Morgunblaðið - 08.05.1988, Side 26

Morgunblaðið - 08.05.1988, Side 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. MAÍ 1988 CÓR LANGHOLTSKIRKU Á ÆFINGABÚÐUM í MUNAÐARNESI TEXTI OG MYNDIR: HELGI ÞÓR INGASON Kór Langholtskirkju er einn af þekktustu kórum landsins. Hann hefur í mörg ár skipað stóran sess í hjörtum unnenda klassískrar tónlistar fyrir metnaóarfullan og vandaðan tónlistarflutning. Á hveijum starfsvetri flytur kórinn a.m.k. tvö stærri verk auk smærri verka. Ekki má heldur gleyma aðalhlutverki kórsins, að syngja við messur í Langholtskirkju. Um þessar mundir er kórinn m.a. að æfa nýtt verk eftir Gunnar Reyni Sveinsson sem flutt verður á listahátíð í vor. Fyrir skömmu brá kórinn sér í æfingabúðir í Munaðamesi í Borgarfirði til að æfa verkið. Blaðamaður Morgunblaðsins var með í för og ræddi við nokkra kórmeðlimi en spjallaði fyrst við stjómandann, Jón Stefánsson. —------- ■ Kór Langholtskirkju. Sungið frá morgni til kvölds Við höfum haft þann sið f fjölda ára að fara í æfingabúðir á vorin til að fullvinna ýmis verk. Ég held að fyrstu æf- ingabúðimar hafi verið árið 1975. Fjölmargir kostir eru við að fara í æfingabúðir. Fyrst má nefna hve vel tíminn nýtist. Hinar reglulegu æfingar kórsins eru tvisvar í viku og standa í tvær klukkustundir í senn. Þar af fara 15 mínútur í radd- þjálfun og aðrar 15 mínútur í kaffí og því fáum við í raun ekki nema einn og hálfan tíma út úr hverri æfingu. í æfingabúðum horfír þetta öðmvísi við. Við þurfum ekki að hita upp nema einu sinni í upphafí dagsins og svo er æft stíft með stuttum hléum fram eftir degi. Annað sem miklu máli skiptir er að í æfingabúðum gleyma menn ekki því sem þeir læra. Fólkið hefur um fátt annað að hugsa en sönginn og því er einbeiting þess í há- marki. Venjulega líða 2 og 5 dagar milli æfinga og þá vill oft gleymast eitthvað af því sem farið var í á síðustu æfingu. Síðast en ekki síst er það félags- legi þátturinn. í æfingabúðum er fólkið svo nálægt hvert öðm að það kynnist og tengist innbyrðis. Slík kynni em undirstaða og forsenda þess að vel gangi að æfa. Ég held að það láti nærri að æfíngabúðir sem standa yfír eina helgi jafnist á við einn til einn og hálfan mánuð af hefðbundnum æf- ingum. Þess vegna era þessar ár- legu ferðir ómissandi þáttur í kór- starfinu. Æft um leið og verkið er samið Hér í Munaðamesi emm við að æfa tónverk eftir Gunnar Reyni ■ Jón Stefánsson kórstjóri. StrembiÖ á köfl- um en sami skemmtilegt „Ég er búin að starfa með Kór Langholtskirkju ( tvö ár, en áður söng ég með kór Menntaskólans við Sund sagði Biraa Lárus- dóttir. „SUMARIÐ eftir að ég varð stúd- ent vom nokkrir kórfélagar úr MS- kómum notaðir f atriði á afinæli Reykjavíkur 18. ágúst. Við vorum send í stúdíó í upptöku og þar vora einnig nokkrir úr Kór Lsingholts- kirkju. Ég fékk áhuga á að ganga f kórinn og um haustið þreytti ég radd- próf og fékk inngöngu. Margt hefur gerst sfðan. Við sung- um á Norrænum músfkdögum þá um haustið og einnig argentíska messu sem heitir Misa Criolla. Fyrir ári sungum við Jóhannesarpassíuna eftir Bach og f fyrravor fómm við til Færeyja í tónleikaferð. Síðastliðið haust sungum við Jólaoratorfu Bachs og nú emm við að æfa Jassverk Gunnars Reynis og Missa Sofemnis eftir Beethoven. Hér í Munaðamesi æfum við verk Gunnars Reynis seni Jón Stefánsson stjómandi vill kalla nútíma jassverk. Þetta er mjög strembið á köflum en Sveinsson, samið við ljóðaflokk eft- ir Birgi Sigurðsson. Ljóðaflokkur- inn heitir „Á jörð ertu kominn" og þetta er gifurlega sterkur texti. Hluti verksins er með jassívafi og hluti þess er klassfskur. Tveir hópar hljóðfæraleikara sjá um undirleik, Blásarakvintett Reykjavíkur og fimm manna jasshljómsveit og org- elleikari. Verkið er samið fyrir tvo kóra, einn stóran og einn lítinn. Þessir kórar syngja bæði saman og á víxl. Verkið verður svo flutt á Listahátíð í sumar, bæði 11. og 12. júní. Æfingabúðimar em dálftið öðmvísi nú en oft áður og erfiðari. Venjulega höfum við verið að fínpússa verk fyrir hljómleika en nú emm við eiginlega að frumlesa stóran hluta verksins og það krefst mikiilar einbeitingar. Það er líka ný reynsla fyrir mig að æfa verk um leið og það er skapað. Þó Gunn- ar hafi samið verkið fyrir 10 ámm er hann nú að umskrifa það og stór hluti þess er nýr. Ég er því ekki enn búinn að sjá allt verkið í endan- legri mynd! ■ Biraa Lárasdóttir. samt skemmtilegt. Tíminn hefur nýst mjög vel en þó finnst mér að æfinga- búðimar mættu jafnvel standa einum degi lengur. Mér finnst auðvitað mjög gaman að sjmgja með þessum kór, annars væri ég ekki með. Andinn er mjög góður, svo góður að maður mætir yfirleitt á æfíngar þó svo að maður sé ekki alltaf upplagður til að syngja." Eg neita mér bara um saumaklúbbinn í staöinn „Þetta er að verða mjög gaman núna, eftir nyög erfíða byrjun í janúar,“ sagði Sigrún Stefáns- dótdr sem er að ljúka sfnum 5. starfsvetri með kóraum. „Starfið með kór Langholtskirkju er alltaf skemmtilegt. Núna emm við að æfa jasskantötu eftir Gunnar Reyni Sveinsson,_sem flytja á á lista- hátíð f sumar. A sama tfma emm við að æfa Missa Solemnis eftir Beethoven ásamt Mótettukómum. Álagið á kórmeðlimi og fjölskyld- ur þeirra er mikið og þetta er stund- um erfitt ef mikið er að gera. Oft á tfðum þarf maður að komast að samkomulagi á heimilinu til að geta sungið með, en það er þess virði. Ég neita mér bara um saumaklúbb- inn í staðinn! Jasskantata Gunnars Reynis er mjög §ölbreytt verk að syngja og ömgglega skemmtilegt áheymar. Þar kemur allt fyrir, veraldlegir og ■ Sigrún Stefánsdóttir. trúarlegir textar og talkórar. Ég hlakka mjög til að heyra verkið með hljómsveit.. Æfingabúðimar era mjög vel heppnaðar nú sem endranær og jafnast ömgglega á við margra vikna æfingar í Reykjavík. Hér er engum tíma eytt til ónýtis. Kórinn nær vel saman, hópkennd vex og maður lærir að þekkja á náungann."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.