Morgunblaðið - 08.05.1988, Blaðsíða 56
56
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. MAÍ 1988
Jóhanna Kristjáns-
dóttir á Kirkjubóli
Afmæliskveðja:
Hún Jóhanna okkar á Kirkjubóli
varð áttræð í gær 7. maí. Ekki er
það nú á henni að sjá, svo teinrétt
og grönn og virðuleg í fasi, lítur
hún ekki út fyrir að vera degi eldri
en 70 ára. Og í svip hennar er heið-
ríkja, sem lýsir innri manni. Við
kvenfélagskonur á Vestfjörðum eig-
um Jóhönnu svo margt að þakka,
hún hefur um áratuga skeið verið
í stjórn Sambands vestfirskra
kvenna. Og fundarritari á sam-
bandsfundum hefur hún verið síðan
1963. Það var einmitt fyrsti sam-
bandsfundur sem undirrituð sat
sem fulltrúi fyrir Kvenfélagið Hvöt
í Hnífsdal. Ég tók sérstaklega eftir
þessari konu, sem þarna skipaði
sæti fundarritara, og jafnframt
hafði hún framsögu þegar tekið var
fyrir að ræða áfengisvandamálið.
En Jóhanna hefur alltaf verið mikil
bindindismanneskja og hvarvetna
fylgt fram þeirri sannfæringu sinni
í ræðu og ritu. Á þessum sama
fundi var henni einnig veitt viður-
kenning fyrir störf að garðyrkju-
og skógræktarmálum úr Verð-
launasjóði Kristins Guðlaugssonar
frá Núpi.
Það var því ekki undarlegt að
eftir þessari konu væri tekið. Þann-
ig hefur það líka alltaf verið. Jó-
hanna hefur unnið sér aðdáun og
hylli allra fundarkvenna í SVK æ
síðan. Og fundargerðirnar hennar
eru svo lifandi og skemmtilegar og
þess vandlega gætt að skrá allt vel
og skilmerkilega. Hún hefur verið
fulltrúi SVK á landsþingum og sótt
Haustvöku KÍ. Og allt sem þar skeði
flutti hún okkur af sinni alkunnu
frásagnargleði og klykkti þá gjarn-
an út með ljóði.
Jóhanna er mjög vel máli farin
svo sem hún á kyn til, og á létt
með að kasta fram vísu, eins og
bróðir hennar, skáldið Guðmundur
Ingi, sem löngu er þjóðkunnur fyrir
1.
mai
var gjalddagi húsnæðislána
MEÐ SKILVISI
HAGNAST ÞÚ
Það er þér í hag að greiða af lánum á réttum tíma og forðast óþarfa aukakostnað
af dráttarvöxtum, svo ekki sé minnst á innheimtukostnað. •
Þú hagnast á skilvísinni
, # því þú getur notað peningana þína
til gagnlegri hluta, til dæmis í að:
mála stofuna
fy rir sumarið
setja ný
blöndunartæki
á baðherbergið
eða
leggja parket
áforstofuna.
Lán með lánskjaravísitölu.
Greiðslufrestur er tíl 15. maí. Þann 16. reiknast dráttarvextír.
Lán með byggi ngarvísiu'jlu.
Greiðslufrestur,er til 31. maí. Þann 1. júní reíknast dráttarvextir.
w
c
SPARAÐU ÞÉR ÓÞARFA ÚTGJÖLD AF DRÁTTARVÖXTUM
Greiðsluseðlar hafa verið sendir gjaldendum og greiðslur má inna af hendi í öll-
um bönkum og sparisjóðum landsins.
Hú§næÖis§tofnun ríkisins
LAUGAVEGI 77 101 REYKJAVIK S: 69 69 00
ljóð sín og ritstörf önnur.
Jóhanna Guðríður Kristjánsdóttir
fæddist á Kirkjubóli í Bjamadal.
Foreldrar hennar vom Kristján G.
Guðmundsson sem lést 1920 og
Bessabe Halldórsdóttir, búendur á
Kirkjubóli. Þau eignuðust 4 börn,
sem em: Ólafur Þ. fyrmm skóla-
stjóri Flensborgarskóla, hann er
látinn. Guðmundur Ingi, skáld, Jó-
hanna, og Halldór fyrmm alþingis-
maður. Johanna vann heimili móður
sinnar meðan hún var búandi á
Kirkjubóli, eða til ársins 1944 en
síðan bjó hún með bróður sínum
Guðmundi Inga. Jóhanna hefur allt-
af átt sitt heimili á Kirkjubóli. Hún
eignaðist eina dóttur Kolfinnu Guð-
mundsdóttur 1. ágúst 1950, hún
er hjúkmanrkona og býr á Patreks-
firði og hjá henni hefur Jóhanna
stundum dvalist að vetrinum og
notið samvista við bamaböm sín.
Skólaganga Jóhönnu var eins og
gerðist í þá daga. Hún stundaði nám
í farskóla sveitarinnar veturinn
1920-1921 og 1921-1922. Og vet-
urinn 1930-1931 var hún í Héraðs-
skólanum á Laugum í Reykjadal.
Jóhanna hefur mikinn áhuga á
íslensku máli og hefur mikið ritað
til Orðabókar Háskólans, einnig
hefur hún unnið fyrir Þjóðminja-
safnið við spurningaskrár þess um
þjóðhætti og handiðnir. Hún hefur
líka skrifað ritgerðir fyrir tímaritið
Hug og hönd og greinar um dýralíf
í Dýravemdarann, Jóhanna hefur
sérstakt yndi af hestum og hafði
sérlega gott lag á þeim. A fýrri
ámm átti hún góða reiðhesta, sem
hún notaði sér þegar tækifæri
gafst.
Hún var ein af stofnendum Kven-
félags Mosvallahrepps og í stjóm
þess hefur hún verið frá stofnun
þess árið 1960, sem ritari og er
enn. Ung var hún að ámm er hún
gekk í Ungmennafélagið Bifröst,
þar var hún 21 ár í stjóm, þar af
ritari í 20 ár, eða 1928-1947. Af
þessari upptalningu sést að starfs-
kraftar og hæfileikar Jóhönnu hafa
hvarvetna komið að miklum og
góðum notum, og hún alltaf fús að
leggja sitt af mörkum og vel það.
En Jóhanna hefur áhuga á fleiru
en félagsstörfum þó þau láti henni
vel. Hún er mikil hannyrðakona,
vinnur íslensku ullina alveg frá
byijun, tekur af kindinni, tekur
síðan ofan af, kembir, spinnur, og
ptjónar. Laufaviðarvettlingamir
hennar bera henni fagurt vitni um
vandaða vinnu og listilegt hand-
bragð.
Og sá sem lítur heim að Kirkju-
bóli í Bjamadal og dáist að gróðrin-
um sem þar ér, lítur þar handaverk
Jóhönnu, það er eingöngu hennar
verk eða svo segja bræður hennar.
Kannske hafa þeir þó líka tekið til
hendi, ekki er það óhugsandi. Þá
hefur Jóhanna lagt mikið til mál-
anna í sambandi við garðrækt og
skógrækt innan kvenfélagsins og
ungmennafélagsins, og unnið að
gróðursetningu tijáplantna á hveiju
vori.
Það væri hægt að segja svo
margt fleira um hana Jóhönnu, en
ég hugsa að henni finnist nóg kom-
ið, hún hefur aldrei verið gjörn á
að flíka því sem hún hefur verið
að gera. Við sem höfum starfað
með henni í Sambandi vestfirskra
kvenna sendum henni hugheilar
hamingjuóskir í tilefni 80 ár af-
mælisins. Við þökkum henni sam-
starfið sem aldrei hefur borið
skugga á og vonum að við fáum
notið samvista við hana meðan
heilsa hennar leyfir. Kvenfélags-
hreyfingin á Vestfjörðum á henni
mikið að þakka, en ég veit líka að
Jóhanna ætlast ekki til þakklætis,
henni er það svo eðlilegt að leggja
fram krafta sína í þágu þeirra
málefna sem hún hefur áhuga fyr-
ir. Hún vinnur svo sannarlega í
anda þess að sælla er að gefa en
þiggja.
Og við óskum Kvenfélagi Mos-
vallahrepps til hamingju með þá
gæfu að eiga slíka félagskonu. í
dag 7. maí halda þær henni kaffi-
samsæti í skólanum í Holti, og verð-
ur þar örugglega margt um mann-
inn.
F.h. Sambands vestfirskra
kvenna,
Jóna Valgerður Kristjáns
dóttir, formaður.