Morgunblaðið - 14.05.1988, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MAÍ 1988.
Litir: Hvítt, svart,
rautt, gult, dökkblátt,
kakí, beige.
Stærð: 24-46.
Póstsendum.
5°h staðgreiðsluafsláttur.
KRINGWN
KKinewn
Sími 689212.
Símar 35408 og 83033
UTHVERFI ■ AUSTURBÆR
Síðumúli o.fl. Barónsstígur
Rauðagerði Stórholt
Stangarholt
KOPAVOGUR
Laufbrekka
Fágætir Bach-
hljómleikar
eftir Hallgrím
Helgason
Verk Johanns Sebastians Bachs
eru á okkar tímum samnefnari fyr-
ir fyrirmyndar-skipulag og mikil-
vægi við mótun hljómandi efnis.
Hann var allsheijar safnpunktur
ijölbreytilegra forma miðalda, mið-
magnaði þau og skapaði ný (fyrstu
píanókonsertar stafa frá honum svo
og fyrstu fullunnin píanóhlutverk í
kammermúsík), enda þótt hann
væri algjörlega sjálfmenntaður
maður. Arfþegnir hæfíleikar voru
þó mjög miklir, enda höfðu sex
ættarkynslóðir hans iðkað músík
að meira eða minna leyti.
Æviverk Bachs er svo mikið að
vöxtum (um 1.200 tónverk, smærri
og stærri, m.a. 300 kantötur), að
ótrúlegt má teljast, ekki sízt með
tilliti til þess, að hann var alla ævi
störfum hlaðinn þjónn þjóðhöfð-
ingja og borgaralegra yfírvalda.
Bach var maður barokk-tímans,
sem uppfyllti kröfur hans um ein-
leika og samræmi nieð því að gera
engan mun á list og (lista)-hand-
verki. Sá sem kunni rétt handtök,
var mikill músíkant. Um listamann
var ekki talað. Tíðarstíll var radd-
fleygaður eða pólýfón. Innan tón-
bálks voru allar raddir jafn-rétthá-
ar, jafn veigamiklar. Þennan stíl
leiddi Bach með kontrapunktískri
leikni sinni og innsæi til hárrar full-
komnunar og varð þannig mesti
pólýfónisti allra tíma. Pólýfónía
hans var ekki stærðfræðileg (eins
og sumir hafa viljað halda fram),
heldur var hún sprottin af aflbrunni
tilfínninga hans, ríkri hugkvæmni
og frómu hugarfari, þar sem þjóð-
lagið, þjóðdansinn og lútherski kór-
allinn voru styrkar máttarstoðir.
Með þessa kjölfestu tókst Bach að
sigla gegn um brim og boða ald-
anna og verða fyrstkjömi fulltrúi
þess, sem við getum kallað al-
heimsmúsík.
Stundum hefír sú mótbára
heyrzt, að músík Bachs væri of
„religiös". Jafnvel dýrðarljóma
hjúpaðir berfætlu-sagnfræðingar
hafa aðhyllst þá skoðun. Þetta reyn-
ist þó ekki rétt. Það afsanna öll þau
kynstur af danslögum, sem hann
hefir samið og sett saman í svítur
fyrir hljómsveit, pfanó, fíðlu og
celló. Hér kristallast máske einna
bezt (en einnig þó í stærri verkum)
sú vizka einfaldleikans, sem ein-
kennir sérhvem sannan listamann
af alþýðustigum.
Sunnlendingar áttu því láni að
fagna að fá í heimsókn góðan gest,
Gunnar Björnsson, cellista, sem
1. maí í Selfosskirkju lék fyrir
þakkiáta áheyrendur þijár af þess-
um danslaga-syrpum eða svítum
Gunnar Björnsson
fyrir sóló-celló, þijár fyrstu svítum-
ar f G-dúr, d-moll og C-dúr.
Þó að dansar Bachs séu stílfærð-
ir, jafnvel „ídealíséráðir", leynir sér
ekki alþýðlegt svipmót þeirra. Inn-
gangskafli, prelúdía, opnar skjáinn
að glaðheimum dansanna, markar
stemmninguna. Allemande er
gamalt, þýzkt dansljóð, með
franskri nafngift, sem stillilega lýs-
ir ánægjunnar skaplyndi í flórskipt-
um takti. Franski dansinn courante
er léttfættur og hraðgengur í
streymandi þrítakti sínum. Spænski
dansinn sarabande er hins vegar
andstæð við báða forkafla, lyftir í
tignarlegri rósemd sinni sýn til
hæða, ríkur að innri tjáningu. Hóf-
lega hraður er menúett sem sýni-
dans, samkvæmisdans, hirðdans og
loks almennur borgaradans á 17.
Umsjónarmaöur Gísli Jónsson 436
Sigurður Hreiðar Hreiðarsson
í Reykjavík skrifar mér svo:
„Agæti Gísli.
Ekki þekkjumst við né höfum
sést, en þætti þína les ég þegar
ég kemst í færi eins og flestir
íslendingar sem hafa áhuga á
íslensku máli...
í gær [bréfið er skrifað 1.
maí] var bréf í þætti þínum sem
ég má til með að skipta mér af.
Þess vegna get ég ekki á mér
setið að senda þér þessar línur,
og að sjálfsögðu ferð þú með
það sem hér fer á eftir eins og
þér þykir rétt:
„Sú röksemd, að tæki þetta
„beri sig til“ við verk sitt,
þykir mér haldlítil, því hvaða
tæki gerir það ekki? Sú rök-
semd að það „beri eitthvað til
einhvers“ á enn síður við ...
margir róbótar bera þar að
auki ekki neitt til neins.“
Þetta stóð meðal annarra orða
í bréfí frá Jakobi Bjömssyni í
þætti þínum um íslenskt mál á
laugardaginn var. Þar var verið
að fjalla um yfírfærslu orðsins
tilberi yfír á merkingu orðsins
robot. Þar sem ég er upphafs-
maður að því að nota tÚbera í
þessari merkingu langar mig að
koma á framfæri örlítilli árétt-
ingu.
Röksemdin að tækið „beri sig
til“ við verk sín var sú sem ég
tiltók síðasta. Líta má á hana
sem mislukkaða fyndni af minni
hálfu. Aftur á móti hef ég ekki
séð, hvorki með eigin augum né
á myndum, robot sem ekki „ber
eitthvað til einhvers". Enda mun
einmitt það vera tilgangur og
verkefni þessara tilbera nútím-
ans og lítið gagn að þeim ef
þeir snúast bara kringum sjálfa
sig.
Mergur málsins er þó sá að
verkefni tækis þess sem ég vil
kalla tilbera, og tilberanna hinna
fomu, er í meginatriðum hið
sama: að færa eigendum sínum
björg í bú og vera þeim til hægri
verka, afkasta meira verki en
mannshöndin ein megnaði,
spara vinnu og efla búsæld.
Þetta er það sem þjóðtrúin skóp
tilbera sína til. Nákvæmlega
sama hlutverk er því tæki ætlað
sem ég vil kalla tilbera, enda er
tilberinn fomi úr sögunni eins
og fleira sem úreldist. Með hlið-
sjón af því þar að auki að flest
þessara tækja bera einnig eitt-
hvað úr einum stað í annan,
bera hlutina til, eitthvað til ein-
hvers, þykir mér tilberanafnið
viðeigandi og gagnsætt.
Ég er sammála Jakobi um að
ekki eigi að gefa orði, sem til
er fyrir í málinu, nýja merkingu
nema gamla merkingin sé úrelt
að því leyti að hætt sé að nota
hana, eða þann hluta eða fyrir-
bæri sem hún táknaði. Sígilt
dæmi um nýjan hlut með fomu
heiti er auðvitað sími. Tilberi í
hinni nýju merkingu hefur bein-
in til að verða enn betra, því þar
er eldri merkingin þó enn til í
sögum sem fólki eru aðgengileg-
ar, þegar sú nýrri er tekin upp.
Það verður tæpast sagt um
upprunalega merkingu orðsins
sími. Dæmi um ergilega yfir-
færslu á heiti hlutar sem er enn
í góðu gildi er snælda fyrir kass-
ettu (snúllu?), þar sem snældur
eru enn hafðar til síns upphaf-
lega brúks hér og þar, og ekki
síst í vefjariðnaði.
En ef Jakob þarf „að sjá“
upprunaskýringar við orð eins
og eyðni og bota, efast ég um
að sjón okkar eigi verulega sam-
leið.“
★
Umsjónarmaður þakkar þetta
hressilega og vel samda bréf
Sigurðar Hreiðars Hreiðarsson-
ar. Hann mun nú um sinn hvfla
lesendur á robbanum, tilberan-
um,
róbótanum, en taka síðan upp
þráðinn að nýju, ef einhveija
fýsir að halda þessari umræðu
áfram.
★
Hér kemur svo ofurlítið víti
til vamaðar. Það sýnir okkur
. þáttur
glöggt hvemig gamli kansellí-
stfllinn gat misþyrmt íslensku
máli, en hér er hann í sínum
allra versta ham:
„1843. 8. Marts. TILSKIP-
UN um stiptun sérlegrar ráð-
gefandi samkomu fyrir ís-
land, er á að nefnast Alþíng.
Vér Christján hinn Áttundi
&c G[erum] V[itanlegt], að þar
Vér höfum sannfært Oss um,
að þeim landsföðurlega tilgángi,
í hveijum umdæmastöndin eru
stiptuð, með tilliti til Vorra kæm
og trúu undirsáta á íslandi ein-
úngis yrði fullnægt með því
móti, að nefnt land fengi ráðgef-
andi samkomu útaf fyrir sig, svo
höfum Vér, þann 20. Mai 1840,
skipað, að þær til undirbúníngs
slíkrar stiptunar nauðsynlegu
yfírveganir skyldu gjörast, að
nokkm leyti á lslandi og að öðru
leyti í Vomm stjómarráðum. Á
þessum yfirvegunum og Vomm
í því efni gjörðu allrahæstu
ályktunum gmndavallaðist eitt
lagafmmvarp, viðvíkjandi stipt-
un sérlegrar ráðgefandi sam-
komu fyrir ísland, er nefnast
skyldi Álþíng, hvert fmmvarp
Vér höfum látið framleggja fyrir
vor trúu umdæmastönd fyrir
Sjálands, Fjóns og Lálands-
Falsturs stipti, svo og ísland og
Færeyjar. Eptir að Vér höfum
meðtekið þessara allraundir-
gefnasta álit, bjóðum og skipum
Vér sem eptir fylgir...“
★
En kunningi okkar, Nikulás
norðan, er svo rausnarlpgur að
senda tvær borgalimmr:
Það var Gyðingur gangandi í Delhi,
Gamalíel, hét hann, ben Elí.
Hann leitaði um allt -
það var alls ekki kalt -
að opinni bátskel með vél 1.
Það var árið sem Guðmundur oki dó,
að austur hélt Margrét í Tokyó.
Yfír fimindi og flöll
hún ferðaðist snjöll
miklu lengra en skelmirinn Loki fló.