Morgunblaðið - 08.05.1988, Page 54
54
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. MAÍ 1988
Þorbjörg Daníelsdóttir
Hjálpum Guði
í umferðinni
Sumardagurinn fyrsti var liðinn
og líka fyrsti maí og allir bílar
áttu samkvæmt lögum að vera
komnir á sumardekk, enda ekki
búist við snjókomu og hálku, úr
Íiví sem komið var. En veðrið á
slandi er óútreiknanlegt, eins og
reyndar okkur öllum er kunnugt.
Samt brá þeim, sem búa á
Reykjavíkursvæðinu, ónotalega í
brún þegar litið var út árla
fímmtudagsmorguns í liðinni
viku. Það var þungt í lofti og
slydduúrhreytingur og innan
stundar þéttist úrkoman uns farið
var að kafsnjóa, einmitt um það
leyti sem flestir voru á leið til
vinnu sinnar. Skyndilega var kom-
ið dæmigert haustveður með
slæmu skyggni og hálku og öllum
þeim hættum sem því fylgir í
umferðinni. Daginn eftir mátti
lesa í blöðum, að 16 árekstrar
hefðu orðið á einum klukkutíma,
milli kl. 8 og 9 um morguninn og
enn fleiri síðar um daginn.
Umferðin á höfuðborgarsvæð-
inu er orðin svo gífurleg, að nán-
ast ekkert má útaf bera án þess
að vandræði og óhöpp hljótist af,
— og slysin eru svo allt of, allt
of mörg og tíð. Konur, menn,
böm og aldraðir sem tugum sam-
an verða fómarlömb umferðarinn-
ar — öll skilja þau eftir sig enn
fleiri syrgjendur og ástvini. Hvert
sinn sem slys verður, gerist það
óvænt og skyndilega. Vinurinn
eða bamið sem var fullt að lífsfjöri
og krafti fyrir stundu er nú lim-
lest eða jafnvel horfíð burtu fyrir
fullt og allt.
í ágætri bók sem heitir „Hvers
vegna ég?“ eftir Harold S. Kushn-
er, bandarískan gyðing, er Qallað
um afstöðu fólks til Guðs og til
trúarinnar, eftir að það hefur orð-
ið fyrir áfalli eða sorg. Hvemig
bregðast t.d. foreldrar við, sem
eitt augnablik sleppa sjónum af
ungu bami sínu og það lendir
fyrir bíl og deyr nánast fyrir aug-
unum á þeim. Þau eru trúuð og
kirkjurækin og þau vissu að þau
áttu að fyrirgefa ökumanninum.
Þó gátu þau ekki varist ásökunum
og reiði í garð þess sem óhamingj-
unni olli. Þau vissu að þau áttu
að fyrirgefa, „svo sem vér og fyr-
irgefum vorum skuldunautum" —
en það var mjög, mjög erfítt, jafn-
vel fyrir þetta trúaða kristna fólk.
Þau fundu að þau urðu að láta
Guð um að lækna sárin og söknuð-
inn, og þau gerðu sér jafnframt
ljóst að þau urðu einnig að láta
Guð um að lækna öll gömul sár,
sem eins og höfðu tekið sig upp
eftir þetta seinasta mikla áfall.
Smátt og smátt unnu þau bug á
sorg sinni og söknuði með Guðs
hjálp og sár þeirra læknuðust.
Tilfinningaviðbrögð, eins og
þau að fyllast ásökun í garð Guðs
og þess sem talinn er valdur að
óhamingjunni, eru aðeins mann-
leg og svo er einnig um sjálfsásök-
unina og ásökunina í garð Guðs
í því sambandi. Af hveiju þurfti
þetta að koma fyrir mig? Af
hveiju hafði hinn bílstjórinn ekki
bílbeltið spennt? Af hveiju gættu
foreldramir ekki bamsins síns
betur? Hvers vegna? Hvers vegna?
Spumingamar em óþijótandi. Og
ef til vill verður stærsta og sárs-
aukafyllsta spurningin: Hvers
vegna lét Guð þetta gerast?
En Harold S. Kushner segir:
Það er ekki Guð sem stjómar því
að slys verða. Þau verða af því
að við mennirnir og heimurinn
sem við lifum í er ófullkominn.
Það sem Guð vill gera er að líkna
og hugga, að fyrirgefa og end-
umýja. Guð vill alltaf umskapa
hið illa til góðs. Það er ekki að
hans vilja að líf okkar sé í sífelldri
spennu og átökum, uns þol okkar
brestur. Víst vill hann reyna styrk
okkar, en aldrei umfram það sem
við emm fær um að þola. Guðs
ætlun með lífí okkar er að við lif-
um í jafnvægi, ekki í ójafnvægi
og árekstmm við umhverfí okkar.
Þegar við ferðumst í umferð-
inni, eigum við að líta svo á að
Guð sé með okkur — einnig þar.
Það er hins vegar ekki sjálfgefið
að okkur leyfíst að stíga bensínið
í botn í vissu um að allt blessist
af því að Guð er með okkur. Það
fríar okkur ekki heldur undan því
að taka tillit til veðurs og að-
stæðna. Nei, í stað þess ber okkur
að hjálpa Guði til þess að hans
vilji ráði í umferðinni. Það gemm
við með því að keyra gætilega,
með því að hirða um allar varúðar-
reglur og með því að forðast að
láta stressið og ákafann ná tökum
á okkur.
Það mætti ætla, oft á tíðum,
að okkur fínnist við ekki hafa
neinar siðferðilegar skyldur þegar
við ökum bfl. Þeirri afstöðu verð-
um við að breyta. Minnumst þess
að Guð ætlast til hins sama af
okkur í umferðinni eins og hann
ætlast til af okkur við aðrar að-
stæður. En þegar óhöppin verða,
þegar við verðum völd að slysi eða
verðum sjálf fónjarlömb slysa,
munum þá að við eigum Jesús að
— ekki til að áfella, heldur til að
hugga og fyrirgefa.
Biblíulestur vikunnar
Sunnudagur: Lúkas 11,5—13
Mánudagur: Sálmur 63. Drottinn, sál mína þyrstir eftir þér.
Þriðjudagur: Sálmur 64. Allir hreinhjartaðir munu sigri hrósa.
Miðvikudagur: Jóh. 14,1—14. Aðþekkja Jesúm er aðþekkjaGuð.
Fimmtudagur: Uppstigningardagur. Lúkas 24,46—53.
Föstudagur: Jóhannes 14,25—24. Ekki mun ég skiljayður eftir
munaðarlausa. Ég kem til yðar.
Laugardagur: Jóhannes 14,25—31. Frið lætégeftirhjáyður,
minn frið gef ég yður.
Bílbænin
Drottinn Guð, veit mér
vernd þína, og lát mig
minnast ábyrgðar minnar
er ég ek þessari bifreið.
( Jesú nafni. Amen.
Jón Oddgeir Guðmundsson
heitir maður á Akureyri. Hann
er verslunarmaður og virkur fé-
lagi í KFUM. í fimmtán ár hefur
hann séð þeim, sem hafa viljað,
fyrir “bílbæninni". Það er stutt
bæn, prentuð á lítinn límmiða sem
gjarnan er límdur á mælaborð
bílanna. Hann sagði mér að hon-
um hefði eitt sinn fyrir löngu ver-
ið gefin lítil falleg koparplata með
áþrykktri ferðabæn á ensku.
Svo var það að hann byijaði
að lesa inn á símsvara það sem
hann kallaði „Orð dagsins". Það
er stutt hugleiðing, ein fyrir hvern
dag, út frá ritningarversi, ætlað
þeim sem vilja leita huggunar og
uppörvunar. Til þess að létta svol-
ítið símkostnaðinn datt honum í
hug að þýða og gefa út fallegu,
ensku bílbænina. Hann langaði'
einnig til að gefa öðrum kost á
því að eignast og nota þessa bæn.
Hann lét prenta á nokkra mis-
munandi liti, sem fólk gæti valið
um, eftir því sem því fyndist eiga
best við lit bílsins. Verslunin
Kirkjufell í Reykjavík fór strax
að selja fyrir hann og sjálfur seldi
hann fyrir norðan. Salan gekk
strax vel og hefur aldrei verið
meiri en síðustu ár. Núna er hún
seld í versluninni Kirkjuhúsinu við
Klapparstíg.
„Eg hef fengið mörg þakkar-
orð,“ sagði Jón Oddgeir. „Fólk
hefur meira að segja sagt mér
að það hafí farið að biðja reglu-
lega eftir að það eignaðist bílbæn-
ina, ekki bara þessa bæn, heldur
líka aðrar bænir sem það var ekki
vant að biðja. Bílbænin opnaði
augu þess fyrir áhrifamætti bæn-
arinnar í hvaða sambandi sem er.
Margir segjast líka íhuga hvernig
þeir hagi akstri sínum, því eftir
að hafa farið með bæn, þar sem
beðið er um handleiðslu Guðs, fer
fólk ekki hugsunarlaust af stað.
Eg veit til þess að sumum fínnst
þeir ekki getað tekið nýjan bíl í
notkun fyrr en þeir eru búnir að
setja bílbænina á þann stað á
mælaborðinu sem hún blasir við
augum," sagði Jón Oddgeir.
Ferðabænir í
sálmabókinni
I sálmabókinni eru þijár ferða-
bænir, ein fyrir sjóferðir, ein fyrir
flugferðir oa svo þessi, sem er að
fínna á blaosíðu 585:
„Ég veit, Drottinn, að örlög
mannsins eru ekki á hans valdi
né það á færi manns að stýra
skrefum sínum. En allir vegir þínir
eru elska og trúfesti. Því vil ég
fela þér vegu mína og treysta
þér. Þú munt vel fyrir sjá. Sála
mín heldur sér fast við þig og
hönd þín styður mig. Gjör mig
fúsan að fylgja þér. Kenn mér að
gjöra vilja þinn, því að-þú ert
minn Guð. Þinn góði andi leiði
mig. Amen.“
Allar upplýsingar um
ferðalög innanlands
Upplýsingamiðstöð ferða-
mála á íslandi gengst fyrir
ferðakynningu undir kjörorðinu
„Njótið sumarsins í íslenskri
náttúru" nú um helgina . Kynn-
ingin verður í Ingólfsstræti 5
og er haldin í því skyni að kynna
Islendingum þá ferðamöguleika
sem bjóðast hérlendis. Auk þess
geta gestir spreytt sig á mynda-
getraun þar sem í boði eru 10
f erðavinningar.
Upplýsingarmiðstöð ferðamála
á íslandi er í eigu ferðamálaráðs,
ferðamálanefndar Reykjavíkur og
6 landshlutasamtaka í ferðaiðnaði.
„Þetta er eina fyrirtækið í ferða-
iðnaðinum sem er óháð sölu-
mennsku," sagði Áslaug Alfreðs-
dóttir, framkvæmdastjóri mið-
stóðvarinnar. „Okkar hlutverk er
að safna og miðla öllum upplýsing-
um um ferðaþjónustuna í landinu."
Á ferðakynningunni verða einn-
ig ferðamálafrömuðir frá Grænl-
andi og Færeyjum, sem veita upp-
lýsingar um ferðaþjonustu land-
anna.
Ferðakynningin í húsakynnum
Upplýsingamiðstöðvar ferðamála á
Islandi við Ingólfsstræti 5 var í
gær, laugardag, og stendur yfir í
dag, sunnudag, frá 13-18.
Morgunblaðið/Þorkell
Kjartan Lárusson, stjórnarformaður Upplýsingamiðstöðvar ferða-
mála á íslandi, Reynir Adólfsson, stjórnarmaður, og Áslaug Alfreðs-
dóttir, framkvæmdastjóri, í húsakynnum fyrirtækisins.