Morgunblaðið - 14.05.1988, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MAÍ 1988
Stjórn Héraðshælisins Blönduósi:
F ormaðurinn segir af
sér vegna ráðning-
ar framkvæmdastjóra
JÓN ísberg formaður stjórnar
Héraðshælisins á Blönduósi hef-
ur sagt af sér formennsku og
stjórnarsetu vegna ráðningar
framkvæmdastjóra að sjúkra-
húsinu. Jón hefur gegnt for-
mennsku i stjóminni i hartnær
þijátíu ár. Jón studdi Þuriði
Hermannsdóttur i stöðuna, en
meirihluti sjúkrahússtjómarinn-
ar ákvað á fundi í gær að ráða
Bolla Ólafsson sem hefur verið
framkvæmdastjóri sjúkrahússins
á Patreksfirði. Þuriður er frá
Blönduósi og hefur gegnt störf-
um framkvæmdastjóra sjúkra-
hússins undanfarin þijú ár.
Flugliðar
til ríkis-
sáttasemjara
Vinnuveitendasamband ís-
lands hefur fyrir hönd Flugleiða
vísað kjaradeilu félagsins við
Félag islenskra atvinnuflug-
manna, Flugfreyjufélag íslands
og Flugvirkjafélag íslands til
ríkissáttasemjara.
Flugleiðir hafa átt í beinum við-
ræðum við félögin um hríð, en þær
ekki skilað neinum árangri. Mikið
ber á milli aðila, en samningar hafa
verið lausir frá því um áramót.
Amarflug er ekki í VSÍ og semur
beint við félögin.
Stjóm Héraðshælisins á Blöndu-
ósi ákvað í gær að ráða Bolla í stöð-
una. Fjórir stjómarmanna greiddu
honum atkvæði, en einn, Jón ísberg
formaður stjómarinnar, greiddi
Þuríði atkvæði.
Sjö umsækjendur voru um stöð-
una, fímm karlar og tvær konur.
Nefnd sem mat hæfni umsækjenda
dæmdi tvo óhæfa og skipaði Bolla
í efsta sæti þeirra sem hæfír vom
taldir. Nefndin skipaði Þuríði í
?órða sætið og hina konuna neðsta.
nefndinni eiga sæti Jón Ingimars-
son, Davíð Á. Gunnarsson og einn
heimamaður skipaður af sýslu-
nefíid.
Jón ísberg sagði í samtali í gær,
að hann hefði stutt Þuríði Her-
mannsdóttur í starf framkvæmda-
stjórans vegna góðrar reynslu af
störfum hennar við sjúkrahúsið
síðastliðin 14 ár. Síðustu þijú ár
hefur hún unnið störf flármálastjóra
og að verulegu leyti starfað sem
framkvæmdastjóri. „Þetta er ein
af fáum sjúkrastoftiunum sem hefur
getað starfað innan ramma fjárlaga
og það segir sína sögu um að þar
sé vel stjómað. Það eru ekki til
óánægjuraddir hjá starfsfólkinu.
Ég hef verið þama formaður í hart-
nær þijá áratugi og ég treysti
Þuríði best til að gegna starfí fram-
kvæmdastjórans. Eg vil á engan
hátt hnjóða í Bolla enda þekki ég
hann ekki neitt, en ég veit hvað ég
hef, ekki hveiju ég tek við. Þess
vegna hætti ég nú og ég tel að við
skiljum vel við,“ sagði Jón ísberg.
Morgunblaðið/Sverrir
Frá setningu aukaþings VMSÍ í gær á Hótel Sögu.
Aukaþing Verkamannasambands Islands;
Skipulagsbreytingarnar
ná ekki fram að ganga nú
á skipulagi
BREYTINGAR a skipn
Vprkamannaaamhftnds lslands
munu ekki ná fram að ganga á
aukaþingi sambandsins, sem
hófst í gær, eins og var fyrir-
hugað, þar sem einungis er leyfi-
legt að breyta lögum á reglulegu
sambandsþingi. Skipulagsbreyt-
ingarnar gera ráð fyrir stofnun
þriggja atvinnugreinadeilda inn-
an VMSÍ, fiskvinnsludeild, deild
byggingariðnaðar og mann-
virkjagerðar og deild starfs-
manna ríkis og sveitarfélaga.
Verkamannafélagið Fram á
Póstur og sími:
Allir starfsmenn Jarðsíma-
deildar frá vegua veikinda
100 símnotendur sambandslausir í Hlíðahverfi
TÍU simsmiðir og linumenn i
Jarðsímadeild Pósts og síma til-
kynntu veikindi i gærmorgun og
mættu aðeins verkstjórar deild-
arinnar til vinnu. Forföllin urðu
til þess að ekki hefur enn verið
gert við símstreng í Hlíðahverfi
í Reykjavík og munu nú um 100
simnotendur vera sambandslaus-
ir af þeim sökum, samkvæm upp-
lýsingum frá bilanatilkynningum
Fréttasigóri
Sjónvarps:
Bogi
Ágústsson
meðal um-
sækjenda
Á FUNDI útvarpsráðs i
gær, var lagður fram listi
með nöfnum þeirra fimm,
sem sækja um stöðu frétta-
stjóra Sjónvarpsins.
Umsækjendur eru: Helgi
H. Jónsson, aðstoðarfrétta-
stjóri, dr. Sigrún Stefáns-
dóttir, Ögmundur Jónasson
fréttamaður, Hallur Hallsson
fréttamaður og fímmti um-
sækjandinn er Bogi Ágústs-
son fréttafulltrúi Flugieiða
en hann óskaði eftir nafn-
leynd. Aukafundur verður
haldinn í útvarpsráði næst-
komandi þriðjudag og verður
þá gengið frá ráðningu
fréttastjóra.
Pósts og sima í siðdegis i gær.
Talið er víst að forföll simsmið-
anna standi i sambandi við það
að yfirstjóm stofnunarinnar gaf
út á dögunum fyrirmæU um að
sækja þyrfti sérstaklega um leyfi
til yfirstjórnar stofnunariniiar
fyrir yfirvinnu sem unnin er eft-
ir klukkan sjö á kvöldin.
Ágúst Geirsson símstjóri sagði
að óskað hefði verið eftir því við
þá starfsmenn sem boðuðu veikindi
að þeir framvísi iæknisvottorði.
Hann sagði ljóst að allir hefðu
starfsmennimir þegar uppfyllt þá
lagaskyldu, sem á opinberum
starfsmönnum hvílir, að vinna yfír-
vinnu sem samsvarar allt að Va
hluta hverrar dagvinnuviku. Ágúst
sagði engar viðræður hefðu farið
fram við starfsmennina enda hefði
ekki borist frá þeim kröfugerð.
Hann sagði að stofnunin hefði eng-
in úrræði til að láta gera við streng-
inn fyrr en starfsmenn Jarðsíma-
deildar mæti til vinnu að nýju.
Hann sagði að ekki hefði verið
rætt um að stofnunin breyti þeirri
stefnu sinni að dregið skyldi stór-
lega úr yfirvinnu. „Það hafa verið
erfiðleikar í rekstri stofnunarinnar
og þessum tilmælum var beint til
allra deilda til að reyna að láta
enda ná saman," sagði Ágúst Geirs-
son símstjóri.
Starfsmenn jarðsímadeildar telja
að þeir séu færri en eðlilegt geti
talist miðað við fyrirliggjandi verk-
efni. Yfírvinna mun á liðnum ámm
hafa vegið þungt í launakjömm
þeirra. Þeir tóku því fyrirmæli yfír-
stjómarinnar óstinnt upp, neituðu
að vinna að viðgerðum við strenginn
í Hlíðunum að lokinni dagvinnu á
miðvikudag og boðuðu veikindi allir
sem einn í gærmorgun.
Forsetakjör:
Sigrún Þorsteinsdótt-
ir hyggur á framboð
LISTAR með undirskriftum með-
mælenda Sigrúnar Þorsteinsdótt-
ur til forsetakjörs voru I gær lagð-
ir fram i Reykjavík og að sögn
blaðafulltrúa hennar hafa slikir
listar þá veríð lagðir fram til yfir-
kjörstjóma i öllum kjördæmum
landsins. Vigdis Finnbogadóttir
forseti íslands gaf út þá yfirlýs-
ingu 20. nóvember siðastUðinn, að
hún yrði við þeim tílmælum, sem
til hennar hafí veríð beint um að
hún gefi kost á sér við forsetakjör
fyrir næsta kjörtímabil.
Umboð8menn Vigdísar Finnboga-
dóttur forseta íslands eru Svanhildur
Halldórsdóttir fulltrúi, Háaleitisbraut
30, og Þór Magnússon þjóðminja-
vörður, Bauganesi 26, bæði f
Reykjavík.
Að sögn Áshildar Jónsdóttur
blaðafulltrúa Sigrúnar Þorsteins-
dóttur er búið að safna nægum með-
mælendum í öllum kjördæmum.
Framboðsfrestur rennur út næst-
komandi föstudag, 20. maí.
Seyðisfírði mótmælti því með skeyti
nú í vikunni að aukaþingið væri
fært um að breyta lögum sam-
bandsins og áskildi sér rétt til þess
að kæra niðurstöðuna ef af yrði.
Því kom fram tillaga frá fram-
kvæmdastjóm um að einungis ein
umræða færi fram á þinginu um
lagabreytingamar og stjómir deilda
yrðu kjömar, en málið yrði endan-
lega afgreitt á næsta reglulega
sambandsþingi, sem verður haldið
haustið 1989.
Hallsteinn Friðþjófsson, formað-
ur Fram á Seyðisfirði, skýrði af-
stöðu félags sfns á þinginu. Hann
sagðist ekki telja rétt að breyta
skipulagi VMSÍ f þessa vem, breyt-
ingar á skipulagi sambandsins ætti
að afgreiða í framhaldi af breyting-
um á heildarskipulagi Alþýðusam-
bands íslands. Skipulag ætti að
stuðla að einingu í verkalýðshreyf-
ingunni, en þessi tillaga gengi í
öfuga átt. Verkalýðshreyfingin
hefði lært það af kjarasamningun-
um í vetur að sundmng skilaði ekki
árangri.
í máli annarra þingfulltrúa kom
fram að deildaskiptingin væri skref
í áttina að atvinnugreinaskiptingu
stéttarfélagana, sem væri löngu
orðin tímabær. Núverandi skipulag
væri arfur fortíðarinnar og tíma-
skekkja miðað við þá sérhæfíngu
sem sífellt færi vaxandi. Steftia
bæri að því að faglærðir og ófag-
lærðir í sömu starfsgrein væru í
einu og sama félaginu og að vinnu-
staðurinn yrði grunneining í upp-
bypgjngru verkalýðsfélaganna.
Þinginu verður framhaldið í dag.
Þá fer fram kosning fimm manna
sljómar fyrir hveija deild og þriggja
manna varastjómar. Búist er við
að nokkur átök verði um kjör for-
manns og stjómar deildar físk-
vinnslufólks. Þá má einnig gera ráð
fyrir því að þingið álykti um vænt-
anlegar efnahagsráðstafanir rfkis-
stjómarinnar.
Skartgrip-
um stolið
ÞJÓFUR lét greipar sópa um
sýningarglugga Jóhannesar
Leifssonar gullsmiðs í fyrrínótt.
Talið er að verðmæti skartgríp-
anna sem stolið var sé hátt í tvö
hundruð þúsund krónur.
Lögreglan í Reykjavík varð vör
við það um kl. 7 í gærmorgun að
rúða í verslun Jóhannesar að
Laugavegi 30 var brotin. í samtali
við Morgunblaðið sagði Jóhannes
að sér virtist sem 18 gullkeðjum
hefði verið stolið úr glugganum og
væri verðmæti þeirra hátt á annað
hundrað þúsundir króna.
Rannsóknarlögregla rfkisins
vinnur nú að rannsókn á þessum
þjóftiað’
Landsvirkjun:
Enginn búnaður í
Búrfelli með PCB
Skipt um níu litla spenna 1 Sigöldu og Kröflu
MORGUNBLAÐINU barit i gœr eftírfarandi
í Morgunblaðinu fímmtudaginn
12. þ.m. er á baksíðu birt frétt um
skaðlegt eiturefni í spennubreytum,
er nefnist PCB Askarel. í frétt þess-
arri er fullyrt að tækjabúnaður Búr-
fellsvirlq'unar innihaldi þetta efni og
að vatn sem knýr hverfla virkjunar-
innar sé síðan notað sem neysluvatn
fjölda fólks. Hér er um staðlausa
stafí að ræða, sem Landsvirkjun
vísar algjörlega á bug sem tilhæfu-
lausum fullyrðingum. Staðreyndin
er sú að enginn búnaður í Búrfells-
stöð, hvorki spennar, þéttar né ann-
ar búnaður inniheldur einangrunar-
vökvann PCB Askarel. Við Búrfell
er því engin hætta á mengun vegna
efnis þessa og því af og frá að gefa
í skyn eins og gert er í frétt Morgun-
blaðsins að neysluvatni Qölda fólks
sé hætta búin vegna notkunar um-
rædds efnis.
Á hinn bóginn er efnið, sem hér
athugasemd frá Landsvirkjun:
um ræðir, notað sem einangrunar-
efni í fimm litlum spennum í inntaks-
mannvirkjum Sigöldustöðvar og
Qórum litlum stöðvamotkunar-
spennum Kröflustöðvar. Hverfandi
hætta er á að einangrunarvökvi frá
þessum spennum geti borist út í
árvatn eða drykkjarvatn. Starfs-
mönnum Sigöldustöðvar og Kröflu-
stöðvar getur þó stafað hætta af
efni þessu í eldsvoða. Var því á
síðastliðnu ári ákveðið að skipta um
hlutaðeigandj spenna og verður það
gert á þessu ári.
Þess skal. að lokum getið að sú
stefíia vaf tekín upp af Landsvirkjun
fyrir um 10 árum síðan að hafna í
eitt skipti fyrir öll notkun efnisins
PCB Askarel í nýjum rafbúnaði hjá
Landsvirkjun.'
F.h. Landsvirkjunar,
Halldór Jónatansson, forstjóri