Morgunblaðið - 27.04.1988, Page 36

Morgunblaðið - 27.04.1988, Page 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 1988 t Dóttir okkar og systir, AÐALSTEINA JÓHANNESDÓTTIR, sem lést 23. apríl, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu föstu- daginn 29. apríl kl. 10.30. Þeim sem vilja minnast hennar er vinsamlegast bent á Barnaspít- ala Hringsins. Jóhannes Stefánsson, Árný Aðalsteinsdóttir, Hanna Gréta og Guðný Lára. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN GUÐJÓNSDÓTTIR, Hrafnistu, Reykjavík, lést mánudaginn 25. apríl. Hulda Magnúsdóttir, Magnús Magnússon, Dóra Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, faöir okkar, tengdafaðir og afi, KRISTINN BJÖRNSSON rafvirkjameistari, Ásgarði 3, Keflavik, andaðist 24. apríl. Fyrir hönd aöstandenda, Magnea Jónsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Eiginmaður minn, faðir og sonur, EYJÓLFUR SNÆBJÖRNSSON, Heiðargerði 92, Reykjavík, andaðist á Borgarspítalanum að morgni 25. apríl. F.h. aðstandenda, Edith Nicolaidóttir, Sigriður Eyjólfsdóttir, Sigriður Jónsdóttir. t Ástkær eiginmaöur minn, SIGURÐUR ÞORBJARNASON f.v. yfirvélstjóri, lést í Kaupmannahöfn 24. april. Jarðarförin fer fram frá Helligándskirke, fimmtudaginn 28. april. Karen Margrethe Kongshaug. t VALDIMAR STEFÁNSSON múrari, lést 25. april á hjúkrunarheimilinu Skjól. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Faðir minn, TRYGGVI GUNNARSSON, Grjóta, Garðahverfi, lést mánudaginn 25. apríl. Fyrir hönd vandamanna, Skúli Geir Tryggvason. t Éiginmaður minn, faðir okkar,;tengdafaðir, afi og langafi, VILHJÁLMUR KRISTINN INGIBERGSSON húsasmiðameistari, Elliheimilinu Grund, áður Byggðarholti 4, Mosfellsbæ, sem lést 20. apríl, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju fimmtu- daginn 28. apríl kl. 10.30. Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir, Guðbjörg Vilhjálmsdóttir, Óli S. Runólfsson, Ingibergur Vilhjálmsson, Ása Ásmundsdóttir, Guðlaugur Jón Vilhjálmsson, Aðalbjörg Baldvinsdóttir, Haukur Vilhjálmsson, Ólöf Steinarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Arnþór Jakohs- son — Minning Fæddur 24. febrúar 1892 Dáinn 18. apríl 1988 Amþór Jakobsson, sómamaður, verður borinn til hinstu hvílu í dag, miðvikudaginn 27. apríl, frá Foss- vogskapellu. Hann fæddist að Narfastaðaseli í Reykdælahreppi og lést á Droplaugarstöðum í Reykjavík á sínu 97. aldursári. Arnþór kvæntist í Noregi í ágúst 1922 norskri konu, Gudmn Kylle- vik, og bjuggu þau saman í Noregi þar til þau slitu samvistum, éftir u.þ.b. tíu ára hjúskap. Þau hjónin eignuðust þtjú böm og tvö þeirra em á lífí og búa í Noregi. Um starfa Amþórs ytra veit ég fátt, utan að hann tjáði mér að hann hefði starfað við járnbrautimar. Sjálfur kynntist ég Amþóri fyrir u.þ.b. 25 ámm og hélt við hann góðu sambandi til dauðadags. Þrátt fyrir meira en 50 ára aldursmun höfðum við um fjölmargt að ræða og áttum ýmis sameiginleg áhuga- mál. A opinbem plaggi frá Noregi sá ég Amþór titlaðan sem kunstmaler eða listmálara. Þótt ég hafí aldrei séð eftir hann mynd, þá lýsir þessi titill nokkuð vel þeim manni sem hann hafði að geyma. Náttúran, í allri sinni fegurð og öllum sínum fjölbreytileika, var Arnþóri mjög hugleikin. Það mátti gleggst sjá af þeim málverkum og myndspjöldum sem prýddu híbýli hans. Litskrúðug veggspjöld með myndum af fuglum, fiskum, skeljum og blómum prýddu alla veggi, svo vart sást í veggfóð- ur. í bókasafni hans voru og fjöl- margar bækur um náttúrufræðileg efni og bar þar mest á fugla- og skeljabókum. Sagnfræðirit, ljóðabækur, alfræðirit og landa- bréfabækur voru einnig áberandi. Ahugamál Amþórs voru fjölmörg en einna hæst bar söfnun og beind- ist sá áhugi hans í ólíklegustu far- vegi. Skeljar, steinar, einkennis- húfur, frímerki, blaðagreinar, minn- ispeningar, brúarmyndir, póstkort, einkennisbúningar og myndir af vitum og járnbrautum voru meðal hugðarefna hans. Ég man eftir því að eitt sinn sýndi hann mér kassa fullan af blaðaúrklippum um Ric- hard Nixon Bandaríkjaforseta, svo dærni sé tekið. í tengslum við sína sérstæðu söfnun var Amþór um árabil í bréfasambandi við hundruð manna um heim allan. A fundum okkar Amþórs bar margt á góma og sátum við stund- um klukkustundum saman og spjölluðum. Umræðan snerist um allt frá efnahagsmálum og pólitík til skipulagningar á styttum bæjar- ins, alltaf var af nógu að taka. Ljóð lásum við stundum og fyrir kom að Amþór fór með frumsamin ljóð og ferskeytlur, en hann var vel hagmæltur. Amþór var mikill trúmaður og var hermaður í Hjálpræðishemum í Reykjavík og sótti þar samkomur þar til fótafúi gerði honum það erf- itt. Hann vann í mörg ár ötullega við að haida umhverfi Herkastalans sem snyrtilegustu og dyttaði að ýmsu smálegu. Nú er Amþór genginn á vit feðr- t Móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, SIGRÍÐUR EINARSDÓTTIR, Stangarholti 26, Reykjavík, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 28. apríl kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á Slysavarna- félag (slands. Ágústa Ólafsdóttir, Garðar Ólafsson, Anna M. Samúelsdóttir, Jón Ólafsson, Ingigerður Eggertsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaöir og afi, SIGURÐUR AUÐBERGSSON, Hólmgarði 52, er látinn. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Guðrún Guðjónsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Eiginmaður minn og faðir okkar, EINAR ÞORLEIFSSON, Faxabraut 68, Keflavik, er lést 18. april, verður jarðsunginn frá Keflavikurkirkju föstudag- inn 29. apríl kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið. Ingibjörg Garðarsdóttir, Jóhann Garðar Einarsson, Þorleifur Einarsson. t Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓHANNES G. BRYNJÓLFSSON bakarameistari, Holtsgötu 14, veröur jarðsunginn frá Þjóökirkjunni í Hafnarfirði fimmtudaginn 28. apríl kl. 15.00. Jenný Gísladóttir, Brynjólfur Jóhannesson, Þórunn Þráinsdóttir, Emilía Jóhannesdóttir, Kjartan Jónsson, Sveinn Jóhannesson, Hlin Gunnarsdóttir og barnabörn. anna og mun ég minnast stundanna með honum og jafnframt sakna þeirra. Amþór lifði langa og við- burðaríka ævi og hafði frá mörgu að segja, þótt fámáll væri hann um eigin hagi. Áhugamálin tóku mest allan tíma hans og var hann af þeim sökum talsverður einfari. En þeim sem náðu að kynnast honum, reyndist hann vel. Megi minning hans lifa með okk- ur. Hákon Óskarsson Þann 18. þessa mánaðar bárust mér þau tíðindi að látinn væri gam- all vinur minn, Amþór Jakobsson. Þessi tíðindi komu mér ekki á óvart. Hann var orðinn gamall (fæddur 24. febrúar 1892). Ekki hryggðu þau tíðindi mig, því hann átti góða heimvon, eins og allir þeir, sem játa Krist sem Herra lífsins. Ég þekkti þennan sérkennilega mann í meira en hálfa öld og á um hann margvíslegar minningar. Svo margar og sundurleitar sem þessar minningar em, em þær allar ljúfar. Ekki svo að skilja, að ég hafí ávallt þýðst og glaðst yfír hátt- um hans og dagfari — miðað við yfírborð þess. En þegar ég gafst upp á rökrænni yfirvegun þess og mati, þá var eins og ég kæmist alltaf að sömu niðurstöðu: „Hjartað gott, sem undir slær.“ Fjöldinn allur af fólki í Reykjavík þekkti þennan mann í sjón, en, hjálpi mér, hver þekkti hann? Hann er sá maður, sem mest hefur farið huldu höfði innan um fjöldann. Hann gerði sér mikið far um að dyljast í fjöldanum og tókst það klaufalega — hvar sem hann fór var honum veitt athygli. Og ekki gazt öllum vel að fasi hans, framkomu og viðmóti. Amþór og ég vomm daglega, í mörg ár, hvor öðmm nærri. Bjugg- um í sama húsi. Frá því skeiði em flestar minningar mínar um hann. Margar þeirra era lítið ánægjuefni, en flestar era þær ánægjulegar, því stundum sást í gegnum huliðs- hjúpinn sem hann reyndi að fela sig undir, þá sá maður ljúft og ein- mana bam. Nú hittumst við ekki framar héma, en vissulega nægir náð Guðs okkur báðum. Tíminn er auðvitað hvorki langur né stuttur og innan tíðar hittumst við Amþór vinur minn aftur. Bless á meðan! Jón Kristófer Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjóm blaðsins á 2. hæð í Aðal- stræti 6, Reykjavík og á skrif- stofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.