríkisút- varpsins, — með tilliti til þess að Tangen reyndist ótraust heimild svo ekki sé meira sagt eins og Þór sýndi fram á, — er meginmál skýrslunn- ar. Sú staðreynd að Tangen varð margsaga og gat ekki lagt skjölin, sem hann þóttist hafa séð, á borðið varð Þór Whitehead ástæða til að kveða upp dóm um að hér hafí ekki verið um mistök að ræða held- ur samsæri, — svik sem framin voru undir yfírskini fræðimennsku. Raunar virðist menntamálaráð- herra draga aðra ályktun af rök- semdafærslu Þórs um sviksamlegt eðli þessa máls þvf í skýrslu hans er einungis talað um mistök en Þór dæmir málið vera í eðli sínu svika- mál. Þór telur upphafsmann þess- ara svika vera Dag Tangen sem hafí búið til söguna um samband ráðherrans við leyniþjónustuna í þeim tilgangi að koma höggi á pólitískan andstæðing, sem hann þekkti þó tæpast með nafni, og flokk hans. Þessari lygasögu áttu síðan fréttamenn Ríkisútvarpsins að hafa miðlað þjóðinni gagnrýnis- laust og því væri sök þeirra víti til vamaðar. Það hlýtur að hafa þurft frjótt ímyndunarafl til þess að koma því heim og saman hvemig þessum norska „fræðimanni" gat dottið í hug að búa til slíka sögu, — spinna lygavef um látinn mann sem hann gat tæpast nefnt réttu nafni. Hver voru nú vinnubrögð Þórs Whiteheads, sem í formála „rann- sóknardómsins" var kynntur sem „einhver fremsti sérfræðingur okk- ar í sögu íslenskra utanríkis- og öryggismála á fjórða og fímmta áratugnum" ... sem „gjörþekkir skjöl er varða ísland og íslenska menn frá þessum áram og varð- veitt era í skjalasöfnum í Evrópu og Bandaríkjunum". í ljósi þessarar kynningar hefði mátt ætla að hann fjallaði um öll hugsanleg skjöl sem Dag Tangen hefði getað séð í Bandaríkjunum og sem hefðu getað orðið kveilq'an að fullyrðingum hans. í beiðni menntamálaráðuneytisins er einnig gengið út frá því að sagnfræðingur- inn, doktorinn og prófessorinn Þór Whitehead legði höfuðáherslu á heimildahlið málsins. Gert var ráð fyrir að hann leiddi í ljós hvort Dag Tangen hefði hugsanlega byggt fullyrðingar sínar á traustum skjal- festum heimildum og þá hvaða. En Þór Whitehead snýr forgangsröð- inni á óskalista ráðuneytisins við. Hann fjallar fyrst og síðast um Dag Tangen og vinnubrögð fréttamanna en lætur sér nægja að tæpa yfír- borðslega á hugsanlegum heimild- um Tangens. Ef Þór Whitehead hefði hugsan- lega gefíð sér niðurstöðuna fyrir- fram, sem er ótrúlegt en ekki útilok- að, má segja að þessi vinnubrögð hafi verið hárrétt, — eða í það minnsta rökrétt. Rannsókn hans leiðir í ljós að Dag Tangen hafí aðeins að baki eins og hálfs árs háskólanám í sagnfræði við Osló- ar-háskóla. Hann sé stjómmála- fræðingur sem hafi skákað í skjóli heiðurs sem hann hafí aldrei áunn- ið sér á sviði vísinda. Þór bendir réttilega á að Tangen reyndist vera ótraust heimild, — raunar þurfti til þess litla rannsókn. Auk þess telur Þór að áróðursblærinn í málflutn- ingi Tangens hafí ekki leynt sér þótt hann bendi ekki á nein sérstök dæmi til styrktar þeirri ásökun. Þegar Þór fer af stað með rann- sókn á vinnubrögðum fréttamanna Ríkisútvarpsins hefur hann „af- hjúpað" Dag Tangen sem pólitískan áróðursmann sem vafasamt væri að treysta. Hann gat sýnt fram á að minni Tangens var gloppótt og að hann hafí orðið margsaga. Með þetta veganesti reyndist honum „krossferðin" á hendur fréttamönn- um Ríkisútvarpsins fremur auðveld. Og hinn „hlutlausi" rannsóknar- dómari kveður upp þann úrskurð að fréttamenn hafi látið stjóm- málaafstöðu sína leiða sig afvega í fréttaflutningi og fréttamati. Hann telur að þeir hafí tekið gagnrýnis- laust við fullyrðingu Dags Tangens um að Stefán Jóhann Stefánsson hafí hitt bandarískan embættis- mann Ieyniþjónustunnar, CIA, og gefíð ótilgreindar upplýsingar um ótilgreind málefni sem ströng leynd hvíldi yfír. Samkvæmt röksemdafærslu Þórs Whiteheads bratu fréttamenn Ríkisútvarpsins hlutleysisskyldu sína með því að færa fréttina á borð landsmanna dag eftir dag eins og hún væri byggð á skjalfestri heimild. Af þessu hlýtur að mega draga þá ályktun að Þór geti fært sönnur á að fréttin um einkennileg- ar viðræður Stefáns Jóhanns Stef- ánssonar við bandaríska sendimenn eigi ekki við rök að styðjast. Hér er raunar komið að því sem tilfært var undir fyrsta lið á óska- lista menntamálaráðuneytisins sem Þór fékk í hendur. Hvernig skilar sér svo hin mikla þekking prófess- orsins á heimildum sem hugsanlega hefðu getað orðið kveikjan að full- yrðingum Tangens? Niðurstaða Þórs er að kveikjan að „aðdróttun- um“ Tangens hafí verið eftirfarandi klausa úr skýrslu Þjóðaröryggis- ráðsins bandaríska frá 1949: í viðræðum í Washington í mars 1949 milli íslensku utanríkisráð- herranna [svo] og fulltrúa utanrík- isráðuneytisins [bandaríska] og hersins, kom mönnum saman um, að hugsanlegur undirróður komm- únista væri bráðasta hættan, sem steðjaði að íslandi. Til marks um þessa hættu má hafa óeirðir komm- únista, meðan á umræðum stóð á Alþingi 31. [svo] mars. Hér telur Þór sig hafa fundið flöðrina sem í meðferð Tangens og með aðstoð fréttamanna auk undir- ritaðs varð að ránfugli sem ætlað var að rífa í sig æra látins heiðurs- manns. Hann bendir á að banda- rískir leyniþjónustumenn hafí hvergi komið nærri þessum viðræð- um og Stefán Jóhann ekki heldur enda hafí hann verið um kyrrt í Reykjavík. Síðan segir í álitsgerð Þórs: Það er með ólíkindum, að tæpum Ijöratíu áram síðar skyldi vera hægt að leggja svo út af stuttri til- vísun í þessar viðræður í áður- nefndri skýrslu (röskum áratug eft- ir útkomu hennar) að úr yrði æsileg saga um launráð Stefáns Jóh. Stef- ánssonar og bandarísku leyniþjón- ustunnar CIA. Hér er Þór ekki í nokkrum vafa, fjöðrin er fundin. Nokkra síðar seg- ir hann að þessar viðræður hafi verið „einu viðræðumar", sem ráð- gerðar vora af Bandaríkjamönnum VANTAR GÓÐAR EIGNIR Á SÖLUSKRÁ. Sérstaklega sérhæðir, raðhús, einbhús í Hafnar- firði, Garðabæ, Kópavogi, Reykjavík og Mosfells- bæ svo og minni íbúðir og einnig verslunarhúsn. við Laugaveg fyrir mjög góðan kaupanda. Hús- næðið má vera í leigu. SVERRIR KRISTJÁNSSON HÚS VERSLUNARINNAR 6. HÆÐ LÖGM. HAFSTEINN BALDVINSSON HRL? 0 FASTEIGN ER FRAMTÍÐ EINBHÚS Á SELTJNESI Einkasala á nokkrum glæsil. einbhúsum í smíðum. Stærð ca 175 fm. Verð 8,5 millj. Ca 210 fm til 137 fm. Verð 11,5-13,0 millj. Öll húsin eru á einni hæð. Teikn. Ormar Þór. Húsin afh. fokheld, fullkl. að utan með frág. garðst. og öllum lóðarfrág., þ.m.t. frág. bílastæði og stéttar. Glæsil. hús. Falleg staðsetn. GOÐATÚN GB. Ca 160 fm einbhús á einni hæð ásamt bílsk. Eldra timb- urhús. Mjög fallegur garður. Ýmsir mögul. til breytinga. Ýmisskonar eignaskipti koma til greina. MJÓSUND - HAFNARFIRÐI Til sölu ca 84 fm einbhús. Járnkl. timburh. Skiptist í forstofu, góða stofu, eldhús og bað. í risi er svefnloft. Húsið er með nýju þaki, gluggum og allt nýuppgert að innan. Einbýli

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.