Morgunblaðið - 08.05.1988, Síða 41

Morgunblaðið - 08.05.1988, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. MAÍ 1988 4Í HALLDÓR BLÖNDAL Nú er sól tekin að hækka á lofti og tími til kominn að bregða á vísnaleik. Margir hafa gaman af að blaða í Piet Hein og ýmsir hafa spreytt sig á að snúa smákviðlingum hans yfir á íslensku. Móri er einn þeirra en eins og vant er fer hann frjálslega með og þess vegna er vissara að láta spakmælavísu (huskevers) hins danska skálds fylgja, svo að betra sé að átta sig á samhenginu: Folk sem véd hvad der er best hærger verden som en pest. Beinast liggur auðvitað við að snúa versinu svona: Sá sem veit og sér allt best er sem versta umgangspest. En Móra líkar ekki þetta, heldur vill hann halda sig við hefðbundna rímna- hætti og grípur nú til valhendu-afhending- ar óbreyttrar, sem hann hefur dæmið um úr Trójumannarímum frá 17. öld. Að Drottins ráði dýr þar rennur dagana tvo. Heimspekingar halda svo. Sökum þess að valhendu-afhendingin hefur aðeins eitt vísuorð á eftir hinu fyrsta en ekki tvö eins og braghendan eða val- hendan hefur hún þótt stutthalaleg og er þvi stundum nefnd stutthala. Eins og íslenskun Móra á versi Piets Heins ber með sér hefur hann fullt vald á stutthöl- unni: Þeir sem gjörvallt þykjast skilja og þekkja best eru að ganga eins og pest. Við þeim, sem bjórinn bergja vilja en banna samt nær bólusetning sjálfsagt skammt. Það er bóndi á Bæjaralandi sem byggði hús sitt á sandi. Hann kveður það gert sem er guðsþakkarvert svo það ráði því rétt hvort það standi. KK Sagan segir að Matthías Jochumsson hafi einhveiju sinni sagt: „Bölvans gott skáld var Shakespeare, — ég sprakk á háu tónunum." En sagan segir líka, að þeir hafi verið saman Matthías og Steingrímur Thorsteinsson og verið að metast á um það í gamni hvor væri betra skáld og þá hafí Matthías sagt: „Bölvans gott skáld ertu Steingrímur, en þú nærð ekki háu tónunum mínum.“ Steingrímur Thorsteinsson orti Gils- bakkaljóð, þar sem m.a. standa þessar hendingar: Við hnúfur jökla í austurátt eg efst sé Strútinn reigjast, og Hafrafellið heiðisblátt að hnúkum Geitlands teygjast. Einhveiju sinni spurði Jón frá Kaldaða- nesi Einar Benediktsson hvort hann þekkti þessa vísu eftir Steingrím Thorsteinsson: Stjómarráðshúsið í suðri ég sé mót sölubúð Thomsens sig reigja. í austrinu væn liggur Viðey í hlé og vill sig til Engeyjar teygja. Einar Benediktsson svaraði: Já, já, — en vísan er ekki svona heldur svona: Sölubúð Thomsens við toigið ég sé sem er talið hann vilji nú leigja. Og svo áfram: í austrinu væn liggur Viðey í hlé og vill sig til Engeyjar teygja. Kristján Karlsson sagði mér og ég Móra, en hanns varaði: Já, já, — en vísan er ekki svona og auk þess er hún ekki eftir Steingrím heldur Hannes Hafstein: Ráðhúsið i vændum í vestri ég sé og veldur nú ýmsum hroll. Tjömin sem áður var ekki í hné er orðin að skaðræðispolli. Ekki verður meira kveðið að sinni. Um mánaðamótin stigu 28.480 Kjörbókareigendur eittþrepuppávið. Og fengu 70 milljónir í staðinn. Já, Kjörbókareigendur góðir, það kom að því. Þeir sem átt höfðu innstæðu, eða hluta hennar, óhreyfða í 16 mánuði fengu reiknaða fyrstu þrepahækkunina nú um mánaðamótin: 1,4% viðbótarvextir voru reiknaðirá innstæðuna 16 mánuði aftur í tímann, samtals 70 milljónir króna. Á hverjum degi þaðan í frá bætast svo fleiri og fleiri Kjörbókareigendur við, sem ná 16 mánaða þrepinu. Átta mánuðum síðar hefst á sama hátt, útreikningur á afturvirka 24 mánaða vaxtaþrepinu. Kjörbókin ber háa vexti auk verð- tryggingarákvæðis, verðlaunar þá sérstaklega sem eiga lengi inni, en er engu að síður algjörlega óbundin. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.