Morgunblaðið - 08.05.1988, Síða 36

Morgunblaðið - 08.05.1988, Síða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. MAÍ 1988 Útför STEFANÍU JAKOBSDÓTTUR þernu, verðurgeröfrá Fossvogskickju þriðjudaginn 10. maiklukkan 15.00. Systur hinnar látnu og vandamenn. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARÍA SÓLVEIG MAJASDÓTTIR, Gyðufelli 8, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þann 9. maí kl. 15.00. Sólveig Marfa Jónsdóttir, Helgi Jónsson, Torfi Kristinn Jónsson, Þórdís Hansen, Ingvar Jónsson, Kristín Magnúsdóttir, Kristbjörg Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, INGIBJARGAR SVEINSDÓTTUR frá Felli, Biskupstungum, verður gerð frá Fossvogskapellu mánudaginn 9. maí kl. 13.30. Sveinrún Árnadóttir, Stefán Haraldsson, Eiín Á. Jenssen, Bjarne Jenssen, Sigriður Helga Árnadóttir, Hjörleifur Friðriksson, Stella Árnadóttir, Böðvar Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, STEINN EGILSSON, Hátúni 8, sem andaðist föstudaginn 29. apríl siðastliðinn, verður jarðsung- inn frá Stórólfshvolskirkju, laugardaginn 14. maí kl. 14.00. (Ath. ekki þriðjudaginn 10. maí, eins og áður var auglýst). Jónína Jóhannsdóttir, Eyþór Steinsson, Sigrún Ingibergsdóttir, Jóhann B. Steinsson, Hildur Magnúsdóttir - og sonarsynir. Hrefna BjörgHauks- dóttir - Minning Fædd 19. desember 1984 Dáin 29. apríl 1988 Vertu sæl vor litla hvíta lilja, lögð í jörð að himnafóður vilja, leyst frá lífi nauða, ljúf og björt í dauða lést þú eftir litla rúmið auða. (Matthías Jochumsson) Það er erfitt að horfast í augu trvið það að hún Hrefna litla er dáin. Þótt hennar stutta ævi hafi oft ver- ið þjáningarfull, var hún sterk og barðist á móti veikindunum. Stund- um fannst okkur hún segja, „Ég skal standa mig“. Oft var Hrefna langdvölum á sjúkrahúsi, en undanfarna mánuði virtist vera farið að birta til og við vorum vongóð um að hún væri kom- in yfir það versta, þótt ljóst væri að fötlunin myndi fylgja henni alla ævi. Þrátt fyrir veikindi sín var hún þó á margan hátt lánsöm, og henn- ar mesta lán var að eiga góða for- eldra sem aldrei viku frá henni þeg- ar hún þarfnaðist þeirra mest. Þessa einstöku ást og umhyggju kunni Hrefna litla vel að meta og þakklæti sitt og ást til þeirra og annarra sem henni þótti vænt um, gat hún best tjáð með stóru, fallegu augunum sínum sem sögðu meira en nokkur orð, og þegar brosið breiddist yfir fallega andlitið hennar lét það engan ósnortinn. Langafi Hrefnu, Valdimar Stef- ánsson, lést 91 árs að aldri í sömu viku og hún. Útförin hans varð gerð síðastliðinn miðvikudag. Bæði deyja þau í svefni og er öruggt og víst að Hrefna hefur fengið góðar móttökur hjá langafa sínum sem hjálpar henni fyrstu sporin á nýju tilverustigi. Þar er hún vissulega í góðum höndum. Við söknum hennar Hrefnu, hún hafði góð áhrif á okkur, hennar persónuleiki var svo sterkur. Elsku Guðrún og Haukur, við biðjum Guð að gefa ykkur styrk og bjartsýni um ókomin ár. Hún Vera Björt á örugglega eftir að spyija um hana „Lebbu“ systur sína sem henni þótti svo vænt um og var svo hjálpleg við. Hún er ykkar sólargeisli og hjálpar ykkur yfir þessa erfiðu tíma. Guð blessi minningu Hrefnu Bjargar. Amma og afi á Lindar- braut og móðursystkini Hrefna Björg Hauksdóttir byijaði á sérdeild Múlaborgar, Hvolpadeild, þ. 20.5. 1986. Mér er það í fersku minni þegar þessi litla stúlka kom í fyrsta skipti með foreldrum sínum á Hvolpa- deild. Mér þótti hún svo fín og fal- leg. Stóru alvarlegu augun hennar virtust fylgjast með öllu og skilja allt og brosið var svo sérstakt og hrífandi og var þó alltaf bjartast þegar mamma og pabbi voru ná- lægt. Ég komst líka fljótlega að því að Hrefna Björg átti heimsins bestu foreldra, þau Guðrúnu Vilhjálms- dóttur og Hauk Eyjólfsson. Hrefna Björg varð „mitt bam“ á Hvolpa- deild, það er ég fékk að annast hana og þjálfa hana. Það skyggði þó á gleði mína að Hefna Björg átti við mikil veikindi að stríða og þurfti því oft að vera fjarverandi vegna langrar sjúkrahúsvistar. En hún var ótrúlega seig og dugleg í veikindum sínum og á Bamaspítala Hringsins var allt gert fyrir hana sem hægt var. I janúar sl. fluttist Hrefna Björg frá okkur á sérdeild- inni yfir á Lyngás. Elsku Guðrún og Haukur, ég veit að þið, sem svo oft höfðuð ótt- ast um líf og heilsu Hefnu Bjargar, vomð kannske einmitt núna síst viðbúin dauða hennar. Þið vomð búin að fá að hafa hana heima í óvenjulega langan tíma, hún hafði ekki verið á sjúkrahúsi síðan í des- ember sl. og nýjar vonir vom byij- aðar að vakna. En lífið er oft flók- ið og margrætt og maður veit ekki alltaf hvers biðja ber eða hver til- gangurinn er. Ég veit líka að þið finnið til mikils tómleika núna því þið gáfuð Hrefnu Björgu svo mikið af ykkur og gerðuð allt fyrir hana sem í ykkar valdi stóð. En minn- ingamar tekur enginn frá okkur og þær eigið þið margar og fallegar um yndislega litla stúlku sem gaf ykkur líka svo mikið með því bara að vera til. Fyrir hönd starfsfólksins á sér- deild Múlaborgar sendi ég ykkur, Guðrún, Haukur og Vera Björt inni- legustu samúðarkveðjur. Megi Guð styrkja ykkur. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesú, í þína hönd, Clfetór 1968-1988 KOMDU OG SJAÐ&J VQLVOFIÐTANNIHOFN A Qumarhatiðinni UM HEIGINA P&Ö/SlA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.